Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að rannsóknir á legháls- skimunarsýnum verði gerðar á rannsóknarstofu í Hvidovre í Dan- mörku. Meginreglan er að sýni eru rannsökuð á Íslandi, enda tryggir slíkt skjóta afgreiðslu, ör- yggi og hagkvæmni. Með nýju fyrirkomulagi var ákveðið að flytja leghálssýnagreiningar á erlenda rannsóknastofu. Þessi stefnu- breyting kallar á viðhlítandi skýr- ingar stjórnvalda. Margt er ámælisvert í ferli þessa máls og það hefur verið harðlega gagnrýnt m.a. af lækna- ráði Landspítalans, Félagi rann- sóknarlækna, lífeindafræðingum og kvensjúkdómalæknum. Full rök eru fyrir því að tryggja megi gæði og öryggi slíkra rannsókna hér á landi. Það að færa þessar greiningar til útlanda stangast á við álit skimunarráðs, embættis land- læknis, meirihluta fagráðs um leg- hálsskimanir og verkefnastjórnar um framkvæmd breytinga á krabbameinsskimunum. Allir hafa ráðlagt að HPV-veirupróf og frumurannsóknir á leghálssýnum verði gerð á rannsóknarstofum innanlands. Til yfirlits er gott að rýna í tímalínu þessa máls: 1. Árið 2018 skipaði landlæknir skimunarráð sem koma skyldi með tillögu um það hvernig stjórn og skipulagi krabbameinsskimana væri best fyrir komið. Skim- unarráð skilaði áliti í febrúar 2019 og í minnisblaði landlæknis, sem unnið var með hliðsjón af álitinu, segir m.a. svo: „Rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skim- ana eða á Landspítalann.“ Áfram segir í minnisblaði landlæknis: „Veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans.“ Í mars 2019 kynntu landlæknir og heilbrigð- isráðherra þessar tillögur. 2. Í ársbyrjun 2020 skilaði fag- ráð um skimun fyrir krabbameini í leghálsi álitsgerð. Í áliti meiri- hluta fagráðsins segir svo um HPV-veirurannsóknir á legháls- sýnum: „Á Landspítala er fullkom- inn búnaður og þekking til HPV- greininga sem hefur gefið mjög góða raun undanfarið ár eftir að HPV-mælingar voru teknar upp á sýkla- og veirufræðideild Land- spítala. Það er sama tækni og tækjakostur og notaður er í Sví- þjóð og Danmörku.“ Enn fremur: „Meirihluti fagráðs telur mik- ilvægt að frumurannsóknarstofa verði á vegum meinafræðideildar Landspítala. Nauðsynlegt er að halda slíkri þekkingu og skilvirkni hér á landi.“ 3. Í febrúar 2020 birtir vefur Stjórnarráðsins tillögur verkefnis- stjórnar um framkvæmd krabba- meinsskimana. Þar segir meðal annars: „Verkefnisstjórnin leggur til að frumurannsóknir vegna leg- hálssýna færist til Landspítala.“ Um HPV-veirurannsóknir segir síðan: „Veirurannsóknir á legháls- sýnum eru nú framkvæmdar á Landspítalanum og er gert ráð fyrir að svo verði áfram.“ 4. Í apríl 2020 svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrirspurn á Alþingi um flutning leghálsskimana til Landspítalans. Ráðherra vísar til álits skim- unarráðs og minnisblaðs land- læknis frá febrúar 2019. Ráðherra segir svo í svari sínu: „Verkefn- isstjórn sem nýverið skilaði til- lögum til ráðherra leggur til að frumurannsóknir vegna legháls- sýna færist til Landspítala. Með því verða allar frumurannsóknir á landinu á einni hendi.“ Framkvæmdin, sem hefur verið ákveðin, og felst í að gera rann- sóknir á leghálssýnum erlendis gengur í berhögg við ráðleggingar og álit opinberra aðila, nefnda og fagfólks. Af hverju varð þessi kú- vending á lokastigi málsins? Er þetta birtingarmynd íslenskrar stjórnsýslu? Hvernig ætla þing- menn að taka á stjórnsýslu af þessu tagi? Ekki var heldur farið að ráðum landlæknis og skimunarráðs að hafa gott samráð við alla aðila málsins og nýta fyrirliggjandi fag- þekkingu. Því vakna ýmsar spurn- ingar sem óskað er eftir að ráð- herra heilbrigðismála svari: 1. Hvaða aðili eða stofnun ákvað að allar rannsóknir á leghálsskim- unarsýnum skyldu gerðar erlendis og hvenær var þetta ákveðið? 