Morgunblaðið - 05.03.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 05.03.2021, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heritage-stofnuniní Banda- ríkjunum tilkynnti í gær að Hong Kong yrði ekki lengur höfð með á lista stofn- unarinnar yfir frjálsustu hag- kerfi í heimi, enda væri ekki lengur forsenda fyrir því að hafa borgina aðskilda frá meginlandi Kína. Sagði í rök- stuðningi stofnunarinnar að búið væri að vega svo mjög að pólitísku sjálfstæði borgar- innar að í raun væri nú enginn munur á henni og öðrum stór- borgum Kína, eins og Sjanghæ eða Peking. Ákvörðun Heritage-stofn- unarinnar er heilmikill áfellis- dómur yfir bæði Hong Kong og kínverskum stjórnvöldum, en borgin hefur verið á toppi listans í 25 af síðustu 26 árum sem stofnunin hefur haldið ut- an um hann. Yfirvöld í borg- inni voru þá jafnan fljót að hæla niðurstöðunni, sem sýndi hversu vel væri haldið á mál- um í Hong Kong. Paul Chang, yfirmaður fjármála í sjálfs- stjórn borgarinnar, fordæmdi hins vegar nú ákvörðun Her- itage-stofnunarinnar, og sagði hana „litaða af hugmynda- fræði og hlutdrægni“. Fall Hong Kong af listanum sýnir hins vegar einungis svart á hvítu hver hin rétta staða mála í borginni er, eftir að „þjóðaröryggislögin“ svo- nefndu tóku gildi í fyrra. Til dæmis voru nú á sunnudaginn 47 af helstu andstæðingum stjórnvalda handteknir og ákærðir af lögreglunni fyrir „undirróðursstarfsemi“, en kunnugir segja engan flugufót fyrir þeim ásökunum. 32 þeirra var neitað um lausn gegn tryggingu í gær, og hinum fimmtán var varp- að aftur í fangelsi, þar sem saksókn- ari áfrýjaði tryggingargjaldi þeirra. Er sú ákvörðun sögð sýna að „sjálf- stæði“ dómstólanna í Hong Kong sé nú horfið, en það hef- ur löngum verið notað sem ein helsta röksemdin fyrir erlenda fjárfesta til að beina fjár- munum sínum til Hong Kong frekar en keppinauta borg- arinnar á meginlandi Kína. Ekki er betra í vændum því að kínverska löggjafarþingið hyggst koma saman í dag, meðal annars til að ræða frum- varp til breytinga á kosn- ingalöggjöf borgarinnar. Verður þar hert enn frekar á tökum kínverskra stjórnvalda yfir Hong Kong, með því að gæta þess vandlega að engar óánægju- eða gagnrýnisraddir geti komið að stjórn borgar- innar, heldur bara „harðir föð- urlandsvinir“ líkt og ríkisfjöl- miðlar í Kína hafa orðað það. Það er því fátt orðið eftir af þeirri sérstöðu sem Hong Kong naut og réttlætti það að borgin væri kölluð „frjálsasta hagkerfi heims“. Og þau mannréttindi, sem íbúum borgarinnar áttu að vera tryggð til ársins 2047, eru að hverfa hratt. Og það versta er að í stað þess að kínversk stjórnvöld staldri við og end- urskoði afstöðu sína til Hong Kong halda þau áfram að þurrka út þann mun sem hing- að til hefur verið lýst sem eitt ríki, tvö kerfi. Þau orð, sem áttu að sýna fram á að Kína væri treystandi til að viðhalda heilbrigðu stjórnkerfi í Hong Kong, hafa nú sáralítið gildi. Varla er hægt að sjá mun á Hong Kong og Kína lengur} Eitt ríki, eitt kerfi Nýlegar tölurum samdrátt landsframleiðsl- unnar hér á landi í fyrra benda til að kreppan sem fylgdi kórónu- veirufaraldrinum hafi verið heldur minni en flestir höfðu spáð. Samdrátturinn nam, samkvæmt bráðabirgðatölum, 6,6%, sem er mikið högg þó að óttast hafi verið að það yrði enn meira. Þetta er út af fyrir sig ánægjuefni og sýnir styrk og sveigjanleika atvinnulífsins við erfiðar aðstæður auk þess sem þetta er vísbending um að aðgerðir stjórnvalda, þar með taldar vaxtalækkanir Seðla- bankans, hafi skilað árangri. En þó að þessar tölur séu ánægjuefni og gefi tilefni til bjartsýni um framhaldið má ekki gleyma því að samkvæmt Hag- stofunni eru nú um 16.600 atvinnu- lausir hér á landi, eða 8,2% vinnandi fólks. Það er mikið