Morgunblaðið - 11.02.2021, Síða 66

Morgunblaðið - 11.02.2021, Síða 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum. Ertu við tölvuna allan daginn? Hyabak® augndropar er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna er notast við hýalúronsýru sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka og aktínókínól sem vinnur gegn útfjólubláum geislum Nýtt 90 ára Sigurður er fæddur og uppalinn í Stöðvarfirði, en fluttist um tvítugt til Reykjavík- ur og býr nú í Laugar- neshverfi. Hann starfaði sem yfirverkstjóri hjá ÍSAL frá stofnun þess til 65 ára aldurs. Áhugamál Sigurðar eru lax- veiðar og ferðalög og hann er auk þess mikill bridsspilari og hefur keppt á mótum innanlands og utan. Maki: Jónína Herborg Eiríksdóttir, f. 1931, fyrrverandi heildsali og rak eigið fyrirtæki um árabil. Börn: Anna Sigríður, f. 1956, Aðalheiður Steinunn, f. 1961, og Eiríkur, f. 1966. Foreldrar: Aðalheiður Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 1903, d. 1988, og Kristján Þor- steinsson, f. 1905, d. 1977. Þau voru bú- sett á Löndum í Stöðvarfirði. Sigurður Kristjánsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Félagslífið er blómlegt um þessar mundir, en þú ert ekki alveg viss hvers er krafist af þér. Ef ekkert er að gert lognast samband út af og þú getur engum um kennt nema þér sjálfum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það skiptir miklu fyrir framvindu mála að þú farir að leikreglum því annars fer allt úr böndunum og þú kemur engu máli í höfn. Þú finnur fyrir leiða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hlustaðu af samúð á fjölskyldu- meðlimi. Allt, sem maður getur sigrast á í huganum, getur maður sigrað í raunveru- leikanum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt hugsanlega hitta áhuga- verða manneskju í dag. Mundu að allir eiga skilið leiðréttingu orða sinna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Íhugaðu hvernig þú vilt koma fyrir áð- ur en þú hefst handa. Ef þú lítur fram hjá eigin þörfum er lítið gagn í þér fyrir aðra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Njóttu samvista við einhvern sér- stakan í dag. Makar og/eða nánir vinir eru ekki sérstaklega samvinnuþýðir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur frumlegar hugmyndir um það hvernig þú getir aukið tekjur þínar. Til að vinna hjarta einhvers er best að vera ein- læg/ur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið þægilegt að hreiðra um sig í hægindastólnum og láta tímann líða átakalaust. Fæst er eins og virðist í fljótu bragði svo það skiptir sköp- um að þú gefir þér nægan tíma. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólkið í kringum þig hefur frá nægu að segja en þú kýst að draga þig í hlé og fylgjast með. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst þú þurfa að vanda um við barn eða ungling. Fólk er tilbúið til að hjálpa þér og veita þér allan þann stuðning sem þú þarft til að ljúka ákveðnu verki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Eitthvað sem þú álítur truflun gæti verið það minnisstæðasta sem gerist í þessum mánuði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu það sem þér var alltaf sagt: ef eitthvað er þess virði að framkvæma það á maður að vanda sig. Síðan lá þjálfaraleiðin í fæðingar- bæinn Ólafsfjörð, en Leiftur hefur eðlilega átt stóran hlut í hjarta Mar- teins. „Þar var yndislegt að koma og vera og þar eignaðist ég marga vini, Eðvaldsson. Marteinn var fyrirliði landsliðsins í 20 leikjum og skoraði átta mörk. Marteinn var kjörinn knatt- spyrnumaður ársins 1972 og varð enn fremur Íslandsmeistari með Fram sama ár. Hann lék með Fram til 1976, hann spilaði með Royal Union, 2. deildar félagi í Brussel í Belgíu. Þar var hann þrjú keppnis- tímabil en fór aftur að leika með Fram 1979 og sama ár var hann kjörinn knattspyrnumaður ársins í annað sinn. Hann lék með Fram til 1983 og hafði þá verið fyrirliði stóran hluta ferilsins. Hann varð fjórum sinnum bikarmeistari með Fram. Árið 1981 var Marteinn kjörinn íþróttamaður Reykjavíkur. Marteinn hóf þjálfun árið 1984 og var spilandi þjálfari með Víði í Garði, þar var mikill uppgangur meðan á dvöl Marteins hjá félaginu stóð og komst félagið upp í efstu deild undir hans stjórn í fyrsta sinn. Næst tók Marteinn við Fylki 1986, sem þá var í þriðju efstu deild, og kom félaginu líka upp í efstu deild í fyrsta sinn. M arteinn Elí Geirsson fæddist 11. febrúar 1951 í Ólafsfirði. Fyrstu mánuðina bjó Marteinn í Ólafsfirði hjá mömmu sinni og Mar- gréti ömmu. Mamma hans flutti síð- an til Reykjavíkur með drenginn, þar sem pabbi hans bjó. „Við litla fjölskyldan að norðan fluttum til afa og