Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 * Undirföt * Sundföt * Náttfatnaður Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Full búð af nýjum vörum! Vefverslun selena.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við ákváðum að styðja viðverkefni Sylvíu vegna þessað þetta er mjög brýntmálefni. Vissulega tók það menntakerfið ákveðinn tíma að viður- kenna lesblindu, en það sem við erum að gera núna í nýrri menntastefnu er að leggja áherslu á snemmbæran stuðning. Því fyrr sem við komum að því að aðstoða börn, því meiri líkur eru á að þau nái færninni og öllu sem þarf til að ná utan um viðkomandi áskorun. Allir þurfa einhverja aðstoð í einhverju,“ segir Lilja Dögg Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, en ráðuneyti hennar leggur lesblinduverkefni Sylvíu lið. „Þegar Sylvía kom með sitt verkefni inn á borð til okkar, þá snart það mig og ég tengi við rosalega margt af því sem hún er að segja í myndinni. Ég veit að því meira sem við tölum um menntamál og leggjum áherslu á þau, því líklegra er að okk- ur vegni betur,“ segir Lilja og bætir við að snemmbær stuðningur felist í því að börn og ungmenni fái aðstoð og stuðning við hæfi sem fyrst á námsferlinum, og liðsinni áður en vandi ágerist. „Horfa þarf sérstaklega til styrkingar leikskólastigsins, stuðn- ingur getur beinst að nemandanum sjálfum eða umhverfi hans og mikil- vægt er að laga hann að þörfum við- kvæmra einstaklinga og hópa. Í þeirri vinnu er þverfagleg samvinna nauðsynleg. Þetta er úthugsuð stutt málsgrein en til þess fallin að ná utan um þarfir hvers og eins,“ segir Lilja og bætir við að hún sé afar ánægð með að atvinnulífið komi líka að verk- efni Sylvíu. Skapandi og lausnarmiðaðir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, for- stöðumaður samkeppnishæfnisviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að þau hafi tekið því fagnandi þegar Sylvía kom með verkefnið til þeirra. „Við tengjum sterkt við þetta mikilvæga mál og það hversu öflugur talsmaður Sylvía er. Hún hefur sjálf tekist á við lesblindu, er ótrúleg bar- áttukona og öflugur talsmaður. Það skiptir miklu máli að hún ljái málinu rödd sína og veki athygli á þessu mikilvæga máli, því þó þetta snúist mikið um verkefni sem snúa að menntakerfinu, þá snýst þetta ekki síður um vitundarvakningu úti í sam- félaginu, meðal annars í atvinnulíf- inu. Við sjáum tækifæri og áskoranir á þessu sviði í tengslum við íslenskt atvinnulíf. Þannig sjáum við til að mynda að færni í störfum framtíðar er færni sem lesblindir einstaklingar búa oft yfir. Við höfum kannski árum saman verið að missa þessa ein- staklinga frá okkur af því að við höf- um ekki gripið þá nógu snemma. Við sjáum því mikil verðmæti í því að styðja verkefnið og vekja athygli á þessu. Við sjáum frábær dæmi í myndinni um lesblinda einstaklinga sem eru einstaklega skapandi og lausnamiðaðir, auk þess að búa yfir annarri færni, færni sem er akkúrat það sem atvinnulífið kallar eftir. Samfélagið okkar er að þróast þannig að þeim er alltaf að fækka sem eru á vinnumarkaði á hverjum tíma og fyr- ir vikið megum við alls ekki missa þessi tuttugu prósent út, þessa les- blindu einstaklinga, af því við grípum ekki inn í með snemmbærum stuðn- ingi, eins og Lilja kom inn á hversu mikilvægt er.“ Kerfið okkar á að ná til allra Lilja segir að það sé alveg ljóst að Sylvía eigi mjög öfluga móður, sem sé hörkudugleg og hafi stutt dóttur sína í gegnum skólagönguna. „Sylvía er dæmi um manneskju sem kemur rosalega öflug úr skóla- kerfinu og hún nær að virkja alla í kringum sig og koma verkefni í fram- kvæmd. En það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það hafa ekki allir slíkan stuðning heima hjá sér. Þess vegna erum við að styrkja þetta verkefni hennar. Þetta góða samband þeirra mæðgna og sú stöðuga hvatn- ing sem Sylvía hafði heima hjá sér, hún er ekki alls staðar til staðar hjá lesblindum krökkum. Minn draumur er að kerfið okkar nái til allra, líka til þeirra sem eru lesblind. Í nýrri menntastefnu segjum við að jöfn tækifæri eigi að vera fyrir alla, og við meinum það raunverulega. Við horf- um mikið til Finnlands og þeir grípa einmitt fyrr inn í. Þeir eru með of- boðslega öflugt menntakerfi vegna þess að þeir hafa líka lagt svo mikla áherslu á kennaramenntun og að það sé eftirsóknarvert að vera kennari.