Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Kuðungurinn 2020
Umhverfisviðurkenning umhverfis-
og auðlindaráðuneytisins
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar
eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun,
sem vegna verka sinna og athafna á síðasta
ári er þess verðugt að hljóta umhverfis-
viðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2020.
Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi
með tilnefningunni.
Fyrirtæki og stofnanir geta bæði tilnefnt sig
sjálf eða verið tilnefnd af öðrum.
Tillögur skulu berast umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu eigi síðar en 22. mars
nk. merktar „Kuðungurinn“ á netfangið
uar@uar.is eða með pósti í umhverfis- og
auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101
Reykjavík.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.stjornarradid.is/kudungurinn
Stjórnarráð Íslands
Umhverfis- og
auðlindaráðuneytið
Síðdegis á þriðjudag gerðist það í fyrsta sinn að nýj-
ustu og stærstu skip íslenska kaupskipaflotans, Brú-
arfoss og Dettifoss, voru samtímis í Sundahöfn.
Það voru kínverskar skipasmíðastöðvar sem smíð-
uðu skipin fyrir Eimskip. Þetta eru langstærstu skip
íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng og 31
metri á breidd, og mælast 26.169 brúttótonn. Detti-
foss kom til landsins í fyrsta skipti í júlí í fyrra og
Brúarfoss í nóvember. Heimferðin gekk eins og í
sögu hjá báðum skipunum.
Skipin tvö sigla á svokallaðri rauðri leið Eimskips
milli Evrópu, Íslands og Grænlands. Grænlenska
skipið Tukuma Arctica siglir á sömu leið. Eimskip
hóf í fyrra samstarf við grænlenska skipafélagið
Royal Arctic Line og þannig tengdist Grænland al-
þjóðlegu siglingakerfi Eimskips.
Skipin þrjú sem sigla á rauðu leiðinni eru syst-
urskip. Þau eru sérstaklega hönnuð til siglinga á
Norður-Atlantshafi, útbúin ísklassa og uppfylla svo-
kallaðar Polar Code-reglur sem eru nauðsynlegar til
siglinga við Grænland.
Skipin leggjast að Sundabakka í Sundahöfn. Þau
rista fullhlaðin rétt rúmlega 10 metra og því þurfti að
dýpka fyrir framan bakkann.
sisi@mbl.is
Ljósmynd/Eimskip
Samtímis í Sundahöfninni
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Starfsfólk á vegum utanríkis-
ráðuneytisins í fjarlægum lönd-
um kemur heim til Íslands í
bólusetningu. Það á þó aðeins
við það fólk, sem ekki á kost á
bólusetningu í gistilöndunum og
brýnt er talið að geti varist
veirunni til að sinna starfi sínu.
Gert er ráð fyrir að útsent
starfsfólk utanríkisráðuneytis-
ins í Úganda, Malaví, Rúss-
landi, Indlandi og Kína, sem
ekki hefur þegar fengið Co-
vid-19, komi sérstaklega til
bólusetningar heim til Íslands.
Örfáir starfsmenn, sem hafa
starfsstöðvar í Afríku og Rúss-
landi, hafa nú þegar verið bólu-
settir hér á landi.
19 manns á vegum
ráðuneytisins í hópnum
Í þessum sértæka hópi út-
sendra starfsmanna og fjöl-
skyldna eru samtals 19 manns,
sem ekki eru þegar með mót-
efni, en nokkrir hafa þegar
fengið Covid-19. Þar af hafa
fjórir fengið fulla bólusetningu
nú þegar, en þrír bíða nú bólu-
setningar á Íslandi. Eftir þær
bólusetningar verða allir út-
sendir starfsmenn, sem eru að
störfum fyrir utanríkisráðu-
neytið í sendiskrifstofum Ís-
lands í Afríku með mótefni,
annaðhvort vegna afstaðinna
veikinda eða bólusetningar.
Tólf manns, bæði starfsmenn
og fjölskyldur, verða þá eftir af
þessum sértæka hópi og verður
metið sérstaklega hvort ástæða
er til heimköllunar hvers og
eins með hliðsjón af aldri,
heilsufari, aðstæðum í gistiríki
og bólusetningardagatali ís-
lenskra heilbrigðisyfirvalda.
Flestir þessara starfsmanna
eru í Kína. Þar er smitstaða
innanlands raunar mjög góð um
þessar mundir og því í raun
aukin áhætta sem fylgir ferða-
lögum til að koma til bólusetn-
ingar að svo stöddu.
Ekki í skilgreindum
forgangshópum
Starfsfólk Stjórnarráðsins,
þar með talið utanríkisráðu-
neytisins, fellur ekki undir sér-
staklega skilgreinda forgangs-
hópa, sem kveðið er á um í
reglugerð heilbrigðisráðherra
sem birt var í nóvember.
Reglan er sú að útsent starfs-
fólk utanríkisþjónustunnar og
fjölskyldur þess verði bólusett í
gistiríkjunum þar sem það er
staðsett. Það er þó háð því að
þar séu boðin bóluefni, sem
samþykkt hafa verið af Lyfja-
stofnun Evrópu eða Lyfjastofn-
un Íslands (Pfizer, Moderna eða
AstraZeneca enn sem komið er)
og að gistiríkið bjóði bólusetn-
ingar fyrir erlenda stjórnarer-
indreka í landinu, sem er upp og
ofan.
