Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 69
ÍÞRÓTTIR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Eins og sjá má hér á íþróttasíð-
unum er eitt og annað að frétta
af landsliðunum í hópíþrótt-
unum. Jafnvel þótt heimsfarald-
urinn geisi er reynt að halda úti
alþjóðlegum keppnum við mis-
jafnlega góðar undirtektir.
Margir af snjöllustu hand-
knattleiksmönnum heims létu í
ljós furðu sína á því að Alþjóða-
handknattleikssambandið skyldi
halda sig við mótshaldið þegar
HM karla fór fram í janúar. Allt
hafðist það nú en vafalaust
hefðu margir kosið að sleppa við
ferðalög á milli landa um þessar
mundir.
Á tímum kórónuveirunnar er
ábyggilega einstaklega krefjandi
að vera landsliðsþjálfari. Þau
störf fela gjarnan í sér tarna-
vinnu þar sem reynt er að nýta
þann tíma sem best þegar þjálf-
ararnir fá landsliðsfólkið til sín.
Síðasta árið hefur verið af-
skaplega erfitt fyrir fólk í þess-
um störfum að gera áætlanir þar
sem óvissan hefur verið mikil.
Nýráðinn landsliðsþjálfari
kvenna í knattspyrnu, Þorsteinn
Halldórsson, fær strax í fangið
afboðun á alþjóðlegt mót þar
sem hann hefði getað metið liðið
og leikmenn í þremur leikjum
gegn sterkum andstæðingum.
Kollegar hans, Benedikt Guð-
mundsson hjá kvennalandsliðinu
í körfuknattleik og Arnar Pét-
ursson hjá kvennalandsliðinu í
handknattleik, fengu einnig sinn
skammt af mótbyr fljótlega eftir
að þeir tóku við. Arnar hefur náð
örfáum mótsleikjum og Benedikt
stýrði sínu liði í mótsleikjum í
Grikklandi þegar leikmenn gátu
ekki einu sinni æft íþróttina hér
heima
Í landsliðsþjálfarastarfi fá menn
sjaldan langan tíma. Maður getur
fundið til með þeim, og afreks-
fólki almennt, þegar lítið verður
svo úr verkefnum.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska kvenna-
landsliðið í knatt-
spyrnu mun ekki
taka þátt í al-
þjóðlegu móti í
Seden í Frakk-
landi seinni hluta
febrúarmánaðar
eins og til stóð.
KSÍ staðfesti
þetta í gær en
ásamt Íslandi
áttu Frakkland, Noregur og Sviss
að taka þátt í mótinu.
Noregur ákvað að draga sig úr
keppni vegna kórónuveirufarald-
ursins og í framhaldinu ríkti mikil
óvissa varðandi framhaldið.
„Ákveðið hefur verið að A-lands-
lið kvenna taki ekki þátt í fyrirhug-
uðu æfingamóti í Frakklandi (Tour-
noi de France) sem fara á fram
dagana 17.-23. febrúar. Ákvörð-
unin er tekin í ljósi stöðunnar í Evr-
ópu gagnvart Covid-19,“ segir í til-
kynningu frá Knattspyrnusam-
bandinu.
Næstu verkefni kvennalandsliðs-
ins verða því vináttuleikir í apríl en
alvaran tekur við síðsumars þegar
undankeppni HM hefst. Ekki liggur
fyrir hverjir andstæðingar Íslands
verða í þeirri keppni.
Þorsteinn Halldórsson tók á dög-
unum við liðinu. sport@mbl.is
Bakslag í
undirbúningi
landsliðsins
Þorsteinn
Halldórsson
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Undirbúningur er hafinn,“ segir
Brynjar Geirsson, framkvæmda-
stjóri Golfsambandsins, um Evr-
ópumót stúlknalandsliða sem haldið
verður að óbreyttu hérlendis 5.-9.
júlí á næsta ári. Í miðjum heimsfar-
aldri eru Íslendingar að taka að sér
gestgjafahlutverk á viðamiklu al-
þjóðlegu golfmóti og því virðist
ríkja bjartsýni í hreyfingunni um að
betri tímar séu í vændum á næsta
ári hvað kórónuveiruna varðar.
