Morgunblaðið - 11.02.2021, Page 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
✝ Gunnar Jó-hannsson
fæddist 12. febrúar
1935 á Efri-Fljót-
um í Meðallandi.
Hann lést á heimili
sínu í Kópavogi 30.
janúar 2021.
Foreldrar hans
voru Vilborg Guð-
mundsdóttir, f.
1893, d. 1977, og
Jóhann Þor-
steinsson, f. 1897, d. 1995.
Systkini Gunnars eru: Páll, f.
1924, d. 2013, Ingibjörg, f. 1925,
d. 2015, Óli Ragnar, f. 1926, d.
2009, Jóhanna, f. 1928, d. 2007,
Sigurlína, f. 1929, og Steinþór,
f. 1932, d. 2016.
Fyrri eiginkona Gunnars var
Ástdís Guðmannsdóttir, f. 1941,
d. 2000. Þau skildu. Sonur
þeirra er Einar, f. 1966. Eig-
inkona Einars er Elísabet Þórð-
ardóttir, f. 1965, og eiga þau
Jakob Sturlu, f. 1991, sem er í
sambúð með Sonju B. Guttesen,
f. 1985, og Karen Eir, f. 1998,
sem er í sambúð með Kristjáni
Þór Guðmundssyni, f. 1992.
Eftirlifandi eiginkona Gunn-
ars er Inga Elíasdóttir, f. 26.
mars 1943. Þau hófu sambúð
1974 og gengu í hjónaband
1978. Einar ólst upp hjá Gunn-
ari og Ingu frá 12 ára aldri.
Sonur Gunnars og Ingu er Þor-
steinn, f. 1979. Eiginkona hans
er Ragnheiður Pétursdóttir, f.
1981, og eiga þau Jóhann Kára,
f. 2006, og Birki, f. 2009.
Gunnar ólst upp
hjá foreldrum sín-
um í Meðallandi,
fyrst á Efri-Fljót-
um en seinna í
Sandaseli. Hann
stundaði ýmsa al-
menna
verkamannavinnu
þar til hann flutti
til Reykjavíkur
snemma á sjöunda
áratugnum og fór í
Iðnskólann og lauk þaðan
sveinsprófi í bifvélavirkjun
1967. Hann öðlaðist meistara-
réttindi í bifvélavirkjun 1972.
Gunnar vann við fag sitt á ýms-
um verkstæðum í Reykjavík og
nágrannasveitarfélögum og sér-
hæfði sig eftir því sem árin liðu
í vöru- og hópferðabílum. Undir
lok áttunda áratugarins flutti
Gunnar sig til SVR þar sem
hann vann til starfsloka 2006.
Gunnar og Inga bjuggu fyrst í
Reykjavík, síðan um skeið á
Akranesi en fluttu svo í Kópa-
vog 1977 þar sem þau bjuggu
síðan. Gunnar söng með ýmsum
kórum í gegnum árin og um
langt árabil með Samkór Kópa-
vogs og síðar kórum Kópavogs-
kirkju og Digraneskirkju.
Útför Gunnars fer fram frá
Lindakirkju í dag, 11. febrúar
2021, klukkan 13.
Streymt er frá athöfninni:
https://www.lindakirkja.is/utfarir
Virkan hlekk á streymi má
finna á
https://www.mbl.is/andlat
Sumir telja að sterkustum
vinaböndum bindist manneskj-
urnar ungar að árum. Þá bralla
þær eitt og annað saman, kynn-
ast kostum og göllum hver ann-
arrar, styrkleikum og veikleik-
um, og læra að meta þann
fjársjóð sem felst í samstöðu,
hjálpfýsi og vináttu. Sá sem hér
er kvaddur, hann Gunnar okkar,
varð þó ekki samferðamaður okk-
ar fyrr en 1993 þegar leiðir lágu
saman á lútherskri hjónahelgi.
Samfylgdin við þau Ingu og
Gunnar hefur því eftir nokkrar
vikur varað í 28 ár og á margan
hátt verið einstök. Það er óneit-
anlega dálítið sérstakt að kynn-
ast rígfullorðin fólki sem unnt er
að bera slíkt traust til að hægt er
að opna því leyndustu hólf hjart-
ans fullviss þess að þau orð sem
féllu af munni manns í trúnaði
munu aldrei endurtekin í eyru
nokkurs utan hópsins.
