Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnar Kristjánsson
Grundarfirði
Það þykja tíðindi þegar ný hús
rísa en nú eru framkvæmdir hafnar á
byggingarlóðum tveggja einbýlis-
húsa í Grundarfirði. Bæjarstjórn
ákvað á síðasta ári að gefa afslátt af
lóðargjöldum á svokölluðum þétting-
arlóðum og framlengdi síðan þau
ákvæði yfir á yfirstandandi ár með
þessum árangri. Þá hefur GRUN hf.
handsalað samning við Vélsmiðju
Grundarfjarðar um byggingu inn-
flutts stálgrindarhúss á athafna-
svæði Grundarfjarðarhafnar við
Norðurgarð en netaverkstæðið hefur
verið í gömlu húsnæði fremst á
Framnesi hingað til.
Framkvæmdir við lengingu
Norðurgarðs um 130 metra ganga
samkvæmt áætlun. Almenna um-
hverfisþjónustan hefur í vetur unnið
að frágangi bryggjukants og stiga
ásamt því að steypa niður polla og
undirstöður aðstöðuhúss. Reiknað er
með því að þessum framkvæmdum
ljúki í vor með því að yfir alla leng-
inguna verði steypt þekja og þar með
verði fljótlega hægt að fara að búa
sig undir móttöku skemmtiferða-
skipa. Samtök sveitarfélaga á Vest-
urlandi stóðu nýverið fyrir áhuga-
verðum opnum fundi á Zoom um „ný
atvinnutækifæri“ þar sem Hafsteinn
Helgason, verkfræðingur og ráðgjafi
hjá Eflu, ræddi um ýmis tækifæri
sem verða til í atvinnulífinu.
Meðal þess sem Hafsteinn
ræddi um var nauðsyn þess að sveit-
arfélög mörkuðu sér stefnu til langr-
ar framtíðar og gengju út frá því við
stefnumótunarvinnuna að átta sig á
auðlindum sveitarfélagsins. Sem
dæmi um auðlindir Grundarfjarðar
nefndi hann Kirkjufell og Grund-
arfjarðarhöfn.
Grundarfjarðarhöfn hefur haft
í nógu að snúast við móttöku fiski-
skipa af öllum stærðum frá því í jan-
úarbyrjun. Skip og bátar af ýmsum
stöðum umhverfis landið hafa verið á
veiðum í Breiðafirði og nýtt sér þá
frábæru þjónustu sem höfnin hefur
upp á að bjóða.
Svæðisgarður Snæfellsness,
sem öll sveitarfélög á nesinu eru að-
ilar að, er stöðugt að sækja í sig veðr-
ið. Á dögunum var umhverfis-
ráðherra, Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, á ferð á nesinu til að
undirrita samning um „að kanna
ávinning þess að Snæfellsnes verði
þátttakandi í verkefni UNESCO um
manninn og lífhvolfið“.
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
var stofnaður af sveitarfélögunum,
fimm frjálsum félagasamtökum og
hagsmunaaðilum í atvinnulífi árið
2014. Svæðisgarðurinn er farvegur
fyrir samstarf um uppbyggingu
byggðar og atvinnu, á grunni ný-
sköpunar og sjálfbærrar nýtingar
auðlinda, en stefna um það er sett
fram í svæðisskipulagi Snæfellsness
2014-2026.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánssson
Grundarfjörður Mokað fyrir húsgrunni en lítið hefur verið um nýbyggingar síðustu ár. Kirkjufell í bakgrunni.
Íbúðir og stálgrindarhús
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
ÁTVR gagnrýnir mjög ákveðið í 25
blaðsíðna umsögn frumvarp dóms-
málaráðherra um að leyfa smærri
brugghúsum að selja bjór beint af
framleiðslustað. Í umsögn ÁTVR
segir að „þrátt fyrir að fyrirliggjandi
frumvarp láti e.t.v. lítið yfir sér við
fyrstu sýn yrði höggvið stórt skarð í
rótgróna einkasölu íslenska ríkisins
á áfengi með því að heimila hér
hagnaðardrifna smásölu áfengra
drykkja. Með þeirri undanþágu sem
frumvarpið gerir ráð fyrir myndu
forsendur fyrir rekstri ÁTVR að öll-
um líkindum bresta,“ segir orðrétt í
umsögninni.
Verði frumvarpið samþykkt yrði
smærri brugghúsum, sem framleiða
minna magn en 500.000 lítra af
áfengi á ári, gert kleift að selja
áfengt öl með allt að 12% styrkleika í
smásölu beint frá býli. Ekki hefur
verið talið að þessi breyting myndi
hafa teljandi áhrif á áfengissölu
ÁTVR en því er ÁTVR ósammála,
sem heldur því fram að ef t.d. tutt-
ugu brugghús myndu á einu ári selja
allt að 500.000 lítra eigin framleiðslu
í smásölu á grundvelli þessarar und-
anþágu, næmi heildarsala þeirra allt
að tíu milljón áfengislítrum, sem
samsvari hátt í helmingi allrar bjór-
sölu ÁTVR síðastliðið ár.