Mótið mun fara fram á Urr-
iðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi en
þar hefur áður verið haldið stórt al-
þjóðlegt mót. Um er að ræða kepp-
endur sem eru 18 ára eða yngri og
er evrópska golfsambandið fram-
kvæmdaaðili mótsins eins og ávallt
þegar um Evrópumót er að ræða.
„Oddur hélt Evrópumót kvenna
árið 2016 og fengu menn mikið lof
fyrir völlinn og framkvæmd móts-
ins. Við vorum einstaklega heppin
með veður þegar mótið fór fram og
það skapaðist alger paradís uppi í
Urriðaholti,“ bendir Brynjar á og
segir að evrópska golfsambandið
hafi haft samband við Odd.
„Svona ferli byrjar á því að
stjórn GSÍ ákveður að sækja um
mótshald hjá EGA [evrópska golf-
sambandið]. Þeir höfðu samband
við Golfklúbbinn Odd og stjórn
Odds samþykkti að taka mótið að
sér. Þar með er búið að ræsa allar
vélar og GSÍ, EGA og Oddur munu
vinna náið saman að framkvæmd
mótsins,“ segir Brynjar en búist er
við keppendum frá rúmlega tuttugu
þjóðum.
„Þetta kostar sitt en þjóðirnar
borga þátttökugjald og við horfum
á þetta þannig að dæmið komi út á
sléttu. Einn kosturinn við þetta er
að okkar stelpur fá tækifæri til að
spila hér heima á stóru móti. Einn-
ig skapast þarna tækifæri fyrir
yngri kylfinga til að fylgjast með
bestu kylfingum Evrópu á þessum
aldri.
Mér heyrist á fólki í Oddi að
mótshaldið árið 2016 hafi gert
klúbbnum gott í alþjóðlegri mark-
aðssetningu og kynningu á sínu
svæði. Við ætlum að halda glæsilegt
mót og ég held að Ísland sé spenn-
andi áfangastaður þegar við sjáum
fyrir endann á heimsfaraldrinum.
Ég tel að við verðum í góðri stöðu á
næsta ári og áhugi á mótinu verði
mikill.“
Brynjar segir ánægjulegt að fá
alþjóðleg kvennamót til Íslands þar
sem stefnt hafi verið að því í golf-
hreyfingunni á Íslandi að fjölga
konum og stúlkum í íþróttinni. „Við
höfum lagt áherslu á stelpugolfið og
að fá konur í golfið og því er frá-
bært að fá þetta mót. Einnig er
virkilega flott fyrir Odd að fá annað
stórt alþjóðlegt mót en mótshaldið
2016 styrki félagsstarfið í klúbbnum
en þá komu um áttatíu sjálf-
boðaliðar að mótshaldinu.“
Fengu mikið lof fyrir völlinn
EM stúlknalandsliða í golfi fer fram
á Íslandi á næsta ári Búist við kepp-
endum frá meira en tuttugu þjóðum
Ljósmynd/Golfklúbburinn Oddur
Urriðavöllur Verður vettvangur EM stúlknalandsliða í júlí 2022.
Björgvin Páll Gústavsson, lands-
liðsmarkvörður í handknattleik,
hefur gert langtímasamning við
Val og gengur í raðir félagsins í
sumar. Í tilkynningu frá Val kemur
fram að Björgvin hafi gert fimm
ára samning við félagið en Björgvin
verður 36 ára í sumar. Mun Björg-
vin einnig starfa í þjálfarateymi
meistaraflokks karla.
Björgvin leikur nú með Haukum
og mun ljúka keppnistímabilinu
með Haukum en frá því var greint á
dögunum að hann væri á förum í
sumar. kris@mbl.is
Gerir fimm ára
samning við Val
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsso
Reyndur Björgvin Páll Gústavsson
er hvergi nærri hættur í boltanum.