Gunnar var enginn hávaða-
maður, en traust og hlý fram-
koma hans umvafði alla þá sem í
návist hans komu. Hann var
framúrskarandi vandaður ein-
staklingur, fremur fátalaður en
kunni þá list að velja orð sín af
kostgæfni svo að eftir var tekið.
Og honum mæltist oft spaklega,
þar var ekkert of eða van. Gunn-
ar var líka þeirrar gerðar að ef
hann gat ekki lagt gott til ein-
hvers þá þagði hann. Í orðaflaumi
og digurbarkalegri umræðu sam-
tímans eru slíkir menn eins og
hann fágætir. Þrátt fyrir hógláta
framgöngu átti hann þó áreiðan-
lega sitt skap en kunni að fara
með það.
Við leiðarlok er margs að
minnast. Við í Kærleikshópnum
Fimmunni kveðjum nú góðan og
kæran vin, þökkum fyrir inni-
haldsríka vináttu og samferð,
tryggð og trúnað. Þökkum marg-
ar ljúfar samverustundir og varð-
veitum minningu um þær. Við er-
um þess fullviss að Denna og
Sveinn, þau sem á undan eru
gengin úr hópnum okkar, hafi
tekið vel á móti honum Gunnari.
Við sendum Ingu, Einari, Þor-
steini og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur og biðj-
um þess að minning um góðan
mann og fjölskylduföður styðji
þau í sorginni.
Megi blessun Guðs fylgja
Gunnari og leiða hann inn í eilífa
ljósið.
Kristín, Haukur, Alda
og Jóhann.
Gunnar
Jóhannsson
✝ Hólmfríðurfæddist á Upp-
sölum á Húsavík
11. september
1925. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eir í Reykja-
vík 31. janúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Valdemar
Jósafatsson tré-
smiður, f. 1875, d.
1965, og Árnína
Kristín Jónsdóttir, f. 1896, d.
1939. Hálfbræður Hólmfríðar,
samfeðra: Jón Björgvin Valde-
marsson, f. 1906, d. 1974. Olav
Valdemarsson, f. 1909, d. 1943.
Hálfbræður Hólmfríðar, sam-
mæðra: Jón A. Ísfjörð, f. 1920, d.
1971. Sigurpáll A. Ísfjörð, f.
1922, d. 2005. Alsystkini Hólm-
fríðar: Steinunn Valdemarsdótt-
ir, f. 1928, d. 1984, Aðalsteinn
Hilmar Valdemarsson, f. 1930,
d. 2020, Valdemar Valdemars-
þeirra: Hólmfríður Lilja, Stein-
ar Óli. Auður Dúadóttir, f. 1952.
Maki, Þórir Vilhjálmur Þór-
isson, f. 1957. Eiginmaður Auð-
ar var Sigurður Sigurðsson. Þau
skildu. Börn Auðar og Sigurðar:
Birgir Örn, Sólveig Rósa, Tinna
Rut, Jón Þór.
Börn Hólmfríðar og Jóhann-
esar: Ólafur J. Straumland, f.
1959. Sambýliskona Guðrún
Magnúsdóttir, f. 1961. Eig-
inkona Ólafs var Katrín Mar-
ísdóttir. Þau skildu. Börn Ólafs
og Katrínar: Elísabet og Gunnar
Marís. Gunnar J. Straumland, f.
1961. Eiginkona Gunnars er
Anna Guðrún Torfadóttir, f.
1954. Sólveig Straumland, f.
1962, d. 1963.
Hólmfríður starfaði lengst af
hjá Pósti og síma, sem talsíma-
vörður, póstafgreiðslumaður og
skrifstofumaður. Hún var búsett
á Húsavík til 1988, síðan á Reyk-
hólum og loks í Reykjavík. Síð-
ustu tólf ár ævi sinnar átti hún
heima á Hjúkrunarheimilinu Eir
í Reykjavík.
Útför Hólmfríðar Valdemars-
dóttur verður frá Grafarvogs-
kirkju í dag, 11. febrúar 2021,
kl. 15.
son, f. 1931, d.
1932, Áslaug
Valdemarsdóttir, f.
1933, d. 1996.
