Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 „Komdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðskjálftahrinan á Reykjanes- skaga í gær er hluti af atburðarás sem hófst í desember 2019, að sögn dr. Páls Einarssonar jarðeðlisfræð- ings. „Þetta er staðfesting á því að þessi atburðarás heldur áfram og er síst í rénun,“ sagði Páll. Eftirskjálftar og gikkskjálftar Hann sagði þetta vera í fyrsta skipti sem svo mikil umbrot hafi sést á þessu svæði á jafn skömmum tíma og nú. Fyrri óróleikatímabil með svipaða uppsafnaða heildarvirkni hafa tekið lengri tíma. „Þetta er allt miklu snarpara en við höfum séð áður.“ Jarðskjálfti af stærð 5,7 stig varð suðvestur af Keili klukkan 10:05:57 í gær- morgun. Í kjöl- farið fylgdu margir kröftugir skjálftar. Páll sagði að þetta hafi bæði verið eftirskjálftar og gikkskjálftar. Svipað gerðist einnig í október 2020 þegar stóri skjálftinn varð við Núpshlíðarháls. Eftir- skjálftar verða yfirleitt á sama mis- gengi og meginskjálftinn og innan hans upptakasvæðis. Gikkskjálftarn- ir dreifast víðar og nú náðu þeir yfir flekaskilin frá Kleifarvatni og vestur undir Grindavík. Skjálftasvæðið í gær var miklu stærra en upptaka- svæði stóra skjálftans. Það var eins og hann hleypti af stað jarðskjálftum í kringum sig. Páll sagði að merkilegir og ekki minni atburðir en þessir hafi orðið úti fyrir mynni Eyjafjarðar í fyrra- sumar. Þar varð stór jarðskjálfti og fylgdu margir skjálftar í kringum upptakasvæði hans sem strangt til tekið voru ekki eftirskjálftar heldur gikkskjálftar. Virknin stoppar við Kleifarvatn Jarðskjálftavirknin á Reykjanes- skaga frá því í desember 2019 hefur náð austur að Kleifarvatni. Páll sagði að svo virðist sem einhver fyrirstaða sé þar á flekaskilunum og virknin hafi ekki færst austar. Hún hefur hins vegar teygt sig til vesturs og al- veg út í sjó við Reykjanes og út á Reykjaneshrygg. Stóri Suðurlandsskjálftinn sem kom 17. júní 2000 hleypti af stað kröftugum gikkskjálftum við Kleif- arvatn, Núpshlíðarháls og Hval- hnúka. Þeir urðu á næstu 12 mín- útum á eftir Suðurlandsskjálftanum. Páll sagði að þá hafi rifnað á einum fimm stöðum á flekaskilunum og al- veg vestur undir Núpshlíðarháls. Menn áttuðu sig ekki strax á því að þessir stóru skjálftar hefðu orðið við Kleifarvatn og víðar því það var svo mikið um að vera og jarðskjálfta- mælarnir alveg mettaðir. Páll sagði að Kleifarvatnsskjálft- inn hafi verið hálfgerður feluskjálfti. Hann var það sem fræðimenn kalla „hægan jarðskjálfta“ en í þeim er hreyfingin hægari en almennt í jarð- skjálftum. Það átti sinn þátt í að menn áttuðu sig ekki strax á því að þessi jarðskjálfti hafði orðið. Það var svo þegar menn sáu aflögunina sem varð í jarðskorpunni að þeir áttuðu sig á því að þarna hafði orðið atburð- ur. Líklega var það skjálftinn við Kleifarvatn sem olli því að fólk á höf- uðborgarsvæðinu fann betur fyrir því sem það taldi vera Suðurlands- skjálfta en það hefði ella gert. Ólosuð spenna austar Austan við Kleifarvatn eru Brennisteinsfjöll og Hengilssvæðið þar sem sterkir jarðskjálftar hafa átt upptök í aldanna rás. Páll sagði að mögulega geti jarðskjálftavirknin teygt sig áfram til austur. „Það er ómögulegt að segja fyrir um það með einhverri vissu en fólk þarf að vera viðbúið öllu,“ sagði Páll. Hann