Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 53
að sjá ungt fólk komast til
mennta í heimabyggð og að finna
þekkingu sinni farveg öðrum til
góðs.
Þakklæti er mér efst í huga á
þessum tímamótum, kæri Aage,
þegar leiðir okkar skilur um
stund.
Halldór Þorgeirsson.
Haustið sem ég byrjaði í lands-
prófi kom nýr strákur í bekkinn
okkar. Hann hét Torfi Steinsson.
Torfi féll strax vel inn í hópinn og
áður en varði vorum við nokkrir
orðnir heimagangar hjá honum
og fjölskyldu hans. Þar var alltaf
margmenni. Systkinin voru mörg
og húsið öllum opið.
Aldrei heyrðist æðruorð frá
húsráðendum, þeim Önnu og
Aage. Þau höfðu alltaf nógan
tíma til að tala við alla og aldrei
að sjá að þau hefðu neitt annað að
gera. Þó voru þau með þetta
stóra heimili, Anna að lesa
menntaskóla utanskóla og síðan
háskóla, auk þess að kenna við
Iðnskólann, og Aage stjórnaði
RARIK á Vestfjörðum, var
skólastjóri Iðnskólans á Ísafirði
og aðalkennari og sat svo í bæj-
arstjórn. Hvernig allt þetta var
hægt veit ég ekki, en komst þó að
því mörgum árum síðar, að það
að vera upptekinn er fyrst og
fremst hugarástand.
Aage var einstakur kennari.
Þess fengum við félagarnir oft að
njóta. Mér er minnisstætt þegar
við sátum niðri á skrifstofunni
hjá honum í Mjallargötu 6 og
hann fór með okkur yfir stærð-
fræðidæmi. Hann tók brosandi á
móti okkur þegar við komum og
tjáðum honum vandræði okkar.
Hann lagði í rólegheitum frá sér
það sem hann var að gera, tók
krítarmola og sýndi okkur dæmi
á töflunni. Hann sagði að þetta
væri nú barasta svona og allt
laukst ljóslifandi upp fyrir okkur.
Við félagarnir vorum ekki þeir
einu sem nutu kennslu á skrif-
stofunni hjá Aage. Iðulega komu
þangað nemendur úr Iðnskólan-
um sem höfðu misst af kennslu
eða þurftu að fá sérstaka aðstoð
við námið.
Í Iðnskólanum lyfti Aage
grettistaki og kom með margar
nýjungar. Hann fann skólanum
hentugt húsnæði og festi iðnnám-
ið í sessi sem alvörunám. Kennsla
í skólanum hafði áður verið síð-
degis og á kvöldin, en Aage gerði
hann að dagskóla. Námsbrautum
var bætt við, svo sem vélstjórn,
skipstjórn, tækniteiknun og
frumgreinanámi til undirbúnings
námi við Tækniskóla Íslands.
Skólinn var þar með orðinn að
eins konar fjölbrautaskóla, þótt
það hugtak hafi ekki orðið til fyrr
en nokkru síðar. Hugmyndir
Aage í mennta- og skólamálum
voru því töluvert á undan sinni
samtíð.
Aage tók við sem bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins á Ísafirði af
mannvininum Halldóri Ólafssyni.
Í bæjarstjórn lét Aage mikið að
sér kveða, þótt hann væri eini
fulltrúi síns flokks. Þar sem ann-
ars staðar var hann tillögugóður
og ávann sér traust samstarfs-
fólksins. Mér er það minnisstætt
þegar ég síðar kom að bæjarmál-
unum á Ísafirði, hve þau sem
höfðu starfað með Aage báru
honum vel söguna og mátu hann
mikils.
Hið opinbera starf Aage á Ísa-
firði var að stjórna RARIK á
Vestfjörðum. Þar komu vel í ljós
stjórnunarhæfileikar hans,
ásamt þekkingu á viðfangsefninu
og yfirsýn. Þessu kynntist ég
bæði sem heimilisvinur og sem
starfsmaður hjá RARIK.
Þegar hefðbundnum starfs-
ferli lauk lagði Aage aldeilis ekki
árar í bát heldur hóf fiskeldi, sem
hann rak í mörg ár. Sýnir það vel
hve lifandi og hugmyndaríkur
hann var.
Með þessum fátæklegu minn-
ingarorðum vil ég votta aðstand-
endum Aage samúð og þakka
honum og fjölskyldu hans ein-
staka vináttu.
Smári Haraldsson.
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
✝ Ásdís Hann-esdóttir fædd-
ist í Reykjavík 23.
september 1941.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 1.
febrúar 2021. For-
eldrar hennar voru
Sigurlaug
Jónsdóttir, f. 14.
september 1915, d.