2. Hvaða aðili ákvað að semja við rannsóknarstofu í Hvidovre í Danmörku? Var leitað eftir til- boðum frá öðrum aðilum? 3. Hvað kostar langtímasamn- ingur við dönsku rannsóknarstof- una? Hefur sá samningur verið undirritaður, ef svo er, hvenær var það gert? 4. Hver hefur aðkoma Sjúkra- trygginga verið að samningagerð- inni við dönsku rannsóknarstof- una? Hvílir ef til vill útboðsskylda á svona stórum samningi um læknisþjónustu við erlendan aðila? 5. Telur heilbrigðisráðherra að gæðum og öryggi lækningarann- sókna á Landspítalanum sé ábóta- vant? 6. Má búast við því að yfirvöld hafi forgöngu um það að fleiri lækningarannsóknir verði færðar frá Íslandi til útlanda í framtíð- inni? 7. Hvert verður aðgengi ís- lenskra lækna að leghálssýnum þegar og ef klínísk þörf verður á frekari rannsóknum? Stjórnsýsla þessa máls vekur ótal spurningar og yfirvöldum ber skylda til að útskýra hvernig það gerðist að mikilvægum hluta af leghálsskimun var útvistað til danskrar rannsóknarstofu í loka- ferli málsins. Það var gert þvert á álit fagaðila. Til að endurheimta glatað traust er nauðsynlegt að heilbrigðisráðherra upplýsi málið og snúi við fyrri ákvörðun. Það er stórslys fyrir heilbrigðisþjón- ustuna ef þessar rannsóknir fær- ast út fyrir landsteinana og mik- ilvæg sérþekking glatast hér á landi. Slys í stjórnsýslunni Eftir Önnu Margréti Jónsdóttur, Ísleif Ólafsson og Þorbjörn Jónsson »Hvers vegna eru leghálsskimunarsýni send til útlanda til greiningar? Svara heilbrigðisráðherra er óskað. Anna Margrét Jónsdóttir Höfundar eru læknar og stjórnarmenn í Félagi íslenskra rannsóknarlækna. Anna Margrét er formaður félagsins. Ísleifur Ólafsson Þorbjörn Jónsson Í október síðast- liðnum skrifaði ég hér grein sem var með sömu fyrirsögn og þessi. Spurningin er hins vegar hvort þessi grein ætti að vera með fyrirsögninni: „Kapít- alista-, kristinna-, hvítra-, ættstórra“-, barna- og félagsmála- ráðherra? Samkvæmt stjórnarskránni skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, litarháttar, efna- hags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Úthlutum peninga úr ríkissjóði til nýbakaðra foreldra er í samræmi við efnahag, þ.e. þeir launahærri fá meira úr ríkissjóði en þeir launa- lægri. Ríkir styrktir umfram þá fá- tækari. Kerfi sem kalla mætti kapít- alískt kerfi. Þetta sjónarmið um að það þurfi að styðja við þann sterka frekar en þann sem stendur höllum fæti á sér og hefur átt marga fylg- ismenn, sem er einkennilegt vegna þess að bæði svokallaðir vinstri- og hægrimenn ættu að vera á móti því. Í árdaga laganna um fæðingar- og foreldraorlof voru einnig árdagar launahárra stjórnenda í bönkunum. Þá fékk kannski stjórnandi í bönk- unum eina, tvær, þrjár eða fleiri milljónir króna í styrk frá ríkinu á mánuði vegna þess að hann átti ný- fætt barn. Stjórnandi sem var með eina, tvær, þrjár eða fleiri milljónir í laun á mánuði þurfti styrk frá ríkinu upp á margar milljónir króna vegna barneigna samkvæmt alþingisfólk- inu. Alþingi og ráðherra þótti mik- ilvægt að styðja þannig fólk umfram „aumingjana“. Skapaði þetta fólk ekki svo mikinn auð fyrir Ísland? Svo var víst ekki og hvað ef svo hefði verið? Hæstiréttur hefur sagt að lög um fæðingar- og foreldraorlof séu ein af fleiri lögum sem komið er á fót í vel- ferðarkerfi sem ætlað er að