Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 38
BAKSVIÐ
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Lagt er til að hafinn verðiformlegur undirbúningurútboðs tveggja ljósleið-araþráða Atlantshafs-
bandalagsins á Íslandi, í skýrslu
starfshóps um ljósleiðaramál og út-
boð ljósleiðaraþráða á vegum utan-
ríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
sem skilaði ráðherra skýrslu í gær.
Haraldur Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, var formaður
hópsins og afhenti ráðherra skýrsl-
una í utanríkisráðuneytinu í gær.
Framsýni fyrir 30 árum
Ljósleiðarastrengurinn sem
liggur hringinn í kringum landið var
lagður árið 1991 sem liður í end-
urnýjun ratsjárkerfis varnarliðsins á
Íslandi. Hann er enn í dag helsta
grunnstoð fjarskipta hér á landi sem
tengir saman landshluta og fjar-
skiptasæstrengi við tengimiðjur á
höfuðborgarsvæðinu og við
útlönd. Póst- og síma-
málastofnun lagði strenginn á sínum
tíma og Mannvirkjasjóður Atlants-
hafsbandalagsins greiddi tæplega
helming kostnaðar. Upphaflega lá
hann í einfaldan hring og teygði sig í
flesta þéttbýlisstaði, þó ekki alla. Til
að mynda sneiddi hann fram hjá
Melrakkasléttu, hluta Austurlands,
Vestfjörðum og Snæfellsnesi.
Um er að ræða átta þráða
streng sem í dag mætti frekar lýsa
sem neti yfir landið fremur en hring.
Í dag eru fimm þráðanna í eigu
Mílu sem notar þá til að byggja upp
þjónustu sína á landsvísu. Hinir þrír
eru á eignaskrá Mannvirkjasjóðs
Atlantshafsbandalagsins og er par
af þeim nýtt fyrir samskipti milli
stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar
á öryggissvæðinu á Keflavík-
urflugvelli og ratsjár- og fjar-
skiptastöðvanna. Einn hefur síðan
verið í leigu hjá Vodafone frá árinu
2010. Samningurinn við Vodafone
rennur út í lok árs 2021 og má ekki
framlengja hann.
Fækka ratsjárstrengjum
Breytingin sem lögð er til í
skýrslu starfshópsins er sú að fækk-
að verði um einn streng sem sinnir
tengingu öryggissvæðisins við rat-
sjárstöðvarnar og hann boðinn út til
fjarskiptafyrirtækja ásamt þræð-
inum sem Vodafone hefur nú til um-
ráða. Stóra breytingin er þannig sú
að tveir þræðir verða í boði fyrir
fjarskiptafyrirtæki til að bjóða í í
stað eins. Starfshópurinn tekur ekki
afstöðu til þess hvort bjóða eigi út
þræðina saman eða hvorn í sínu lagi.
Stefnt er að því að útboðið hefj-
ist í maí nk. og að niðurstöður liggi
fyrir í ágúst 2021. Frágangur út-
boðsgagna tekur mið af samráði við
Atlantshafsbandalagið og ákvörðun
utanríkisráðuneytisins í tengslum
við tillögur hópsins.
Vilja ýta undir samkeppni
Haraldur Benediktsson, for-
maður starfshópsins og þingmaður
Þrjátíu ára ljósleiðari
í kringum landið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljósleiðari Haraldur afhendir Guðlaugi Þór skýrslu starfshópsins.
Sjálfstæðisflokksins, telur að með
útboði tveggja þráða sé hægt að
fjölga þeim sem þeim sem geta selt
stofntengingar inn á þéttbýlisstaði.
„Við trúum því að ef við fáum
annan aðila sem getur keppt í stofn-
tengingum, þá leysum við einhverja
krafta þar sem menn vilja byggja
dreifikerfi í þéttbýli sem er alveg
óháð aðilum sem eru á stofntengi-
markaði,“ segir Haraldur í samtali
við mbl.is í gær. Hafa beri hugfast
að öryggi fjarskipta sé grundvall-
aratriði þegar kemur að öryggi og
vörnum hvers ríkis og að öryggi ís-
lenskra fjarskiptakerfa hafi áhrif á
öryggi bandalagsríkja okkar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, segir
í samtali við mbl.is að sviðsmyndagreining hafi verið unnin með Atlants-
hafsbandalaginu. „Það er ekki verið að leggja neitt til sem er að draga úr
öryggi þess sem strengurinn verður að nýta,“ segir Guðlaugur Þór að-
spurður hvort engin hætta geti falist í því að fækka strengjum sem sinna
þjóðaröryggishlutverki.
