Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
opið laugardag 13. febrúar kl. 12–16
FJÖRUÁHRIF
Opið virka daga
10–18,
laugardaga 12–16
Lokað á sunnudögum
HAUKUR DÓR
Sýningu lýkur
Fram er komið
frumvarp um breyt-
ingu á rammaáætlun
sem ætlað er að færa
samþykki vind-
orkuverkefna undir
rammaáætlun og
staðfestir þannig þá
skoðun að vindorka
fellur í dag ekki undir
rammaáætlun.
Frumvarpið er
verulegum annmörkum háð eins
og það er fram sett.
Vinnur gegn raforku- og
samkeppnislögum
Í fyrsta lagi virðist rammaáætl-
un vera óþörf því önnur lög sem
gilda nú þegar um sama mál taka
á öllu því sem rammaáætlun
fjallar um, sjá grein undirritaðs
sem birtist í Morgunblaðinu 12.
nóv. 20.
Engin önnur starfsgrein í land-
inu þarf að búa við tvöfalt lagaum-
hverfi sem í raun gerir sama hlut-
inn. Tvöfalda kerfið gengur gegn
markmiði raforkulaga sem stuðla
eiga að „…þjóðhagslega hag-
kvæmu raforkukerfi og efla þannig
atvinnulíf og byggð í landinu,“ og
samkeppnislaga sem hafa það að
markmiði að „…efla virka sam-
keppni í viðskiptum og þar með
vinna að hagkvæmri nýtingu fram-
leiðsluþátta þjóðfélagsins. Mark-
miði þessu skal ná með því að: a)
vinna gegn óhæfilegum hindrunum
og takmörkunum á frelsi í atvinnu-
rekstri. b) vinna gegn skaðlegri fá-
keppni og samkeppnishömlum. c)
auðvelda aðgang nýrra samkeppn-
isaðila á markaðnum. d) stuðla að
heilbrigðu samkeppnisumhverfi til
hagsbóta fyrir neytendur.“
Tvöfalda kerfið gerir uppbygg-
ingu nýrra raforkuverkefna mjög
erfiða, kostnaðarsama og tíma-
freka. Í slíku umhverfi er það ein-
ungis á færi stórfyrirtækja eða
ríkisins að koma verkefnum í
gegnum tvöfalda kerfið. Slíkt
hindrar aðgang nýrra aðila að
markaðinum sem takmarkar sam-
keppni og framboð og stuðlar
þannig að óheilbrigðu fákeppn-
isumhverfi. Þannig vinnur ramma-
áætlun gegn raforku- og sam-
keppnislögum.
Verkefni sem nú falla undir
rammaáætlun eru flokkuð í þrjá
flokka. Athyglisvert er að tveir
flokkar stöðva verkefni en einn
flokkur færir verkefni í heimild til
framkvæmdar sem þó er ekki víst
að verði því enn þarf verkefnið að
komast í gegnum nálarauga ann-
arra laga, s.s. umhverfismat.
Vegna óskilvirkni rammaáætl-
unar hafa ný verkefni í raforku
ekki fengist samþykkt í sjö ár sem
sem heftir framboð á raforku sem
getur leitt til hærra raforkuverðs
til neytenda.
Frumvarpið meingallað
Í öðru lagi er frumvarpið mein-
gallað. Um 95% af Íslandi eru ann-
aðhvort lokuð fyrir vindorkuverk-
efni (bannsvæði, merkt með rauðu,
sjá mynd) eða 10 km svæði í
kringum bannsvæðið sem þarf að
fara í gegnum tvöfalda kerfið
(merkt með gulu). Landsvæðið
sem er undanskilið er ofan á fjalls-
toppum eða á svæðum sem vitað
er að henta alls ekki fyrir vind-
orku.
Engin skýring er gefin á því
hvers vegna nauðsynlegt er að
hafa 10 km svæði í kringum bann-
svæðin. Er gagngert verið að úti-
loka öll svæði eða gera vinnslu
verkefna á gulu svæðunum svo
erfiða að enginn sjái sér hag í að
fara af stað með þau?
Umhverfisráðherra
fær alræðisvald í
frumvarpinu, ef hann
er ekki sammála
verkefnastjórn um
vindorkukosti getur
hann stoppað þau.
Hér er um mjög sér-
staka þróun að ræða í
stjórnsýslu landsins,
verulega afturför lýð-
ræðisins og þeirrar
stefnu sem mörkuð
hefur verið, að færa
ákvarðanir sem þessar frá stjórn-
málamönnum til fagaðila.
Í þingsályktun sem fylgir drög-
um að frumvarpinu er vikið að því
að fagurfræðilegir mælikvarðar
verði notaðir til að meta verkefnin
(1. mgr., bls. 4) og meta skuli
hvort vindorkuverkefni sem eru
innan 10 km frá bannsvæði/
friðlýstu svæði „…komi til með að
rýra gildi hins friðlýsta svæðis“.