styðja við þá sem standa höllum fæti fjár- hagslega og félagslega. Dóttir mín, sem nú nýlega átti barn, var að vinna hjá WOW þegar það fór á hausinn og fæðingarlögin miða við laun fólks aftur í tím- ann, þ.e. frá 18-6 mán- uðum fyrir fæðingu. Gjaldþrotið leiddi til þess að dóttir mín hafði ekki eins há laun og ella á viðmiðunartíma og fær þess vegna miklu lægri greiðslur frá ríkinu en þeir hálaunuðu. Sama á við um aðra sem eru í sömu stöðu og hún. Þetta er þrátt fyrir stjórn- arskrána sem segir að ekki megi mismuna með lögum eftir efnahag og að samkvæmt Hæstarétti séu fæðingar- og foreldraorlofslögin ætl- uð til að styðja við þá sem standa höllum fæti fjárhagslega og efna- hagslega. Dóttir mín, og aðrir í svip- aðri stöðu, fær frá ríkinu 45% af launum sem hún hafði fyrir fæðingu barns en þeir launahærri fá kannski 80% af sínum launum. Þarna getur munað mörg hundruð þúsund krón- um á mánuði. Tillaga að fyrirsögninni er sett fram hér að framan vegna þess að fyrst það virðist vera í lagi, miðað við þá greiðsluáætlun sem dóttir mín hefur fengið frá ríkinu, að mismuna eftir efnahag, hvort það sé þá ekki í lagi að mismuna eftir húðlit, trú og ætterni þótt 65. gr. stjórnarskrár- innar kveði á um að það sé ekki í lagi? Þá gætu lögin verið eitthvað á þá leið að fólk fái greiðslur úr rík- issjóði vegna nýfædds barns þannig að þeir launahærri fái hærri greiðslur en hinir launalægri, kristnir fái hærri greiðslur en fólk annarrar trúar og sama gildi um þá sem hvítir eru á hörund og ættstórir. Með því væri ráðherrann orðinn ráð- herra „kapítalista, kristinna, hvítra og ættstórra“ og barna- og félags- mála. Ef fólki finnst að það að styðja við fólk sem stendur höllum fæti sé gert með því að styrkja þá launahærri umfram hina verð ég að viðurkenna að það velferðarkerfi er komið langt út fyrir minn skilning. Kannski trúa einhverjir á að í raun sé velferð- arkerfið til að fá fram „Über- mensch“, styðja við þá „duglegu, kláru“, það sé eina rétta velferðin? Var ekki lýst yfir dauða Guðs þegar Übermensch kom fram? Ef það telst eðlilegt að mismuna fólki í samræmi við efnahag þess ætti ekkert að koma í veg fyrir það að mismuna fólki út frá t.d. trú eða litarhætti. Bálkurinn um fæðingar- og for- eldraorlof er þvílíkur að það er ekki nema fyrir fólk í mjög góðu andlegu ástandi að lesa hann. Það væri hægt að hafa hann svo miklu einfaldari þannig að þar segði að allir nýbak- aðir foreldrar fengju einhverja ákveðna upphæð, t.d. væri hægt að taka meðaltal af þeirri upphæð sem ríkið greiðir nú til allra nýbakaðra foreldra. Auðvitað er eðlilegra að ríkið styrki hina sem hallari fæti standa, þ.e. þá er átt við þá sem verra hafa það, en það virðist alls ekki vera neinn áhugi fyrir slíku á Alþingi eða hjá ráðherra svo það má að minnsta kosti fara þá millileið sem nefnd er hér að framan. Kannski er fólk bara farið að trúa á „Übermensch“ og þá höldum við að sjálfsögðu áfram með núverandi kerfi en hættum þá að minnsta kosti að kalla það kerfi fyrir þá sem standa höllum fæti og nefnum það með réttum hætti, t.d. „Über- mensch-kerfið“, þar sem ríkið styrk- ir þá sem betra hafa það umfram hina. Það sem kemur þó á óvart við „Übermensch-kerfið“ er að verka- lýðsforystan styður það. „Kapítalista-, barna“- og félagsmálaráðherra Eftir Berg Hauksson » Þetta sjónarmið um að það þurfi að styðja við þann sterka frekar en þann sem stendur höll- um fæti á sér og hefur átt marga fylgismenn. Bergur Hauksson Höfundur er lögmaður og afi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.