Sambýlismaður
Hólmfríðar var
Benedikt Gunn-
arsson, f. 1921, d.
1995. Hólmfríður
giftist 1950 Dúa
Axel Björnssyni, f.
1923, d. 2000. Þau
skildu. Hólmfríður
giftist 1960 Jóhannesi Marinó
Andréssyni Straumland, f. 1922,
d. 1994. Þau skildu.
Börn Hólmfríðar og Dúa:
Árnína Kristín Dúadóttir, f.
1945. Maki, Sigurður Þór Pét-
ursson, f. 1944, d. 2010. Börn
þeirra: Þóra Kristín, Oddrún Ýr,
Pétur Már. Björn Dúason, f.
1950. Sonur Björns og Sigur-
rósar Jónasdóttur: Jónas Bjarki.
Björk Dúadóttir, f. 1951, d.
2000. Maki Jón Carlsson. Börn
Elsku amma Didda, nú er kom-
ið að kveðjustund. Við systkinin
vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að
búa undir sama þaki og hún amma
í mörg ár. Amma var einstök kona
og það voru forréttindi að fá að
alast upp í nálægð við hana. Alltaf
var hægt að leita til ömmu enda
var hún ljúf, geðgóð, hafði góða
nærveru og var til staðar þegar á
reyndi. Amma var ein af þeim sem
gerði aldrei mannamun né hall-
mælti hún neinum enda bæði vin-
sæl og vinamörg.
Það er margs að minnast þegar
litið er um öxl og þá sérstaklega úr
Sólbrekku á Húsavík. Alltaf var
mikil tilhlökkun í kringum laufa-
brauðsgerðina fyrir jólin en þá
stóð amma í eldhúsinu og var í ess-
inu sínu. Hún bjó til deig allt frá
grunni, hnoðaði, flatti út og steikti
stökkar laufabrauðskökur fyrir
alla fjölskylduna. Það sama mátti
segja um sláturgerðina, þar sem
þvottahúsið í Sólbrekku var þá
undirlagt með vömbum, innmat
ásamt öðru tilheyrandi og þá var
amma við stjórnvölinn. Þessu
tengt eru margar skemmtilegar
minningar sem okkur þykir vænt
um að rifja upp. Ömmu var margt
til lista lagt, áttum við systkinin og
langömmubörn til dæmis fallegar
flíkur og muni sem hún saumaði
og prjónaði í gegnum tíðina.
Eftir að við fluttum suður heim-
sóttum við ömmu reglulega til
Húsavíkur þar sem hún tók á móti
okkur með kostum og kynjum.
Þegar hún svo flutti suður nutum
við oftar samveru við hana ásamt
fjölskyldum okkar sem einnig
kunnu að meta gestrisni hennar
og góða mannkosti.
Um leið og við kveðjum ömmu
Diddu með trega er gott að geta
yljað sér við fallegar minningar
um sterka og vandaða konu sem
við eigum öll eftir að sakna.
Kveðja til ömmu:
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þóra Kristín, Oddrún Ýr,
Pétur Már og fjölskyldur.
Við stöldrum við, eins og föru-
nautar gjarnar gera, eftir göngu
gegnum lífið og við hver gatnamót
er minning sem er þess virði að
rifja upp. Við munum hlýja sólar-
daga, hlátur og gleðifagnað með
fjölskyldu og við hrífumst með. Við
kynnumst nýju fólki, tengjumst
vinaböndum og erum allt í einu orð-
in hluti af hópi fólks, fjölskyldu sem
við þekktum ekkert til áður, en er
nú okkar. Hvað gerðist áður en við
komum í þennan hóp? Hver er saga
þeirra sem við tengjumst nú
tryggðarböndum og syrgja ætt-
móður sína?
Didda tengdamóðir mín gaf mik-
ið af sér, hún tjaldaði alltaf því
besta og naut þess að vera gest-
gjafi. Heimili hennar var fínt heim-
ili og hún Didda var alltaf fín. Hún
var ákaflega umhyggjusöm og fjöl-
skyldan, börn og barnabörn voru
hennar mesta dýrmæti. Gleðin
skein úr andliti hennar þegar lítil
hönd smeygði sér í ömmulófa.
Hún var góð amma og margar
flíkurnar voru prjónaðar á svip-
stundu og voru komnar á lítinn
ömmustrák eða ömmustelpu á met-
tíma.
