Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
var Jörundur hundadagakonungur.
Skipuleggjendum hátíðarinnar þótti
því viðeigandi að bjóða upp á tónlist-
ardagskrá þar sem gerð yrði tilraun
til að sameina kvöldvökur baðstof-
anna og tónlistarflutning evrópskrar
hirðmenningar,“ segir Eyjólfur og
rifjar upp að samstarf þeirra Stein-
unnar hafi reynst afar gjöfult.
Leika baðstofurokk
„Samhljómur langspilsins og
barokksellósins gaf strax ímynd-
unaraflinu lausan tauminn. Fljótlega
rifjaðist upp þessi sena úr heimildar-
skáldsögunni Baróninum eftir Þór-
arin Eldjárn þar sem franski aðals-
maðurinn á Hvítárvöllum leikur á
knéfiðlu fyrir íbúa Reykjavíkur und-
ir lok 19. aldar. Við leyfðum okkur
að ímynda okkur hvernig það hefði
hljómað ef baróninn á Hvítárvöllum
hefði tekið hús á tónelskum bónda í
Borgarfirði, sest í eitt flet baðstof-
unnar með selló milli fóta, bóndinn
andspænis með langspil við sitt
hvora hnésbótina, og þeir tekið að
leika saman,“ segir Eyjólfur og tek-
ur fram að hópurinn kalli þessa nýju
tónlistarstefnu baðstofubarokk.
„Þetta er sannkallaður þjóðlaga-
og menningararfsusli. Við lítum svo
á að menningararfurinn sé eitthvað
sem leika eigi sér með. Þetta er ekki
eitthvað sem er meitlað í stein. Þó
langspilið sé íslenska þjóðar-
hljóðfærið þá er þetta auðvitað líka
alþjóðlegt hljóðfæri sem á systkini
og frændsystkini út um allan heim –
eins og þorskurinn,“ segir Eyjólfur
sem um árabil hefur rannsakað og
leikið á langspil, en lokaverkefni
hans í meistaranámi í þjóðfræði við
Háskóla Íslands fjallaði um upplifun
fólks af hljóðfærinu og notagildi
þess til náms og kennslu.
Íslenska langspilið í sterku
samtali við upprunastefnuna
„Íslenska langspilið er aðeins eitt
af fjölmörgum afbrigðum bordún-
sítara. Þannig er íslenska langspilið
hluti af stórri fjölskyldu strengja-
hljóðfæra sem teygir sig vítt og
breitt um jarðarkringluna. Oft er
leikið með boga á íslenska langspilið
meðan í Noregi er til dæmis bara
plokkað á strengina,“ segir Eyjólfur
og bendir á að í þeim fáu heimildum
sem til eru hérlendis um íslenska
langspilið sé iðulega minnst á bog-
ann. „Boginn skapar sterka teng-
ingu við strokhljóðfæri á borð við
sellóið. Spilatækninni sem Örn
Magnússon endurvakti á sínum tíma
svipar til bogatækninnar sem kennd
er við upprunastefnuna í barokk-
tónlist. Það þýðir að tónar eru frekar
sléttir og lítið víbrató sem svipar til
langspilsins. Langspilið er því í mjög
sterku samtali við upprunastefnuna
sem ríkt hefur síðustu fjóra til fimm
áratugi. Það er líka ástæða þess að
barokksellóið og langspilið smella
svona vel saman. Í samspili við lang-
spilið virðist barokksellóið eldra og á
sama tíma verður langspilið hljóm-
meira og poppaðra þegar það hefur
barokksellóið með sér. Þannig
hjálpa hljóðfærin tvö hvort öðru.“
Mikill áhugi erlendis
Að sögn Eyjólfs leið ekki á löngu
þar til Björk Níelsdóttir slóst í hóp-
inn. „Við Björk kynntumst í Amst-
erdam þegar við bjuggum þar við
nám og störf. Hún var að sýna mér
falleg þjóðlagaleg lög sem hún hafði
samið og þá datt mér í hug að búa
eitthvað til með okkur þremur.
