Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 50 ára Örn er Sauð- krækingur en býr í Mos- fellsbæ. Hann er rafvirki, rafmagnsiðnfr., golf- vallafr. og kerfisfr. að mennt. Örn er kerfisstjóri hjá RARIK. Hann er fv. Ís- landsmeistari í sveita- keppni í golfi með GR og fv. landsliðsmaður. Maki: Gyða Stefanía Halldórsdóttir, f. 1977, forstöðum. hjá Reiknistofu bankanna. Börn: Andrea Anna, f. 1996, Elma Rós, f. 2003, Halldór Óli, f. 2005, og Ólöf Lilja, f. 2016. Stjúpdóttir er Aníta Sif Hafliðadóttir, f. 2000. Foreldrar: Halldór Arnarson, f. 1951, d. 1999, kranamaður, og Ólöf Konráðsdóttir, f. 1950, fv. verkakona, búsett á Akureyri. Stjúpfaðir: Andrés Aðalbergsson. Örn Sölvi Halldórsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegðun þína í raunsæju ljósi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur þörf fyrir að bregða út af vananum í dag. Einhver reynir að troða þér um tær, en láttu á engu bera. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu að aðgát skal höfð í nær- veru sálar og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Taktu á honum stóra þínum og réttu fram sáttarhönd. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert hæfileikarík/ur og fólk dáist að hugmyndum þínum. Berðu höfuðið hátt – þú ert frábær eins og þú ert. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur gaman af að velta fyrir þér öðru fólki. Spyrðu sjálfa/n þig að því hvort þú sért vísvitandi að loka á vissar mann- eskjur í lífi þínu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nýtur þess að ræða vonir þínar og framtíðardrauma við vin þinn. Farðu þér hægt og leitaðu ráða hjá þeim sem eru eldri og lífsreyndari. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og vorkenna sjálfum sér. Gefðu ung- lingnum lausan tauminn, einhvern tíma þarf að slíta naflastrenginn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Að hugsa of mikið um að- stæður sínar getur haft lamandi áhrif. Settu þak á eyðsluna, þér líður betur um næstu mánaðamót. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér líður afskaplega vel um þessar mundir og mátt ekki láta neinn hafa neikvæð áhrif þar á. Notaðu skynsemina og haltu þig við það sem þú þekkir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert óvenju afkastamikil/l og ættir að reyna að nota tækifærið til að koma skipulagi á hlutina. Hristu af þér slenið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu þín að láta engan mis- nota tilfinningar þínar hvort heldur um er að ræða vini eða aðra aðila. Einhver mun segja þér eitthvað sem vekur þig til um- hugsunar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Draumar þínir eru miklir þessar vik- urnar, þannig á það að vera. Viss atburður markar þáttaskil hjá þér. félaginu Birninum. Ég geng á fjöll, stunda stangveiði, kajaksiglingar og karate, en ég á minn eigin karate- sal. Svo þykir mér gott að geta kíkt í bók ef tími vinnst til. Ég hef einn- ig mikinn áhuga á bílum, sérstak- lega jeppum og fornbílum.“ eru mörg og flest tengjast þau úti- veru. Ég er til dæmis mikill áhuga- maður um hjólreiðar og mótorhjól, en ég hef ferðast um allt land á mótorhjóli. Ég hef mikið stundað skíði um ævina, fer á skauta, en ég var lengi í „old boys“ í Skauta- A ndrés Úlfarsson er fæddur 25. febrúar 1961 í Hafnarfirði og ólst þar upp. „Ég bjó á tímabili hjá afa mínum, Friðfinni Valdimar Stefánssyni, sem var bóndi í Hafnarfirði og hét bærinn Húsafell og stendur húsið enn við Hringbrautina. Ég var mik- ið í sveit á sumrin á bænum Ey- vindarholti undir Eyjafjöllum. Ég á góðar minningar sem barn í Hafnarfirði og einnig í sveitinni.“ Andrés gekk í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, kláraði tvær annir í framhaldsskóla og er menntaður áfengisráðgjafi. Andrés hefur starfað við ýmis störf um ævina svo sem garðyrkju. Hann er eljusamur til vinnu og var því vinsæll í þau störf sem þóttu erfið og aðrir gátu ekki unnið, störf sem vinna þurfti með sjálfum guðs- göfflunum. Hann starfaði nokkur ár sem áfengisráðgjafi hjá Vogi þar til hann ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki sem hann rekur enn í dag. Fyrirtækið er ferðaþjónustu- fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Iceland Activities. Hann hefur rek- ið það frá árinu 2010 ásamt syni sínum Úlfari sem einnig er eigandi. „Þar sýni ég ferðamönnum Ís- land með mínum augum og minni reynslu af íslenskri náttúru, hvort sem það er gangandi, akandi eða á reiðhjólum.“ Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á þessum tíma. Góður orðstír hefur fylgt fyrirtækinu og það er vinsælt hjá ferðamönnum. Fyrirtækið hefur einnig þjónað ís- lenskum markaði í afþreyingu fyrir starfshópa og skólahópa. Andrés hefur starfað að hinum ýmsu félagsstörfum og ekki látið nægja að sitja bara hjá heldur verið frumkvöðull í stofnun hinna ýmsu klúbba ásamt öðrum, svo sem mótorhjólaklúbbsins Postularnir, karatefélagsins Skjálftinn í Hvera- gerði og Ferðamálasamtaka Hvera- gerðis og tók hann að sér for- mannsstarf þar um tíma. Andrés er mikill náttúruunnandi, er fróður um íslenska náttúru og er annt um velferð hennar. Hann þekkir til dæmis alla fugla og fjöll í íslenskri náttúru. „Áhugamál mín Fjölskylda Eiginkona Andrésar er Steinunn Margrét Sigurðardóttir, f. 28.2. 1964, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags Íslands. Andrés og Steinunn Andrés Úlfarsson, framkvæmdastjóri Iceland Activities – 60 ára Fjölskyldan Andrés og Steinunn ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum á ísilögðu Þingvallavatni í vetur. Frumkvöðull í Hveragerði Hengilssvæðið Andrés á hjóli. Afmælisbarnið Andrés í helli. Hengilssvæðið Andrés á skíðum. 40 ára Hallur er Mosfellingur og hefur mestalla tíð búið í Mosfellsbæ. Hann er með BA-gráðu í heimspeki frá Há- skóla Íslands og MA- gráðu í menning- arfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hallur er vörustjóri hjá Icelandair. Hann situr í stjórn sunddeildar Aftureldingar. Maki: Ásta Þöll Gylfadóttir, f. 1981, ráð- gjafi í veflausnum hjá Advania. Börn: Hilmar Gylfi, f. 2010, Orri Hrafn, f. 2012, og Eygló Ösp, f. 2020. Foreldrar: Halldór Bárðarson, f. 1954, trésmiður, og Valgerður Her- mannsdóttir, f. 1951, hjúkrunarfræð- ingur. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Hallur Þór Halldórsson Til hamingju með daginn Mosfellsbær Eygló Ösp Hallsdóttir fæddist 22. júlí 2020 í heimahúsi í Mosfellsbæ. Hún var 54 cm löng og vó u.þ.b. 4,4 kg. Foreldrar hennar eru Hallur Þór Halldórsson og Ásta Þöll Gylfadóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.