alvörumál og kallar á að fyr- irtækjum landsins verði búin sem best skilyrði til að þau geti ráðið fólk í vinnu og hald- ið uppi atvinnu. Í því sambandi er full ástæða fyrir stjórnvöld til að huga að launatengdum greiðslum til hins opinbera. Umsamin laun eru orðin afar há eftir óraunsæja kjarasamn- inga en ofan á þau bætast launatengdar skattgreiðslur sem löngu tímabært er að lækka. Kreppan virðist minni en óttast var, en atvinnuleysið er mikið áhyggjuefni} Lækka þarf launatengd gjöld Þ egar ég var ungur sá ég apa í búri. Mér fundust aparnir mjög merki- legir og fylgdist dáleiddur með því hvernig aparnir sveifluðu sér fram og til baka og léku sér. Einn þeirra sýndi mér áhuga, af því að ég fékk mér nammi úr litlum poka sem ég var með. Apinn rétti höndina út í gegnum rimlana og litli ég gat ekki annað en gefið apanum brjóstsykursmolann sem var eftir í pokanum. Ég man hvernig apinn hrifsaði til sín molann og dró höndina aftur inn í búrið. En rimlarnir á búrinu voru í kross og höndin sem hélt á mol- anum var of stór til þess að komast aftur inn í búrið. Apinn hélt vel utan um molann og ég sá ekki nokkra leið til þess að apinn næði hendinni aftur inn í búr án þess að sleppa molanum. Ég áttaði mig á því að ég hefði ekki átt að gefa apanum nammi og fann ég fyrir létti vegna þess að molinn kæmist hvort eð er ekki inn í búrið. Á sama tíma vorkenndi ég apanum líka því molinn var góður. Þá kom apinn mér á óvart, gerði sér lítið fyrir og teygði hina hönd- ina út fyrir búrið, tók molann með þeirri hendi og notaði hana til þess að stinga molanum í gegnum rimlana beint upp í munninn. Apinn kunni á búrið sitt. Við erum öll í einhvers konar búri. Þau eru ekki öll áþreifanleg en eru alveg jafn mikil búr þrátt fyrir það. Það eru til búr fátæktar, örorku, kynferðis, kynþáttar og miklu fleiri. Undanfarið ár höfum við búið í búri Kófsins; sam- komutakmarkanir, 2 m reglan, grímur, viðskiptatakmark- anir og vefstreymi frá jarðarförum. Sumir mega samt hitta vinkonur sínar eða bjóða vin- um sínum að gista á meðan aðrir geta ekkert gert. Atvinnuleysi og skuldir fyrir marga. Hlutabréfahækkun fyrir hina á meðan einn af hverjum fjórum á erfitt með að ná endum saman. Við búum öll í búri en sumir fá stærri búr en aðrir og fleiri mola. Ríkisábyrgð og uppsagn- arstyrkir eru þeir molar sem sumir fá á meðan aðrir þurfa að sætta sig við atvinnuleysis- bætur eða fjárhagsaðstoð. Veðmál ríkisstjórn- arinnar um stuttan V-laga faraldur er löngu tapað en samt sjáum við engar aðrar aðgerðir nema að bíða eftir bóluefni og vona að ferða- þjónustan með sínum láglaunastörfum bjargi okkur aftur. Slík störf eru ekki nægilega burðug til þess að standa undir samfélagi vel- sældar til framtíðar. Við þurfum að gera betur. Framtíðin býr í þekkingu, grænum iðnaði og nýsköpun í víðum skilningi. Þar finnum við farsæla framtíð í síbreyti- legum heimi. Við þurfum að skipta út búrunum fyrir ör- yggi í húsnæðismálum því þar finnum við lykilinn að áhyggjulausu ævikvöldi, undir skuldlausu þaki. Það verð- ur mjög mikilvægt á næstu tveimur árum að verja heimili fólks á meðan atvinnulífið er að komast aftur í gang. Þar hafa Píratar sýnt frumkvæði á undanförnum árum og munu halda áfram að berjast. Björn Leví Gunnarsson Pistill Við búum í búri Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Bændasamtaka Ís-lands samþykkti samhljóðaá fundi fyrir skömmu aðóska eftir áliti umboðs- manns Alþingis á stjórnsýslulegu fyrirkomulagi við framkvæmd bú- vörusamninga innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar er vísað til flutnings búnaðarstofu frá Matvælastofnun (Mast) til ráðu- neytisins. Búnaðarstofa var áður sjálfstæð eining vistuð hjá Bændasamtökum Íslands og síðar hjá