Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 54

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 ✝ Guðjón Guð-mundsson, framkvæmdastjóri Skóflunnar hf. á Akranesi, fæddist 18. desember 1929 í Litla-Lambhaga í Skilmannahreppi norðan Akrafjalls. Hann lést á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 2. febr- úar 2021. Foreldrar Guðjóns voru Guð- mundur Björnsson frá Innsta- Vogi við Akranes, f. 2. sept- ember 1896, d. 27. janúar 1989, og kona hans Ásta Jónsdóttir, f. 6. apríl 1902, d. 15. september 1975. Þau voru bændur í Litla- Lambhaga uns þau fluttu með fjölskylduna á Arkarlæk í sömu sveit árið 1940 og tóku við búi af foreldrum Ástu. Guðjón eignaðist sex systkini, þrjú yngstu eru enn á lífi. Elstur var hálfbróðirinn Guðmundur Óskar, f. 1928, maki Þorgerður Ólafsdóttir; Björn Jóhann, f. 1931, maki Guðný Sigríður Kol- beinsdóttir; Sesselja Ólöf, f. 1933, maki Ágúst Gísli Búason; Björnfríður, f. 1936, maki Sig- urður Magnús Magnússon; Valdimar Ingi, f. 1937, maki Júl- íana Sigríður Sigurlaugsdóttir; Ásmundur, f. 1939, maki Sigríð- ur Gunnjóna Sigurlaugsdóttir. Guðjón kvæntist árið 1953 Huldu Pétursdóttur, f. 23. júní 1929 á Kötlustöðum í Vatnsdal, Guðjón og Hulda stóðu sam- eiginlega vörð um velferð fjöl- skyldunnar en Hulda helgaði heimili og fjölskyldu krafta sína. Heimili þeirra var hlýtt og gott athvarf fjölskyldunnar og annarra. Þau voru góð heim að sækja og stóð heimili þeirra jafnan öllum opið sem þangað komu. Guðjón byrjaði snemma, eða 16 ára, að vinna á vélum, sem varð hans ævistarf. Fyrst hjá Vélasjóði ríkisins uns Guðjón og Hulda stofnuðu fyrirtækið Skófluna hf. 7. janúar 1958 ásamt föður hans og nokkrum systkinum. Í fyrstu voru grafn- ir framræsluskurðir og notuð til þess dragskófla en árið 1966 keypt vökvagrafa á beltum, sú fyrsta sinnar tegundar á land- inu. Hann vann að mikilli upp- byggingu og rekstri Skófl- unnar hf. allt þar til hann lét af störfum nær áttræður. Guðjón var snemma mikill félagsmaður og lék á yngri ár- um með Leikfélagi Skil- mannahrepps. Hann kom að stofnun Skógræktarfélags Skilmannahrepps og vann af brennandi áhuga við upp- græðslu skógar í landi Stóru- Fellsaxlar meðan heilsan leyfði. Guðjón gekk í frímúrara- stúkuna Akur og gegndi þar trúnaðarstörfum. Útför Guðjóns fer fram frá Akraneskirkju í dag, 11. febr- úar 2021, klukkan 13 og er at- höfninni streymt á vefsíðu Akraneskirkju: https://www.akraneskirkja.is Streymið má einnig nálgast á: https://mbl.is/andlat Austur-Húnavatns- sýslu, d. 27. sept- ember 2006 á Akranesi. For- eldrar hennar voru Pétur Ólafsson, f. 15. mars 1902, d. 18. október 1985, og Ingibjörg Jakobsdóttir, f. 8. júlí 1889, d. 4. maí 1936. Börn Guðjóns og Huldu eru: 1) Ingibjörg, f. 1949, maki Jón Ármann Einarsson og eiga þrjú börn. 2) Guðrún Sess- elja, f. 1951. 3) Guðmundur, f. 1952, maki Þórunn Gunnars- dóttir og eiga tvær dætur. 4) Ás- dís, f. 10. maí 1954, maki Jón Þórðarson og eiga þrjár dætur. 5) Pétur, f. 19. október 1956, maki Oddný Ragnheiður Krist- jánsdóttir og á hún einn son. 6) Björn, f. 26. ágúst 1958. 7) Kristín, f. 13. maí 1960 og á eina dóttur. 