Morgunblaðið - 25.02.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Jón Magnússon hæstarétt-arlögmaður skrifar á blog.is
um félagana Róbert
Spanó Mannrétt-
indadómstólsforseta
og Recep Tayyip
Erdogan Tyrk-
landsforseta:
„Skömmu eftir að
Erdogan nánast
einræðisherra í
Tyrklandi kvaddi
Róbert Spanó for-
seta Mannréttinda-
dómstóls Evrópu
með miklum gagn-
kvæmum kærleika
af beggja hálfu,
skipaði hann félaga
sinn og flokks-
bróður rektor í helsta háskóla í
Tyrklandi, BOUN sem stendur fyr-
ir Bosporus University í Konst-
antínópel nú Istanbul.
Fjölmargir stúdentar við skól-ann voru ósáttir við að flokks-
líkamabarn úr flokki Erdogan yrði
rektor við skólann og mótmæltu
því kröftuglega, en þó frið-
samlega. Erdogan hefur látið
handtaka meir en 250 stúdenta
vegna þessara mótmæla og ekki
nóg með það. Húsleit hefur verið
framkvæmd hjá mörgum þeirra og
fjölskyldur þeirra teknar til spurn-
inga og yfirheyrslu hjá lögreglu.
Þannig er nú farið að í mannrétt-
indaríkinu Tyrklandi.
En að sjálfsögðu hefur Erdoganvaðið fyrir neðan sig og segir
að stúentarnir sem leyfðu sér að
mótmæla, séu ekki mótmælendur
heldur hryðjuverkamenn. Sé svo,
þá eru þetta fyrstu mótmæli
hryðjuverkafólks, sem fara frið-
samlega fram dögum saman.
En skyldi Mannréttinda-dómstóllinn kaupa skýringu
Erdogan eða hafa eitthvað um
þetta mál að segja yfir höfuð?“
Róbert Spanó
Mannréttindafröm-
uður minnir á sig
STAKSTEINAR
Recep Tayyip
Erdogan
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Að mati fiskifræðinga á Hafrann-
sóknastofnun er ekki ástæða til að
bregðast sérstaklega við fréttum af
loðnugöngum í norðanverðum Faxa-
flóa og í Skjálfanda og nálægt
Grímsey.
Birkir Bárðarson fiskifræðingur
segir að við skoðun gagna frá Polar
Amaroq telji þeir að innan við 100
þúsund tonn hafi verið í torfu í Faxa-
flóa sem skipið sigldi yfir á mánudag.
Þarna sé að öllum líkindum á ferð-
inni fremsti hluti göngunnar, sem
áður var mæld úti af Austfjörðum.
Varðandi loðnufréttir að norðan þá
hafi rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson orðið vart við loðnu á fyrr-
nefndum slóðum, en ekki mikið
magn.
Nokkur loðnuskip voru að veiðum
undan Þjórsárósum í gær, en stór
hluti uppsjávarskipanna mun fara til
loðnuveiða og hrognatöku eftir helgi.
Fram kemur á heimasíðu Loðnu-
vinnslunnar á Fáskrúðsfirði að Hof-
fellið hafi á þriðjudag komið til hafn-
ar með tæp 1.600 tonn af kolmunna.
Aflinn fékkst vestur af Írlandi og
segir á heimasíðunni að veiðiferðin
hafi gengið vel, en veður geti verið
vont á þessu svæði. Um 800 mílur
eru af miðunum til Fáskrúðsfjarðar.
Núna verður Hoffellið gert klárt til
loðnuveiða. áij@mbl.is
Ekki brugðist frekar við loðnufréttum
Innan við 100 þúsund tonn í Faxaflóa
Skip að veiðum undan Þjórsárósum
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Á miðunum Jón Kjartansson að
veiðum undan suðurströndinni.
Hafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst-
og fjarskiptastofnunar (PFS), segir
hugsanlegt að stofnunin muni árlega
þurfa að meta óhagræði Íslands-
pósts vegna al-
þjónustubyrði og
ákvarða framlag-
ið út frá því. Þá að
því gefnu að
regluverkinu eða
tilhögun alþjón-
ustutilnefningar
verði ekki að öðru
leyti breytt.
En PFS hefur
ákvarðað að ÍSP
skuli fá 509 milljónir króna vegna
óhagræðis af alþjónustu árið 2020.
Telja skilyrðin uppfyllt
„Ríkið hefur tekið ákvörðun um að
niðurgreiða póstþjónustu sam-
kvæmt nánari útfærslu í póstlögum.
Um það gildir ákveðið regluverk um
ríkisstyrki. Það er ekki heimilt að
veita fé til ríkisstyrkja úr ríkissjóði
nema að uppfylltum skilyrðum.
Við vorum að athuga hvort þau
skilyrði hefðu verið uppfyllt og við
teljum svo vera. En það ber að nefna
að við erum ekki það stjórnvald sem
fer með ákvarðanir um hvort ríkis-
styrkur sé löglegur eða ólöglegur.
Það er ESA sem fer með þá ákvörð-
un,“ segir Hrafnkell. PFS hafi ritað
bréf til fjármálaráðherra vegna
þessarar ákvörðunar með afriti til
samgönguráðherra.
Kominn tími á endurskoðun
„Í okkar aðferðafræði er byggt á
bókhaldslegri aðgreiningu sem út-
færir kostnaðargrunninn og við segj-
um í ákvörðuninni að kominn sé tími
á að endurskoða þennan kostnaðar-
grunn. Ef sú endurskoðun leiðir til
þess að kostnaður hafi ekki verið rétt
færður þá kunni að koma til endur-
greiðslna að einhverju leyti. Þetta
eru hlutir sem þarf sífellt að endur-
skoða,“ segir Hrafnkell.
Rík ástæða sé til að gera það í
þessu tilviki. Til dæmis sé póstmagn
að dragast saman um 20% en pakka-
magn að aukast. Þannig að innbyrðis
hlutföllin í kostnaðarlíkaninu eru á
fleygiferð,“ segir Hrafnkell.
PFS stefni að því að ljúka endur-
skoðun á líkaninu upp úr miðju ári.
„Það gæti komið til endurgreiðslu
eða ekki. Við vitum ekki hver nið-
urstaðan verður.“ baldura@mbl.is
Póstákvörðunin
mögulega árleg
Forstjóri PFS bendir á fækkun bréfa
Hrafnkell V.
Gíslason
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Tímabundin opnunartími
vegna Covid–19
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga 11–15