Dóra María Lárusdóttir hefur skrif-
að undir nýjan samning við knatt-
spyrnudeild Vals. Dóra verður 36
ára gömul í sumar og er að hefja
átjánda tímabilið í meistaraflokki.
Er hún leikjahæsta knattspyrnu-
kona í sögu Vals með 310 leiki þar
sem hún hefur skorað 117 mörk.
Dóra getur jafnframt orðið sú næst-
leikjahæsta í efstu deild kvenna frá
upphafi fljótlega á næsta tímabili
og vantar til þess einungis tvo leiki.
Dóra María hefur sjö sinnum orð-
ið Íslandsmeistari og fimm sinnum
bikarmeistari með Val.
Sú leikjahæsta
tekur slaginn
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Farsæl Dóra María er á sínu átj-
ánda tímabili í meistaraflokki.
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins í handknattleik,
hefur valið nítján leikmenn til æf-
inga hjá A-landsliði kvenna og eru
fimm nýliðar í hópnum.
Markverðirnir þrír, Eva Dís Sig-
urðardóttir Aftureldingu, Sara Sif
Helgadóttir Fram og Saga Sif
Gísladóttir Val og útileikmennirnir
Harpa Valey Gylfadóttir ÍBV og
Tinna Sól Björgvinsdóttir HK. Arn-
ar gat ekki valið leikmenn sem spila
með erlendum félagsliðum og þá
gáfu þær Katrín Ósk Magnúsdóttir
og Sigríður Hauksdóttir ekki kost á
sér að þessu sinni.
Næsta verkefni kvennalandsliðs-
ins er 19.-21. mars í undankeppni
HM en liðið er með Norður-
Makedóníu, Litháen og Grikklandi í
riðli. Leikið verður í Norður-
Makedóníu.
Hópinn í heild sinni er að finna
á mbl.is/sport/handbolti.
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Markvörður Sara Sif Helgadóttir er í landsliðshópnum.
Arnar valdi fimm ný-
liða í æfingahópinn
Styrmir Snær Þrastarson, leik-
maður Þórs frá Þorlákshöfn, er í ís-
lenska landsliðshópnum sem mætir
Slóvakíu og Lúxemborg í Pristina í
Kosovó í forkeppni HM 2023 dagana
15.-21. febrúar. Er hann eini nýlið-
inn í hópnum en Styrmir hefur vakið
athygli í vetur fyrir framgöngu sína í
Dominos-deildinni.
Íslenska liðið mætir Slóvakíu 18.
febrúar og Lúxemborg 20. febrúar
en þetta eru lokaleikir Íslands í for-
keppninni.
Ísland er sem stendur í efsta sæti
B-riðils forkeppninnar með 7 stig og
þarf einn sigur til þess að tryggja sig
áfram á næsta stig keppninnar en
tvö efstu lið riðilsins fara áfram og
leika í ágúst um sæti í undankeppn-
inni í þriggja liða riðli.
Landsliðsþjálfarinn Craig Ped-
ersen valdi þrettán leikmenn til að
taka þátt í leikjunum en gat ekki val-
ið lykilmenn eins og Martin Her-
mannsson og Hauk Helga Pálsson.
Landsleikir stangast á við leiki Val-
encia í Evrópudeildinni eins og fram
hefur komið og því getur Martin
ekki mætt í landsleiki á veturna.
Haukur gaf ekki kost á sér og það
gerðu heldur ekki Ægir Þór Stein-
arsson, Kristófer Acox, Pavel Er-
molinskij, Breki Gylfason og Collin
Pryor.
Í hópnum eru þó sex leikmenn
sem leika erlendis en það eru Elvar
Már Friðriksson, Hjálmar Stef-
ánsson, Jón Axel Guðmundsson,
Kári Jónsson, Sigtryggur Arnar
Björnsson og Tryggvi Snær Hlina-
son.
Hópinn í heild sinni er að finna
á mbl.is/sport/korfubolti.
sport@mbl.is
Sex leikmenn gáfu
ekki kost á sér
Ljósmynd/KKÍ/Jónas
Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason
verður landsliðinu æ mikilvægari.