Þessi nálgun, að nota fag-
urfræðilega mælikvarða og mat á
því hvort verkefni rýri gildi ein-
hvers býður upp á að persónuleg
skoðun þess sem mælir verði not-
uð sem mælikvarði. Augljóst er að
það sem einum finnst ljótt getur
öðrum fundist fallegt. Notkun
mælikvarða sem ekki er hægt að
meta faglega, með gegnsæjum og
vísindalegum hætti, getur varla
talist til eðlilegrar stjórnsýslu og
býður upp á mismunun byggða á
huglægu mati.
Frumvarpið fer gegn ákvæðum
stjórnarskrár Íslands, rétti manna
til að skapa sér atvinnu á eigin
landi. Ríkissjóður Íslands gæti
orðið skaðabótaskyldur að veru-
legum fjárhæðum til 25 ára. Er al-
mannahagsmunum best borgið
með slíkri nálgun?
Ný hálaunastörf á lands-
byggðinni
Ísland þarf að skapa um 50.000
ný störf á næstu 10 árum. Stærstu
atvinnugreinar landsins eru
sveiflukenndar eins og dæmin
sanna undanfarin ár. Eitt ein-
kenna orkugeirans er stöðugleiki
og má nefna að orkugeirinn greið-
ir næsthæstu launin að meðaltali
samkvæmt Hagstofu Íslands.
Ný störf krefjast raforku og
erfitt að sjá hvernig skapa á ný
störf án þess að framleiða meira
rafmagn. Vindorka hefur minnstu
umhverfisáhrifin og er því kjörinn
kostur á Íslandi. Á sama tíma
veldur samdráttur í landbúnaði
því að störfum á landsbyggðinni
fækkar ár frá ári. Orkuverkefni
eru landsbyggðarverkefni sem
skapa hálaunastörf og auka stöð-
ugleika í byggðum landsins.
Niðurstaða
Einfalda verður samþykkt-
arkerfi orkuverkefna svo ná megi
markmiðum raforku- og sam-
keppnislaga og tryggja neyt-
endum næga raforku á hagstæðu
samkeppnisverði. Það verður best
gert með afnámi íþyngjandi laga
og reglna, s.s. rammaáætlunar,
sem vinna gegn almannahags-
munum.
Eftir Magnús B.
Jóhannesson
» Tryggja þarf neyt-
endum næga raf-
orku á hagstæðu sam-
keppnisverði með
afnámi íþyngjandi laga,
s.s. rammaáætlunar,
sem vinna gegn al-
mannahagsmunum.
Magnús B. Jóhannesson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Storm-Orku.
Rammaáætlun
fyrir vindorku er
óþörf og skaðleg
Þessir 38.000 eldri
borgarar sæta mismun-
andi miklum skerð-
ingum á greiðslum sam-
kvæmt lögum um
almannatryggingar
(TR). Um 3.500 þeirra
sem eru á hjúkr-
unarheimilum búa við
ofurskerðingu og upp-
töku nær allra sinna
fjármagnstekna. Um
3.500 eru að stærstum hluta þeir sem
þiggja ekki greiðslur frá TR, meta
frelsi til að vinna og frelsi frá eftirliti
meira virði en að fá skertar greiðslur
frá TR. Hinn hlutinn fékk að því er
virtist leiðréttingu með lagabreytingu
en þrátt fyrir það meiri skerðingar og
hindranir en aðrir sem þiggja greiðslur
frá TR. Um 32.000 eru skertir minna.
Þeir sæta samt 45% skerðingu á fjár-
magnstekjum umfram kr. 25.000 á
mánuði og 45% samsvarandi skerðingu
á vinnulaunum eða verktakagreiðslum
umfram kr. 100.000 á mánuði.
Staða um 5.000 eldri borgara
Við, sem höfum með lífeyri, vinnu og
fjármagnstekjum yfir 600 þúsund kr. á
mánuði, njótum þess að fá engar
skerðingar frá almannatryggingum
(TR), því við fáum engar greiðslur það-
an, þótt svo hafi átt að vera með lágri
grunngreiðslu á móti árlegri greiðslu
til almannatrygginga alla starfsævi.
Með breytingum á skatta- og gjalda-
kerfi ríkisins í upphafi þessa árs lækk-
uðu hjá okkur skattar, þótt skattleys-
ismörkin hefðu verið lækkuð annað
árið í röð, en það kom ekki að sök
vegna þeirra tekna sem við höfum.
Skattalækkunin hvarf næstum hjá hin-
um hópnum sem fjallað er um. Við höf-
um efni á lagfæringu íbúðarhúsa og
fengum hækkun á endurgreiðslu vsk-
skatts vegna vinnu úr 60% í 100%.