6. ágúst 2010, og
Hannes Ágústsson,
f. 11. nóvember 1912, d. 15.
nóvember 1996. Bróðir hennar
er Baldur, f. í Reykjavík 5.
október 1946.
Hinn 12. júlí 1969 giftist Ás-
dís Gunnari I. Waage, f. 17.
mars 1937, og hófu þau búskap
í Hörðalandi í Fossvogi en
bjuggu lengst af í Breiðholti.
Síðustu 20 árin bjuggu þau í
Sóltúni í Reykjavík. Börn Ás-
dísar og Gunnars eru: 1) Bene-
dikt, f. 2. maí 1972, unnusta
hans er Ólöf Björnsdóttir sem á
eina dóttur. 2) Davíð, f. 28.
febrúar 1975, maki Carolina
Castillo. Börn þeirra eru Alex-
anna tveggja fyrstu æviár
þeirra. Sneri hún síðan aftur út
á vinnumarkaðinn og vann um
nokkurra ára skeið í Hóla-
brekkuskóla og Fellaskóla í
Breiðholti. Árið 1988 sneri hún
aftur til Ríkisútvarpsins og hóf
þá störf á fréttastofu sjónvarps-
ins. Þar var hún allt þar til hún
lét af störfum 2007.
Ásdís var einn af stofnendum
góðgerðarfélags fyrrverandi
flugfreyja og flugþjóna, Sval-
anna. Var hún virk í starfi þess
um árabil og sat í stjórn þess.
Auk þess sinnti hún um árabil
sjálfboðastarfi á vegum Rauða
kross Íslands á Borgarspítal-
anum. Hún var auk þess um
árabil virk innan skiptinema-
samtakanna AFS, en á vegum
þeirra fór hún 16 ára gömul til
Baraboo í Wisconsinríki Banda-
ríkjanna og dvaldi þar hjá
McArthur-fjölskyldunni í eitt
ár. Allt til síðasta dags héldust
sterk vinabönd á milli Ásdísar
og hinnar bandarísku fjöl-
skyldu hennar og voru heim-
sóknir tíðar á báða bóga.
Útför Ásdísar verður frá
Laugarneskirkju í dag, 11.
febrúar 2021, klukkan 13, en
vegna aðstæðna í samfélaginu
verða aðeins nánustu ættingjar
og vinir viðstaddir. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
ander, f. 9. nóv-
ember 2005, Ísa-
bella, f. 2. desem-
ber 2009, og Emma
Björk, fædd 9.
október 2013.
Ásdís fæddist í
Reykjavík og bjó
þar alla tíð, fyrstu
árin bjó hún á
Njálsgötu og í
Drápuhlíð og flutt-
ist svo á Laugar-
nesveg. Hún lauk
gagnfræðaskólaprófi frá Aust-
urbæjarskóla og hélt eftir það
út á vinnumarkaðinn. Vann hún
nokkuð víða, m.a. í Verzlunar-
bankanum og sem flugfreyja
hjá Loftleiðum. Lengst af vann
hún þó hjá Ríkisútvarpinu,
sjónvarpi, en þangað réðst hún
fyrst til starfa á stofnári sjón-
varpsins 1966, daginn eftir
fyrsta útsendingardag. Þar var
hún í nokkur ár og sinnti ýms-
um störfum. Eftir nokkurra ára
starf þar sneri hún sér að öðr-
um störfum um skamma hríð,
en helgaði sig svo uppeldi son-
Elsku mamma, tengdamamma
og amma Ásdís kvaddi okkur í
síðustu viku eftir stutta sjúdóms-
legu. Hennar er sárt saknað og
verður sárt saknað um ókomna
tíð. Allra góðu áranna munum við
alla tíð minnast með þökk og
hlýju. Hún var alveg einstaklega
gjafmild, hlý og fjölskyldan var
henni allt, allt hennar líf ein-
kenndist af mikilli ást og um-
hyggju til sinna nánustu og allra í
fjölskyldunni.
Það var alltaf vinsælt að fá að
fara til ömmu og afa og vinsælast
var að fá að gista, þar var nóg af
kexi, dekri og endalausri þolin-
mæði, ást og umhyggju og ekki
sömu kröfur gerðar og heima hjá
pabba og mömmu.
Amma Ásdís var alltaf með
hugann við okkur fjölskylduna,
hún flaug yfir hálfan hnöttinn til
að vera viðstödd giftinguna okk-
ar, enda var hún manneskja sem
vildi alltaf gleðjast með öðrum.
