Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Þorkell
Kýr Mjólkurvinnsla er í blóma
Framleiðni hefur aukist tvöfalt hrað-
ar í mjólkurvinnslu á Íslandi frá árinu
2000 en algengt er í atvinnugreinum
hér á landi. Mest hefur framleiðnin
aukist frá árinu 2006, eftir að sérstök
heimild fékkst til sameiningar og
verkaskiptingar. Árlegur ávinningur
er nú tveir til þrír milljarðar króna og
er núvirði hans á bilinu 50 til 70 millj-
arðar króna, samkvæmt mati Ragn-
ars Árnasonar prófessors sem vann
skýrslu um framleiðni í mjólkuriðn-
aði. Ragnar telur hægt að lækka
verulega framleiðslukostnað í kjöt-
iðnaði með því að veita hliðstæða und-
anþágu frá ákvæðum samkeppn-
islaga og mjólkuriðnaðurinn fékk á
sínum tíma. »20
Milljarða
bati í mjólk-
uriðnaði
Unnt að ná sama
árangri í kjötiðnaði
Mikil jarðskjálftahrina hófst á
Reykjanesskaga í gærmorgun, og
varð hennar vel vart víða um land,
meðal annars á höfuðborgarsvæð-
inu, á Ísafirði og í Húnaþingi. Lýstu
almannavarnir yfir hættustigi á höf-
uðborgarsvæðinu og Reykjanes-
skaga, en um kvöldmatarleytið var
einnig talin ástæða til þess að lýsa
yfir hættustigi í Árnessýslu.
Kristín Jónsdóttir, náttúruvár-
sérfræðingur hjá Veðurstofu Ís-
lands, sagði í samtali við mbl.is í
gærkvöldi að enn væru engin merki
um kvikuinnskot í kjölfar skjálfta-
hrinunnar.
Áætlað var í gærkvöldi að rúm-
lega fimm hundruð skjálftar hefðu
orðið hið minnsta í gær, en sökum
magns skjálftanna rugluðust mæli-
tæki og var verið að yfirfara gögnin
til að laga og endurreikna skjálfta-
stærðir. „Það má gera ráð fyrir
heilmikilli vitleysu í skjálftastærð-
unum. Sjálfvirka kerfið á það til að
ruglast vegna fjölda skjálftanna,“
sagði Kristín, en heldur dró úr
skjálftavirkninni með kvöldinu.
Atburðarásin hófst 2019
Dr. Páll Einarsson jarðeðlisfræð-
ingur segir í samtali við Morgun-
blaðið í dag að skjálftahrinan í gær
sé hluti af atburðarás sem hafi haf-
ist í lok ársins 2019. „Þetta er stað-
festing á því að þessi atburðarás
heldur áfram og er síst í rénun,“
segir Páll.
Segir hann þetta jafnframt vera í
fyrsta sinn sem svo mikil umbrot
hafi sést á þessu svæði á jafn-
skömmum tíma. Segir Páll að bæði
hafi verið um eftirskjálfta og svo-
nefnda gikkskjálfta að ræða, en eft-
irskjálftar eiga yfirleitt upptök sín í
sama misgengi og upphaflegi
skjálftinn, en gikkskjálftar dreifast
víðar. Hafi því verið eins og upp-
haflegi skjálftinn hefði hleypt af
stað skjálftum í kringum sig.
Páll telur mögulegt að jarð-
skjálftavirknin geti teygt sig áfram
til austurs, en austan við Kleifar-
vatn eru Brennisteinsfjöll og Heng-
ilssvæðið. Hafa þar sterkir jarð-
skjálftar átt upptök sín í aldanna
rás. Segir Páll að fólk þurfi að vera
viðbúið öllu.
Fólk sé viðbúið öllu
Enn sjást engin merki um kvikuinnskot eftir snarpa jarðskjálftahrinu í gærmorgun
Hluti af atburðarás sem hófst árið 2019 Skjálftarnir teygi sig mögulega til austurs
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hitamælingar Jarðvísindamennirnir Sara Barsotti og Melissa A. Pfeffen frá Veðurstofu Íslands mældu hitastig jarðar og brennisteinsútblástur á hvera-
svæðinu Seltúni við Krýsuvík síðdegis í gær. Varð vart við gufustróka eftir fyrstu skjálftana á svæðinu og er fylgst grannt með stöðunni á Reykjanesi.
Loftmyndir ehf.
Jarðskjálftahrina
á Reykjanesi
Skjálfti að stærð 5,7
kl. 10.05 í gær um
3 km SSV af Keili
Grindavík
Höfuð-
borgar-
svæðið
Skjálfti að
stærð 4,8 kl.
12.37 í gær
við Krýsuvík
5,7 4,8
MSkjálftahrina á Reykjanesi »2 og 4
F I M M T U D A G UR 25. F E BRÚ AR 2 0 2 1
Stofnað 1913 47. tölublað 109. árgangur
EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ!
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 25.— 28. febrúar
Súpukjöt
Fjallalamb
699KR/KG
ÁÐUR: 1.295 KR/KG
-46% -30%Nautagúllas
2.169KR/KG
ÁÐUR: 3.099 KR/KG
Sítrónur
160KR/KG
ÁÐUR: 319 KR/KG
-50%
ÞEGAR LOÐN-
AN FLÆDDI
YFIR LANDIÐ LÍFSGILDI TIL FRAMBÚÐAR
DISKUR HAMRAHLÍÐARKÓRSINS 68VERTÍÐIR 28
„Það sem ýtti
mér áfram í
heimild-
armyndagerðinni
var að mig lang-
aði að reyna að
kom til móts við
krakka sem fá
ekki stuðning í
skólanum og ekki
heldur heima, því
það er svo ótrúlega ósanngjarnt að
þeir sitji eftir í kerfinu. Þeir krakkar
sem eru að takast á við námsörð-
ugleika eru oft algjörlega fram-
úrskarandi á öðrum sviðum, til
dæmis þegar kemur að því að skapa.
Ég get nefnt dæmi um ótalmargt
sem búið var til af skapandi les-
blindu fólki, til dæmis ljósaperan,
Apple-tölvan, bílar og fleira,“ segir
Sylvía Erla Melsteð, en heimild-
armynd hennar um lesblindu verður
frumsýnd á RÚV í kvöld. Sjálf er
Sylvía lesblind og þekkir því vel
hvernig er að fara í gegnum skóla
og þurfa að hafa miklu meira fyrir
náminu en aðrir. »24-25
Lesblindir oft
framúrskarandi
Sylvía Melsteð