Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 52
Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Víða um land má finna góðar göngu- leiðir. Fjölmörg sveitarfélög hafa unnið frábært starf í uppbyggingu göngu- og útivistarsvæða og stikað og merkt gönguleiðir í sinni byggð. Eins hafa ferðafélög og einkaaðilar lagt sitt af mörkum og komið að upp- byggingu útivistarsvæða. Rann- sóknir sýna að vel skipulögð og að- gengileg útivistarsvæði eru mikilvægur hluti af lífsgæðum íbúa. Ferðafélag Íslands og Valtitor hafa lengi átt samstarf og staðið fyrir upp- setningu á gönguleiðaskiltum á fjöl- förnum gönguleiðum bæði í byggð og óbyggðum. Það þarf þó ekki alltaf að leita langt yfir skammt og bestu gönguferðirnar eru oft heiman frá og í nærumhverfinu. Þegar ferðast er um landið má finna góðar gönguleiðir þar sem upphafsstaður er aðgengi- legur í byggð eða við þéttbýli. Álftanes og Bessastaðatjörn Góður upphafs- og endastaður er bílastæðið við Kasthúsatjörn. Gengið er meðfram sjávarsíðunni og um- hverfis Bessastaðatjörn. Hressandi ganga um ósnortnar fjörur, með seltuilm í lofti, sjávarnið í eyrum og ekki spillir víðsýnið. Leiðin er rúm- lega 6 km og gengið á stígum alla leið. Þrastaskógur Í Þrastaskógi er fjöldi merktra að- gengilegra göngustíga og vegalengd- ir við allra hæfi. Lengsti stígurinn er 2,6 km en aðrar merktar leiðir eru frá um 50 til tæplega 800 m langar og víða eru leiktæki fyrir börn. Þrasta- skógur er í einstaklega fallegu um- hverfi við Sogið í um klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborg- arsvæðinu, í eigu Ungmennafélags Íslands. Seltjarnarnes Lagt á bílastæðinu við Gróttu og gengið þar í fjörunni og síðan um- hverfis golfvöll Seltjarnarness, út á Búðagranda og Bakkagranda, að Nestjörn og aftur að bílastæði. Gönguleiðin liggur um friðsælt og fallegt svæði við sjóinn. Gengið er um malbiksstíga, fjöru og túngötur. Leiðin er um 3,5 km. Dimmuborgir við Mývatn Dimmuborgir austan Mývatns draga nafn sitt af einstökum hraun- myndunum og þær eru friðlýst nátt- úruvætti. Í Dimmuborgum eru vel merktar gönguleiðir við allra hæfi og þar má stunda náttúruskoðun á öll- um tímum ársins. Lengsti stígurinn í Dimmuborgum, Kirkjuhringur, er u.þ.b. 2,3 km langur. Frá bílastæði í Dimmuborgum er einnig hægt að ganga á Hverfell/Hverfjall og njóta þaðan útsýnis yfir Mývatnssveit. Búrfell og Búrfellsgjá Gangan hefst frá bílastæði við Heiðmerkurveg, suðaustan við Vífils- staðahlíð í Garðabæ. Þar er skilti sem skýrir leiðina, hversu löng hún er og helstu kennileiti. Gönguleiðin er um 3,6 km og mjög þægileg yfirferðar. Þegar komið er á Búrfell er leiðin greið ofan í gíginn. Síðan er gengin sama leið til baka að bílastæði. Haukafell austan við Hornafjörð Haukafell er mjög fjölskylduvænt útivistarsvæði á Mýrum, austan við Hornafjörð. Afleggjari frá þjóðvegi 1 er skammt sunnan við bæinn Við- borðssel. Gönguleiðin er um 2,5 km hringleið og best er að byrja ofan tjaldsvæðis og ganga upp hlíðina vestanverða, austur yfir heiðina við Hálsdalsá og niður með henni. Fal- legir fossar og útsýni yfir Fláajökul, Kolgrafardal og Mýrar. Glanni og Paradísarlaut í Borgarfirði Gönguferð að Glanna og í Para- dísarlaut er ekki löng en afar skemmtileg og náttúrufegurðin ein- stök. Skammt sunnan við Bifröst er beygt niður af þjóðvegi 1 í átt að Norðurá. Gangan er um 2 km og hefst á bílastæðinu við golfskálann. Göngustígurinn er greinilegur og vel við haldið og leiðin hentar öllu göngufæru fólki. Fossinn Glanni í Norðurá er einstök náttúrusmíð og sagður vera dvalarstaður álfa og dverga. Glanni merkir birta eða skin. Sandafell við Þingeyri Sandafell er lítið fell fyrir ofan Þingeyri (367 m) við Dýrafjörð. Hægt er að ganga upp fellið frá Þing- eyri eða frá þjóðveginum. Á toppnum er útsýnisskífa með öllum helstu kennileitum sem ber fyrir augu og þaðan er einstakt útsýni. Hækkun er um 170 m og gönguleiðin frá gamla þjóðveginum er um það bil 3 km báð- ar leiðir. Ástjörn og Ásfjall, Hafnarfirði Gangan hefst við Haukahúsið á Ás- völlum og er gengið vestan íþrótta- svæðis niður af tengibrú stígsins sem liggur umhverfis Ástjörn og að Ás- fjalli. Á fjallinu er falleg, vel hlaðin varða sem gaman er að príla á. Út- sýni af Ásfjalli er stórbrotið þó fjallið sé ekki hátt. Frá Haukahúsi um Ásfjall og Ástjörn eru um 3,9 km. Æsustaðafjall og Reykjafell – Mosfellsbær Ofan við Mosfellsbæ leynist stutt og skemmtileg gönguleið sem hentar frábærlega sem fjölskylduganga eða góðviðrisrölt eftir vinnu. Ekið er upp Mosfellsdal og sveigt til hægri eftir afleggjara merktum Hlaðgerðarkoti. Fljótlega er síðan aftur beygt til hægri inn að smáhýsabyggðinni í Skammadal og ekið þar til komið er að litlu bílastæði. Upphaf leiðarinnar er stikuð og best er að byrja á að ganga á Æsustaðafjall og þaðan yfir á Reykjafellið, um 4,8 km hringleið. Hafrafell og Reykjaborg við Hafravatn Fellið ofan Hafravatns er ýmist nefnt Hafrahlíð (245 m) eða Hafrafell. Þegar gengið er á Hafrafell er einnig tilvalið að halda áfram og ganga á Reykjaborg (286 m) við hlið Hafra- fells. Fellin tvö eru ekki há eða brött og því tilvalin fjölskylduganga. Gang- an hefst á bílastæðinu við Hafrafells- rétt eftir slóða í gegnum skógræktina. Slóðinn skiptist fljótlega í tvo og vinstri slóðinn valinn. Þegar komið er á veginn er farið þvert yfir hann og slóðanum fylgt á tind Hafrafells og þaðan yfir á Reykjaborg. Hringurinn um Hafrahlíð og Reykjaborg er um 7,8 km. Heiðmörk Heiðmörk er stærsta útivist- arsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og eitt það vinsælasta. Þar finna allir góða gönguleið við hæfi. Í gegnum tíðina hafa ótal göngu- og reiðstígar verið lagðir um svæðið og glæsileg aðstaða byggð upp fyrir fjöl- skyldufólk og aðra sem vilja gera sér glaðan dag í skóginum. Í Heiðmörk eru áhugaverðar jarðmyndanir, við- kvæmt votlendi og lyngmói. Dýralíf er afar fjölbreytt á þessum slóðum og gildir þá einu hvort áhuginn beinist að spendýrum, vatnalífverum eða fuglum himinsins. Páll Guðmundsson palli@fi.is Tólf góðar gönguleiðir Víða um land má finna góðar gönguleiðir. Fjölmörg sveitarfélög hafa unnið frábært starf í uppbyggingu göngu- og útivistarsvæða og stikað og merkt gönguleiðir í sinni byggð. Eins hafa ferðafélög og einkaaðilar lagt sitt af mörkum og komið að uppbyggingu útivistarsvæða. Ferðafélag Íslands Varðan á Ásfjalli. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 Ferðalög á MJÚKIR - LÉTTIR - INNANFÓTARSTUÐNINGUR GO WALK ARCH FIT Motion Breeze Verð: 14.995.- St. 36 - 41 Vnr. S -124404 Grateful Verð: 14.995.- St. 36 - 41 Vnr. S-124401 Iconic Verð: 13.995.- St. 41 - 47 Vnr. S-216118 Togpath Verð: 14.995.- Stærðir 41 - 47 Vnr. S-216121 SKECHERS KRINGLAN-SMÁRAL D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.