Þegar við svo fluttum til Spánar
var alltaf sérlega gaman að fá
þau í heimsókn til okkar og gerð-
um við okkur far um að fara í
skemmtilegar ferðir og njóta
saman og búa til skemmtilegar
minningar sem við getum yljað
okkur við nú þegar hennar nýtur
ekki við.
Þegar fyrsta barnabarnið
fæddist fjölgaði heimsóknunum
um mjög til okkar enda hafði stór
draumur ræst. Hún tók svo með
mikilli gleði á móti Ísabellu og
Emmu og naut þess að fá loksins
stelpur til að dekra við.
Það er okkur sérstaklega mik-
ilvægt að við fjölskyldan náðum
að eiga heilan dag saman í góðu
veðri uppi í sumarbústað nokkr-
um dögum áður en mamma datt
og þurfti að fara inn á spítala,
þaðan sem hún í raun sneri aldrei
aftur.
Ömmu Ásdísar verður minnst
sem glaðlegrar, umhyggjusam-
rar ömmu, í langbesta skilningi
þess orðs.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Davíð, Carolina,
Alexander, Ísabella og
Emma Björk.
Elsku mamma kvaddi okkur
þann 1. febrúar síðastliðinn.
Sorgin er mikil, enda benti fátt til
þess að komið væri að kveðju-
stund og því gafst mér ekki tími
til að kveðja hana og segja henni
allt sem mig langaði að segja
henni. Það er þó von mín og trú
að hún hafi vitað hvaða hug ég
bar til hennar, enda var alltaf
sterkur þráður á milli okkar sem
aldrei slitnaði. Hún kom mér í
heiminn og frá fyrsta degi var
henni umhugað um mína velferð
sem og allra sinna nánustu. Það
voru ekki margir dagarnir sem
við annaðhvort töluðum ekki
saman í síma eða hittumst í eigin
persónu. Ég er enn að átta mig á
því að því er nú lokið og það er
næstum óbærilegt til þess að
hugsa.
Mömmu þótti óendanlega
vænt um sína nánustu fjölskyldu
og vini og var sú sem tengdi sam-
an alla þræði í okkar litlu fjöl-
skyldu. Það veitti henni ómælda
gleði að sjá afkomendur og ætt-
ingja ganga vel í lífinu og ánægð-
ust var hún þegar hún náði að
gleðja ástvini sína, enda með ein-
dæmum fórnfús og hjálpsöm.
Nú þegar ég sest niður til að
skrifa þessi orð hellast yfir mig
minningar af okkar samveru-
stundum í gegnum tíðina. Þær
minningar eru of margar til að tí-
unda hér, en hafa veitt mér hugg-
un síðustu daga og þakklæti í
hennar garð. Minningar frá sam-
verustundum fjölskyldunnar,
ferðalögum og svo fjölmörgum
öðrum atburðum standa mér nú
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum
og ég veit að þær eiga eftir að lifa
með mér um alla framtíð.
Síðustu mánuðir hafa verið
okkur öllum erfiðir en þá dvaldi
mamma inni á Landakoti eftir
beinbrot og heimsóknir þangað
voru gríðarlega takmarkaðar.
Svo takmarkaðar að barnabörnin
sem voru henni svo kær fékk hún
ekki að sjá í eigin persónu í rúma
fimm mánuði.
Það veit sá sem allt veit að það
reyndist henni erfitt ekki síður
en okkur, sem og að fá ekki að
hitta fjölskyldu og vini reglulega
líkt og áður. Um miðjan janúar
fékk hún inni á Hrafnistu í
Reykjavík og var það einlæg von
okkar allra að þar myndi hún
eiga ánægjulegt ævikvöld, en
dvölin þar varð ekki nema rétt
rúmar tvær vikur.
Takk fyrir allt og allt elsku
mamma. Þú lifir áfram í hugum
og hjörtum okkar allra.
Benedikt.
Nokkur kveðjuorð til vinkonu
og vinar, hennar Ásdísar okkar.
Við Ásdís kynntumst ekki fyrr
en á miðjum aldri, þá báðar giftar
og búnar að eiga börn. Með okk-
ur tókst mikil vinátta og
ákváðum við að hittast með öðr-
um sameiginlegum vinum og
spila félagsvist. Vorum við tutt-
ugu saman eða tíu pör. Auðvitað
voru heiðursverðlaun og skamm-
arverðlaun.
Ég slapp við að halda boðið á
heimili okkar Bjössa því þeim
fannst nóg að ég bauð öllum í
þorrablót á bóndadag ár hvert.
