Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Ólíkt flestum skáldsystkinumsínum í deild nútíma-klassíkur virðist ArthurMiller ekki þurfa að óttast
að falla í gleymsku alveg strax hér
uppi á Íslandi. Öll hans helstu verk;
Allir synir mínir, Sölumaður deyr,
Horft af brúnni og Í deiglunni/
Eldraunin hafa verið tekin til með-
ferðar í atvinnuleikhúsum okkar á
þessari öld. Sölumaðurinn núna í
tvígang og það í sama húsinu.
Tennessee Williams, Eugene O’Neill
og Harold Pinter gnísta tönnum í
sviðsvængnum.
Hvað veldur? Það er alveg hægt að
færa ágæt rök fyrir því að það séu
umtalsverð ellimerki á skáldskap
Millers, og fleiri ágalla mætti tína til.
Hann er t.d. næstum alveg húmors-
laus. Á það til að styðja sig fullþungt
við hækju melódramans. Formstífnin
eitt af höfuðeinkennum hans. Ekki
endilega meðmæli fyrir leikhús
okkar tíma, með allri sinni ást á
óreiðu og íróníu.
Engu að síður eru vinsældirnar
staðreynd. Ætli það sé kannski
vegna þess að hann komst næst því
að gera það sem margir reyndu, og
við erum mikið til búin að gefast upp
á: að skrifa harmleiki að fornri fyrir-
mynd um örlög hversdagsfólks í guð-
lausum heimi? Einhvers staðar vitum
við að þetta er það sem leikhúsið er
skapað til að skoða.
Öll hafa höfuðverk Millers sér til
ágætis nokkuð, en það er freistandi
að setja Sölumanninn í sérflokk.
Ólíkt hinum þremur hverfist það ekki
um eina tiltekna harmræna valþröng
hetjunnar. Hér er meðaljóninn sem
ómeðvitað sköpunarverk þjóðfélags-
ins til skoðunar. Og það er kostnaður
Willys Loman við að láta þetta með-
vitundarleysi eftir sér sem skapar
honum örlög, og öllu hans fólki.
Og svo er hitt: þetta makalausa
sérsniðna form sem Miller bjó efn-
inu; flæðið milli nútímans – síðustu
klukkutímanna í lífi Willys – og
fortíðarinnar eins og hún býr í höfði
hans. Og síðast en ekki síst: sam-
bræðsla þessarar „óraunsæislegu“
aðferðar og miskunnarlauss sálfræði-
raunsæisins í samskiptum og tilfinn-
ingalífi persónanna, línu fyrir línu.
Það er þrautin þyngri fyrir leik-
stjóra að láta þetta verk lifna á svið-
inu. Að finna jafnvægi milli þess að
lúta ströngu og flóknu forminu og stíl
textans og þess að leggja eitthvað til
málanna frá eigin brjósti. Frá mínum
bæjardyrum séð hefur Kristín
Jóhannesdóttir gerst of eftirlátssöm
við sína eigin frjóu hugsun, og um
leið misst sjónar á mikilvægum eig-
indum verksins sjálfs.
Það kemur minna að sök með hug-
myndirnar sem hún vinnur út frá og
getur ekki stillt sig um að bæta
hráum við: bókstaflegri útleggingu á
tilvistarspeki Sartres eins og hún
birtist í dæmisögunni um þjóninn í
Veru og neind og hvernig líf hans er
óheilindunum merkt. Að leggja hana
þjóninum Stanley (Valur Freyr Ein-
arsson) í munn í nokkurskonar for-
leik, með smávegis ábót eftir hlé, er
vissulega óþarfi og pínu vandræða-
lega útfært, en auðvelt að leiða það
hjá sér.
Verra er með hvernig fínlegir sál-
fræðilegir drættir í samskiptum,
valdatafli og tilfinningaóreiðu
Loman-fólksins þurrkast að stórum
hluta út í leikstíl sýningarinnar. Hér
er allt meira og minna á útopnu frá
því Happy rekur upp sitt óútskýrða
öskur í upphafi sýningar þar til
systkinin, móðir þeirra og hinir góðu
grannar standa yfir moldum sölu-
mannsins í lokin. Textinn mikið til
„fluttur“ en mun síður „lifaður“,
mælskulist trompar tilfinninga-
túlkun og samleik, svo hið ósagða,
undirtextinn, skilar sér of sjaldan út
milli orðanna. Þetta kemur sérstak-
lega illa niður á Sigrúnu Eddu
Björnsdóttur í hlutverki Lindu, lífs-
akkerinu og miðpunkti fjölskyld-
unnar þótt eiginmaðurinn sé fókus
leikritsins. Sigrún Edda nær undir
lokin að sýna okkur inn að kviku per-
sónunnar í áhrifamiklum eftir-
málanum, en þangað til gengur of
mikið á.
Jóhann Sigurðarson er líka heftur
af skorti sýningarinnar á alúð við fín-
leg blæbrigði í titilhlutverkinu, en á
þó ýmis tól í verkfæraskúrnum sín-
um sem nýtast við að sýna okkur
meðalmennið sem lætur rang-
hugmyndir dogmatískrar
velgengnishugsjónar kapítalismans
stýra sér fram af brúninni. Mikil-
fengleg nærveran og á móti þessi
sérkennilegi bernski undirlægjutónn
sem Jóhann á til koma í góðar þarfir.
