Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 GRILLAÐUR – PÖNNUSTEIKTUR – OFNBAKAÐUR Borinn fram með fersku salati, smælki, og citrus beurre blanc. APOTEK Kitchen + Bar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is MARS TILBOÐ 1.990kr. á mann FRÁBÆR Í HÁDEGINU FISKIVEISLA 3 tegundir af ferskasta fiski dagsins Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í hringborðsumræðum sjónvarps- stjóranna þriggja, Stefáns Eiríks- sonar útvarpsstjóra, Heiðars Guð- jónssonar, forstjóra Sýnar, og Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í Við- skiptaMogganum í gær, segir Heið- ar að verðskrá útvarpsauglýsinga RÚV hafi lækkað um 20% eftir síð- asta þjónustusamning menntamála- ráðuneytisins og RÚV sem kynntur var í desember sl. og tók gildi tíunda þess mánaðar. Þá kvartaði Heiðar undan skorti á gagnsæi í verðskrá RÚV. Þessu svaraði Stefán með þeim orðum að breytt hefði verið um kerfi, tekið hefði verið upp punkta- kerfi í útvarpi sem verið hefði við lýði í sjónvarpi sl. tíu ár. Þá sagði Stefán að verðskráin væri skýr og aðgengileg og væri að- gengileg á heimasíðu RÚV. Enginn þyrfti að velkjast í vafa um hvað kosti að auglýsa í Ríkisútvarpinu. Morgunblaðið hafði samband við sérfræðing á auglýsingamarkaðnum til að komast til botns í því hvort um verðlækkun hefði verið að ræða eður ei. Punktakerfið sem Stefán minnist á í umræðunum (Leiknar auglýs- ingar – CPM) er svokallað CPM- kerfi, sem stendur fyrir Cost Per Mile, eða kostnað á hver þúsund „eyru“ eða hverja þúsund hlust- endur sem auglýsingin nær til. Eldri verðskrá hafi miðað við sek- úndur (leiknar auglýsingar – SEK ). Þannig kostar núna eitt CPM fimmtíu krónur. Ef tekið er dæmi af útvarpsauglýsingu í auglýsingatíma klukkan sjö að morgni á virkum degi kostar sekúndan átta CPM. Sé það margfaldað saman, þá kostar aug- lýsingin 8 x 50 eða 400 krónur á sek- úndu. Í gömlu verðskránni, leiknar auglýsingar – SEK, þá kostaði aug- lýsing í sama auglýsingatíma 549 krónur hver sekúnda. Þarna er því um 27% verðlækkun að ræða. Sami markhópur Sérfræðingurinn segir að þarna sé aðferðafræðin mismunandi, en markhópurinn sé sá sami, eða átta CPM = átta þúsund hlustendur. Séu allir auglýsingatímar reiknaðir sam- an sjáist að meðalverðlækkun út- varpsauglýsinga RÚV á virkum dög- um sé 29%. Samkvæmt upplýsingum frá SÝN þýddi verðlækkun RÚV í desember að brugðist var við með verðlækk- unum á auglýsingum í miðlum Sýn- ar. Það hafi haft skaðleg áhrif á reksturinn. 27% verðlækkun í nýju kerfi RÚV  Ekki lengur miðað við sekúndur Morgunblaðið/Eggert Sala RÚV hefur tekið upp nýtt kerfi við sölu á auglýsingum í útvarpi. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í hringborðsumræðum sjónvarps- stjóranna þriggja, Stefáns Eiríks- sonar útvarpsstjóra, Heiðars Guð- jónssonar, forstjóra Sýnar, og Orra Haukssonar, for- stjóra Símans, í Viðskipta- Mogganum í gær ræðir Orri um að RÚV hafi byrjað að bjóða sam- bærilega þjón- ustu og Síminn bauð upp á í þremur tilfellum, sem orðið hafi til þess að Síminn hafi þurft að hætta með viðkomandi þjónustu. Þar var nefnt KrakkaRÚV, útsendingar frá Sinfóníutónleikum og menntavef. Morgunblaðið hafði samband við Stefán og spurði hann hver staða þessara verkefna væri og hvort RÚV væri tilbúið að leggja dag- skrárefnin til hliðar ef Síminn eða aðrir færu að bjóða svipaða eða sambærilega þjónustu en Stefán sagði í hringborðsumræðunum að hann liti ekki svo á að hlutverk RÚV væri að vera í beinni samkeppni