Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 60
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR
náði langbesta árangri íslenskrar
konu í kúluvarpi frá upphafi á
sunnudaginn þegar hún vann yfir-
burðasigur í greininni á há-
skólamóti innanhúss í Birmingham í
Alabama-ríki í Bandaríkjunum.
Erna kastaði kúlunni 16,95 metra
og bætti eigið Íslandsmet innan-
húss um 76 sentimetra. Fyrra metið
sem hún setti í Houston í Texas í
janúar 2020 var 16,19 metrar.
„Ég hafði verið að kasta frekar
langt á æfingum og sá fyrir mér að
ég gæti náð að bæta mig. Það var
markmiðið en það kom mér smá á
óvart að ég skyldi ná að kasta þetta
langt,“ sagði Erna þegar Morgun-
blaðið sló á þráðinn til hennar.
Lítið varð úr keppnistímabilinu í
fyrra og því var ef til vill erfiðara
fyrir Ernu Sóleyju að vita hvar hún
stæði nú í upphafi árs. En hún hafði
hins vegar góða tilfinningu, meðal
annars vegna þess að hún hefur
sinnt styrktarþjálfuninni mjög vel
að eigin sögn. „Ég er búin að lyfta
alveg gríðarlega mikið og hef lagt
áherslu á að styrkja mig. Það hefur
gert mikið fyrir mig. Covid setti
mikið strik í reikninginn og það var
erfitt að vinna að því að bæta sig
þegar ekki var hægt að æfa í langan
tíma. En loksins eru hlutirnir að
smella saman.“
Erna er með þjálfara hjá skóla-
liðinu og hér heima hjá ÍR er hún
undir handleiðslu Péturs Guð-
mundssonar. Hann er einmitt Ís-
landsmethafi í greininni hjá körl-
unum og Íslandsmethafarnir í
kúluvarpi eru því að vinna saman.
Hvað frammistöðumarkmið varðar
segir Erna það vera hæfilegt mark-
mið á þessu ári að komast yfir 17
metrana og gera það oftar en einu
sinni.
„Markmiðið í sumar er að ná yfir
17 metrana og ná því stöðugt. Þá
gæti skapast sá möguleiki að vera á
meðal 32 efstu í heiminum og ná inn
á Ólympíuleikana í sumar. Til þess
þyrfti ég þá væntanlega að kasta
nokkuð langt yfir 17 metrana.“
Gæti keppti úti næstu árin
Eftir að hafa náð þessum árangri
er mögulegt að Erna verði á meðal
keppenda á háskólameistaramótinu
innanhúss en það mun fara fram í
Arkansas-ríki eftir liðlega tvær vik-
ur. Þangað komast sextán kúlu-
varparar sem eiga bestan árangur.
Hápunktur tímabilsins í NCAA er
háskólameistaramótið utanhúss
snemma sumars en þar fá keppnis-
rétt tuttugu og fjórir kúluvarparar
sem eiga bestan árangur á keppn-
istímabilinu.
Erna segir að gott markmið hjá
sér væri að komast í átta manna úr-
slit á háskólameistaramótunum.
Hún á von á því að vera með keppn-
isrétt á háskólamótunum næstu tvo
vetur en síðasta tímabil þurrkaðist
út vegna kórónuveirunnar. Ef
íþróttafólk er enn í námi og kýs að
vera með þá hefur verið að ákveðið
að bæta því upp skaðann og þau
verða því lögleg í NCAA-háskóla-
íþróttunum eitt ár til viðbótar.
Þá sér Erna fyrir sér að fara í
meistaranám og því er líklegt að
hún muni keppa vestan hafs næstu
tvo vetur.
Vitlaust veður í Texas
Erna er úr Mosfellsbæ og var í
Aftureldingu áður en hún gekk til
liðs við ÍR. Keppir hún fyrir Rice
University í Houston. Lífið í Texas-
ríki er væntanlega afar frábrugðið
lífinu á Íslandi. Erna segist kunna
vel við sig í Houston.
„Það er bara mjög fínt að vera í
Texas. Hér er vanalega mjög heitt
en í síðustu viku brjálað veður.