Fyrstu tónleikar hópsins voru á
Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði þar
sem við fluttum frumsamið efni í
bland við íslensk og erlend þjóðlög
ásamt íslenskum sönglögum. Við
leitum víða fanga og í raun kemur öll
tónlist til greina sem passar við
þessa hljóðfæraskipan. Við ein-
skorðum okkur þannig ekki við eldri
tónlist þó við séum með gömul hljóð-
færi, heldur erum mikið að frum-
semja líka,“ segir Eyjólfur og tekur
fram að viðtökur við sköpun hópsins
hafi verið góð. „Við höfum komið
fram við hin ýmsu tækifæri, jafnt
innanlands sem utan,“ segir Eyjólf-
ur og nefnir í því samhengi tónleika
á Sönghátíð í Hafnarborg og í Les
Dominicains-menningarsetrinu í
Guebwiller í Frakklandi, en hóp-
urinn á heimboð á tónlistarhátíð í
Genf um leið og aðstæður leyfa með
tilliti til heimsfaraldursins.
„Við finnum fyrir miklum áhuga
erlendis á gömlu íslensku efni þar
sem Ísland er svo mikið í tísku,“ seg-
ir Eyjólfur og tekur fram að hann fái
reglulega fyrirspurnir frá fólki utan
úr heimi um íslenska langspilið.
„Sóknarfærin eru því fjölmörg. Þó
Íslandskynningin snúi aðallega að
náttúrunni og sérstöðu hennar þá
eru margir sem horfa til samspils
menningar og náttúru. Þannig eru
margir sem eru forvitnir um
íslenska menningararfinn. Mín til-
finning er að Gadus Morhua
Ensemble falli vel að þeirri forvitni
og það er mjög skemmtilegt og eitt-
hvað sem hægt er að byggja ofan á
til framtíðar.“
Með nokkurra diska plan
Aðspurður segir Eyjólfur hljóm-
plötuna Peysur & parruk hafa verið
lengi í vinnslu. „Diskurinn er svona
samansafn af því sem við höfum ver-
ið að gera síðan við byrjuðum að
starfa saman 2016 og sem féll að
þessari pælingu okkar að tefla sam-
an frönsku og íslensku efni. Steina
hefur búið lengi í Frakklandi og
semur í einhvers konar frönskum
hirðstíl. Við höfum flutt franskt efni
í gegnum tíðina og völdum því það
besta úr. Það má því segja að þessi
diskur hafi verið í maríneringu síðan
við byrjuðum að vinna saman, með-
fram öðru efni sem við ætlum að
vinna með seinna,“ segir Eyjólfur og
tekur fram að hópurinn sé þegar far-
inn að leggja drög að næstu upp-
tökum.
„Við fengum öll starfslaun lista-
manna til að vinna að næsta verkefni
okkar sem við nefnum Fjárlagausli.
Þar ætlum við að vinna áfram með
þetta baðstofubarokkkonsept og
færa gömlu fjárlögin í baðstofu-
barokksbúning,“ segir Eyjólfur og
vísar þar til sönglaganna sem gefin
voru út í tveimur heftum árin 1911
og 1916 undir heitinu Íslenzkt
söngvasafn. „Það eru mörg
skemmtileg lög í þessum bókum.
Það sem er ekki síður skemmtilegt
er að þarna birtist samspil erlendra
laga og íslenskra texta. Það er auð-
vitað skemmtileg þverstæða að þessi
lög, sem mörg hver eru ættjarðar-
lög, eru oftar en ekki erlend að upp-
runa. Okkur fannst því spennandi að
vinna með þessi lög með skapandi
hætti,“ segir Eyjólfur og upplýsir að
hópurinn sé með nokkurra diska
plan. „Við erum þannig byrjuð að
huga að jólaplötunni. Gilsbakka-
þulan verður pottþétt á henni – og
helst öll erindin,“ segir Eyjólfur
kíminn og tekur fram að þá taki hún
hátt í hálftíma í flutningi. „Þannig að
ég veit ekki hversu plötuvæn eða
streymisvæn hún er. Það kemur allt
í ljós.“
Útgáfutónleikar bíða betri tíma
Inntur eftir því hvort ekki hafi
verið skrýtið að senda frá sér hljóm-
plötu í miðju kófi svarar Eyjólfur því
játandi. „Við fengum styrk frá tón-
listarsjóði til að vinna þessa plötu og
ætluðum alltaf að senda hana frá
okkur á síðasta ári. Við drifum okk-
ur í upptökur í sumar. Þar sem við
vorum ekki í neinu tónleikastússi út
af kófinu þá höfðum við líka tíma til
að hlusta á upptökurnar og leggja
lokahönd á útgáfuna. En þegar að
útgáfunni sjálfri kom var ljóst að
ekki væri hægt að halda útgáfu-
tónleika. Við ákváðum samt að
senda frá okkur plötuna þó við þyrft-
um að bíða með útgáfutónleikana
þangað til seinna. Okkur leið þannig
að við yrðum annaðhvort að hrökkva
eða stökkva til að koma þessu frá og
geta farið að einbeita okkur að öðr-
um verkefnum. Það er auðvitað
mjög leiðinlegt að hafa enn ekki get-
að fylgt hljómplötunni eftir með út-
gáfutónleikum, en það bíður betri
tíma. Við erum engu að síður mjög
glöð að hafa komið þessu frá okkur,“
segir Eyjólfur og bendir á að platan
sé aðgengileg á öllum helstu streym-
isþjónustum, þeirra á meðal Spotify.