“ Mjög góð blanda og kraftmikil Ingibjörg tekur fram að það sé dýrmætt að fá manneskju eins og Sylvíu að þessu málefni. „Hún kemur inn með svo mikið hjarta og mennsku í samtalið, sem er einmitt það sem þarf til að ná eyrum fólks og opna huga fólks gagnvart viðfangsefninu. Þetta verður því mjög góð blanda og kraftmikil, þegar við náum að sameinast um svona mikilvægt verkefni. Það er svolítið al- gengt bæði í vinnustaðamenningu okkar og atvinnulífinu, sem og í menntakerfinu okkar, að við erum oft að skima eftir veikleikum hjá fólki og reyna að bæta þá, í stað þess að horfa frekar markvisst á styrkleika fólks og ýta undir þá. Ég held að þar get- um við öll bætt okkur mikið, því þetta snýst um að allt samfélagið nýtur góðs af því að fólk fái að blómstra og byggja á sínum styrkleikum.“ Lilja grípur þetta á lofti og bætir við: „Við erum með fjögur gildi í menntastefnu okkar: hugrekki, ham- ingju, þrautseigju og þekkingu. Þetta eru úthugsuð gildi. Við sjáum einmitt svo vel í heimildarmynd Sylvíu að henni hefur tekist þetta með hug- rekki og þrautseigju. Hún stígur fram og treystir sér til að komast í gegnum þessa áskorun, sem er hug- arfarið sem er svo brýnt að við höf- um. Líka skilboðin sem liggja í þessu til okkar allra, að við þurfum að leggja okkur fram, þannig fáum við ávinning. Minn draumur er að við náum utan um námsörðugleika miklu fyrr hjá börnum. Erfiðustu sögurnar sem ég heyri úr menntakerfinu tengjast einstaklingum sem fá að vita stöðu sína, greiningu um lesblindu eða annað, allt of seint í skólagöng- unni. Þau eru kannski búin að burðast með þetta og kljást við þetta allt of lengi. Sum komast jafnvel aldr- ei að því og detta fyrir vikið út úr menntakerfinu. Við erum svo fá- mennt samfélag að okkur munar um hvern einn og einasta.“ Alltaf hægt að bæta sig í öllu Sylvía tekur fram að margir kennarar og skólar séu að gera mjög vel í tengslum við að aðstoða les- blinda nemendur, með því að bjóða upp á sveigjanleika og fleira. „Með myndinni erum við ekki að segja að einhverjir einstaklingar séu ekki að gera nógu vel, heldur að það er alltaf hægt að bæta sig í öllu. Númer eitt tvö og þrjú er að ein- staklingur sem er lesblindur fari í gegnum skólakerfið og hugsi: Ég get allt. Að hann brotni ekki niður, eins og gerist mjög oft með lesblinda, enda oftast léttara að gefast upp en þurfa að halda áfram á hnefanum. Ég skil uppgjöfina vel, þegar það er sama hvað maður leggur á sig þá nær maður ekki þessari einkunn sem þarf,“ segir Sylvía og bætir við að hún sé ótrúlega ánægð með að Sam- tök atvinnulífsins séu með henni í þessu. „Við verðum að átta okkur á að þeir sem eru lesblindir og geta kannski ekki flaggað afburðaeinkunn út úr skóla þegar þeir sækja um vinnu, þeir hafa samt lagt rosalega mikið á sig. Það er mikil og dýrmæt þrautseigja á bak við töluna. Það skiptir öllu máli að láta ekki einkunn skilgreina sig sem manneskju og það má ekki láta sjálfsmyndina byggjast á henni. Atvinnulífið þarf líka að vera meðvitað um að einkunn segir ekki allt um færni einstaklings.“ Ingibjörg bætir við að það komi mjög sterkt fram í myndinni að þeir eiginleikar sem lesblindir einstakl- ingar búa oft yfir, séu einmitt mikil- vægasta færni framtíðarstarfs- mannsins. Þegar Lilja er spurð að því hve- nær nýja menntastefnan verði tekin í gagnið, segir hún að nú sé hún hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Þetta er í fyrsta sinn sem þingsályktun um menntastefnu er lögð fyrir Alþingi Íslendinga. Til- gangurinn með því er að skapa um- ræðu og leyfa fólki að gera athuga- semdir. Ég er að setja þetta í gegnum þessa lýðræðislegu umræðu til að fá alla til að tala um þetta og leggja eitthvað til um hvernig við vilj- um að menntakerfið okkar verði. Við þurfum að hugsa um þetta til margra ára, þannig náum við árangri. Það er mikill metnaður í þessu og ég geri ráð fyrir að nefndin klári að tala um þetta fljótlega. Ég er mjög bjartsýn á að þetta verði samþykkt.“ Okkur munar um hvern og einn Morgunblaðið/Eggert Framtakssamar Það var mikill hugur í þessum þremur þegar þær funduðu nýlega. F.v.: Ingibjörg, Lilja og Sylvía. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins gengu til liðs við Sylvíu um framleiðslu á heimildarmynd hennar um lesblindu. Lilja Dögg og Ingibjörg Ösp eru sammála um nauðsyn þess að grípa snemma inn í hjá lesblindum börnum. Þær segja ávinn- ing samfélagsins mikinn að njóta eiginleika þeirra, því færni í störfum framtíðar er færni sem lesblindir einstaklingar búa oft yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.