Milljón manns var rafmagnslaus í
marga daga og í framhaldinu fylgdi
vatnsleysi þegar lagnir sprungu
vegna kulda. Hér er ekki búist við
kulda sem þessum og því urðu ýms-
ar skemmdir,“ sagði Erna sem býr
á heimavist á skólasvæðinu sem í
daglegu tali er kallað campus.
Hlutirnir að
smella saman
hjá Ernu
Bætti sig mjög mikið í metkastinu
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Methafi Erna Sóley býr sig undir að kasta í Kaplakrika síðasta sumar.
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
Evrópudeild UEFA
32 liða úrslit, seinni leikur:
Tottenham – Wolfsberger ....................... 4:0
Tottenham áfram, 8:1 samanlagt.
Meistaradeild karla
16 liða úrslit, fyrri leikir:
Atalanta – Real Madrid......................... (0:0)
Mönchengladbach – Man. City............. (0:1)
Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/fotbolti.
Spánn
Barcelona – Elche .................................... 3:0
Staða efstu liða:
Atlético Madrid 23 17 4 2 45:16 55
Real Madrid 24 16 4 4 42:19 52
Barcelona 24 15 5 4 53:22 50
Sevilla 23 15 3 5 34:16 48
Real Sociedad 24 11 8 5 41:20 41
Grikkland
Larissa – Lamia ....................................... 0:1
Theódór Elmar Bjarnason kom inn á hjá
Lamia á 88. mínútu.
Meistaradeild karla
B-RIÐILL:
Celje Lasko – Barcelona..................... 29:32
Aron Pálmarsson lék ekki með Barce-
lona.
Barcelona 26, Veszprém 17, Aalborg 12,
Motor Zaporozhye 12, Kiel 11, Nantes 10,
Celje Lasko 6, Zagreb 0.
Evrópudeild karla
D-RIÐILL:
Trimo Trebnje – GOG......................... 27:30
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 15 skot í
marki GOG, 35 prósent.
Löwen 15, GOG 12, Kadetten 10, Pelister
9, Trimo Trebnje 4, Tatabánya 0.
Danmörk
Tvis Holstebro – Skjern...................... 38:30
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt
mark fyrir Tvis Holstebro og Elvar Örn
Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern.
Vendsyssel – Viborg ........................... 24:30
Steinunn Hansdóttir skoraði 4 mörk fyr-
ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir
varði 6 skot í marki liðsins, 33 prósent.
Þýskaland
B-deild:
Elbflorenz – Aue.................................. 21:29
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 4
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 8/1 skot í marki liðsins, 53 prósent.
Rúnar Sigtryggsson þjálfar Aue.
Svíþjóð
Ystad IF – Skövde ............................... 30:30
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði
ekki fyrir Skövde.
Dominos-deild kvenna
Fjölnir – Keflavík ................................. 85:86
Breiðablik – KR.................................... 74:49
Snæfell – Skallagrímur ........................ 65.66
Valur – Haukar .................................. (58:51)
Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Staðan fyrir leik Vals og Hauka:
Keflavík 8 8 0 687:579 16
Valur 9 7 2 661:548 14
Haukar 10 7 3 671:626 14
Fjölnir 11 6 5 800:786 12
Skallagrímur 10 5 5 667:714 10
Breiðablik 10 3 7 595:620 6
Snæfell 10 2 8 706:768 4
KR 10 1 9 676:822 2
Bretland
Oakland Wolves – Leicester Riders .. 54:64
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 15 stig
fyrir Leicester, tók 3 fráköst og átti 3 stoð-
sendingar á 31 mínútu.
NBA-deildin
Cleveland – Atlanta.......................... 112:111
Orlando – Detroit ............................... 93:105
Brooklyn – Sacramento ................... 127:118
New York – Golden State ................ 106:114
Toronto – Philadelphia..................... 102:109
Dallas – Boston................................. 110:107
Milwaukee – Minnesota ................... 139:112
Denver – Portland............................ 111:106
LA Clippers – Washington.............. 135:116
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA – Haukar....................... 18
Hleðsluhöllin: Selfoss – ÍBV................ 18.30
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍBV........... 18
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Víkingsv.: Víkingur R. – Afturelding ...... 19
Kórinn: HK – Grótta ................................. 20
Í KVÖLD!
Sara Rún Hinriksdóttir og sam-
herjar í Leicester Riders eru áfram
ósigraðar á toppi bresku úrvals-
deildarinnar í körfuknattleik eftir
sigur gegn Oakland Wolves á úti-
velli í gærkvöld, 64:54. Sara var
næststigahæst hjá Leicester með 15
stig og spilaði næstmest í liðinu, í
31 mínútu. Leicester hefur unnið
alla sex leiki sína í deildinni og náði
tveggja stiga forystu á Nottingham
með sigrinum í gærkvöld en á auk
þess tvo leiki til góða. Hins vegar
hafa tvö önnur lið ekki heldur tap-
að leik en hafa spilað færri leiki.
Sara áfram á
sigurbrautinni
Ljósmynd/FIBA
Leicester Sara Rún Hinriksdóttir
er í stóru hlutverki í enska liðinu.
Lionel Messi er orðinn markahæst-
ur í spænsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu eftir að hafa skorað tvö
fyrri mörk liðsins í sigri gegn
Elche, 3:0, á Camp Nou í gærkvöld.
Jordi Alba skoraði þriðja markið en
danski framherjinn Martin Brait-
hwaite lagði upp tvö markanna.
Messi hefur nú skorað 18 mörk í
deildinni, tveimur meira en hans
gamli félagi Luis Suárez sem hefur
skorað 16 mörk fyrir Atlético Ma-
drid. Ellefu af þessum átján mörk-
um hefur Messi skorað í átta leikj-
um eftir áramótin.
Messi með ellefu
mörk á árinu
AFP
Mark Messi og Braithwaite fagna
einu markanna í gærkvöld.
Keflavík er enn með fullt hús stiga í
Dominos-deild kvenna í körfuknatt-
leik eftir sigur gegn Fjölni 85:86 í
Grafarvogi í gær. Fjölniskonur
fengu tækifæri til að verða fyrsta
liðið sem vinnur Keflavíkur á þessu
tímabili en nýttu ekki tækifærið.
Leikurinn var mjög spennandi á
lokakaflanum en Fjölni tókst að
jafna 85:85 þegar um tíu sekúndur
voru eftir. Keflavík tók leikhlé og fór
í sókn þar sem brotið var á Danielu
Morillo. Skoraði hún úr síðasta
skotinu þegar um 7 sekúndur voru
eftir og reyndist það sigurskotið því
Fjölnir tapaði boltanum í sinni síð-
ustu sókn. Fjölnir náði að taka
leikhlé og stilla upp í síðustu sóknina
en sóknin nýttist ekki betur en
þetta. Keflavík er með 16 stig eftir
átta leiki en Fjölnir er með 12 stig
eftir ellefu leiki.
Skallagrímur náði í tvö stig í
Stykkishólm eftir mikla spennu en
Skallagrímur vann nauman sigur
66:65. Hólmarar áttu síðastu sókn-
ina í leiknum og gátu því tryggt sér
sigur en það tókst ekki. Skallagrím-
ur er með 10 stig eftir tíu leiki en
Snæfell er með 4 stig eftir tíu leiki.
Breiðablik er nú tveimur stigum
fyrir ofan Snæfell og fjórum fyrir of-
an KR eftir sigur á KR í Smáranum
74:49. KR var með níu stiga forskot
að loknum fyrri hálfleik en forskotið
gufaði hátt upp í síðari hálfleik. Sól-
lilja Bjarnadóttir var í miklu stuði
hjá Blikunum og skoraði 28 stig en
hún lék með KR á síðasta tímabili.
Sóllilja hitti úr sjö af ellefu skotum
fyrir utan 3-stiga línuna.
Leik Vals og Hauka var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun en
úrslitin er að finna á mbl.is.
Morgunblaðið/Eggert
Í Grafarvogi Lina Pikciuté úr Fjölni og Salbjört Ragna Sævarsdóttir úr
Keflavík berjast um boltann í leiknum í Dalhúsum í gærkvöldi.
Torsóttur sigur
hjá toppliðinu
Fjölnir fór illa með gott tækifæri