Í þeim löndum, þar sem slíkt
bóluefni verður ekki í boði á
næstu mánuðum eða á svipuðum
tíma og gert er ráð fyrir að
bólusetningar verði almennar á
Íslandi, er gert ráð fyrir að
starfsfólk geti fengið bólusetn-
ingu hér á landi. Allt útsent
starfsfólk utanríkisþjónustunnar
er með lögheimili á Íslandi og
innan íslenskra sjúkratrygg-
inga.
Bólusetning ódýrari en að
flytja veikt fólk á milli landa
Af hálfu utanríkisráðuneytis-
ins er litið svo á að bólusetning
eða mótefni sé forsenda þess, að
útsendir starfsmenn á harðinda-
svæðum og í ríkjum þar sem
takmarkaður aðgangur getur
verið að heilbrigðisþjónustu,
geti sinnt störfum sínum.
Kostnaðurinn af því er talinn
smávægilegur hjá hinu, ef flytja
þyrfti veika starfsmenn eða ætt-
ingja til annars ríkis vegna spít-
alavistar eða alvarlegra veik-
inda.
Fara hálfa leið yfir hnött-
inn til að bólusetja sig
Starfsfólk utanríkisþjónustu á harðindasvæðum kemur heim til bólusetningar
Sendimenn kallaðir heim
Bólusettir á Íslandi
Úganda
Malaví
Indland
Kína
Rússland
Jón Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og fyrr-
verandi samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra, gefur
kost á sér í 2. sæti lista flokks-
ins í Suðvesturkjördæmi fyrir
komandi kosningar. Jón hef-
ur setið á þingi frá árinu 2007
og var hann ráðherra í rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokks,
Bjartrar framtíðar og Við-
reisnar árið 2017.
„Síðast var haldið prófkjör fyrir kosningarnar
2016, og þá hafnaði ég í öðru sæti og ég sækist
eftir sama stuðningi og ég hafði þá,“ segir Jón í
samtali við Morgunblaðið.
Hann telur kjörtímabilið hafa verið farsælt,
en að vissulega hafi ákveðin glíma falist í því
þegar svo ólíkir flokkar taka sér sæti saman í
ríkisstjórn. „Það hefur ríkt trúnaður milli for-
manna flokkanna, sem aftur hefur endurspegl-
ast í trausti í samstarfinu,“ segir Jón.
„Við erum nú komin á kosningavetur og það
eru stór mál sem við eigum eftir að ljúka, og ólík
sjónarmið sem þarf að brúa, en sterkur Sjálf-
stæðisflokkur eftir næstu kosningar mun að
mínu mati tryggja að borgaraleg öfl eigi sterkan
málsvara í næstu ríkisstjórn,“ segir Jón.
Jón
Gunnarsson
Jón býður sig fram í
2. sæti í kraganum
Guðrún Hafsteinsdóttir hef-
ur ákveðið að gefa kost á sér
í 1. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurkjördæmi.
Sjálfstæðismenn í Suður-
kjördæmi halda prófkjör í
lok maí, en bæði Páll Magn-
ússon, sem nú er oddviti
flokksins í kjördæminu, og
Vilhjálmur Árnason þing-
maður sækjast einnig eftir 1.
sætinu. Þar stefnir því í mik-
inn oddvitaslag.
„Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf
og hér höfum við allt sem þarf til að vera leið-
andi á öllum sviðum atvinnulífsins. Ég trúi því að
saman getum við eflt atvinnugreinar okkar og
bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum.“
Guðrún er fædd 1970, er í sambúð með Hans
Kristjáni Einarssyni Hagerup gullsmið og eiga
þau samtals sex börn. Hún hefur starfað nær all-
an sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar
Kjörís ehf. í Hveragerði. Hún var til skamms
tíma formaður Samtaka iðnaðarins og hefur
einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins,
Háskólans í Reykjavík, Bláa lónsins og Lífeyr-
issjóðs verzlunarmanna.
Í tilefni af framboðinu hefur hún opnað vefinn
gudrunhafsteins.is.
Guðrún Hafsteinsdóttir
fram í Suðurkjördæmi
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá
dómi kröfum fjögurra fyrrverandi starfs-
manna starfsmannaleigu sem starfað höfðu í
nokkra daga fyrir Eldum rétt og sýknaði
fyrrverandi stjórnendur Manna í vinnu, en
málið var rekið með aðstoð Eflingar. Hall-
dór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í tilkynn-
ingu að ótvírætt sé í dóminum að lýsing
Eflingar á aðbúnaði starfsmanna hafi ekki
Benjamín. „Ljóst er að aðför Eflingar að
Eldum rétt og tilefnislausar ásakanir hafa
valdið fyrirtækinu miklu tjóni og er eðlilegt
að fyrirtækið skoði réttarstöðu sína gagn-
vart Eflingu. Starfsmönnum var gert að
greiða sameiginlega fjórar milljónir í máls-
kostnað til stefndu sem undirstrikar það
mat héraðsdóms að málshöfðun Eflingar var
tilefnislaus,“ segir Halldór Benjamín.
sgs@mbl.is
verið í neinu samræmi við staðreyndir máls-
ins.
„Efling stéttarfélag hafði upp stór orð í
fjölmiðlum og sakaði fyrirtækið Eldum rétt
meðal annars um að nýta sér bágindi verka-
fólks og skipta við starfsmannaleigu sem
framkvæmdastjóri Eflingar kallaði ,,ein-
hvers konar mansalshring“. Þá var teiknuð
upp dökk mynd af fyrirtækinu í fréttaskýr-
ingaþættinum Kveik á RÚV,“ segir Halldór
Segja Eflingu hafa farið sneypuför