Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
50 ára Þröstur er
Sauðkrækingur og
húsasmíðameistari og
lærði í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti og
tók meistarann við
Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra. Þröstur
rekur eigið fyrirtæki, Þ Jónsson ehf.
Maki: Kolbrún Jónsdóttir, f. 1973, leik-
skólakennari.
Börn: Berglind Ösp, f. 1996, og Hlynur
Örn, f. 2000.
Foreldrar: Jón Sigurðsson, f. 1927, d.
1983, verkstjóri í Skildi, og Guðlaug Egg-
ertsdóttir, f. 1946, d. 2011, húsmóðir á
Sauðárkróki.
Þröstur Ingi
Jónsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þú standir nokkuð vel að vígi
fjárhagslega áttu samt langt í land til að
geta fjárfest í því sem hugur þinn stendur til.
Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki
grimmur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þið fáið tækifæri til þess að hitta
skemmtilegt fólk og skuluð njóta augna-
bliksins meðan það gefst. Aðrir vilja gjarnan
hjálpa þér eða leyfa þér að njóta góðs af
styrk sínum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefðu þér tíma til að komast í
burtu frá erli hversdagsins því þú verður að
öðlast hugarró með einhverjum hætti. Gefðu
þessum þætti lífs þíns meiri tíma og athygli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þeir eru margir sem vilja ná fundi
þínum til skrafs og ráðagerða. Hafir þú farið
eftir eigin brjóstviti hefurðu ekkert að óttast.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fyrir komandi atburði er mjög mikil-
vægt að vita hvað þú átt. Bara ef það væri
hægt að spóla aftur á bak.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Kauphugleiðingar þínar eða áætlanir
um hvernig verja á tilteknum fjármunum
verða ekki að veruleika vegna einhverra eða
einhvers. Leggðu þitt af mörkum svo log-
arnir megi lifa áfram.
23. sept. - 22. okt.
Vog Áform þín um að bæta heimilið eða fjöl-
skylduna munu fá þann stuðning sem þú
hefur óskað eftir. Skipuleggðu vinnutímann
betur og leitaðu aðstoðar með það sem
þarf.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ævintýrin bíða þín á næstu
grösum og þú skalt búa þig undir óvænta at-
burðarás. Seinni partinn skeður eitthvað
skrýtið og skemmtilegt. Treystu innsæi þínu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þig langar til þess að kaupa eitt-
hvað sérstakt handa sjálfum þér. Tafir og
misskilningur hafa líka gert þér gramt í geði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú nýtur óvenjumikillar athygli og
ættir því að huga að því hvernig þú kemur
fyrir. Vertu viðbúinn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þín útgáfa af tiltekinni sögu er sú
allra brjálaðasta. Leitaðu því lausnar í því
sem þú þegar hefur undir höndum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert eitthvað snefsinn við aðra og
það er ekki þér líkt. Fólk breytist aðeins ef
það hefur fyrir því sjálft.
Sigmundur Ernir hefur setið í
fjölda stjórna hjá félögum og stofn-
unum, m.a. í stjórn Blaðamanna-
félags Íslands, stjórn Dags íslenskr-
ar tungu, stjórn Miðstöðvar
er dásamlegt að taka þátt í mótun
enn einnar sjónvarpsstöðvarinnar.
Ég tók þátt í upphafi Stöðvar 2 og
svo bjuggum við til fyrstu íslensku
fréttastöðina, NFS, á sínum tíma.“
S
igmundur Ernir Rúnars-
son fæddist 6. mars 1961
á Akureyri og er alinn
þar upp á Efri-Brekk-
unni, í Álfabyggð og
Espilundi. „Ég sótti líka í sveitina á
Ströndum norður þaðan sem föður-
fólkið mitt er ættað, úr Ófeigsfirði
og Trékyllisvík.“
Sigmundur sótti nám sitt í Barna-
skóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla
Akureyrar og Menntaskólann á
Akureyri þaðan sem hann braut-
skráðist 1981, en tók eftir það ýmis
námskeið í fjölmiðlun á Norður-
löndunum og í Bandaríkjunum.
Sigmundur hóf blaðamennsku á
Vísi sumarið 1981, en þaðan lá leiðin
á Helgarpóstinn 1983, en eftir við-
komu á Ríkissjónvarpinu 1985-1986
hóf hann störf sem fréttamaður og
síðar varafréttastjóri á Stöð 2 á upp-
hafsárum hennar og vann þar til
2001 þegar hann gerðist ritstjóri
DV. Sigmundur Ernir varð fréttarit-
stjóri Fréttablaðsins 2004 og loks
fréttastjóri Stöðvar 2 2005-2009 er
hann settist á Alþingi fyrir Samfylk-
inguna í Norðausturkjördæmi. Að
afloknum þingstörfum 2013 hóf
hann undirbúning að stofnun sjón-
varpsstöðvarinnar Hringbrautar
ásamt félögum sínum frá Stöðvar 2-
árunum, þeim Guðmundi Erni Jó-
hannssyni og Sigurði K. Kolbeins-
syni og hefur hann leitt dagskrár-
gerð hennar allar götur síðan.