um áhorf á tilteknum lykiltímum. „Ef okkar samkeppnisaðilar, eða félagar á fjölmiðlamarkaði, eru með áhuga- vert og gott efni held ég að við eig- um frekar að draga okkur í hlé,“ sagði Stefán í ViðskiptaMogganum. Ekki breytingar á Rás 1 Stefán segir í skriflegu svari að RÚV hafi verið með útsendingar frá sinfóníutónleikum á Rás eitt um ára- tugaskeið og hann geri ekki ráð fyr- ir því að á því verði breytingar. „Samstarf hefur síðan verið í gangi við Sinfó um verkefnið Klassíkin okkar (tónleikar í beinni í upphafi hausts síðustu ár) og núna í kófinu hefur nokkrum sinnum verið sjón- varpað frá tónleikum Sinfó, allt vegna þess að samkomutakmarkan- ir gerðu það að verkum að áhorf- endur voru ekki leyfðir. Ekkert hef- ur verið rætt um frekara samstarf í sjónvarpi og hið besta mál ef aðrir aðilar finna flöt á því að efla sam- starf við Sinfó og miðla því frábæra starfi,“ segir Stefán. Hafa sinnt barnaefni lengi Hvað varðar efni fyrir börn og ungt fólk þá segir Stefán að RÚV hafi sinnt slíkri þjónustu frá upphafi og nefnir barnaþáttinn Stundina okkar sem dæmi. „Fyrir fimm árum síðan í kjölfar nýs þjónustusamn- ings var sú þjónusta efld, vegna auk- innar og vaxandi áherslu á t.d. barnamenningu og fræðslu sem og aukna þátttöku barna og ungs fólks í dagskrárgerð fyrir sína aldurs- hópa. Sama áhersla er í nýjum þjón- ustusamningi [við menntamálaráðu- neytið], þar sem segir að lögð verði áhersla á þjónustu við börn og ung- menni á samningstímabilinu, þar sem áhersla verður lögð á að hvetja börn og unglinga til þátttöku í dag- skrárgerð og öðru skapandi starfi.“ Stefán segir að fókusinn sé eink- um á barnamenningu og fræðslu- starf fyrir börn, eins og t.d. verð- launahátíðin Sögur og önnur verkefni í kringum það væru gott dæmi um. „Og núna má nefna þá áherslu sem lögð er á kynfræðslu með fjölbreyttum hætti fyrir þennan hóp í bæði útvarpi og sjónvarpi og umfjöllun um heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna. Lykilatriði í þessu öllu er að RÚV er opið og aðgengi- legt öllum hér á landi og þetta efni, barnamenning og fræðsluefni af fjölbreyttum toga, þarf að vera opið og aðgengilegt öllum börnum og ungmennum. Ég sé vel fyrir mér að þetta efni RÚV geti þróast og þroskast í tengslum við annað barnaefni, hvort heldur sem er hjá Símanum, Sýn eða erlendum streymisveitum. Okkar fókus er ekki á þau atriði sem þar eru fyrir- ferðarmikil heldur á framangreinda þætti, allt í ljósi okkar hlutverks,“ segir Stefán. Snýr að miðlun á fræðsluefni Hvað varðar það sem snýr að menntavef Símans, þá segir Stefán að verkefni sem tengjast verkefninu MenntaRÚV og er að finna í nýjum þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðherra og RÚV, snúi að gerð og miðlun á fræðsluefni í samvinnu við ýmsa aðila og sé hugsað sem miðstöð fræðslu- og kennsluefnis á íslensku eða með ís- lenskum texta, sérstaklega með þarfir kennara og nemenda í huga. „Samkvæmt þjónustusamningi er það verkefni okkar á næstu miss- erum að móta nánar tillögur um þetta í samvinnu m.a. við mennta- yfirvöld. Ef aðilar á borð við Símann eða Sýn hafa áhuga á því að taka þátt í því tek ég því fagnandi,“ segir Stefán að lokum í skiflegu svari sínu. Ekki rætt um frekara samstarf  Hið besta mál ef aðrir aðilar finna flöt á því að efla samstarf við Sinfóníuhljómsveitina í sjónvarpi  Áhersla á barnaefni og MenntaRÚV tengd þjónustusamningi Tekur þátttöku annarra fagnandi Stefán Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.