Eins og flest í sýningunni eru hans
sterkustu stundir þegar óreiðan og
ásókn minninganna er í algleymingi.
Ég hef séð nokkrar uppfærslur Sölu-
mannsins en aldrei fyrr hafa sen-
urnar með hinum goðsagnakennda
stóra bróður verið það áhrifaríkasta.
Stefán Jónsson nýtur sín til fulls í
skrítnu hlutverkinu og samleikur
þeirra Jóhanns er sterkur. Jóhann er
líka góður með Þorsteini Bachmann í
hlutverki nágrannans Charley, og
Þorsteini virðist ekki geta mistekist
að skapa eftirminnilegar persónur úr
litlu þessi árin. Aron Már Ólafsson
fór snoturlega með lítið hlutverk
Bernhards sonar hans.
Öflugastan mótleikinn fær Jóhann
frá Hirti Jóhanni Jónssyni, enda má
segja að glíma Willys við eldri son
sinn sé eldsneytið sem knýr persónu-
legan harmleikinn áfram. Hjörtur á
stjörnuleik, nær að skapa sannfær-
andi og raunsæislega persónu úr
Biff, sem sér – og sér ekki – gegnum
tálsýnir fjölskyldu og samfélags. Það
er mikið fjör í túlkun Rakelar Ýrar
Stefánsdóttur á Happy, en ég held að
það hafi verið misráðið að breyta
syni í dóttur: of mikið af samspili
bræðra, mæðgina og feðga skekkist
og glatar merkingu sinni, sér-
staklega í ljósi þess að ógerningur er
að flytja verkið í heild sinni til í tíma,
og það er ekki heldur reynt hér. Sér-
kennilegt líka að fara svona langt
með daðurstilburði Happy(jar) við
Stanley í veitingahúsaatriðinu. Sama
má reyndar segja um farsakennda
lögnina á viðhaldinu í meðförum Þór-
unnar Örnu Kristjánsdóttur. Önnur
kynbreyting er gerð á Howard, yfir-
manni Willys, og hún gengur betur
upp í meðförum Estherar Talíu
Casey, þó stóllinn hennar hafi ögrað
útlitsstíl sýningarinnar og bernskt
táknmálið með lyftubúnaðinn hafi
frekar kallað á fliss en nokkur önnur
viðbrögð.
Ekki er vel gott að lesa í myndmál
leikmyndar Brynju Björnsdóttur.
Einfaldleikinn, nánast naumhyggja,
ræður ríkjum, en hvítu plastbolt-
arnir fanga athyglina án þess að láta
uppi hvað þeir vilja tákna. Vekja
samt upp hugrenningatengsl við
tumbleweed-runna, rótleysi og
þyrrking. Búningar, lýsing, tónlist
og hljóðmynd þjónar sínu hlutverki
en fangar ekki athygli svo neinu
nemur. Eins er að mestu með áheyri-
lega og munntama nýja þýðingu
Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Pínu
ótraustvekjandi samt hvað hann
snarar tveimur af eftirminnilegri
setningum verksins flatneskjulega:
„A terrible thing is happening to
him“ verður „Hann á mjög bágt“ og
„Attention must be paid“ verður
„Sýna nærgætni“.
Sölumaður deyr nær alltaf takinu
á sálum áhorfenda. Verkið virkaði í
Kína kommúnismans fyrir daga her-
skálakapítalismans og það virkaði í
Japan þar sem einhverjir sögðu víst
„sölumanni sem ekki selur ber að
fyrirfara sér“. Vægðarleysi lífshátta
okkar og lygin sem við þurfum að
segja okkur til að trúa á tilganginn
með þeim hefur ekki þróast svo mik-
ið á sjötíu árum að við finnum ekki
fyrir Willy Loman innra með okkur.
Þó uppfærsla Borgarleikhússins að
þessu sinni haldi sig mikið til á yfir-
borðinu þá heldur þessi harmleikur
hversdagsmannsins áfram að tala til
okkar.
Sálin hans meðaljóns míns
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Borgarleikhúsið
Sölumaður deyr bbbnn
Eftir Arthur Miller. Íslensk þýðing:
Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn:
Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd:
Brynja Björnsdóttir. Búningar: Þórunn
María Jónsdóttir. Tónlist: Gyða Valtýs-
dóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Leikgervi:
Elín S. Gísladóttir. Hljóðmynd: Garðar
Borgþórsson. Hljóðfæraleikur: Gyða
Valtýsdóttir, Julian Sartorius, Shahzad
Ismaily og Karl James Pestka. Leikarar:
Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson,
Rakel Ýr Stefánsdóttir, Stefán Jónsson,
Þorsteinn Bachmann, Aron Már Ólafs-
son, Valur Freyr Einarsson, Esther Talía
Casey, Þórunn Arna Kristjánsdóttir,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og
Sigurður Þór Óskarsson. Frumsýning á
Stóra sviði Borgarleikhússins laugar-
daginn 20. febrúar 2021.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST Harmleikur „Þó uppfærsla Borgarleik-
hússins að þessu sinni haldi sig mikið til á
yfirborðinu þá heldur þessi harmleikur
hversdagsmannsins áfram að tala til okkar.“
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
NeauviaOrganic
Gelísprautun
•Gefur náttúrulega fyllingu
•Grynnkar línur og hrukkur
Náttúruleg fylling í varir,
línur, kinnbein og höku,
ásamt andlitsmótun.