8) Ævar, f. 12. febrúar 1962, maki Heiðveig Erla Brynj- ólfsdóttir og eiga þrjú börn. Langafabörn Guðjóns eru 19 og langalangafabörn eru tvö. Leiðir þeirra Guðjóns og Huldu lágu saman í árslok 1948 og gengu þau í hjónaband rúm- um fjórum árum seinna. Fyrst bjuggu þau á Arkarlæk í Skil- mannahreppi í tæpa tvo áratugi uns þau fluttust á Akranes árið 1968, fyrst á Traðarbakka, Ak- urgerði 5, en síðan á Greni- grund 32 frá árinu 1990. Guðjón var fæddur í sveitinni og hann fór mikið þangað enda hafði hann sterkar rætur í sveitina og foreldrar hans og tveir bræður bjuggu þar áfram eftir að Guðjón og Hulda fluttu á Akranes. Guðjón var enginn bóndi í sér, einna helst að hann færi í kartöflugarðinn á haustin að tína kartöflur ásamt Huldu og einhverjum af krökkunum. Hann rak sitt fyrirtæki en það var hans líf og yndi og fór mik- ill tími í reksturinn eins og þarf að vera til að vel gangi. Guðjón og Hulda voru með stórt heimili, stóra fjölskyldu og oft var nú fjör og hávaði þegar allir voru samankomnir og vildu komast að og tjá sig og sína skoðun. Má t.d. hugsa sér hvort ekki hafi verið fjör þegar tíu manna fjölskylda hrúgast inn í Land Rover og ekið eitthvað út í buskann, farið í berjamó, farið á hestamannamót eða eitthvað álíka, þó ekki hafi ferðirnar ver- ið margar. Guðjón fór ekki mikið í ferða- lög innanlands en þegar hring- vegurinn var opnaður árið 1974 þá að sjálfsögðu drifu Guðjón og Hulda sig hringinn og Valdi- mar bróðir hans fór með þeim. Þau fóru þetta nú bara á þrem- ur dögum og ekki mikið verið að stoppa og skoða náttúruna en stefnan var að stopppa vel hjá Birni bróður þeirra fyrir norðan. Og langt þótti Guðjóni að keyra alla leið vestur á Bíldudal eftir að Ásdís dóttir þeirra flutti þangað árið 1981. Árið 1972 gekk Guðjón í Frí- múrararegluna Akur og hafði hann ánægju af þeirri starfsemi og gegndi þar trúnaðarstörfum. Margar minningar eru um Guð- jón í kjólfötum á leið á fundi og hvað hann var fínn og flottur og ánægður. Þá var föst regla að mæta á árlegt jólaballið og var hann áhugasamur um að hafa sem flest barnabörnin með sér. Það hefur verið árið 1975 eða 1976 sem byrjað var að fara í orlofsferðir í Húsafell. Fyrstu árin var leigt hjólhýsi frá Verk- stjórafélagi Akraness og nokk- ur tjöld með í ferðum til að allir hefðu náttstað enda ekki margir sem gátu sofið inni í hjólhýsinu í einu. Síðar kom sumarhús fé- lagsins og voru farnar árlegar ferðir í Húsafell og sem flestir afkomendur með í för á meðan húsrúm leyfði. Þessi siður Guð- jóns hélst allt fram til ársins 2006 en eftir það sumar var húsið selt. Mikið fjör var oft í þessum ferðum og minningar um ferðir í Surtshelli, akstur um sveitina, suður Kaldadal og niður á Þingvöll o.fl., auk þess sem sundlaugin á staðnum var töluvert sótt, einkum fyrstu ár- in, enda var ekki mikið um heita potta við sumarhús á þessum árum. Guðjón var félagi í Skóg- ræktarfélagi Skilmannahrepps og jókst aðkoma hans að störf- um félagsins með árunum og eftir 1985 var hann mikið þar og naut þess að vinna og slaka á úti í náttúrunni og fallegu um- hverfi. Hann meira að segja keypti sér skika við hlið félags- ins til eigin skógræktar og er sá skiki núna inni í miðju svæði fé- lagsins, sem hefur farið stækk- andi. Guðjón naut þess að fara þangað inn eftir og eyddi stund- um heilu og hálfu dögunum þar einn í rólegheitunum og oft með smá nesti með sér. Nú er löngu æviskeiði lokið og hvíldin kærkomin hjá Guð- jóni og held ég að hann hafi verið vel sáttur með sitt ævi- starf. Kristín (Stína). Margar ljúfar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum um Guðjón afa. Skógræktin var honum kær og lagði hann mikla alúð í hana. Við fengum svo sannarlega að njóta góðs af henni og kenndi afi okkur margt þar. Eftir á að hyggja vildum við að eftirtektin hefði verið meiri er hann sagði okkur frá trjánum og uppruna þeirra, en akstursþjálfunin sem við fengum sem táningar er aft- ur á móti í fersku minni. Margir voru rúntarnir með afa. Minningar af jólarúntunum til að bera út jólapakka og jóla- kort vekja hlýjar tilfinningar, auk rúntanna upp að jökli, út á Grundartanga og inn í skóg- rækt. Sérstaklega eftirminni- legir eru svo rúntarnir á vöru- bílnum þar sem við fengum óhefluð að bulla í talstöðina, ekki síst er við reyndum hvað við gátum að láta frændur okk- ar hlaupa apríl. Afi leyfði okkur nefnilega að prufa ýmislegt og hafði mikla þolinmæði fyrir uppátækjum okkar. Við vorum alltaf velkom- in hjá afa; hvort sem það var í garðinum, skógræktinni eða Skóflunni þá var afi til staðar, oftar en ekki með kandís eða brjóstsykur í boði. Afa var mikilvægt að fjöl- skyldan kæmi saman og var dvöl í afabústað í Húsafelli ár- legur viðburður sem vakti ávallt tilhlökkun. Við erum svo inni- lega þakklát fyrir samveruna sem við nutum og allar minn- ingarnar sem skapaðar voru. Rósa Dögg Jónsdóttir, Erla Rún Jónsdóttir, Guðrún Sesselja Svein- björnsdóttir, Jóhann Ingi Ævarsson, Fjóla María Jónsdóttir, Sara Lísa Ævarsdóttir. Elsku langafi, þín er sárt saknað. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til þín. Áttir alltaf Svala eða kókómjólk, kex og kökur. Þú varst alltaf til í að spila við okkur, hlusta á okkur spila á píanóið inni í herbergi og segja okkur sögur af gamla tímanum. Ekki hafðir þú bara gaman af því að hlusta á okkur spila á píanóið heima hjá þér heldur studdir þú okkur ávallt við það tónlistarnám sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var alltaf gaman að fara með þér í skógræktina þína eða í eggjatínslu á Arkarlæk og alltaf áttir þú ópal í bílnum þínum. Það verður skrýtið að koma ekki alltaf öll saman í heimsókn til þín á gamlárskvöld. Ég bið af dýpstu alúð engla mína eitt augnablik að skynja heita þrá; ég bið þá um að virkja vængi sína og vernda sál sem nú er fallin frá. (Kristján Hreinsson) Elsku langafi, takk fyrir allt. Arnór Már Grímsson, Marinó Elí Gíslason Waage, Guðmundur Þór Grímsson, Tinna Von Gísladóttir Waage, Birgitta Nótt Gísla- dóttir Waage, Sóley Birta Grímsdóttir. Mig langar að minnast hans Guðjóns í nokkrum orðum. Við vorum einu sinni nágrannar í sveitinni. Ég ólst upp á næsta bæ. Hann byrjaði snemma að vinna á vélum. Keypti sér skurðgröfu með dragskóflu í fé- lagi við bróður sinn Valdimar. Ræstu þeir fram blautar mýrar, svo hægt væri að gera úr þeim tún eða gott beitiland. Nú vilja menn moka ofan í skurði og fá aftur blautar mýrar. Seinna keyptu þeir JCB-gröfu, vök- vaknúna sem var mun þægilegri í allri vinnu. Ég fylgdist með þessu í hæfilegri fjarlægð sem nágranni. Guðjón byggði yfir fjölskyldu sína á móti föður sín- um á Arkarlæk. Síðar fluttust þau til Akraness. Þar var einnig byggt yfir fyrirtækið, sem heit- ir nú Skóflan. Það stækkaði, vélum fjölgaði og verkefni breyttust. Við Guðjón kynnt- umst svo betur þegar ég gekk í Skógræktarfélag Skilmanna- hrepps, en hann var einn af stofnendum þess. Við fundum þar sameiginlegt áhugamál, sem var að planta trjám og rækta skóg. Félagið byrjaði sem ungmennafélag í sveitinni. Þar voru haldnir fundir og sett upp leikrit o.fl. en í stefnu- skrá félagsins er talað um að rækta skóg til landbóta. Byrjað var á að fá ½ ha. lands úr landi