Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
EIN STÓR
FJÖLSKYLDA
Hver einasti meðlimur Colgate-fjölskyldunnar
finnur tannbursta, tannkrem og aðrar tannhirðu-
vörur við sitt hæfi.Velkomin í fjölskylduna!
Kræsingar í
boði Berglindar
Það eru fáir jafn flinkir í veisluhöldum og Berglind Hreiðarsdóttir en hún heldur
úti bloggsíðuni Gotterí og gersemar sem nýtur mikilla vinsælda. Berglind er jafn-
framt höfundur bókanna Veislubókin og Saumaklúbburinn en þar leiðir hún les-
endur í sannleikann um hvernig hægt er að halda veislu án þess að tapa glór-
unni. Margir eru þessa dagana á fullu að skipuleggja fermingarveislur og því ekki
úr vegi að leita í veislubrunn Berglindar. Hér getur að líta tvær uppskriftir; ann-
ars vegar að köku sem er einstaklega bragðgóð og svo gotterí í hollari kantinum
en ekki er úr vegi að bjóða upp á eitthvað sem ekki inniheldur sykur.
20-25 stykki
170 g Til hamingju-döðlur
50 g Til hamingju-kasjúhnetur
50 g Til hamingju-heslihnetur
50 g Til hamingju-möndlur
250 g Til hamingju-granóla
¼ tsk. salt
1 msk. bökunarkakó
2 tsk. vanilludropar
3 msk. hnetusmjör
4 msk. kókosolía
1. Byrjið á því að setja döðlur í matvinnsluvél og tætið vel
niður.
2. Næst má setja hneturnar og tæta vel niður og síðan gran-
óla.
3. Þegar blandan er orðin að kurli sem minnir á brauðmylsnu
má bæta salti og bökunarkakó saman við og blanda vel.
4. Að lokum má bræða kókosolíuna og hella henni ásamt van-
illudropum og hnetusmjöri saman við og blanda vel þar til
blandan fer aðeins að klístrast saman.
5. Rúllið næst varlega í kúlur, um ein matskeið fyrir hverja,
raðið á bakka og kælið.
Hægt er að geyma kúlurnar í vel lokuðu íláti í kæli í um 2
vikur.
Granólagott
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Syndsamlega gott Sniðugt er að bjóða upp á
veitingar sem eru líka í hollari kantinum.
Granólagottið er vinsælt hjá ungum sem öldnum
enda einstaklega bragðgott og bráðhollt í senn.
Hér er á ferðinni undursamleg van-
illukaka með saltkaramellu! Kara-
mellukrem fer einstaklega vel með
léttum vanillubotnunum og þessi
var einstaklega góð. Ég sá köku
skreytta á svipaðan hátt á Pinterest
en þróaði mína eigin samsetningu
hvað kökuna varðar og eins og svo
oft áður kom vinkona mín Betty til
bjargar.
Kaka
1 x Betty Crocker-vanillukökuduft
1 x Royal-vanillubúðingur
4 egg
100 ml matarolía
200 ml vatn
1. Hitið ofninn í 160°C og hrærið
saman egg, olíu og vatn.
2. Bætið kökuduftinu saman við og
hrærið í nokkrar mínútur, þá má
bæta búðingsduftinu við og blanda
stutta stund til viðbótar.
3. Skiptið niður í 3 x 15 cm köku-
form sem búið er að spreyja vel að
innan með matarolíuspreyi.
4. Bakið í um 25 mínútur eða þar til
þið sjáið að kantarnir losna örlítið
frá forminu efst, kælið.
Saltkaramella
360 g sykur
130 g smjör við stofuhita
120 ml rjómi
2 tsk. sjávarsalt
1. Hellið sykrinum á pönnu og hitið
við háan hita þar til hann fer að
kristallast, hrærið mjög reglulega.
2. Þegar hann byrjar að bráðna má
lækka hitann í meðalháan og hræra
áfram þar til sykurinn er upp-
leystur.
3. Þá má bæta smjörinu á pönnuna
og hræra vel og því næst rjómanum
og hræra þar til samfelld karamella
hefur myndast. Hér er saltinu síðan
hrært saman við.
4. Takið af hitanum og hellið í skál,
leyfið að kólna áður en notað með
kreminu.
Vanillukrem
180 g smjör við stofuhita
680 g flórsykur
2 tsk. vanillusykur
150 ml rjómi
1. Þeytið smjörið þar til létt og
ljóst.
2. Bætið flórsykri, vanillusykri og
rjóma saman við í nokkrum
skömmtum.
3. Skafið vel niður á milli og hrærið
þar til létt krem hefur myndast.
Samsetning
1. Skerið aðeins ofan af öllum köku-
botnunum og smyrjið um ½ cm af
þykku lagi af smjörkremi ofan á
neðsta botninn og því næst smjör-
kremsvegg með hringlaga stút yst á
botninn (þetta gert til þess að kara-
mellan leki ekki út). Fyllið upp í
með saltkaramellu.
2. Leggið botn númer 2 ofan á og
endurtakið og lokið síðan með
þriðja botninum og kælið kökuna í
um 30 mínútur.
3. Hjúpið næst alla kökuna með
þunnu lagi af smjörkremi og kælið
aftur í um 10 mínútur.
4. Þá má setja lokaumferð af kremi
á kökuna sem er um 1 cm þykkt
smjörkremslag. Áður en þið sléttið
úr kreminu má setja smá af kara-
mellu hér og þar með skeið/hníf og
draga með kreminu þegar það er
sléttað með kökuspaða. Að lokum
má strá smá grófu salti efst á kök-
una og best er að geyma hana í
kæli.
Vanillukökuduftið frá Betty finnst
mér virkilega ljúffengt og að gera
kökupinna með því er himneskt,
svona ef þið ætlið að fara út í frek-
ari kökugerð en þessa hér!
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Vanillukaka með
saltkaramellu
Einföld og góð Oft þarf ekki að vera
flókið að gera geggjaða köku og það
eru fáir flinkari í þeirri list en Berglind.