Matvæla- stofnun. Þar var safnað upplýsing- um um búfjárhald, beingreiðslur fyr- ir framleiðslu greiddar út og fleira. Mótmæltu breytingunni Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að ekki hafi þótt stjórnsýslulega skyn- samlegt að hafa búnaðarstofu hjá Bændasamtökunum og því hafi hún verið sett undir Mast. Bænda- samtökin, Samband garðyrkju- bænda og fleiri hafi gert athuga- semdir við að búnaðarstofa væri færð inn í ráðuneytið. Með því væru möguleikar bænda til að skjóta ágreiningsmálum um ráðstöfun fjár- muna og önnur atriði á grundvelli búvörusamninga til æðra stjórnvalds úr sögunni. Auk þess væri þessi um- sýsla komin beint undir annan samn- ingsaðila búvörusamninga. Þegar bændur hefðu ekki lengur tækifæri til að kæra stjórnsýsluákvarðanir yrðu þeir sem teldu á sér brotið að leita beint til dómstóla. „Að mínu viti er þetta ekki stjórnsýsla sem hæfir í lýðræðisríki.“ Fjallað var um þessi atriði í grein- argerð með lagafrumvarpinu sem heimilaði flutning búnaðarstofu inn í ráðuneytið. Þar kemur fram að stjórnsýslukæra til æðra stjórnvalds sé jafnan talin virkasti möguleiki borgara til að fá ákvörðun tekna til umfjöllunar að nýju. Það úrræði sé ekki eins virkt og ætla mætti þar sem langstærstan hluta ákvarðana búnaðarstofu megi telja til svo- nefndra lögbundinna ákvarðana sem byggist á skýrum reglum og stöðugri framkvæmd. Þá er á það bent að um sé að ræða fáein tilvik á ári enda hóp- urinn bundinn við bændur sem hafi langa reynslu af samskiptum við stjórnvöld landbúnaðarmála. Ráðu- neytið bendir á að unnt sé að krefjast rökstuðnings og bera mál að nýju undir stjórnvald. Telur það að færa megi rök að því að skylda til að taka slíka beiðni til alvarlegrar athugunar sé sérstaklega sterk þegar um eitt stjórnsýslustig sé að ræða, eins og í þessu tilviki. Ekki eru allir lögfræðingar sam- mála þessari skilgreiningu, telja að með þessu fyrirkomulagi sé réttar- öryggi borgara í samskiptum við hið opinbera ekki tryggt. Atvinnuveganefnd Alþingis keypti rök ráðuneytisins enda upplýsti ráðuneytið nefndina um að það hefði þegar hafið skipulagningu á því hvernig tryggt yrði að réttaröryggis yrði gætt. Lagði nefndin áherslu á að innri ferlar vegna kærumála yrðu komnir í gagnið þegar lögin kæmu til framkvæmda. Bændasamtökin kvarta ekki til umboðsmanns Alþingis heldur óska eftir áliti hans. Gunnar segir að það sé vegna þess að Bændasamtökin séu ekki aðilar mála sem þar séu til umfjöllunar. Þau leiti til umboðs- manns á grundvelli hugsanlegra brota gegn einstaka bændum í fram- tíðinni. Leita álits á stjórn- sýslu ráðuneytis Morgunblaðið/Eggert Kýr Hlutverk búnaðarstofu var m.a. að reikna út og greiða til bænda bein- greiðslur út á framleiðslu þeirra. Einnig að safna upplýsingum um greinina.Gunnar Þorgeirsson Rökin fyrir flutningi búnaðar- stofu frá MAST inn í ráðuneytið voru meðal annars þau að styrkja þyrfti stjórnsýslu ráðu- neytisins í landbúnaði og hag- ræða í rekstri málaflokksins. Lögð var áhersla á það í um- sögnum Bændasamtaka Ís- lands og fleiri samtaka að bún- aðarstofa yrði áfram sjálfstæð stofnun þótt hún yrði færð inn í ráðuneytið. Undir þetta var tekið í nefndaráliti atvinnu- veganefndar Alþingis þegar hún afgreiddi málið frá sér. Bent var á að verkefni búnaðar- stofu hefðu verið skýrt afmörk- uð innan MAST og því ætti ekk- ert að vera því til fyrirstöðu að þannig yrði það í ráðuneytinu. Beindi nefndin því til atvinnu- vegaráðuneytisins að verkefni búnaðarstofu yrðu afmörkuð með skýrum hætti innan ráðu- neytisins. Fram kom síðar að dreifa ætti verkefnum á fleiri staði en skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Átti að hafa aðgreint BÚNAÐARSTOFA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.