Ljósmynd/Francisco Javier Jáuregui Narváez
Gadus Morhua Ensemble Björk Níelsdóttir, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson skipa hópinn.
„Sóknarfærin eru því fjölmörg“
Tónlistarhópurinn Gadus Morhua Ensemble sendir frá sér hljómplötuna Peysur & parruk
„Þetta er sannkallaður þjóðlaga- og menningararfsusli,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson tenór
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við vissum ekkert hvað við áttum
að kalla okkur. Okkur langaði að
heitið væri í senn íslenskt og
alþjóðlegt. Þá duttum við niður á
þessa lausn,“ segir Eyjólfur
Eyjólfsson, söngvari sem leikur á
barokkflautu og langspil, um tón-
listarhópinn Gadus Morhua
Ensemble. Sveitina skipa auk hans
Björk Níelsdóttir, söngkona og
langspilsleikari, og Steinunn
Arnbjörg Stefánsdóttir, barokk-
sellóleikari og skáldkona sem einnig
syngur. Hljómsveitin, sem starfað
hefur saman í nokkur ár, sendi
nýverið frá sér sína fyrstu hljóm-
plötu sem nefnist Peysur & parruk.
Líkt og Eyjólfur bendir á er nafn-
giftin Gadus Morhua Ensemble í
senn þjóðleg og alþjóðleg, en gadus
morhua er latneska fræðiheitið yfir
atlantshafsþorsk. „Því hvað er þjóð-
legra og alþjóðlegra í senn en
íslenski þorskurinn?“ segir Eyjólfur
og bætir kíminn við: „Ef maður ætl-
ar að láta taka sig alvarlega verður
maður að hafa eitthvert fínt lat-
neskt heiti,“ segir Eyjólfur og tekur
fram að ekki skemmi fyrir að geta á
tónleikum sagt smá sögu um tilurð
nafnsins. „Það var í raun Steina sem
kom með hugmyndina að þessu
nafni. Þegar hún bjó og starfaði í
Frakklandi var hún sífellt að rekast
á heitið gadus morhua á umbúðum á
frosnum fiski í matvörubúðum,
enda er atlantshafsþorskurinn að-
greindur frá kyrrahafsþorskinum,“
segir Eyjólfur.
Gjöfult samstarf
Spurður um tilurð tónlistarhóps-
ins rifjar Eyjólfur upp að þau Stein-
unn hafi þekkst lengi í tónlistar-
bransanum. „Árið 2016 vorum við
beðin að taka þátt í tónlistar-
dagskrá á þjóðbúningahátíðinni
Skotthúfunni sem haldin er í
Stykkishólmi stuttu eftir Jóns-
messu. Þema ársins þetta sumar
Hobby hjólhýsi 2021
Allar upplýsingar sendist á: kriben@simnet.is • Sími 863 4449 • www.hjolhysi.com
Powrtouch Movers
Toppgæði
Verð frá 169.000 kr.
Stór
sparnaður
Hobby fyrir vorið
beint frá þýskalandi.
Við sjáum um allt
pöntunarferlið.
Takmarkað magn!