Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Eggert
Morð Rannsókn málsins heldur áfram.
Yfirheyrslur lögreglu yfir þeim fjór-
um sem nú sitja í gæsluvarðhaldi
vegna rannsóknar á manndrápinu í
Rauðagerði í Reykjavík í febrúar
þykja mjög tímafrekar.
Sömuleiðis er tímafrekt að vinna
úr gögnum málsins. Þetta kemur
fram í tilkynningu lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu frá í gær.
Héraðsdómur Reykjavíkur fram-
lengdi í gær gæsluvarðhald yfir
manni á fimmtugsaldri til föstudags-
ins 19. mars, að kröfu lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu vegna rann-
sóknarhagsmuna í málinu.
Yfirheyrslur áfram
vegna morðmálsins
Fjarlækningar í Eyjum
„Þetta er kjörið skref til þess að
bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu
á landsbyggðinni,“ segir Jónmundur
Gunnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónlags, um sam-
starfsverkefni fyrirtækisins og Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands (HSU).
Um er að ræða tilraunaverkefni
þar sem íbúum Vestmannaeyja gefst
kostur á að leita til augnlæknis, sem
staðsettur er í Reykjavík. Þjónustan
fer fram á tveimur stöðum; annars
vegar í húsakynnum HSU í Vest-
mannaeyjum og hins vegar í höfuð-
stöðvum Sjónlags í Reykjavík, en
þar var samningur þess efnis undir-
ritaður í gær.
„Læknaráð hjá Sjónlagi kemur
saman og finnur út hvaða samsetn-
ing á tækjum hentar best. Þarna eru
tekin út þau tæki sem ná til flestra
sjúklingahópa. Síðan virkar þetta
eins og ef sjúklingur kæmi til okkar í
Sjónlag í Reykjavík, nema viðkom-
andi hittir ekki lækni á staðnum,“
segir Jónmundur, en Sjónlag leigir
aðstöðu hjá HSU undir starfsemina,
tækin gefin af góðgerðarfélögum og
öðrum styrktaraðilum og eru í eigu
HSU.
Senda myndir til Reykjavíkur
Sérþjálfaður starfsmaður tekur á
móti sjúklingum í HSU þar sem til
staðar er tækjabúnaður til þess að
taka augnbotnamyndir, þrýstings-
mæla og skoða sjónsvið.
„Síðan eru myndirnar sendar til
greiningar í höfuðstöðvarnar,“ segir
Jónmundur.
Lionsklúbburinn styrkti kaup á
tækjabúnaði fyrir alls 25 milljónir og
lagði HSU 10 milljónir til verkefn-
isins en aðrir styrkir voru minni.
Jónmundur segir að ekki hefði verið
mögulegt að fara af stað með verk-
efnið, væri ekki fyrir styrktar-
aðilana. Hugbúnaðurinn á bak við
verkefnið, frá framleiðandanum
Zeiss, sé eins og best verður á kosið.
„Þetta er fyrsta verkefnið. Ef þetta
gengur vel þá væri hægt að fara með
þetta víðar,“ segir Jónmundur.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Augnlækningar Frá gerð samkomulags í gær, f.v. Sigmar Georgsson frá
Lions í Eyjum, Ólafur Már Björnsson augnlæknir, Díana Óskarsdóttir,
framkvæmdastjóri HSU, Jónmundur Gunnar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Sjónlags, Óskar Jónsson augnlæknir og Ari Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs HSU í Vestmannaeyjum.
Eyjamenn munu geta sótt fjarþjónustu í augnlækningum
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Kjarval landslagsverk eða hausaverk
Einnig hef ég áhuga á að kaupa verk
eftir fleiri af gömlu meisturunum
Upplýsingar í síma 690 0931
Kjarvalsverk óskast
Olíuverk
Teikningar
Vatnslitaverk
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er
hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGARMIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
St. Pétursborg,
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Morgunblaðið/Eggert
Rafskútur Hentugur fararskjóti fyrir marga, en gæta þarf að sér í umferð.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég held að rafskútur séu ný og mjög
gagnleg viðbót við samgöngumáta
okkar. Það er eðlilegt fyrir sam-
félagið að það taki tíma fyrir fólk að
læra á þær,“ segir Hjalti Már Björns-
son, yfirlæknir á bráðamóttöku
Landspítalans.
Hjalti hefur ásamt Sigrúnu Guð-
nýju Pétursdóttur tekið saman og
greint rafskútuslys sem urðu á höf-
uðborgarsvæðinu síðastliðið sumar.
Niðurstöðurnar voru kynntar á
Bráðadeginum í gær og mun nánari
greining þeirra birtast í grein í
Læknablaðinu á næstunni.
Síðasta sumar leituðu 149 ein-
staklingar á bráðamóttöku vegna
rafskútuslysa, að meðaltali 1,6 á dag.
„Aldursbilið var frá 8 árum upp í 77
ár; 45% voru yngri en 18 ára og 58%
voru karlkyns. Í 60% tilvika reyndist
orsök slyss vera að farið hafi verið of
hratt, viðkomandi misst jafnvægi eða
ójafna í götu. Reyndust 79% barna
hafa notað hjálm en einungis 17%
fullorðinna. Engin börn voru
undir áhrifum áfengis eða vímu-
efna en meðal 18 ára og eldri sögðust
40% hafa verið undir áhrifum þegar
slysið átti sér stað. Reyndust 38%
með beinbrot og 6% þurftu innlögn á
sjúkrahúsið til eftirlits eða meðferðar
en enginn flokkaðist sem alvarlega
slasaður samkvæmt AIS flokkun,“
segir í niðurstöðum þeirra Hjalta og
Sigrúnar.
Áfengið er bölvaldur
Hjalti segir í samtali við Morgun-
blaðið að það sé vissulega athyglis-
vert hversu há tíðni slysa fullorðinna
á rafskútum tengist áhrifum áfengis.
„Það er alveg ástæða til að setja fing-
ur á það hversu mikill bölvaldur
áfengið er. Maður sér það við vinnu á
bráðamóttökunni, áfengið á stóran
þátt í komu ansi margra þangað,“
segir yfirlæknirinn og bætir við að
augljóst sé að því fylgi aukin slysa-
hætta að ferðast um undir áhrifum.
Fólk þurfi að læra að nota ekki raf-
skútur við þær aðstæður.
Betri stíga og aukna fræðslu
Hann segist almennt telja að í
stóra samhenginu verði ekki mörg
slys á rafskútum. „1-2 slys á dag mið-
að við umfang allra slysa er ekki mik-
ið. Mun fleiri koma á hverjum degi
eftir slys við boltaíþróttir, eða aðra
samgöngumáta. Ég hef þó fulla trú á
að fólk læri betur á rafskúturnar og
slíkum slysum muni fækka. Það er
viðbúið að meira sé um slys meðan
fólk er að venjast því að nota skút-
urnar.“
Hjalti kveðst telja að besta leiðin til
að draga úr slysatíðni vegna rafskúta
sé að bæta hjólastíga, hvetja til
hjálmanotkunar og auka fræðslu um
hættu af notkun þeirra undir áhrifum
áfengis og vímuefna.
Minnst 40% voru undir áhrifum
149 manns leituðu á bráðamóttöku síðasta sumar eftir rafskútuslys Sá elsti var 77 ára gamall
Yfirlæknir telur að bæta megi hjólastíga og hvetja til aukinnar hjálmanotkunar Beinbrot algeng