Hann segir það ánægjulega við stöðuna að hægt sé að losa um streng-
inn án þess að gefa afslátt af öryggi. „Grunnurinn að þessari vinnu er
tvenns konar; að líta til þjóðaröryggismála og hins vegar að nýta streng-
inn með borgaralegum hætti,“ segir Guðlaugur Þór.
FÆKKUN STRENGJA
Öryggi ekki ógnað
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
EmmanuelMacronFrakk-
landsforseti til-
kynnti í síðustu
viku, að hann
hygðist ekki
fækka í herafla
þeim, sem Frakkar hafa hald-
ið úti á svonefndu „Sahel“-
svæði síðustu árin, en það
svæði spannar Afríku frá
austri til vesturs þar sem Sa-
hara-eyðimörkin mætir gróð-
urríkari svæðum til suðurs.
Á þessu belti hafa rúmlega
5.000 franskir hermenn staðið
í baráttu gegn uppgangi ísl-
amskra öfgahópa allt frá
árinu 2013, þegar Frakkar
komu í veg fyrir að norður-
hluti Malí félli í skaut ísl-
amista. Bretar, Eistar og Sví-
ar hafa komið Frökkum til
aðstoðar, auk þess sem
bandaríska leyniþjónustan
hefur lagt hönd á plóg, en
langmestur þungi verkefn-
isins hefur fallið á franska
herinn.
Verkefnið er mjög brýnt,
sem endurspeglast aftur í
ákvörðun Macrons um að
halda því áfram, jafnvel þótt
nokkurrar stríðsþreytu sé
farið að gæta heima í Frakk-
landi. Kannanir benda nú til
að naumur meirihluti Frakka
vilji helst að hermenn sínir
snúi heim, en Macron hefur
varað eindregið við því að
dregið yrði mjög úr styrk her-
liðsins, eða það jafnvel kallað
alfarið heim áður en aðstæður
leyfðu.
Franski forsetinn opnaði þó
á það að heraflinn yrði end-
urskipulagður, þannig að
færri og léttbúnari sveitir
gætu sinnt því sem þyrfti að
gera, en á sama tíma varaði
hann við því að það yrði aldrei
fyrr en í haust. Um leið tók
Macron skýrt fram, að mark-
mið Frakka væri ekki að berj-
ast við alla hópa íslamista sem
nú létu á sér kræla á Sahel-
svæðinu, enda væri það ávís-
un á „eilíft stríð“. Markmiðið
væri að halda niðri hryðju-
verkahópum sem ógnuðu ör-
yggi ríkjanna á svæðinu.
En þar liggur vandinn. Að-
stoð Frakka við ríkin á Sahel-
svæðinu hefur skipt miklu
máli fyrir þau, og óvíst er
hver leikslok hefðu orðið,
hefðu þeir ekki skipt sér af.
Raunar eru verulegar líkur á
að íslamistar hefðu náð mun
meiri ítökum og jafnvel lagt
undir sig heilu ríkin. Á sama
tíma er mjög óvíst að nóg hafi
verið gert til að tryggja að
þau geti sinnt öryggisverk-
efnum sínum sjálf,
og hafi náð að
lægja þær öldur
sem urðu til þess
að öfgahóparnir
risu upp.
Hér er úr vöndu
að ráða, þar sem
Frakkar vilja helst forðast að
Sahel-svæðið breytist í kvik-
syndi, sem erfitt verði fyrir
þá að losa sig úr. Á sama tíma
geta þeir helst ekki farið, og
hætt á að Sahel-svæðið breyt-
ist í gróðrarstíu hryðjuverka-
hópa, sem nýti sér fótfestuna
til þess að ráðast á skotmörk í
Evrópu.
Ein leiðin sem bent hefur
verið á er að ríkisstjórnir
svæðisins hefji viðræður við
suma af vígahópunum sem
tekið hafa höndum saman við
íslamista, en barátta sumra
þeirra tengist fremur póli-
tískum eða þjóðfræðilegum
þáttum. Slíkt sáttaferli getur
verið vandmeðfarið og tæki
án efa langan tíma og er fjarri
því óumdeilt á svæðinu. Gengi
það ekki upp, gætu Frakkar –
og Macron – staðið frammi
fyrir tveimur vondum kost-
um: að gefa svæðið upp á bát-
inn, eða að festa sig enn frek-
ar í kviksyndinu.
