Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 6. M A R S 2 0 2 1
Stofnað 1913 55. tölublað 109. árgangur
Verð frá 5.190.000 kr.
Ný Octavia frumsýnd
Sú besta hingað til!
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/skodasalur
STAÐIR MEÐ
TENGINGU VIÐ
LÍF OG FORTÍÐ
DRAUMA-
BYRJUN
MEÐ BAYERN
KARÓLÍNA LEA 41TVÆR SÝNINGAR EDDU 42
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri
Íslandspóts, segir hagræðingu fyrir-
tækisins komna að þolmörkum. Ef
ganga eigi lengra í hagræðingu þurfi
að breyta þjónustuskyldunni. Ein
leið sé að hætta að bera bréf inn um
hverja lúgu, enda sé gríðarlegur
samdráttur í bréfamagninu, sem
minnkaði t.d. um 37% í janúar.
Tekjur Íslandspósts minnkuðu frá
fyrra ári. Þær voru um 7,45 millj-
arðar í fyrra en 7,7 milljarðar 2019.
Á þriðja hundrað sagt upp
Þá minnkar launakostnaður um
tæplega 440 milljónir en fyrirtækið
hefur fækkað stöðugildum um á
þriðja hundrað frá árinu 2018.
Frá ársbyrjun 2020 hefur Íslands-
póstur haft sömu gjaldskrá fyrir allt
landið í pakkasendingum en áður
voru gjaldsvæðin fjögur. Fullyrða
Samtök verslunar og þjónustu að
fyrirtækið hafi þar með farið að nið-
urgreiða pakkasendingar út á land
og þannig veikt flutningsfyrirtækin.
Þórhildur Ólöf segir Íslandspóst
vilja að þessu verði breytt.
„Þetta hefur reynst okkur mjög
þungt. Við erum ekki samkeppnis-
hæf í Reykjavík – við erum með of
hátt verð í Reykjavík og of lágt verð
úti á landi – sem setur okkur í gríð-
arlega erfiða stöðu. Við höfum ekki
farið dult með þá skoðun okkar að
þessu þurfi að breyta,“ segir Þór-
hildur Ólöf um afleiðingar þess að
jafna gjaldskrána. Sú hugsun hafi
verið falleg en ekki hugsuð til enda.
Hún segir ýmsar breytingar í far-
vatninu. Meðal annars varðandi
vetnisvæðingu flutningabíla og þró-
un stafrænna lausna.
Íhuga að hætta útburði bréfa
Forstjóri Íslandspósts skorar á löggjafann að breyta lögum um starfsemina
MÞað má ekkert út af bera »6
Bætt hefur verið í siglingaáætlun Breiðafjarðarferjunnar
Baldurs vegna lélegra vega í Gufudalssveit og Reykhólasveit.
bryggju undir Súgandisey. Siglt er til Brjánslækjar með við-
komu í náttúruperlunni Flatey.
Ef á þarf að halda siglir Baldur tvisvar á dag, virka daga. Sæ-
ferðir gera skipið út frá Stykkishólmi þar sem það liggur við
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baldur við bryggju
undir Súgandisey
Um 23.000 jarðskjálftar hafa
mælst á Reykjanesskaga frá því að
núverandi skjálftahrina hófst á mið-
vikudaginn fyrir rúmri viku, og er
það með því mesta sem Veðurstofan
hefur mælt í einni og sömu hrinunni.
Mældust um 2.300 jarðskjálftar í
gær, og voru flestir þeirra litlir, en
þrír skjálftar mældust yfir þrír að
stærð.
Rafmagnslaust varð í Grindavík í
gær í um sjö tíma, en það var sagt
ótengt jarðskjálftunum. Varð einn-
ig rafmagnslaust á Suðurlandi um
hálfellefuleytið í gærkvöldi, og var
enn þegar blaðið fór í prentun. »4
Einn mesti fjöldi
skjálfta í einni hrinu