Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Útsölustaðir: Apótek og heilsuhillur stórmarkaða. Vönduð bætiefnalína hönnuð til að styðja við almenna heilsu Bragðgóðar og sykurlausar freyðitöflur Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld verður Sigurgeir Agnarsson selló- leikari einleikari í sellókonsert í C- dúr eftir Joseph Haydn, konsert sem hefur um langt skeið verið eitt vinsælasta verk sellóleikara um all- an heim. Á tónleikunum hljómar einnig ein dáðasta sinfónía Brahms, sú númer 2, en við stjórnvölinn er Eva Olli- kainen, aðalstjórnandi hljómsveit- arinnar. Sigurgeir segist hafa flutt kons- ertinn einu sinni áður opinberlega, árið 2004 eða fyrir sautján árum, þegar hann var nýfluttur heim úr námi. Þá var hann nýtekinn til starfa hjá Sinfóníunni og fóru tónleikarnir fram í Háskólabíói. – Hefur konsertinn breyst eitt- hvað fyrir þér síðan þá? „Kannski túlkunin en ekki kons- ertinn sem slíkur. Maður er náttúr- lega orðinn eldri og kannski eitthvað vitrari, vonandi,“ svarar hann. „Hlutirnir breytast kannski því maður þarf að lifa með verkunum; sýn manns á hlutina breytist og hvað það er sem maður vill reyna að koma á framfæri.“ Kadensan í fyrsta kafla konserts- ins er eftir Hafliða Hallgrímsson, tónskáld og einn ástsælasta selló- leikara Íslendinga. Kadensuna spil- aði Hafliði á sjöunda áratugnum, kornugnur, og minntist seinna á hana við Sigurgeir. „Mér fannst það skemmtilegt og ég ákvað að spila hana núna,“ segir hann. „Kadensan er sem sagt þetta móment í konsertinum þegar ein- leikarinn getur stoppað og gert hvað sem hann vill, innan einhverra marka. Þetta er oft í enda kafla,“ segir hann og bætir við að einleik- arinn fái þannig tækifæri til þess að setja fram og hugleiða aðeins það sem fram hefur komið í kaflanum. „Sumir semja sínar eigin kadens- ur en ég hef nú ekki gert mikið af því,“ segir Sigurgeir. Konsertinn fannst óvart í þjóðskjalasafni Sellókonsert Haydns var týndur um langt skeið eða allt þar til tékk- neskur tónlistarfræðingur fann nót- urnar fyrir hreina tilviljun á þjóð- skjalasafninu í Prag árið 1961. Staðfesti fundurinn grun manna um að hugsanlega væri til óþekktur konsert eftir Haydn, þar sem upp- hafsnótur þessa konserts fundust krotaðar í skissubók tónskáldsins undir yfirskriftinni Sellókonsert í G- dúr. „Þetta er bara eins og í einhverri lygasögu. Maður hefur heyrt að hann hafi ekki verið beinlínis að leita að nótunum. Tónlistarfræðingar voru á því að Haydn hefði samið sellókonsertinn sem var týndur en síðan datt einn hreinlega bara niður á þetta,“ segir Sigurgeir. – Eru einhverjar sérstakar áskor- anir sem fylgja sellókonsertinum? „Það er kannski pínulítið þetta með að ganga inn í aðeins nýtt hlut- verk,“ svarar Sigurgeir, sem alla jafna starfar sem leiðari sellósveitar hljómsveitarinnar, er þar hluti af heild en ekki í forgrunni sem einleik- ari. Hann segir að hugarfarslega sé það eins og að skipta um gír. „Ég held annars að áskorunin í stykkinu sé einnig sú að þetta er léttur og skemmtilegur konsert. Hann er glaðlegur. Allir kaflarnir eru í dúr og það er ekki mikil drama- tík í honum en ég held það sé verk- efnið; að koma þessum léttleika til skila,“ segir hann. Ekki þéttskipað í salnum Sætaframboð á tónleikunum er takmarkað við 100 tónleikagesti í fjórum sóttvarnahólfum í Eldborg, í samræmi við núgildandi sóttvarna- reglur. Í það minnsta tvö auð sæti eru á milli allra seldra sæta til þess að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Þeim ber þá