Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
og 11-15 laugardaga.
www.spennandi-fashion.is
VOR 2021
ÞÆGINDI
OG HÖNNUN
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Nýjar
vörur
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
TRAUS
Í 80 ÁR
NÝJAR VORVÖRUR FRÁSkoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
NÝ SENDING
Stjórn Íbúasamtaka miðborgar
Reykjavíkur (ÍMR) hefur sent for-
manni skóla- og frístundaráðs
Reykjavíkur, Skúla Helgasyni, bréf
þar sem mótmælt er áformum um
svonefnt íslenskuver fyrir erlend
börn í risi Vitastígsálmu Austurbæj-
arskóla.
Eins og fram kom á mbl.is í vik-
unni hafa Hollvinnasamtök Austur-
bæjarskóla haft húsnæðið til afnota
fyrir skólamunasafn. Hollvinir hafa
einnig mótmælt þessum áformum.
Íbúasamtökin benda á að aðgengi
að rýminu sé slæmt, flóttaleiðir
langar og það standist ekki nútíma-
kröfur um skólahúsnæði barna.
„Skemmst er að minnast þess að
árið 2010 kom upp eldur í risi skól-
ans sem frístundamiðstöð hverfisins
hafði þá til umráða og var þá hætt að
nota það rými fyrir nemendur.
Stjórn ÍMR vill benda á að Austur-
bæjarskóli hefur yfir betra húsnæði
að ráða þar sem aðgengi er gott og
það stenst nútímakröfur, en það er
Spennistöðin sem stendur sunnan
við skólann. Austurbæjarskóli hefur
þetta húsnæði til umráða kl. 8-14
virka daga en hefur lítið notað það
frá árinu 2014 þegar Spennistöðin,
félags og menningarmiðstöð mið-
borgarinnar, var opnuð. Þá hefur
Reykjavíkurborg einnig fengið
Vörðuskóla til umráða og væri þar
mögulegt framtíðarhúsnæði fyrir ís-
lenskuver,“ segir í bréfi ÍMR.
Vilja samtökin að hollvinir skólans
fái áfram afnot af húsnæðinu undir
skólamunasafnið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Austurbæjarskóli Skólamunasafn-
ið hefur verið í risi skólans.
Skólamunasafnið hafi húsnæðið áfram
Íbúasamtök miðborgarinnar mótmæla íslenskuveri í risi Austurbæjarskóla
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í
viðskiptahraðalinn Startup Super-
Nova. Allt að tíu sprotafyrirtæki
verða valin til þátttöku og mun
hvert þeirra hljóta fjárstyrk að
upphæð einni milljón króna.
Einnig fá þau aðgang að vinnuað-
stöðu og njóta leiðsagnar reyndra
frumkvöðla, fjárfesta, stjórnenda
og ráðgjafa, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Hraðallinn fer nú fram í annað
sinn en síðasta vor ákváðu Nova og
Icelandic Startups að taka höndum
saman og stuðla að stofnun nýrra
fyrirtækja og fjölgun atvinnutæki-
færa til að vinna á móti samdrætti í
efnahagslífinu í kjölfar veirufarald-
ursins. Stjórnendur Startup Super-
Nova hafa fundið fyrir miklum
áhuga á þátttöku í hraðlinum vegna
bágs atvinnuástands og rekja það
til aukins atvinnuleysis, m.a. á með-
al sérfræðinga og millistjórnenda.
GAN Ventures-sjóðurinn fjár-
festir árlega í 15 sprotafyrir-
tækjum sem fara í gegnum hraðla
innan GAN.
Sprotar Aðstandendur Startup Super-
nova, viðskiptahraðals fyrir sprota.
Tíu sprotafyrirtæki
í viðskiptahraðli