Í umsögn ÁTVR er líka m.a. bent
á að Evrópuréttur setji ríkiseinka-
sölum strangar skorður sem gæta
þurfi að. Líklegt sé að lagabreyting-
ar um undanþágu frá einkarétti rík-
isins til smásölu áfengis þyrfti að til-
kynna til Eftirlitsstofnunar EFTA,
„enda má ætla að opnun nýrrar leið-
ar til smásölu áfengis sem aðeins
næði til innlendrar framleiðslu hefði
neikvæð áhrif á frjálst vöruflæði og
viðskipti milli aðildarríkja EES – því
meiri eftir því sem umfang undan-
þágunnar frá einkasölunni væri“.
Fram kemur í umsögn Skattsins
að alls var lagt áfengisgjald á 28
framleiðendur áfengs öls í fyrra og
nam álagningin samtals um 5,2 millj-
örðum króna. Þar af hefðu 25 fram-
leiðendur uppfyllt forsendur frum-
varpsins um að vera undir tilgreindu
500 þúsund lítra framleiðslumagni.
Hlutur þessara 25 framleiðenda í
álagningu áfengisgjalds í fyrra var
um 4% af heildarfjárhæð þess.
Hægt að forma undanþágu
Í umsögn ÁTVR segir að áfeng-
issala beint frá býli sé afar flókið lög-
fræðilegt viðfangsefni og svigrúm til
þess að heimila áfengisframleiðend-
um smásölu áfengis á framleiðslu-
stað sé að öllum líkindum mjög
þröngt. Tillagan sé alltof víðtæk en
ekki sé þó útilokað „að hægt sé að
forma góða og gilda undanþágu frá
einkarétti ríkisins til smásölu áfeng-
is til þess að svara kalli um aukna
möguleika minni brugghúsa, einkum
á landsbyggðinni, til þess að koma
handverksbjórum sem framleiddir
eru í takmörkuðu magni í smásölu“.
Ennfremur segir um sölutölur
sem ÁTVR birtir að ef 25 brugghús
selji öll leyfilegt heildarmagn gæti
samanlögð sala þeirra orðið allt að
12.500.000 lítrar af öli á ári. Það sam-
svari allt að 61% af heildarsölu
ÁTVR á öli með áfengisinnihald til
og með 12% í fyrra og miðað við
þessar forsendur gæti salan beint
frá býli verið allt að 47% af heild-
arsölu ÁTVR á áfengi. omfr@mbl.is
Segja höggvið
að rekstri ÁTVR
ÁTVR gagnrýnir brugghúsafrum-
varp Geti jafngilt 47% af sölu ÁTVR
Morgunblaðið/Valdís Thor
Vínbúð ÁTVR seldi 20,5 millj. lítra
af öli undir 13% að styrkleika 2020.
Á síðasta fundi siglingasviðs rann-
sóknanefndar samgönguslysa var
nokkrum málum lokið með sérstöku
nefndaráliti.
Þannig er í skýrslu vegna slyss
um borð í togaranum Helgu Maríu
RE, er hnífur stakkst í hönd skip-
verja, bent á fyrri ályktanir þar
sem sjómenn hafa verið hvattir til
að taka odd af hnífum sínum.
Vegna fallslyss í stiga um borð í
Kristrúnu RE hvetur nefndin til
þess að sjómenn noti ávallt lokaða
inniskó um borð í skipum sínum, en
viðkomandi var í opnum inniskóm.
Við fallið fékk skipverjinn heila-
hristing, áverka á baki, háls og oln-
boga.
Slys um borð í flutningaskipinu
Selfossi fyrir ári við lestun og losun
gáma á Sauðárkróki er rakið til
samskiptaleysis, en skipverji slas-
aðist á tveimur fingrum er hann
klemmdist. Nefndin hvetur útgerð
til að hraða uppfærslu á öryggis-
stjórnunarkerfi skipanna, meta
áhættu og skilgreina verklag milli
skipverja og hafnarverkamanna.
Pokastroffa slitnaði
Loks má nefna slys um borð í
frystitogaranum Blængi NK. Skip-
verjar voru að taka trollið og losa
úr pokanum við veiðar á Selvogs-
banka í apríl í fyrra þegar poka-
stroffan slitnaði. Bakborðsvelta
kom á skipið og pokinn valt yfir
lunningu bakborðsmegin með þeim
afleiðingum að hægri fótur eins
skipverja varð undir honum. Erf-
iðlega gekk að ná pokanum af skip-
verjanum og var siglt með hinn
slasaða til Vestmannaeyja. Í ljós
kom að hann hafði þríbrotnað á hné
auk þess sem liðbönd og krossbönd
skemmdust, segir í skýrslu RNSA.
Í sérsöku nefndaráliti eru við-
brögð útgerðarinnar, Síldarvinnsl-
unnar í Neskaupstað, sögð til fyr-
irmyndar í kjölfar slyssins.
Hvattir til að taka
odd af hnífum
Sjómenn noti lokaða inniskó
Blængur Í kjölfar slyss eru viðbrögð
útgerðar sögð til fyrirmyndar.