Didda hafði mjög gaman af að
ferðast og hún las mikið þegar
heilsan var í lagi.
Ég minnist góðra daga með
tengdamóður minni og telst lánsöm
að hafa átt hennar vinskap. Við
dætur mínar og barnabörn, sem
nutum þess að eiga Diddu að sem
ömmu, minnumst hennar með virð-
ingu, hlýju og þakklæti. Samúðar-
kveðja til ástvina góðrar vinkonu.
Anna Guðrún Torfadóttir.
Hólmfríður
Valdemarsdóttir
María Olgeirs-
dóttir lést í Reykja-
vík 4. desember
2020 og var útför
hennar gerð frá Bústaðakirkju
10. desember síðastliðinn. Segja
má að lífshlaup Maríu og Stræt-
isvagna Reykjavíkur sem síðar
urðu Strætó bs hafi verið sam-
ofið um hennar daga. Móðir
hennar Jóhanna vann langan
starfsdag hjá SVR. Jóhanna var
burðarás í skrifstofuhaldi SVR
um áratuga skeið. María eða
Mæja eins og hún var oftast köll-
uð af samstarfsmönnum var
einkabarn Jóhönnu og myndaði
fljótt tengsl við þann vinnustað.
Þá vann Laufey föðursystir
Mæju einnig á skrifstofunni.
Strax og aldur leyfði hóf Mæja
störf hjá SVR og kom alfarið
þangað er skólagöngu lauk.
Mæja nam við Kvennaskólann og
er ekki að efa að hún hafi verið
öflugur nemandi. Hún vann hjá
SVR og Strætó bs í rúm 50 ár.
Verkefnin voru mörg og annaðist
Mæja öll þau fjölmörgu verkefni
sem henni voru falin af einstakri
kostgæfni, nákvæm og fær. Á
þeim tíma var tekið á móti öllu fé
sem kom í fargjaldabaukana í
vögnunum á skrifstofu SVR, það
flokkað og talið, stundum hundr-
uð kílóa eftir daginn. Til þess var
notaður búnaður sem þætti for-
vitnilegur í dag. Skiptimiðar
blásnir frá með þar til gerðum
búnaði, mynt sigtuð þannig að
seðlar skildust frá mynt. Svo
þurfti búnað til að flokka mynt-
ina eftir verðgildi og annan bún-
að til að telja. Nú heyra þessi
vinnubrögð sögunni til. Síðan
María Olgeirsdóttir
✝ María Olgeirs-dóttir fæddist
30. september
1947. Hún lést 4.
desember 2020.
Útför Maríu fór
fram 10. desember
2020.
þurfti að sinna upp-
gjöri eftir hvern
dag. Segja má að
þetta hafi verið sér-
stakur og einstakur
heimur. Þarna
þurfti traust fólk,
örugga vinnuferla,
rammgerðan búnað
og heiðarleika.
Mæja var um langt
skeið ritari for-
stjóra, á þeim tíma
sem vélrita þurfti öll bréf og að-
stoðaði við lausn flókinna við-
fangsefna. Rita þurfti fundar-
gerðir stjórnar og undirbúa
fundi. Þar naut sín færni Mæju,
öryggi til verka og strangur
heiðarleiki.
Kannski kom það ekki alveg í
opna skjöldu er kom að maka-
vali hvar verðandi eiginmaður
starfaði. Hreiðar Albertsson eig-
inmaður Mæju var starfsmaður
SVR þegar leiðir þeirra lágu
saman. Einkadóttir þeirra, sem
ber nafn Jóhönnu ömmu sinnar,
heldur uppi tengslunum við
Strætó, en hún er öflugur
stjórnandi hjá stærsta verktaka
sem ekur fyrir Strætó bs.
Góðs eins er að minnast eftir
langt og farsælt samstarf. Mæja
var alltaf örugg og áreiðanleg í
öllum verkefnum. Það er lán
hverjum vinnustað að eiga í sín-
um hópi starfsmann með starfs-
færni og áreiðanleika sem Mæja
lagði til á löngum ferli sínum í
þágu samgangna á höfuðborg-
arsvæðinu. María var glæsileg
kona, ætíð vel til höfð, bar sig
höfðinglega og vakti athygli fyr-
ir myndarskap í framgöngu. Það
liðu fáeinar vikur frá því hún
greindist veik þar til hún lést.
