Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Meistarastykkin okkar þarfnast meistara.
Munurinn felst í Gaggenau.
Búðu til eigið meistaraverk með tækjunum okkar. Nýju gufuofnarnir og
ofnalínan öll eru heill heimur fyrir sig og bíða eftir meistaratöktum þínum.
Sérhver Gaggenau-vara hefur skýra hönnun, er gerð úr einstökum
gæðaefnum og stendur sig eins og atvinnumennirnir gera kröfur um.
Þannig hefur málum verið háttað allt frá 1683. gaggenau.com
Við þurfum að setja í lög að öll
opinber fyrirtæki opni bókhaldið
sitt og lýsa með hvaða hætti það
skuli gert. Nú eru liðin tæplega
fimm ár frá því að fyrsti opinberi
aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Ís-
landi og nægileg reynsla er því
komin á þetta verklag. Lausnirnar
eru til og við þurfum bara að inn-
leiða þær.
Undirbúningur opnunar
Þegar opnað er á opinber gögn
þarf að meta hvort gögnin gætu
innihaldið eitthvað sem brýtur lög-
bundinn trúnað, persónufrelsi eða
önnur borgaraleg réttindi ein-
staklinga. Stundum þarf því að
breyta gögnum áður en þau eru
birt. Þetta getur verið vandasamt
verk og það þarf að gæta vel að
öllum sjónarmiðum. Stundum þarf
einnig að flokka gögnin með öðrum
hætti en gert er í frumgögnunum
til að tryggja að auðveldara sé að
birta þau. Gæta þarf þess að slíkar
breytingar á gögnum séu ekki mis-
notaðar, t.d. notaðar til að fela
gögn sem valdhafinn vill ekki að
almenningur sjái.
Gagnsæi breytinga
Aðferðir við að undirbúa gögn til
birtingar þurfa því að vera skjal-
festar og gagnsæjar rétt eins og
gögnin sjálf. Það er ekki nóg að
segjast vera með gagnsæ gögn ef
ekki er gagnsæi varðandi vinnslu
gagnanna. Allar skilgreiningar um
leyfilegar breytingar þurfa að vera
skráðar og reglulega þarf að end-
urmeta hvort nægilega góð ástæða
sé fyrir því að breyta gögnunum á
þann hátt sem gert er.
Trúnaðarráð gagnsæis
Best væri að einhvers konar
trúnaðarráð gagnsæis, eða annar
ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og
fengi svigrúm til að meta þessa
hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn
aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið
gæti þá skoðað og metið þau gögn
sem ekki eru birt opinberlega
vegna þessara skilgreininga um
leyfilegar breytingar gagnanna.
Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta
reglulega að gagnsæið virki.
Gagnsæið leiðir til aðhalds og
umbóta í opinberum rekstri
Eins og þekkt er þá er nið-
urstaða gagnavinnslu aldrei betri
en gæði undirliggjandi gagna (gar-
bage in, garbage out). Ef gögnin
eru ekki færð inn rétt er ekki
hægt að ætlast til þess að fá rétta
niðurstöðu. Reynslan sýnir að
þetta getur verið töluvert vanda-
mál hjá opinberum aðilum.
Gagnsæi gerir kröfu um að grunn-
gögnin séu nákvæm og rétt. Auð-
vitað á öll gagnavinnsla hjá op-
inberum aðilum að vera nákvæm
og rétt svona yfirhöfuð svo hægt
sé að nýta gögnin rétt t.d. við
ákvarðanatöku. Þetta er hins veg-
ar vandamál víða og krafan um
réttleika gagna er oft ekki lykil-
krafa í starfseminni.
Þegar gögn eru opnuð
kemur oft í ljós að þau
eru gölluð. Gagnsæið
ætti því að geta leitt til
aðhalds og umbóta í
opinberum rekstri.
Birtingarform
gagnanna
Hvernig birtum við
svo gögnin almenn-
ingi? Birtingarmynd
gagnanna skiptir
miklu máli ef almenn-
ingur á að geta nýtt
sér opin gögn. Hanna þarf birt-
inguna með aðferðum
notendamiðaðrar
hönnunar. Að sjálf-
sögðu á einnig að
vera hægt að sækja
beint undirliggjandi
gögn svo hver sem er
geti stemmt af birt-
ingarmynd gagnanna
og útbúið sínar eigin
birtingarmyndir.
Byrjum á að opna
bókhald RÚV
Við megum ekki
slaka á kröfunni um
aukið aðgengi að opinberum gögn-
um. Við ættum að ganga lengra og
setja í lög að gögn sem mega vera
opin eigi að vera opin og aðgengi-
leg.
Af hverju er t.d. stofnun eins og
RÚV ekki með opið bókhald? Rík-
isfjölmiðill sem fer að hluta með
fjórða valdið eins og stundum er
sagt. Hjá RÚV væri einnig mik-
ilvægt að sjá hvað hvert dagskrár-
efni kostar í framleiðslu og hverjir
auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV.
Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri
kostnað vegna dagskrárefnis held-
ur þarf einnig að færa innri kostn-
að á efnið, t.d. skv. aðferðum að-
gerðatengdrar kostnaðarút-
hlutunar (Activity Based Costing).
Setjum í lög að opinberir aðilar opni bókhaldið sitt
Eftir Ingimar Þór
Friðriksson » Við þurfum að setja í
lög að öll opinber
fyrirtæki opni bókhaldið
sitt og lýsa með hvaða
hætti það skuli gert.
Ingimar Þór
Friðriksson
Höfundur er með BS í tölvunarfræði
og MBA-gráðu, er forstöðumaður
upplýsingatæknideildar Kópavogs-
bæjar, pírati og frambjóðandi í próf-
kjöri Pírata í Reykjavík 2021.
ingimarthor@gmail.com
Allt um
sjávarútveg