Langþráð lagfæring fékkst um afnám
skattlagningar á söluhagnaði sum-
arhúsa, sem nýtist okkur vafalaust bet-
ur en hinum hópnum. Við sem eignir
eigum fengum einnig þá leiðréttingu
fyrir afkomendur okkar, að skattfrels-
ismörk erfðafjárskatts voru hækkuð úr
1,5 milljónum í 5 milljónir króna. En
það sem var gert sér-
staklega fyrir okkur, um-
fram hinn hópinn, var að
frítekjumark fjármagns-
tekna frá skatti var
hækkað um 100%, úr 150
þúsund í 300 þúsund kr.
á ári. Frítekjumark hjá
hinum hópnum er 0 kr.
frá skatti og að auki með
óbreytt skerðingarmörk
hjá TR, eins og und-
anfarin fjögur ár. En
sérstaklega þökkum við
fyrir að vera ekki undir
ströngu eftirliti TR um allar okkar
tekjur og eignir, sem við erum frjáls að
hafa, eiga og ráðstafa.
Stutt samantekt um
38.000 eldri borgara
Engar bætur hafa náðst fram til
þeirra, heldur þvert á móti, að þeir sem
minnst hafa innan hópsins fengu smátt
og smátt minna undanfarin 11 ár en
aðrir hópar í þjóðfélaginu. Greiðslur
frá TR hafa ekki fylgt launaþróun frá
hruni og skerðingarnar hafa skert enn
frekar greiðslur allt frá 2009 og verið
óbreyttar hjá núverandi ríkisstjórn frá
2017, þótt allar aðrar greiðslur í sam-
félaginu hafi árlega tekið mið af verð-
lagi og launaþróun. Ein lagasetning
var þó gerð 3. júlí 2020 af núverandi
stjórnarflokkum um viðbótarstuðning
við aldraða. Það var stuðningur sem
átti að ná líklega til um 800 eldri borg-
ara hér á landi; innflytjenda sem höfðu
ekki réttindi til greiðslu frá TR og til
Íslendinga sem höfðu misst réttindi
vegna búsetu erlendis, enda þótt þeir
hefðu áður greitt til almannatrygginga
og sjúkrasamlaga hluta af launum sín-
um til 1986 og eftir það sambærilegar
greiðslur með hækkun skattprósentu.
Þessi lagabreyting er líklega það sem
ráðherrar höfða til um hækkaðar
greiðslur þegar þeir segja að staða
eldri borgara hafi verið bætt í stjórn-
artíð núverandi ríkisstjórnar. Hverju
skilaði sú löggjöf?
Lög um félagslegan viðbót-
arstuðning við aldraða
Lög nr. 74 / 3.7. 2020 kveða á um
90% af grunngreiðslu TR til eldri borg-
ara, eða kr. 129.310, en með heimilis-
uppbót kr. 170.784 á mánuði, báðar eft-
ir skattgreiðslu. Lögin eru með svo
ýtarlegum skerðingum, hindrunum og
eftirliti frá TR að aðeins hafði 141 sótt
um greiðslur í árbyrjun 2021.
Í 4. gr laganna er kveðið á um að við-
komandi hafi áður „sótt um og tekið út
að fullu öll réttindi sem hann kann að
eiga eða hafa áunnið sér“.
Í 5. gr. segir m.a.: „Hafi umsækjandi
þegar fengið greidda fjárhagsaðstoð
sveitarfélags á sama tímabili sem
greitt er fyrir aftur í tímann … skal
viðbótarstuðningurinn nema mismun-
inum fyrir það tímabil.“
Í 7. gr. segir: „Ekki kemur til
greiðslu viðbótarstuðnings samkvæmt
lögum þessum nemi eignir umsækj-
anda í peningum eða verðbréfum
hærri fjárhæð en 4.000.000 kr.“
Í 12. gr. er kveðið á um upplýs-
ingaskyldu til TR varðandi þessa ein-
staklinga, til að hægt sé að skerða
þessa lágmarksgreiðslu enn frekar: Í
upptalningunni eru taldar nær allar
stofnanir landsins.
Í 13. grein er m.a. fjallað um rök-
studdan grun og hvernig með skuli
fara.
Niðurstaða samantektar
Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert
gert í þágu þeirra sem fá greiðslur frá
TR, þrátt fyrir skrifuð loforð og fram-
setningu í þingræðum um bætur. Hún
hefur viðhaldið áfram skerðing-
arákvæðum fyrri ríkisstjórna vinstri-
flokka. Var það lagabreytingin um við-
bótarstuðning við aldraða sem
ráðherrar meintu um auknar bætur
TR til eldri borgara undanfarin tæp
fjögur ár? Ef svo er þá gefur lagasetn-
ingin og framkvæmdin alls ekki tilefni
til að þakkað sé fyrir það.
38.000 og hins vegar
5.000 eldri borgarar
Eftir Halldór
Gunnarsson »Núverandi rík-
isstjórn hefur ekk-
ert gert í þágu þeirra
sem fá greiðslur frá TR,
þrátt fyrir skrifuð loforð
og framsetningu í þing-
ræðum um úrbætur.
Halldór Gunnarsson
Höfundur er formaður kjararáðs félags
eldri borgara í Rangárvallasýslu.