Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS GEYMSLUBOX RIFJÁRN ÁHÖLD FÁST HJÁ OKKUR ELDHÚSÁHÖLD ráð fyrir 10 metra brú um Eiðsvík, tveimur 80 metra löngum brúm í Leiruvogi og 80 metra langri brú yfir Kollafjörð. „Sundabraut er nýr þjóðvegur frá Sæbraut að Kjalarnesi. Gera má ráð fyrir að yfir 10 þúsund ökutæki á sól- arhring nýti sér þann hluta braut- arinnar við opnun hennar og dregur þannig úr umferð á Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ og í Ártúnsbrekku. Árið 2020 hófust framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar með að- skilnaði akstursstefna um Kjalarnes frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum. Með Sundabraut frá Gufunesi að Kjalarnesi er líklegt að ekki þurfi að breikka Vesturlandsveg í Kollafirði og við Esjurætur ásamt því að núver- andi umferðarrýmd vegarins um Mosfellsbæ mun duga lengur,“ segir m.a. í skýrslu starfshópsins. Sveitarfélög á Vesturlandi hafa sent frá sér ályktanir vegna útkomu skýrslunnar og fagnað henni. Það er að vonum því Sundabrautin mun stytta vegalengdir frá þétt- býlisstöðum á Vesturlandi til höf- uðborgarinnar. Í bókun bæj- arstjórnar Akraness eru stjórnvöld hvött til að hefja undirbúning að lagningu Sundabrautar nú þegar. Bæjarstjórnin segir að það sé afar mikilvægt að fara samtímis í allt verkefnið. Jafnvel mætti hugsa sér til að flýta framkvæmdum eins og kost- ur er að hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu. Starfshópurinn telur að fram- kvæmdir við Sundabraut geti hafist árið 2025 og þeim verði lokið 2029- 2030. Undirbúningur, rannsóknir, hönnun, mat á umhverfisáhrifum og vinna við breytingar á skipulagsáætl- unum taki að lágmarki fjögur ár. Þá megi áætla að framkvæmdatími við byggingu Sundabrúar og aðliggjandi vega verði um 4-5 ár. Ódýrari kafli Sundabrautar  Síðari áfangi Sundabrautar liggur yfir sjó og land, frá Gufunesi upp á Kjalarnes  Verður á tveimur akreinum í hvora átt á aðskildum akbrautum  Áætlaður kostnaður er 25 milljarðar Myndir/Efla Sundabraut Hér má sjá hvernig vegurinn mun liggja úr Gufunesi upp í Kollafjörð. Firðir og víkur verða brúuð en að stærstu leyti verður vegurinn á landi. Útfærsla Brú yfir Kollafjörð gæti verið í sveig frá Kjalarnesi yfir á Álfsnes. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í umræðum um nýja Sundabraut- arskýrslu hefur mest verið rætt um þverun Kleppsvíkur. Það er skilj- anlegt því þetta er dýrasti kafli brautarinnar og stærsta álitamálið var hvort fyrir valinu yrði brú eða göng undir víkina. Sundabrú varð niðurstaðan og við hana verður mið- að, segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Í þessari grein verður sjónum beint að þeim kafla Sundabrautar sem liggur úr Gufu- nesi upp á Kjalarnes. Síðari áfangi Sundabrautar liggur frá Gufunesi um Eiðsvík og Geld- inganes, yfir Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð og tengist Vesturlandsvegi/Hringvegi á Kjal- arnesi. Fram kemur í skýrslu starfs- hóps um Sundabraut, sem birt var fyrr í þessum mánuði, að í frummats- skýrslu frá árinu 2009 hafi verið lagð- ir fram fjórir valkostir um legu Sundabrautar frá Gufunesi á Kjal- arnes til mats á umhverfisáhrifum framkvæmda. Jarðgöng ekki í myndinni Starfshópurinn leggur til að valinn verði valkostur 1, sem er vegur á yf- irborði alla leið og er miðað við hann í umfjöllun og kostnaðarmati í skýrsl- unni. Aðrir valkostir gerðu m.a. ráð fyrir jarðgöngum. Er kostnaður við þennan kafla metinn 25 milljarðar króna, af alls 69 milljarða kostnaði við Sundabraut í heild. Sundabraut frá Gufunesi að Kjal- arnesi með þverun Eiðsvíkur, Leiru- vogs og Kollafjarðar mun verða með tveimur akreinum í hvora átt á að- skildum akbrautum með miðeyju (2+2). Gert er ráð fyrir gatnamótum við Borgaveg á Gufunesi, á Geld- inganesi, við tengibraut á Gunnunesi og við Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Brýr gera ráð fyrir fullum vatns- skiptum og af nægilegri lengd til að áhrif á lífríki verði óveruleg. Gert er Það liggur fyrir að Sundabraut mun raska fornminjum á Gunnu- nesi, segir í skýrslu starfshópsins. Sá valkostur sem lagður hefur verið til undir brautina var talinn hafa minnst áhrif á fornminjar af þeim valkostum sem skoðaðir hafa verið. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar til að mæta því. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa átt fundi með Minjastofnun varðandi frekari útfærslur á legu Sundabrautar um Gunnunes og mun sú vinna halda áfram. Í september í fyrra sendi Minja- stofnun frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu af gefnu tilefni þess efnis að áform um friðlýsingu menningar- og búsetulandslags við Þern- eyjarsund, í Þerney og á Álfsnesi eigi ekki að hindra lagningu Sunda- brautar. Við gerð friðlýsingartillögunnar, fyrr á árinu, hafi verið tekið tillit til þeirra valkosta sem lágu fyrir varð- andi lagningu brautarinnar á þann hátt að friðlýsingin útilokaði ekki gerð hennar. Álfsnes Þar er að finna sjávarútvegsminjar, leifar af fiskbyrgjum, líklega frá þeim tíma þegar Þerneyjarsund var útflutningshöfn árin 1300-1500. Tekið hefur verið tillit til fornminja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.