Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafræðingur BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is ATVINNUHÚSNÆÐI SKRIFSTOFUR – IÐNAÐARBIL Hafðu samband við okkur og við aðstoðum og finnum rétta aðilann fyrir þig eða réttu eignina. Þarftu að selja, kaupa, leigja út eða taka á leigu? Austurstræti 7 til leigu 685 fm. Sími 766 6633 Bankastræti 5 til leigu 450 fm. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef unnið að þessarimynd í sjö ár, eða frá þvíég var sautján ára, en þáfór ég á fund hjá Saga Film og bar upp hugmyndina. Ég er ótrúlega þakklát að Saga Film hafi yfir höfuð tekið á móti mér unglingn- um með þessa hugmynd í vasanum. Þau tóku rosalega vel í þetta, en það tók langan tíma að fjármagna mynd- ina,“ segir Sylvía Erla Melsteð, en heimildarmynd hennar um lesblindu verður frumsýnd á RÚV í kvöld. Sjálf er Sylvía lesblind og þekkir því á eigin skinni hvernig er að fara í gegnum skóla og þurfa að hafa miklu meira fyrir náminu en aðrir. Hún býr yfir mikilli þrautseigju og hefur ekki gefist upp í þessi sjö ár frá því hún fór af stað með verkefnið. „Boltinn fór ekki að rúlla fyrr en ég mætti í eigin persónu í nokkur fyrirtæki til að spjalla við fólk og biðja um styrki. Alls staðar þar sem ég kom var einhver sem tengdi við lesblindu. Ég er þakklát öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gerðu þetta mögulegt með því að styrkja gerð myndarinnar, og líka mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins sem styrkja verkefnið myndarlega. Mig langaði að gera þessa mynd til að ýta á aðgerðir til að bæta málefni les- blindra. Ég veit að myndin mun hreyfa við mörgum og vekja fólk til vitundar, en það þarf meira til og þess vegna er frábært að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Sam- tök atvinnulífsins hafi tekið svona vel í þetta, af því það eru þau sem hafa völdin til að breyta einhverju. Eina sem ég get gert er að tala út frá minni reynslu og leyfa öðrum les- blindum að tjá sig í myndinni.“ Ekki búa allir við stuðning Lesblindan hjá Sylvíu greindist seint, eða við lok grunnskólagöngu. „Ég vildi gera þessa mynd af því ég fór að hugsa um alla krakkana sem eru lesblindir en fá ekki aðstoð heima. Þegar ég var 17 ára áttaði ég mig á hversu mikil forréttindi ég bjó við, af því ég átti svo frábæra mömmu. Ég fékk gríðarlegan stuðn- ing heima fyrir og litli bróðir minn líka, en við erum bæði lesblind. Mamma hélt mjög skipulega utan um okkur í náminu. Ég komst aldrei upp með að læra ekki heima. Mamma hafði líka efni á að borga fyrir aukakennara, sem hjálpaði mér gríðarlega mikið, af því ég þurfti á hverjum degi að læra aftur heima það sem ég hafði lært þann daginn í skólanum. Þetta var rosalega tíma- frekt,“ segir Sylvía og bætir við að hún hafi farið að hugsa um stöðu þeirra krakka sem eiga foreldra sem kannski hafa ekki tíma til að aðstoða börnin sín eða ekki fjárráð til að kaupa aukakennslu. „Það er ekki hægt að ætlast til að allir foreldrar kunni allt sem börnin þeirra er að læra og geti hjálpað. Ég fór að velta fyrir mér hvað gerist í slíkum aðstæðum hjá lesblindum börnum. Skólinn tók ekki á lesblindu minni, mamma tók fyrst og fremst á þessu og ég fékk að fara í lesblinduskóla sumarið mitt fyrir tíunda bekk. Það sem ýtti mér áfram í heimildarmyndagerðinni var að mig langaði að reyna að koma til móts við krakka sem fá ekki stuðn- ing í skólanum og ekki heldur heima, því það er svo ótrúlega ósanngjarnt að þau sitji eftir í kerfinu. Þeir krakkar sem eru að takast á við námskörðugleika eru oft algjörlega framúrskarandi á öðrum sviðum, til dæmis þegar kemur að því að skapa. Ég get nefnt dæmi um ótalmargt sem búið var til af skapandi les- blindu fólki, til dæmis ljósaperan, Apple-tölvan, bílar og fleira.“ Líka um að gefast ekki upp „Þegar ég fór að rannsaka þetta betur og tók öll viðtölin, þá virkilega braut í mér hjartað að komast að því hversu margir lesblindir upplifa að þeir passi ekki inn í skólakerfið og ekki heldur inn í atvinnulífið. Þeim finnst þeir vera einskis virði, því sjálfstraustið er niðurbrotið. Þeir upplifa mikla höfnun, aftur og aftur í samfélaginu, sama hvað þeir leggja á sig. Boðskapur myndarinnar hjá mér er að það skiptir ekki máli þótt þú sért lesblindur, þú getur allt sem þú ætlar þér. Eina sem þú þarft eru réttu verkfærin til að ná árangri, með réttri aðstoð sem hentar fyrir hvern og einn. Myndin er hvatning fyrir þá sem eru lesblindir og hún á líka erindi við foreldra sem eiga les- blind börn og hún á erindi við allt samfélagið. Lykilatriði er að for- eldrar og skólar vinni saman, því for- eldrar bera ábyrgð á sínum börnum, en skólinn ber líka ábyrgð á að að- stoða nemendur. Með þessari sam- vinnu ná krakkarnir að blómstra,“ segir Sylvía og bætir við að myndin hennar sé líka um það að gefast ekki upp og hafa trú á sjálfum sér. „Þegar upp er staðið þá er það ekki einkunn á blaði sem segir til um það hversu mikils virði þú ert sem manneskja.“ Hundurinn Oreo lykilfélagi Í myndinni segir fjölmargt fólk sem er lesblint frá reynslu sinni, fólk sem hefur náð mjög langt á ólíkum sviðum. „Ég vildi fá fólk úr mismunandi atvinnugreinum sem segir frá hvernig þau komust þangað sem þau eru komin. Þarna er til dæmis les- blindur tannlæknir, ljósmyndari, tónlistarfólk, íþróttafólk og fleiri. Þó það hafi ekki staðið til í upphafi þá er ég og sagan mín líka í myndinni. Ég segi frá hvernig ég bjó til mína eigin kennslutækni, en ég náði ekki tökum á mínu námi fyrr en á öðru ári í Verzló. Ég lagði mikið á mig til að komast inn í Verzló, sem var draum- ur minn, af því mig langaði svo mikið til að taka þátt í starfi nemenda- félagsins, Nemó. Ég hafði síðan eng- an tíma til að starfa í Nemó því allur minn tími fór í að læra. Á fyrsta árinu mínu í Verzló fór ég að upplifa tilfinningar sem ég vissi ekki að ég ætti til, ég var næstum búin að gef- ast upp. Þetta var of erfitt fyrir mig, enda mjög krefjandi nám og ég gerði ekkert annað en læra. Lausnin fyrir mig fólst í kennsluaðferð minni sem er hundurinn minn hann Oreo, en hann lærði með mér í gegnum allan Verzló. Hann sat með mér og hlust- aði á mig og honum fannst allt áhugavert sem ég sagði. Við vorum lykilfélagar í lærdómi, ég las allt námsefnið upphátt fyrir hann.“ Ekki geta allir setið kyrrir Sylvía segir að myndin hennar sé hugsuð fyrir 10 ára og eldri, en hana hafi líka langaði til að ná til yngri barna og hún er því að vinna að barnabók. „Hún heitir Oreo fer í skólann, en þar kemst hundurinn að því að hann er lesblindur. Ég er líka að búa til bangsa sem eru hannaðir fyrir krakka til að þeir geti lesið upphátt fyrir þá, og ég samdi líka lag um Oreo. Það er mikilvægt að foreldrar lesi svona bók fyrir börn- in sín áður en þau byrja í skóla, til að undirbúa þau fyrir það ef þau eiga erfitt með að lesa eða eru leng- ur að því en aðrir, þá er það allt í lagi. Við eigum að grípa strax inn í, bæði foreldrar og skóli, og vinna með það frá upphafi skólagöngu. Litli bróðir minn er gott dæmi um hvað það skiptir miklu máli, en hann greindist lesblindur miklu fyrr en ég og fékk viðeigandi aðstoð strax. Fyrir vikið náði hann að móta sína námstækni miklu fyrr en ég,“ segir Sylvía og bætir við að þau systkinin séu gjörólíkir einstakl- ingar. „Ég get setið kyrr við borð en hann getur það ekki, hann er fótbol- tastrákur og er alltaf á fullu. Hon- um hentaði því annars konar úrræði en mér. Mamma lét hann kasta bolta eða sparka í bolta á meðan hann var að læra. Í myndinni sýnum við ýmis ólík verkfæri sem virka fyrir lesblinda, en hver og einn verður að velja og finna út hvað hentar honum eða henni. Foreldrar þekkja sín börn best og vita hvað hentar þeim.“ Við þurfum fjölbreytileika Sylvía segist brenna fyrir mál- efni lesblindra og því fleiri viðtöl sem hún tók fyrir myndina, því meira fann hún hversu mikil þörf er fyrir slíka mynd. „Þetta snýst ekki um að les- blind börn geti fengið tíu í einkunn með hjálp, heldur líka að þau átti sig á að þau séu góð í einhverju öðru og að efla þau á því sviði frá unga aldri. Því miður eru enn starfandi kenn- arar sem halda að lesblinda sé leti, þeir átta sig ekki á hvað þetta er. Sem betur fer eru nokkrir skólar farnir að bjóða upp á að krakkar fái að skila verkefnum með þeim hætti sem þeim hentar, t.d. ef nemendur eiga að lesa Njálssögu, þá fá þeir að velja í hvað formi þeir skila verkefni um bókina. Þeir sem vilja skrifa rit- gerð mega gera það, en aðrir geta skilað verkefninu í formi tónlistar, tölvuleiks, leiklistar eða einhvers annars forms, þar sem styrkleikar þeirra fá að njóta sín. Þannig fá allir að blómstra og skólinn skilar af sér fólki út í samfélagið sem hefur feng- ið þjálfun á ólíkustu sviðum. Við eig- um ekki að framleiða nemendur sem allir eru góðir á sama sviði. Samfélagið nýtur góðs af fjölbreyti- leikanum,“ segir Sylvía og bætir við að titillag myndarinnar, My Party, komi út á morgun og verði aðgengi- legt á öllum streymisveitum. Við getum allt sem við ætlum okkur Einn af hverjum fimm, eða um 20 %, glímir við ein- hvers konar lesblindu, sem er þroskaröskun á náms- hæfni í lestri, skrift, stafsetningu og stærðfræði. Sylvía Erla Melsteð er ein af þeim en hún hefur gert heimild- armyndina Lesblinda sem frumsýnd verður á RÚV í kvöld. „Einkunn á blaði er ekki virði manneskju.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Lykilfélagar í lærdómi Sylvía með hundi sínum Oreo, en hann lærði með henni í gegnum allan Verzlunarskólann. Stilla úr kvikmyndinni Velgengni Þorsteinn Sigurðsson ljósmyndari er einn af þeim sem kemur fram í mynd Sylvíu og segir frá reynslu sinni af því að vera lesblindur. Ný íslensk heimildarmynd um lesblindu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.