Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
GEYMSLUBOX
RIFJÁRN
ÁHÖLD
FÁST HJÁ OKKUR
ELDHÚSÁHÖLD
ráð fyrir 10 metra brú um Eiðsvík,
tveimur 80 metra löngum brúm í
Leiruvogi og 80 metra langri brú yfir
Kollafjörð.
„Sundabraut er nýr þjóðvegur frá
Sæbraut að Kjalarnesi. Gera má ráð
fyrir að yfir 10 þúsund ökutæki á sól-
arhring nýti sér þann hluta braut-
arinnar við opnun hennar og dregur
þannig úr umferð á Vesturlandsvegi
um Mosfellsbæ og í Ártúnsbrekku.
Árið 2020 hófust framkvæmdir við
breikkun Vesturlandsvegar með að-
skilnaði akstursstefna um Kjalarnes
frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum.
Með Sundabraut frá Gufunesi að
Kjalarnesi er líklegt að ekki þurfi að
breikka Vesturlandsveg í Kollafirði
og við Esjurætur ásamt því að núver-
andi umferðarrýmd vegarins um
Mosfellsbæ mun duga lengur,“ segir
m.a. í skýrslu starfshópsins.
Sveitarfélög á Vesturlandi hafa
sent frá sér ályktanir vegna útkomu
skýrslunnar og fagnað henni. Það er
að vonum því Sundabrautin mun
stytta vegalengdir frá þétt-
býlisstöðum á Vesturlandi til höf-
uðborgarinnar. Í bókun bæj-
arstjórnar Akraness eru stjórnvöld
hvött til að hefja undirbúning að
lagningu Sundabrautar nú þegar.
Bæjarstjórnin segir að það sé afar
mikilvægt að fara samtímis í allt
verkefnið. Jafnvel mætti hugsa sér til
að flýta framkvæmdum eins og kost-
ur er að hefja lagningu Sundabrautar
að norðanverðu.
Starfshópurinn telur að fram-
kvæmdir við Sundabraut geti hafist
árið 2025 og þeim verði lokið 2029-
2030. Undirbúningur, rannsóknir,
hönnun, mat á umhverfisáhrifum og
vinna við breytingar á skipulagsáætl-
unum taki að lágmarki fjögur ár. Þá
megi áætla að framkvæmdatími við
byggingu Sundabrúar og aðliggjandi
vega verði um 4-5 ár.
Ódýrari kafli Sundabrautar
Síðari áfangi Sundabrautar liggur yfir sjó og land, frá Gufunesi upp á Kjalarnes Verður á
tveimur akreinum í hvora átt á aðskildum akbrautum Áætlaður kostnaður er 25 milljarðar
Myndir/Efla
Sundabraut Hér má sjá hvernig vegurinn mun liggja úr Gufunesi upp í Kollafjörð. Firðir og víkur verða brúuð en að stærstu leyti verður vegurinn á landi.
Útfærsla Brú yfir Kollafjörð gæti verið í sveig frá Kjalarnesi yfir á Álfsnes.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í umræðum um nýja Sundabraut-
arskýrslu hefur mest verið rætt um
þverun Kleppsvíkur. Það er skilj-
anlegt því þetta er dýrasti kafli
brautarinnar og stærsta álitamálið
var hvort fyrir valinu yrði brú eða
göng undir víkina. Sundabrú varð
niðurstaðan og við hana verður mið-
að, segir Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra. Í þessari grein
verður sjónum beint að þeim kafla
Sundabrautar sem liggur úr Gufu-
nesi upp á Kjalarnes.
Síðari áfangi Sundabrautar liggur
frá Gufunesi um Eiðsvík og Geld-
inganes, yfir Leiruvog, Gunnunes,
Álfsnes og Kollafjörð og tengist
Vesturlandsvegi/Hringvegi á Kjal-
arnesi. Fram kemur í skýrslu starfs-
hóps um Sundabraut, sem birt var
fyrr í þessum mánuði, að í frummats-
skýrslu frá árinu 2009 hafi verið lagð-
ir fram fjórir valkostir um legu
Sundabrautar frá Gufunesi á Kjal-
arnes til mats á umhverfisáhrifum
framkvæmda.
Jarðgöng ekki í myndinni
Starfshópurinn leggur til að valinn
verði valkostur 1, sem er vegur á yf-
irborði alla leið og er miðað við hann í
umfjöllun og kostnaðarmati í skýrsl-
unni. Aðrir valkostir gerðu m.a. ráð
fyrir jarðgöngum. Er kostnaður við
þennan kafla metinn 25 milljarðar
króna, af alls 69 milljarða kostnaði
við Sundabraut í heild.
Sundabraut frá Gufunesi að Kjal-
arnesi með þverun Eiðsvíkur, Leiru-
vogs og Kollafjarðar mun verða með
tveimur akreinum í hvora átt á að-
skildum akbrautum með miðeyju
(2+2). Gert er ráð fyrir gatnamótum
við Borgaveg á Gufunesi, á Geld-
inganesi, við tengibraut á Gunnunesi
og við Vesturlandsveg á Kjalarnesi.
Brýr gera ráð fyrir fullum vatns-
skiptum og af nægilegri lengd til að
áhrif á lífríki verði óveruleg. Gert er
Það liggur fyrir að Sundabraut
mun raska fornminjum á Gunnu-
nesi, segir í skýrslu starfshópsins.
Sá valkostur sem lagður hefur
verið til undir brautina var talinn
hafa minnst áhrif á fornminjar af
þeim valkostum sem skoðaðir hafa
verið. Töluverðar breytingar hafa
verið gerðar til að mæta því.
Vegagerðin og Reykjavíkurborg
hafa átt fundi með Minjastofnun
varðandi frekari útfærslur á legu
Sundabrautar um Gunnunes og
mun sú vinna halda áfram.
Í september í fyrra sendi Minja-
stofnun frá sér eftirfarandi yfirlýs-
ingu af gefnu tilefni þess efnis að
áform um friðlýsingu menningar-
og búsetulandslags við Þern-
eyjarsund, í Þerney og á Álfsnesi
eigi ekki að hindra lagningu Sunda-
brautar.
Við gerð friðlýsingartillögunnar,
fyrr á árinu, hafi verið tekið tillit til
þeirra valkosta sem lágu fyrir varð-
andi lagningu brautarinnar á þann
hátt að friðlýsingin útilokaði ekki
gerð hennar.
Álfsnes Þar er að finna sjávarútvegsminjar, leifar af fiskbyrgjum, líklega
frá þeim tíma þegar Þerneyjarsund var útflutningshöfn árin 1300-1500.
Tekið hefur verið
tillit til fornminja