Morgunblaðið - 05.03.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 05.03.2021, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 5. M A R S 2 0 2 1 Stofnað 1913  54. tölublað  109. árgangur  BENEDIKT BÚ- ÁLFUR Í LEIT AÐ TÓTA TANNÁLFI BIFREIÐAR ÁFRAM AÐAL- FERÐAMÁTINN RÚMLEGA ÞRÍR UNGAR Á HVERN KVENFUGL Í FYRRA KOLEFNISLAUS 12 HLUTFALLIÐ ER MJÖG LÁGT 8ÁRNI BEINTEINN 28 Morgunblaðið/Eyþór Tap Rekstur Póstsins hefur verið þungur.  Hörður Felix Harðarson hæsta- réttarlögmaður telur að það fái ekki staðist, sem samgöngu- ráðuneytið heldur fram, að ákvæði póstlaga um gjaldskrá alþjónustu sé „ekki að öllu leyti virkt“. Umrædd málsgrein í póstlög- unum kveður á um að gjaldskráin skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. En einkaaðilar halda því fram að Íslandspóstur niðurgreiði sendingar. Aðalfundur Íslandspósts fer fram í dag. »11 Ber brigður á skýr- ingar ráðuneytisins um póstþjónustuna Jóhann Ólafsson johann@mbl.is „Við erum að reyna að átta okkur á hvaða mögu- leikar eru í stöðunni og þeir eru mjög margir. Þessi atburðarás kemur okkur á óvart á hverjum degi,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Þrátt fyrir gosleysi í kjölfar óróapúls suður af Keili við Litla-Hrút á miðviku- dag er enn mikil virkni á svæðinu og hefur hún heldur færst í suðvestur frá Keili. Páll segir ekki nokkra leið að spá um framhaldið en sérfræðingar eiga fullt í fangi með að reyna að skilja hvað gerðist eftir að óróapúlsinn mældist. Gervihnattamyndir sem spanna tímann frá 25. febrúar til 3. mars sýna kvikugang milli Fagradals- fjalls og Keilis en sýna ekki verulega aukningu í kvikuhreyfingum samfara óróanum á miðvikudag. „Það hefði enginn orðið hissa þótt breytingarnar hefðu verið talsverðar og eitthvað hægt að ráða í þær. Það hefur verið kvikuhlaup en mjög lítið,“ seg- ir Páll. Ný hraunflæðispá vísindamanna við Háskóla Ís- lands gerir ráð fyrir fjórum hugsanlegum svæðum eldgoss. Eitt þeirra er Sýlingafell, rétt norðan Grindavíkur, en hin þrjú eru Móhálsadalur, Fagra- dalsfjallssvæðið og Hauksvörðugjá. Frá því síð- asta spá vísindamannanna var gerð hefur skjálfta- virknin dreift úr sér og fyrir vikið eru fleiri svæði talin möguleg sem eldsupptök en í fyrri spám. Páll bendir á að um langa atburðarás sé að ræða á Reykjanesi en hún hófst í desember 2019. „Hún hefur magnast með tímanum. Í hvert skipti sem hrina byrjar er hún magnaðri en fyrri.“ Atburðarásin á Reykjanes- skaga kemur stöðugt á óvart  Skjálftavirkni hefur færst suðvestur frá Keili  Lítið kvikuhlaup á miðvikudag Morgunblaðið/Eggert Ábyggileg Björgunarsveitarfólkið Steinar Þór Kristinsson og Ásdís Marín Kristjánsdóttir á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. MÞað er kominn tími á eldgos »6  Guðni Bergs- son, formaður KSÍ, segir áhyggjuefni að íslenska karla- landsliðið standi frammi fyrir því að vera án nokk- urra lykilleik- manna þegar það mætir Þýskalandi í Duisburg fimmtudag- inn 25. mars, í fyrsta leik sínum í undankeppni heimsmeistaramóts- ins 2022. „Þetta myndi veikja okkar lið mikið og við erum engan veginn sáttir við það. Við erum að vinna í þessu máli og reyna að leysa það en það er ekki komin nein niður- staða ennþá,“ sagði Guðni í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Óformlegar viðræður um flutning leikja eru í gangi. »27 Myndi veikja karla- landsliðið mikið Guðni Bergsson Brýnt er að tryggja olíuöryggi hér á landi og bæta birgðastöðuna í sam- ræmi við það sem tíðkast í mörgum Evrópuríkjum, skilgreina lágmarks- birgðir og leggja mat á áhættu af mögulegum skorti á eldsneyti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á þjóðaröryggis- málum. Þar segir að birgðastaða olíu sé mjög mismunandi milli ára, oft séu takmarkaðar olíubirgðir til innan lands og hafi jafnvel farið niður í nokkurra daga birgðir. Um veikleika sé að ræða, enda standi Ísland langt að baki nágrannalöndum í þessu efni. Helguvíkurhöfn er eina höfnin sem tekur við og geymir eldsneyti fyrir flugvélar og er bent á að lokist sú höfn gæti eldsneytisafgreiðsla til loftfara á Keflavíkurflugvelli að hámarki haldið áfram í þrjár vikur. Æfa þarf áætlun til að fara eftir ef Helguvíkurhöfn lokast að mati ráðsins Mikið verk er sagt fyrir höndum við að bæta netöryggismál, sem sé ábótavant. Evrópulögreglan hafi einnig bent á aukningu netglæpa í veirufaraldrinum og komið hafi upp veikleikar í tölvukerfum vegna fjar- fundarhugbúnaðar sem gerðu kleift að hlera fjarfundi eða nálgast upplýs- ingar um notanda. Gera þarf heildstætt hættu- og áhættumat vegna allrar náttúruvár og kortleggja landið m.t.t. skriðu- hættu og berghlaupa að mati ráðsins. Talið er brýnt að kanna möguleika á að koma á varafjarskiptasambandi í gegnum gervihnetti því alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna geti gert landið að mestu sambandslaust við umheiminn. »10 Telja brýnt að olíuöryggi sé bætt og birgðir tryggðar  Þörf á hættumati vegna náttúruvár  Netöryggi ábótavant Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eru sumir mjög óánægðir með fjölmiðlaviðtöl, sem píratarnir Jón Þór Ólafsson, for- maður nefndarinnar, og Andrés Ingi Jónsson veittu eftir nefndarfund í fyrradag og telja til marks um trún- aðarbrest. Viðtölin voru tekin eftir nefndar- fund með lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu vegna símtala hans og dómsmálaráðherra á aðfangadag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, segir að þeir félagar hafi hallað réttu máli um það, sem þar fór fram, og bæði notfært sér trúnað um fundina og rofið hann í trausti þess að það gerðu aðrir nefndarmenn ekki. Hann segir ábyrgð formannsins mikla. „Jón Þór Ólafsson hefur brugðist skyldum sínum sem nefnd- arformaður með dylgjum og rang- færslum um það sem fram hefur kom- ið á fundum nefndarinnar.“ Óli Björn telur píratana tvo ekki hafa sést fyrir í „óstjórnlegri löngun til að koma höggi á pólitískan and- stæðing“. »7 Deilt á pírata fyr- ir trúnaðarbrest  Þingnefnd sögð notuð í pólitískri heift

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.