Hvorugur kosturinn er
ásættanlegur en það er skilj-
anlegt að Frakkar séu teknir
að lýjast að þurfa að sinna
þessu verkefni án mikillar
hjálpar annarra þjóða. Það
skiptir miklu, ekki aðeins fyr-
ir íbúa á Sahel-svæðinu held-
ur einnig í nágrenninu og í
Evrópu, að hægt verði að
halda íslamistum niðri og
helst að vinna fullan sigur á
þeim. Vandinn sem átökin
skapa einskorðast ekki við
ríkin á svæðinu heldur á hann
til að mynda þátt í þeim alvar-
lega flóttamannavanda sem
Evrópa hefur glímt við á liðn-
um árum og Ísland hefur
meðal annars fengið að kynn-
ast í vaxandi mæli.
Afríka virðist fjarlæg og er
það út af fyrir sig í kílómetr-
um talið, en það breytir því
ekki að langvarandi og mikil
átök þar við öfgamenn og
hryðjuverkahópa hafa haft og
munu hafa mikil áhrif langt út
fyrir þá heimsálfu, einkum á
Evrópu. Þess vegna meðal
annars verða ríki Evrópu að
standa saman um að styðja
við baráttuna við þessa
hættulegu hópa og standa
með ríkisstjórnum á svæðinu
og aðstoða þær við að tryggja
friðinn. Andvaraleysi í þess-
um efnum getur orðið dýr-
keypt, jafnvel stórhættulegt.
Aðrar Evrópuþjóðir
þurfa að aðstoða
Frakka í baráttunni
við íslamista á
Sahel-svæðinu}
Dýrkeypt andvaraleysi
um átök í Afríku
U
m áramótin tók gildi breytt fyr-
irkomulag skimana vegna leg-
háls- og brjóstakrabbameina,
þegar heilsugæslan tók við
framkvæmd skimana fyrir
krabbameinum í leghálsi og Landspítali og
Sjúkrahúsið á Akureyri framkvæmd skimana
fyrir krabbameini í brjóstum. Nú geta konur
farið í leghálsskimun á sinni heilsugæslustöð,
og gjaldið fyrir skimunina lækkar úr tæpum
5.000 krónum í 500 krónur. Kvensjúkdóma-
læknar á stofum geta einnig framkvæmt leg-
hálsskimanir eins og verið hefur.
Þess er vænst að greitt aðgengi að þessari
þjónustu í heilsugæslunni og lágur kostnaður
fyrir notendur muni auka þátttöku í skim-
unum hér á landi, en góð þátttaka í skimun er
forsenda árangurs. Þátttaka í leghálsskimun
hefur verið innan við 70% á liðnum árum en stefnt er að
því að hún verði um eða yfir 85% þegar fram líða stundir.
Einnig má nefna að eðilegast er að skimun sé hluti af
hinu opinbera heilbrigðiskerfi, eins og víðast hvar í ná-
grannalöndunum. Markmiðið er einnig að færa verklag
nær því skipulagi sem mælt er með í alþjóðlegum skim-
unarleiðbeiningum til að tryggja enn frekar öryggi og
gæði þjónustunnar.
Til að leitast við að tryggja sem best öryggi og gæði
frumurannsókna, uppfylla alþjóðleg gæðaviðmið og
ákvæði skimunarleiðbeininga embættis landlæknis var
ákveðið að undirrita samning við rannsóknarstofu op-
inberra sjúkrahússins Hvidovre í Kaup-
mannahöfn um greiningu leghálssýna.
Rannsóknarstofan í Hvidovre hefur nú lokið
greiningu nær allra þeirra sýna sem fóru
ógreind frá Krabbameinsfélaginu til Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins þegar heilsu-
gæslan tók við ábyrgð á framkvæmd skim-
ana um áramótin og heilsugæslan sagði frá
því í gær að nú væru aðeins tvær vikur þar
til tekist hefur að vinna upp alla seinkun.
Þessi töf á svörum úr leghálssýnatökum
skýrist annars vegar af því að við yfirfærsl-
una til heilsugæslunnar var nokkur fjöldi
sýna ógreindur, og hins vegar af því að Co-
vid-19-faraldurinn tafði samningagerð við
dönsku rannsóknarstofuna. Þessi töf á svör-
um er einungis tímabundin og heilsugæslan
er þess fullviss að þjónustan muni á næst-
unni verða bæði betri og hraðvirkari en fyrr. Það er auð-
vitað ekki ásættanlegt að þessi töf hafi orðið en ég er viss
um að við erum á réttri leið. Samhæfingarstöð krabba-
meinsskimana veitir upplýsingar um framkvæmd skim-
ana fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum, boðun og
tímapantanir. Skimanir eru öflug forvörn gegn krabba-
meinum og með þessum breytingum verða skimanir fyr-
ir legháls- og brjóstakrabbameinum aðgengilegri, ódýr-
ari og öruggari en áður. Heilsa kvenna og öryggi er
tryggt á öllum stigum.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Meira öryggi og bætt aðgengi
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen