Morgunblaðið - 25.02.2021, Page 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
50 ára Örn er Sauð-
krækingur en býr í Mos-
fellsbæ. Hann er rafvirki,
rafmagnsiðnfr., golf-
vallafr. og kerfisfr. að
mennt. Örn er kerfisstjóri
hjá RARIK. Hann er fv. Ís-
landsmeistari í sveita-
keppni í golfi með GR og fv. landsliðsmaður.
Maki: Gyða Stefanía Halldórsdóttir, f. 1977,
forstöðum. hjá Reiknistofu bankanna.
Börn: Andrea Anna, f. 1996, Elma Rós, f.
2003, Halldór Óli, f. 2005, og Ólöf Lilja, f.
2016. Stjúpdóttir er Aníta Sif Hafliðadóttir,
f. 2000.
Foreldrar: Halldór Arnarson, f. 1951, d.
1999, kranamaður, og Ólöf Konráðsdóttir, f.
1950, fv. verkakona, búsett á Akureyri.
Stjúpfaðir: Andrés Aðalbergsson.
Örn Sölvi
Halldórsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Mundu að þú getur ekki alltaf gert
svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa
þig upp. Reyndu að skoða hegðun þína í
raunsæju ljósi.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur þörf fyrir að bregða út af
vananum í dag. Einhver reynir að troða þér
um tær, en láttu á engu bera.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mundu að aðgát skal höfð í nær-
veru sálar og fæst orð hafa minnsta
ábyrgð. Taktu á honum stóra þínum og
réttu fram sáttarhönd.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert hæfileikarík/ur og fólk dáist
að hugmyndum þínum. Berðu höfuðið hátt
– þú ert frábær eins og þú ert.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur gaman af að velta fyrir þér
öðru fólki. Spyrðu sjálfa/n þig að því hvort
þú sért vísvitandi að loka á vissar mann-
eskjur í lífi þínu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú nýtur þess að ræða vonir þínar
og framtíðardrauma við vin þinn. Farðu þér
hægt og leitaðu ráða hjá þeim sem eru
eldri og lífsreyndari.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það þýðir ekkert að sitja með hendur í
skauti og vorkenna sjálfum sér. Gefðu ung-
lingnum lausan tauminn, einhvern tíma
þarf að slíta naflastrenginn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Að hugsa of mikið um að-
stæður sínar getur haft lamandi áhrif.
Settu þak á eyðsluna, þér líður betur um
næstu mánaðamót.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér líður afskaplega vel um
þessar mundir og mátt ekki láta neinn hafa
neikvæð áhrif þar á. Notaðu skynsemina og
haltu þig við það sem þú þekkir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert óvenju afkastamikil/l og
ættir að reyna að nota tækifærið til að
koma skipulagi á hlutina. Hristu af þér
slenið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þín að láta engan mis-
nota tilfinningar þínar hvort heldur um er
að ræða vini eða aðra aðila. Einhver mun
segja þér eitthvað sem vekur þig til um-
hugsunar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Draumar þínir eru miklir þessar vik-
urnar, þannig á það að vera. Viss atburður
markar þáttaskil hjá þér.
félaginu Birninum. Ég geng á fjöll,
stunda stangveiði, kajaksiglingar og
karate, en ég á minn eigin karate-
sal. Svo þykir mér gott að geta kíkt
í bók ef tími vinnst til. Ég hef einn-
ig mikinn áhuga á bílum, sérstak-
lega jeppum og fornbílum.“
eru mörg og flest tengjast þau úti-
veru. Ég er til dæmis mikill áhuga-
maður um hjólreiðar og mótorhjól,
en ég hef ferðast um allt land á
mótorhjóli. Ég hef mikið stundað
skíði um ævina, fer á skauta, en ég
var lengi í „old boys“ í Skauta-
A
ndrés Úlfarsson er
fæddur 25. febrúar
1961 í Hafnarfirði og
ólst þar upp. „Ég bjó á
tímabili hjá afa mínum,
Friðfinni Valdimar Stefánssyni,
sem var bóndi í Hafnarfirði og hét
bærinn Húsafell og stendur húsið
enn við Hringbrautina. Ég var mik-
ið í sveit á sumrin á bænum Ey-
vindarholti undir Eyjafjöllum. Ég á
góðar minningar sem barn í
Hafnarfirði og einnig í sveitinni.“
Andrés gekk í Öldutúnsskóla í
Hafnarfirði, kláraði tvær annir í
framhaldsskóla og er menntaður
áfengisráðgjafi.
Andrés hefur starfað við ýmis
störf um ævina svo sem garðyrkju.
Hann er eljusamur til vinnu og var
því vinsæll í þau störf sem þóttu
erfið og aðrir gátu ekki unnið, störf
sem vinna þurfti með sjálfum guðs-
göfflunum. Hann starfaði nokkur ár
sem áfengisráðgjafi hjá Vogi þar til
hann ákvað að stofna sitt eigið
fyrirtæki sem hann rekur enn í
dag. Fyrirtækið er ferðaþjónustu-
fyrirtæki í Hveragerði sem heitir
Iceland Activities. Hann hefur rek-
ið það frá árinu 2010 ásamt syni
sínum Úlfari sem einnig er eigandi.
„Þar sýni ég ferðamönnum Ís-
land með mínum augum og minni
reynslu af íslenskri náttúru, hvort
sem það er gangandi, akandi eða á
reiðhjólum.“ Fyrirtækið hefur vaxið
og dafnað á þessum tíma. Góður
orðstír hefur fylgt fyrirtækinu og
það er vinsælt hjá ferðamönnum.
Fyrirtækið hefur einnig þjónað ís-
lenskum markaði í afþreyingu fyrir
starfshópa og skólahópa.
Andrés hefur starfað að hinum
ýmsu félagsstörfum og ekki látið
nægja að sitja bara hjá heldur verið
frumkvöðull í stofnun hinna ýmsu
klúbba ásamt öðrum, svo sem
mótorhjólaklúbbsins Postularnir,
karatefélagsins Skjálftinn í Hvera-
gerði og Ferðamálasamtaka Hvera-
gerðis og tók hann að sér for-
mannsstarf þar um tíma.
Andrés er mikill náttúruunnandi,
er fróður um íslenska náttúru og er
annt um velferð hennar. Hann
þekkir til dæmis alla fugla og fjöll í
íslenskri náttúru. „Áhugamál mín
Fjölskylda
Eiginkona Andrésar er Steinunn
Margrét Sigurðardóttir, f. 28.2.
1964, hjúkrunarfræðingur hjá
Heilsustofnun Náttúrulækninga-
félags Íslands. Andrés og Steinunn
Andrés Úlfarsson, framkvæmdastjóri Iceland Activities – 60 ára
Fjölskyldan Andrés og Steinunn ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum á ísilögðu Þingvallavatni í vetur.
Frumkvöðull í Hveragerði
Hengilssvæðið Andrés á hjóli. Afmælisbarnið Andrés í helli. Hengilssvæðið Andrés á skíðum.
40 ára Hallur er
Mosfellingur og hefur
mestalla tíð búið í
Mosfellsbæ. Hann er
með BA-gráðu í
heimspeki frá Há-
skóla Íslands og MA-
gráðu í menning-
arfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.
Hallur er vörustjóri hjá Icelandair. Hann
situr í stjórn sunddeildar Aftureldingar.
Maki: Ásta Þöll Gylfadóttir, f. 1981, ráð-
gjafi í veflausnum hjá Advania.
Börn: Hilmar Gylfi, f. 2010, Orri Hrafn, f.
2012, og Eygló Ösp, f. 2020.
Foreldrar: Halldór Bárðarson, f. 1954,
trésmiður, og Valgerður Her-
mannsdóttir, f. 1951, hjúkrunarfræð-
ingur. Þau eru búsett í Mosfellsbæ.
Hallur Þór
Halldórsson
Til hamingju með daginn
Mosfellsbær Eygló Ösp Hallsdóttir
fæddist 22. júlí 2020 í heimahúsi í
Mosfellsbæ. Hún var 54 cm löng og vó
u.þ.b. 4,4 kg. Foreldrar hennar eru
Hallur Þór Halldórsson og Ásta Þöll
Gylfadóttir.
Nýr borgari