ömmu, kjörforeldra pabba, á Bollagötu 8 í Reykjavík. Þar bjó ég fyrstu fimm árin mín. Pabbi byggði hús á Sogavegi 200, sem var nánast uppi í sveit á þeim árum. Þangað flutti fjölskyldan og átti þetta eftir að verða heimili mitt þar til ég flutti að heiman árið 1970. Smáíbúða- og Bústaðahverfið var barnmargt og hreint frábært að búa þar. Ég átti og á marga og góða vini í hverfinu okkar og við lékum okkur í fótbolta og öðrum leikjum. Strákur sem var tveimur árum eldri en ég æfði með Fram. Hann hafði þau áhrif á mig að biðja mig að ganga frekar í Fram en Víking, þar sem Víkingur var í 2. deild en Fram í 1. deild. Það var nóg, því metnaðurinn í boltanum var mikill strax í æsku. Flestir leikfélagar mínir og vinir æfðu með Víkingi en það breytti því ekki að þeir voru áfram vinir mínir þrátt fyrir að ég veldi að æfa og spila með Fram. Með Fram lék ég upp alla yngri flokka, bæði handbolta og fótbolta. Velgengni Fram var mikil á þessum árum og vinskapurinn sterkur og skemmtilegur.“ Knattspyrnuferillinn Marteinn var í unglingalandsliði Íslands 1968, þegar keppt var á Norðurlandamóti á Laugardagsvelli. Ísland spilaði til úrslita við Svía en tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni. Marteinn varð hins vegar Norður- landameistari í handknattleik pilta árið 1970 en eftir það sneri hann sér alfarið að fótboltanum. Hann var valinn í A-landslið Ís- lands í fótbolta árið 1971 og spilaði sinn fyrsta landsleik í Björgvin í Noregi og sinn síðasta á Spáni 1982. Hann lék alls 67 landsleiki, sem var met, og var það ekki slegið fyrr en árið 1991 og var þar að verki Atli eins og reyndar hjá þeim félögum sem ég hef verið hjá. Ég átti frábær- an tíma hjá öllum þessum félögum og fjölskyldan undi sér einnig vel þegar við vorum í Belgíu.“ Árið 1994 tók Marteinn við liði Fram og þar þjálfaði hann til byrjunar Íslands- mótsins 1995 en lét þá af störfum. Marteinn hætti allri þjálfun það ár og má segja að hann hafi áttað sig á því að það er líf eftir fótbolta. Lífið fyrir utan fótboltann Slökkviliðs- og sjúkraflutninga- starfið hefur verið aðalstarf Mar- teins um ævina, en hann starfaði í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í yfir 40 ár. „Svona starf er erfitt, sorglegt oft, en jafnframt svo gef- andi. Það vill nú verða svo að vinnu- félagar, sem starfa eins náið saman og oft í miklum tilfinningarússíbana eins og slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingafólk gerir, verða hin fjölskylda manns. Vaktavinnan stangaðist reyndar oft á við íþróttirnar og þá var gott að eiga góða vinnufélaga, sem skiptu við mig á vöktum. Ég reyni að vera í samskiptum og hitta mína fyrrverandi vinnufélaga og nýt þess að spjalla við þá. Starfið er jú stór hluti af lífi mínu.“ Áhugamálin biðu í hrönnum eftir að Marteinn hætti að spila og þjálfa fótbolta. „Sérstaklega var gaman að geta farið að ferðast með fjölskyld- unni á sumrin og njóta samvista við hana. Íþróttaiðkun er samt nokkurs konar lífsstíll fjölskyldunnar, þannig að íþróttir urðu sjálfkrafa áhugamál allrar fjölskyldunnar. Brids skipaði stóran sess hjá mér og svo er það veiðimennskan, lax-, silungs- og skotveiði. Það sport hefur ekki vikið frá mér síðan ég hætti afskiptum af knattspyrnu og ég nýt þess að fara með félögum mínum til veiða og ég er heppinn með góðan hóp fyrrver- andi samstarfsmanna sem fara ár- lega í veiðiferðir. Það er ómetanlegt. Veiðin er í dag aðaláhugamálið. Svo er nú úr ansi miklu að velja af íþróttasviðinu í sjónvarpinu.“ Fjölskylda Eiginkona Marteins frá árinu 1971 er Hugrún Pétursdóttir, f. Marteinn Geirsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og slökkviliðsmaður – 70 ára Fjölskyldumaðurinn Marteinn og Hugrún ásamt börnum þeirra. Átti landsleikjametið í níu ár Fótboltamaðurinn Marteinn í leik með Fram snemma á ferlinum. Veiðimaðurinn Marteinn ásamt Har- aldi Noregskonungi við Vatnsdalsá. Slökkviliðsmaðurinn Marteinn vann í slökkviliðinu í 40 ár. 50 ára Jón er Húsvík- ingur, fæddur þar og uppalinn og býr á Húsavík. Hann er grunnskólakennari að mennt frá Kennara- háskóla Íslands og er með diplómu í upplýs- ingatækni og kennslu frá Kennaraháskól- anum í Ósló. Jón er fræðslufulltrúi Norð- urþings og situr í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga og er virkur í starfi íþrótta- félagsins Völsungs. Maki: Elísa Rún Jónsdóttir, f. 1977, leik- skólakennari á Grænuvöllum. Börn: Anna Karen, f. 2001, Jóna Björg, f. 2003, og Höskuldur Ægir, f. 2008. Foreldrar: Þorbjörg Björnsdóttir, f. 1934, fv. verkakona, og Höskuldur Jónsson, f. 1934, fv. sjómaður. Þau eru búsett á Húsavík Jón Höskuldsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.