Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Þorkell Kýr Mjólkurvinnsla er í blóma Framleiðni hefur aukist tvöfalt hrað- ar í mjólkurvinnslu á Íslandi frá árinu 2000 en algengt er í atvinnugreinum hér á landi. Mest hefur framleiðnin aukist frá árinu 2006, eftir að sérstök heimild fékkst til sameiningar og verkaskiptingar. Árlegur ávinningur er nú tveir til þrír milljarðar króna og er núvirði hans á bilinu 50 til 70 millj- arðar króna, samkvæmt mati Ragn- ars Árnasonar prófessors sem vann skýrslu um framleiðni í mjólkuriðn- aði. Ragnar telur hægt að lækka verulega framleiðslukostnað í kjöt- iðnaði með því að veita hliðstæða und- anþágu frá ákvæðum samkeppn- islaga og mjólkuriðnaðurinn fékk á sínum tíma. »20 Milljarða bati í mjólk- uriðnaði  Unnt að ná sama árangri í kjötiðnaði Mikil jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í gærmorgun, og varð hennar vel vart víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæð- inu, á Ísafirði og í Húnaþingi. Lýstu almannavarnir yfir hættustigi á höf- uðborgarsvæðinu og Reykjanes- skaga, en um kvöldmatarleytið var einnig talin ástæða til þess að lýsa yfir hættustigi í Árnessýslu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvár- sérfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að enn væru engin merki um kvikuinnskot í kjölfar skjálfta- hrinunnar. Áætlað var í gærkvöldi að rúm- lega fimm hundruð skjálftar hefðu orðið hið minnsta í gær, en sökum magns skjálftanna rugluðust mæli- tæki og var verið að yfirfara gögnin til að laga og endurreikna skjálfta- stærðir. „Það má gera ráð fyrir heilmikilli vitleysu í skjálftastærð- unum. Sjálfvirka kerfið á það til að ruglast vegna fjölda skjálftanna,“ sagði Kristín, en heldur dró úr skjálftavirkninni með kvöldinu. Atburðarásin hófst 2019 Dr. Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur segir í samtali við Morgun- blaðið í dag að skjálftahrinan í gær sé hluti af atburðarás sem hafi haf- ist í lok ársins 2019. „Þetta er stað- festing á því að þessi atburðarás heldur áfram og er síst í rénun,“ segir Páll. Segir hann þetta jafnframt vera í fyrsta sinn sem svo mikil umbrot hafi sést á þessu svæði á jafn- skömmum tíma. Segir Páll að bæði hafi verið um eftirskjálfta og svo- nefnda gikkskjálfta að ræða, en eft- irskjálftar eiga yfirleitt upptök sín í sama misgengi og upphaflegi skjálftinn, en gikkskjálftar dreifast víðar. Hafi því verið eins og upp- haflegi skjálftinn hefði hleypt af stað skjálftum í kringum sig. Páll telur mögulegt að jarð- skjálftavirknin geti teygt sig áfram til austurs, en austan við Kleifar- vatn eru Brennisteinsfjöll og Heng- ilssvæðið. Hafa þar sterkir jarð- skjálftar átt upptök sín í aldanna rás. Segir Páll að fólk þurfi að vera viðbúið öllu. Fólk sé viðbúið öllu  Enn sjást engin merki um kvikuinnskot eftir snarpa jarðskjálftahrinu í gærmorgun  Hluti af atburðarás sem hófst árið 2019  Skjálftarnir teygi sig mögulega til austurs Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hitamælingar Jarðvísindamennirnir Sara Barsotti og Melissa A. Pfeffen frá Veðurstofu Íslands mældu hitastig jarðar og brennisteinsútblástur á hvera- svæðinu Seltúni við Krýsuvík síðdegis í gær. Varð vart við gufustróka eftir fyrstu skjálftana á svæðinu og er fylgst grannt með stöðunni á Reykjanesi. Loftmyndir ehf. Jarðskjálftahrina á Reykjanesi Skjálfti að stærð 5,7 kl. 10.05 í gær um 3 km SSV af Keili Grindavík Höfuð- borgar- svæðið Skjálfti að stærð 4,8 kl. 12.37 í gær við Krýsuvík 5,7 4,8 MSkjálftahrina á Reykjanesi »2 og 4 F I M M T U D A G UR 25. F E BRÚ AR 2 0 2 1 Stofnað 1913  47. tölublað  109. árgangur  EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 25.— 28. febrúar Súpukjöt Fjallalamb 699KR/KG ÁÐUR: 1.295 KR/KG -46% -30%Nautagúllas 2.169KR/KG ÁÐUR: 3.099 KR/KG Sítrónur 160KR/KG ÁÐUR: 319 KR/KG -50% ÞEGAR LOÐN- AN FLÆDDI YFIR LANDIÐ LÍFSGILDI TIL FRAMBÚÐAR DISKUR HAMRAHLÍÐARKÓRSINS 68VERTÍÐIR 28  „Það sem ýtti mér áfram í heimild- armyndagerðinni var að mig lang- aði að reyna að kom til móts við krakka sem fá ekki stuðning í skólanum og ekki heldur heima, því það er svo ótrúlega ósanngjarnt að þeir sitji eftir í kerfinu. Þeir krakkar sem eru að takast á við námsörð- ugleika eru oft algjörlega fram- úrskarandi á öðrum sviðum, til dæmis þegar kemur að því að skapa. Ég get nefnt dæmi um ótalmargt sem búið var til af skapandi les- blindu fólki, til dæmis ljósaperan, Apple-tölvan, bílar og fleira,“ segir Sylvía Erla Melsteð, en heimild- armynd hennar um lesblindu verður frumsýnd á RÚV í kvöld. Sjálf er Sylvía lesblind og þekkir því vel hvernig er að fara í gegnum skóla og þurfa að hafa miklu meira fyrir náminu en aðrir. »24-25 Lesblindir oft framúrskarandi Sylvía Melsteð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.