Núna á síðasta þorrablóti árið
2020 var Ásdís mætt ásamt
Gunnari og hélt hún smá ræðu
sem þakklæti fyrir samveru-
stundirnar og minntist þeirra
nokkurra sem þegar voru fallnir
frá. Svo var ræðan áhrifarík að
ég hreinlega táraðist. Það var
alltaf stutt í brosið hjá henni Ás-
dísi minni. Þakka ég góð og falleg
kynni og óska henni góðrar ferð-
ar.
Að lokum vil ég senda hlýja
strauma til Gunnars og fjöl-
skyldu, megi guð styrkja ykkur í
sorginni.
Áslaug H. Kjartansson.
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Í dag kveðjum við Ásdísi,
kæra vinkonu sem við höfum
fylgst að með frá barnaskóla, eða
tæp 73 ár.
Fljótlega stofnuðum við
saumaklúbb sem varaði ævina út,
fylgdumst hver með annarri í
barneignunum og öðrum stórum
og smáum viðburðum í lífinu.
Fylgdumst með þegar hún
kynntist Gunna sínum og eign-
aðist synina tvo, Benedikt og
Davíð sem allir reyndust henni
svo frábærlega vel, hver á sinn
hátt.
Hún gekk í gegnum ýmiskon-
ar veikindi en þrátt fyrir það telj-
um við hana hafa verið hamingju-
sama konu.
Ásdís hafði sterka réttlætis-
kennd. Hún var hrifnæm og for-
vitin um lífið en líka viðkvæm og
táraðist auðveldlega, t.d. yfir fal-
legri tónlist og þegar hún var að
segja frá yndislegu barnabörn-
unum sínum.
Með þessum orðum kveðjum
við Ásdísi, þökkum góða sam-
fylgd og vottum Gunna, sonun-
um, tengdadætrum og barna-
börnum okkar innilegu samúð.
Margrét (Magga) og Unnur.
Djúp depurð, sár tómleiki og
söknuður fylgir brotthvarfi Ás-
dísar vinkonu okkar til margra
áratuga. Glaðlyndi hennar og
tryggð hefur fylgt okkur frá
fyrstu kynnum. Minningarnar
eru fjársjóður okkar allra í þessu
lífi og þær eigum við.
Augnablikið hverfur. Fletti-
bókin er löng. Störf Ásdísar
mörg; afgreiðslustörf hjá Verzl-
unarbanka Íslands, flugfreyja
hjá Loftleiðum og þularstörf hjá
Sjónvarpinu. Við vinkonurnar
kynntumst í háloftunum, þá ný-
ráðnar flugfreyjur hjá Loftleið-
um. Á þeim vinnustað voru
starfsmenn samheldnir og vina-
böndin sterk. Flug, vinna og
ferðalög styrktu böndin, sem
aldrei hafa rofnað. Fjölskyldurn-
ar þekktust og hópurinn stækk-
aði.
Nú er skarð fyrir skildi. Við
sjáum á bak kærri vinkonu, sem
nú er kvödd með döprum huga.
Eiginmanni hennar og vini okkar
Gunnari, sonunum Benedikt og
Davíð, tengdadætrum og börnum
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Öll stöndum við
saman í sorg.
Marta María og Poul (Palli).
Ásdís
Hannesdóttir
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BIRGIR LÚÐVÍKSSON,
Sléttuvegi 23,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 15. febrúar klukkan 13.
Allir eru hjartanlega velkomnir svo lengi sem pláss leyfir
í ljósi aðstæðna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið.
Helga Brynjólfsdóttir
Lúðvík Birgisson
Sigríður Birgisdóttir Brynjar Gauti Sveinsson
Guðríður Birgisdóttir Steingrímur Gautur Pétursson
Unnur Jónsdóttir
og afabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLAUG MAGNÚSDÓTTIR
frá Vindheimum í Skagafirði,
lést á Grund 26. janúar.
Útför hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ólafur Jóhannes, Anna Maggý,
Selma Sigrún og Bragi Geir Gunnarsbörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir og amma,
KRISTJANA ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Reyrengi 34, Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 6. febrúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 15. febrúar klukkan 13 og verður jafnframt streymt
á https://youtu.be/jjAUNegHizU.
Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat.
Stefán Ásgeirsson Olsen
Hanna Jóna Ragnarsdóttir Kristján Páll Kristjánsson
Una Olsen Meisam Rafiei
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir
Katrín Diljá Kristjánsdóttir
Máni Rafiei
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SVEINN JÓHANN SVEINSSON
bifreiðarstjóri,
Vallarbraut 4, Seltjarnarnesi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
laugardaginn 6. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Lilja I. Sveinsdóttir
Margrét Þóra Sveinsdóttir Sævar Már Kjartansson
Sigurður Ingi Sveinsson Signý Leifsdóttir
Logi Arnar Sveinsson
og barnabörn