sagði að spennan sem losnaði úr jarð- skorpunni í gær muni auka spennuna í aðliggjandi svæðum. Ein fjögur kvikuinnskot voru stað- fest á Reykjanesskaga í fyrra. Þrjú þeirra urðu við fjallið Þorbjörn hjá Grindavík, eitt í Krýsuvík og mögu- lega það fimmta yst á Reykjanestá. Páll sagði að kvikuinnskotin séu hluti af þessum umbrotum. Atburðarásin er síst í rénun  Jarðskjálftarnir í gær hluti af atburðarás sem hófst í desember 2019  Kröftugir eftirskjálftar og gikkskjálftar fylgdu stóra skjálftanum í gær  Skjálftavirknin ekki enn náð austur fyrir Kleifarvatn Páll Einarsson G ru nn ko rt /L of tm yn di r e hf . Lýst var yfi r hættu- stigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir hádegi í gær vegna jarðskjálfta- hrinunnar Tilkynningar um grjóthrun eða -skriður vegna jarðskjálftanna Talsvert af grjóti féll yfi r gamla Suðurstandarveginn Grjóthrun í Þorbirni við Grindavík Grjóthrun úr Keili, við Djúpavatnsleið Grjóthrun við Kleifarvatn Kefl avík Höfuðborgarsvæðið Njarðvík Vogar Grindavík Hafnir Sandgerði 5,7 5,0 4,8 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi Kl. 12.37 Stærð: 4,8 Kl. 10.05 Stærð: 5,7 Skjálftar 3,6 og stærri Upptök skjálfta 3,0 og stærri á tímabilinu kl. 10.00 til 13.00 Kl. Stærð Upptök við: 10:05 4,3 Fagradalsfjall 10:05 5,7 Keili 10:07 3,7 Fagradalsfjall 10:09 3,7 Fagradalsfjall 10:15 4,3 Fagradalsfjall 10:16 4,2 Fagradalsfjall 10:17 4,6 Fagradalsfjall Kl. Stærð Upptök við: 10:20 3,7 Fagradalsfjall 10:27 4,7 Krýsuvík 10:28 4,6 Krýsuvík 10:30 5,0 Krýsuvík 10:42 4,0 Krýsuvík 10:48 4,4 Fagradalsfjall 10:52 4,1 Grindavík Kl. Stærð Upptök við: 11:20 3,6 Krýsuvík 11:38 3,6 Krýsuvík 12:37 4,8 Krýsuvík 12:37 4,9 Reykjanestá 13:19 3,6 Geirfugladranga 13:50 3,7 Fagradalsfjall 16:30 3,6 Fagradalsfjall Keilir Kleifarvatn Þorbjörn Krýsuvík Reykjanestá Fagradalsfjall 4,9 Kl. 10.00 Kl. 11.00 Kl. 12.00 Kl. 13.00 Kort: Veðurstofa Íslands, Skjálfta-Lísa Heimild: Veðurstofa Íslands Heimild: Veðurstofa Íslands og map.is. Öfl ug jarðskjálfta hrin a hófst um kl. 10 í gær á um 20 km kafl a á Reykja nesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 5,7. Engin merki eru um gosóróa á svæðinu. Mikil jarðskjálftahrina hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesi 15. desember 2019. Meira en 1.700 skjálftar mældust til 20. desember það ár. Ekkert lát varð á jarðskjálfta- virkninni á árinu 2020 og 9. apríl höfðu náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar farið yfir meira en 8.000 jarðskjálfta frá því í janúar 2020. Það var mesta jarð- skjálftahrina sem þá hafði mælst frá upphafi mælinga. Áfram hélt jarðskjálftavirknin í fyrra og er mörgum í fersku minni þegar 5,6 stiga jarðskjálfti varð sem átti upptök við Núpshlíð- arháls þann 20. október. Reykjanesskagi er þekkt jarð- skjálftasvæði og mældist þar veru- leg virkni á árunum 1927-1955 og eins 1967-1977 svo litið sé til síð- ustu aldar. Jarðskjálfti af stærð 6,3 stig varð við Brennisteinsfjöll árið 1929 og annar af stærð 6,0 varð á þeim slóðum árið 1968. Það eru sterkustu jarðskjálftar sem mælst hafa í grennd við höf- uðborgarsvæðið. Jarðskjálftar af þeirri stærð geta valdið tjóni. Þekkt jarðskjálftasvæði REYKJANESSKAGI Skjálftahrina á Reykjanesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.