Eiginmanni hennar, dóttur,
vinum og vandamönnum eru
sendar samúðarkveðjur. Megi
minningin um Maríu Olgeirs-
dóttur fylgja okkur fram á veg.
Guðmundur Sigurjónsson
Hörður Gíslason.
Sigurður Árna-
son viðskiptafræð-
ingur lést í Reykja-
vík 11. janúar 2021.
Leiðir okkar lágu
saman hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur, sem síðar varð
Strætó bs. Oftast var hann kall-
aður Siggi Árna, stundum einnig
35, en vagnstjórar höfðu hver sitt
númer, sem þeim þótti vænt um
og margir kunnu hvaða númer
tengdist hverjum. Siggi var
starfsmaður í hlutastarfi og fullu
starfi í 44 ár hjá SVR og Strætó
bs. Hann var óvenju vinnusamur.
Þannig var að á námsárunum ók
hann strætisvagni á höfuðborg-
arsvæðinu. Þrátt fyrir langan
starfsdag á Skólaskrifstofu
Reykjavíkur um áratugi sleppti
hann ekki strætóstýrinu. Kvöld
og helgar voru góður tími til að
aka strætisvagni. Þá sótti hann
vagnstjóra til vinnu árla morguns
um áratugi. Að endingu kom
hann alfarið til Strætó, sinnti
akstri en valdist einnig til verk-
stjórnar í akstri. Svo færði hann
bókhald Strætó í nokkur ár. En
þetta var ekki allt í vinnuseminni.
Hann gerði skattskýrslur og að-
stoðaði marga í þeim efnum.
Fjöldi samstarfsmanna voru
meðal annarra sem nutu hjálp-
semi hans og greiðvikni, trúnaðar
og færni. Enda varð hann vinur
margra samstarfsmanna.
Siggi var vel gerður maður,
þreklegur, góðlegur og ætíð vel
tilhafður. Svo hafði hann til að
bera einstakt fas, ætíð í jafnvægi,
kurteis og hófsamur í orðræðu.
Sigurður
Árnason
✝ Sigurður Árna-son fæddist 18.
október 1945. Hann
lést 11. janúar
2021. Útför hans
fór fram 26. janúar
2021.
Lét ekki endilega
mikið fyrir sér fara,
en menn lögðu við
hlustir um það sem
hann hafði fram að
færa. Kom með
nestispakkann sinn,
allt snyrtilegt og vel
gert, og gaf sér
tíma. Eins í allri um-
ræðu og stjórnun,
enginn asi en allt
gekk vel fram. Allt-
af sama yfirvegunin. Vaktfor-
mennirnir vildu hafa hann á sinni
vakt og svo er hann var alkominn
tll Strætó þótti sjálfsagt að hann
settist í stól vaktformanns.
Siggi var alla jafna dulur um
sína hagi, en víst er að margir
trúðu honum fyrir sínum málum.
Slíkt lagði grunn að góðum kunn-
ingsskap og fjölmargir í hópi
vagnstjóra hjá Strætó töldu hann
vin og góðan félaga. Siggi var ein-
staklega talnaglöggur, mundi
kennitölur, símanúmer og upp-
rifjun eldri bílnúmera í Mýrdaln-
um kallaði fram góðar minningar.
Þegar sest var niður í góðu tómi
og rabbað um stund leið gjarnan
ekki á löngu þar til Litli-Hvamm-
ur kom til umræðu. Þar lágu hin-
ar djúpu rætur. Þar var uppvöxt-
urinn, vakningin til lífsins og
mannlíf, sem mátti finna að var
Sigga kært að minnast. Saga
Mýrdalsins, fuglinn og ævintýri.
Gott mannlíf og gott fólk. Það var
á hreinu.
Það komust færri að en vildu
frá Strætó að fylgja honum síð-
asta spölinn vegna þeirra tak-
markana sem nú eru uppi.
Minningin um góðan mann
fylgir okkur. Aðstandendum Sig-
urðar eru sendar samúðarkveðj-
ur. Megi hann í friði fara og gott
eitt mæta honum.
Guðmundur Sigurjónsson,
Hörður Gíslason.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017