Stóru- Fellsaxlar. Það var girt af fyrir sauðfé, sem fór ekki vel saman við skógrækt. Á tímabili lagðist niður starfsemi í félag- inu, en það var svo endurreist. Kom ég þá inn í það sem félagi. Var Oddur á Litlu-Fellsöxl þá formaður eftir endurreisn fé- lagsins. Hann var mikill skóg- ræktarmaður og stóð fyrir stækkun á landi til skógræktar. Síðan tekur Guðjón við sem for- maður. Þeir voru frændur og ól- ust upp sem nágrannar meðan Guðjón var í sveitinni. Við Guð- jón kynntumst nánar eftir að við fórum að vinna saman í skógræktinni. Stjórnin gerði áætlanir fyrir sumarið um að mæta eitt kvöld í viku til að gróðursetja plöntur og huga að öðru sem gera þurfti. Var það síðan fastur punktur að miða við, og er enn. Plöntur fengust hjá Skógræktarfélagi Íslands. Á þessi vinnukvöld mættu þeir fé- lagar sem höfðu áhuga og tíma. Þannig stækkaði skógurinn, sem er nú á svæði sem er ca. 75 ha. eða rúmlega það. Allt var þetta leiguland úr landi Stóru- Fellsaxlar sem er nú í eigu Hvalfjarðarsveitar. Lagðir voru stígar um skóginn jafnóðum og hann stækkaði. Eru þeir nú ca. 9 km. Stígarnir eru slegnir tvisvar á sumri. Þeir eru mikið notaðir til gönguferða og um- hirðu fyrir skóginn. Eru þeir opnir fyrir almenning. Guðjón var duglegur og áhugasamur við skógræktina. Við vorum lengi saman í stjórn félagsins. Hann var alltaf áhugasamur um velferð félagsins og gott að vinna með honum. Vil ég þakka honum vel fyrir allar góðar samverustundir. Ég sendi börn- um hans og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur mínar vegna andláts hans. Bjarni O. V. Þóroddsson. Guðjón Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, SNORRI STEINÞÓRSSON matreiðslumeistari, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 2. febrúar. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið og Kraft - félag ungs fólks sem greinist með krabbamein. Útförin fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 12. febrúar klukkan 13. Jóna Helga Jónsdóttir Dröfn Ösp Snorrad. Rozas John Warren Rozas Vilhjálmur Steinþórsson Sydney Hannah Claire Rozas Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR kennari, lést á Landakoti fimmtudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Þóra Kristinsdóttir Þorvaldur Karl Helgason Gylfi G. Kristinsson Ragna Björg Þórisdóttir Gunnar Helgi Kristinsson María Jónsdóttir Axel Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR G. ÓSKARSSON húsasmíðameistari, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 15. febrúar klukkan 13. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat. Kristín Brynjarsdóttir Þórey Kristín Pétursdóttir Brynjar Júlíus Pétursson Gunnhildur Sveinsdóttir Pétur Pétursson og afabörn Elsku pabbi minn, tengdafaðir, afi og bróðir, PÁLL EINARSSON vélstjóri, Víðihvammi 12, Kópavogi, lést mánudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 16. febrúar klukkan 13 að viðstöddum ættingjum og vinum. Ragna Pálsdóttir Þórmundur Sigurjónsson Sigurjón Þorri Þórmundarson Róbert Páll Þórmundarson Ragnar Egill Þórmundarson Ágústa Einarsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÖRN KRISTJÁNSSON, Lækjasmára 8, Kópavogi, lést mánudaginn 8. febrúar. Guðbjörg K. Guðjónsdóttir Stefán Þórisson Ólafur Jón Guðjónsson Eyrún Ásta Bergsdóttir Katrín Guðjónsdóttir Erla Björk Guðjónsdóttir Gunnar Ólafsson Örn Már Guðjónsson Sigrún Svava Gísladóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.