skylda til að vera með grímu á tónleikunum, sem eru um klukkustundar langir án hlés. „Þetta er dálítið skrýtið ástand. Eldborg er svo stór salur að þótt nokkur fjöldi megi sækja tónleikana virkar það náttúrlega ekki eins og það séu jafnmargir í salnum og raun ber vitni, þegar maður horfir yfir salinn frá sviðinu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Það er þessi kemistría og þetta orkuflæði milli áhorfenda og flytj- enda sem skiptir máli, því áhorf- endur taka vissulega þátt í tónleik- unum með því að vera á staðnum.“ Þó verður einhvers staðar að byrja hvað fjölda gesta áhrærir. „Við erum gríðarlega glöð að hafa þetta traust frá yfirvöldum og geta verið með tónleika, þótt þeir séu styttri og með öðrum formerkjum en vanalega,“ segir hann og heldur áfram: „Við leitum lausna og þegar við byrjuðum aftur að spila í janúar urðu allir mjög glaðir að fá að mæta í vinnuna og spila, því það eru ekki allir í þeirri aðstöðu að geta spilað,“ segir hann, en í faraldrinum hefur hingað til verið brugðið á það ráð að streyma líka tónleikum. „Þó að streymið sé ágætt kemur það ekki í staðinn fyrir það að hafa fólk í salnum,“ segir Sigurgeir að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sellóleikarinn Sigurgeir Agnarsson æfði konsertinn undir stjórn Evu Ollikainen í gær. Hann flutti konsertinn síð- ast opinberlega fyrir sautján árum og segir sýn flytjenda á verk breytast og hverju þeir vilja koma á framfæri. Orkuflæðið milli flytjenda og áhorfenda í sal skiptir máli  Sigurgeir Agnarsson er einleikari í sellókonsert Haydns með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefningu List- hóps Reykjavíkur 2021. Alls voru veittir 94 styrkir til menningarmála fyrir 67 milljónir króna. Samtals barst 201 umsókn til meðferðar þar sem sótt var um fyrir 295 milljónir. Faghóp sem skipaður var fulltrú- um frá Bandalagi íslenskra lista- manna og Hönnunarmiðstöð Ís- lands var falið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista. Heildar- fjárhæð sem úthlutað var til almennra styrkja nam 44,7 millj- ónum. Fjárhæð fyrir samstarfs- samninga nam 22,3 milljónum. Þar af var tveimur milljónum ráðstafað til hóps sem stendur að UNGA og EGGI – Alþjóðlegri sviðslistahátíð ASSITEJ fyrir unga áhorfendur, sem útnefndur er Listhópur Reykjavíkurborgar 2021. „Hátíðin UNGI er tvíæringur en milliárið, EGGIÐ, býður upp á röð viðburða fyrir fagfólk í sviðslistum hérlendis. Á UNGA 2021 verður boðið upp á átta ný íslensk sviðs- verk í sýningarrýmum borgar- innar, tvo erlenda leikhópa, auk þess sem hátíðin mun bjóða upp á vinnustofur og sýningar fyrir skóla,“ segir í tilkynningu. Sex þriggja ára samstarfssamn- ingar eru gerðir við Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík sem fær fjórar milljónir, Jazzhátíð Reykjavíkur sem fær 3,5 milljónir, Stórsveit Reykjavíkur sem fær þrjár milljónir, Caput tónlistarhóp- inn og Kammersveit Reykjavíkur sem fá tvær milljónir hvor hópur og Harbinger sýningarrými sem fær eina milljón. Þá eru gerðir fjórir tveggja ára samningar við ASSI- TEJ sem fær tvær milljónir eins og fram kemur hér að ofan, Múlann sem fær 1,8 milljónir, List án landa- mæra – listahátíð fatlaðra og Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík sem fá 1,5 milljónir hvor hópur. 67 milljónir króna til 94 menningarverkefna  Listhópur Reykjavíkur 2021 valinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Djass Gerður var samstarfssamn- ingar við Jazzhátíð Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.