„Ég er kominn í þá dásamlegu
stöðu að geta gert það sem mig lang-
ar í vinnunni, til dæmis farið á þá
staði sem mig langar á, upp til fjalla
og út til nesja. Ég er búinn að gera
18 þætti um fjallaskála þar sem ég
heimsæki leyndustu kima Íslands og
ætla að halda því áfram. Ég hef líka
verið með ferðaþætti til útlanda, Á
slóðum Íslendinga á Spáni, í Banda-
ríkjunum og víðar. Svo þykir mér
einstaklega vænt um fyrsta þáttinn í
sögu Hringbrautar, Mannamál, sem
er minn persónulegi viðtalsþáttur.
Ég var að klára í þessari viku þátt
nr. 210 og hann reyndist vera við Pál
Magnússon, einn helsta samferða-
mann minn í fjölmiðlum og sem réð
mig á Stöð 2 á sínum tíma. Þannig að
þetta fer nú allt í hringi. Þess utan
íslenskra bókmennta, stjórn gjafar
Jóns Sigurðssonar og gegnt for-
mennsku í stjórn Aðgerðaráætlunar
um byggðaþróun Eyjafjarðar og í
stjórn Leikfélags Akureyrar um
árabil.
Eftir Sigmund Erni liggur á
þriðja tug ritverka; ljóðabækur,
prósar, smásögur, leikverk, minn-
ingabækur og ævisögur af marg-
víslegu tagi, en hann hefur hreppt
fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf
sín, svo sem Ljóðaverðlaun Akur-
eyrar, Menningarverðlaun Norður-
lands og í þrígang hafa ævisögur
hans verið valdar þær bestu af
Félagi bóksala á Íslandi.
„Það er mín jarðtenging að vera
einn með sjálfum mér og ferðast um
í stólnum sem ég sit á. Skrifin veita
mér það tækifæri. Það er margt á
skrifborðinu, prósabók um afa mína
á Akureyri, ný ævisaga er í burðar-
liðnum og önnur þegar tilbúin,
barnabókarhandrit er til staðar og
náttúrufarsbók með Friðþjófi
Helgasyni, ljósmyndara og vini mín-
um, og fleira mætti nefna. Ég er allt-
af að fá hugmyndir og oftast fleiri en
ég ræð við.“
Helstu áhugamál Sigmundar
Ernis eru bókmenntir, landafræði,
fjallgöngur, ferðalög, fótbolti, skíði
og golf.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsstjóri – 60 ára
Hjónin Elín og Sigmundur Ernir í Tröllakrókum í Lónsöræfum.
Það er margt á skrifborðinu
Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson
Reffilegur Sjónvarpsstjórinn og skáldið.
Fjölskyldan Sigmundur Ernir, Oddur, Birta, Ernir, Auður, Rúnar og Elín.
40 ára Hildur ólst
upp í Kópavogi til 15
ára aldurs en síðan á
Selfossi og býr þar.
Hún er félagsráðgjafi
að mennt frá Den
Sociale Højskole í
Kaupmannahöfn og er
ráðgjafi hjá VIRK – starfsendurhæfing-
arsjóði.
Maki: Adolf Ingvi Bragason, f. 1978, við-
skiptafræðingur.
Synir: Ísak, f. 2008, og Kári, f. 2011.
Foreldrar: Gestur Hjaltason, f. 1956,
framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Sól-
veig Ragnheiður Kristinsdóttir, f. 1957,
náms- og starfsráðgjafi á Selfossi.
Hildur
Gestsdóttir
Hörður Jón Pétursson verður níræður á morgun, 7.
mars. Hann fæddist í Reykjavík, lærði húsgagnabólstrun
og rak í tæp 50 ár H.P. húsgögn á horni Ármúla og
Grensásvegar. Hann sinnir og sinnti félagsstörfum lengi,
m.a. sem varaformaður Fram, hjá Kaupmannasamtök-
unum, Kiwanisklúbbnum Kötlu, Golfklúbbi Ness, hjá Frí-
múrurum og víðar. Fyrri kona Harðar var Birna Björns-
dóttir og seinni kona hans er Helga Sigurðardóttir. Börn
hans eru Hörður (barnsmóðir Sigríður Brynjólfsdóttir),
Sigurður Pétur, Bjarki og Dögg. Sonur Helgu er Árni El-
ísson. Hörður ætlar að njóta dagsins með börnum sín-
um, barnabörnum og mökum þeirra.
Árnað heilla
90 ára
Til hamingju með daginn