Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Föstudags-blaðMorgun-
blaðsins var ekki
fyrir taugaveikl-
aða. Ekki var nóg
með að það væri
fullt af fréttum um skjálfta-
vaktina og gosóróa, heldur kom
einnig fram að varað væri við
áhættu og veikleikum í nýrri
skýrslu þjóðaröryggisráðs um
ástand og horfur í þjóðar-
öryggismálum.
Í skýrslunni kemur fram að
ástæða sé til að óttast aukið og
fjölbreyttara framboð fíkni-
efna og mansals og misneyt-
ingu á innflytjendum og er-
lendu vinnuafli. Ætla megi að
þessu fylgi talsverður þvottur
á peningum og reynt sé að fela
illa fengið fé í löglegri starf-
semi. Þá sé hætta á peninga-
þvætti af ýmsum öðrum toga,
meðal annars í rekstri spila-
kassa.
Netöryggi er hverfandi sam-
kvæmt skýrslunni. Íslendingar
séu ein nettengdasta þjóð
heims, en mælist mun neðar í
netöryggismálum. Hér skorti
þekkingu, menntun og rann-
sóknir á sviði netöryggismála
og árið 2018 hafi Ísland fengið
núll í einkunn á mælikvarða
National Cyber Security In-
dex. Ekki sé nóg með það held-
ur sé líklegt að Ísland muni
dragast enn meira aftur úr
grannríkjum verði ekki brugð-
ist við.
„Netárásir, hvort sem þær
eru gerðar í glæp-
samlegum eða
hernaðarlegum til-
gangi, geta beinst
að stoðþáttum net-
kerfa, þ.m.t. þátt-
um sem hafa jafn-
vel ekkert með nettækni að
ger, eins og rafveitum eða loft-
ræstikerfum,“ segir í skýrsl-
unni.
Aðrir þættir eru taldir til,
eins og fram kemur í frétta-
skýringunni í Morgunblaðinu í
gær. Þar er helst að nefna
birgðastöðu eldsneytis. Á al-
þjóðavettvangi er miðað við að
búa yfir eldsneytisbirgðum til
90 daga, en birgðastaða olíu á
Íslandi á árunum 2015 til 2017
hafi verið 18 til 25 dagar.
Þeir þættir, sem varað er við
að bæta þurfi úr í skýrslunni,
eru misalvarlegir.
Augljóst er að berjast þarf
gegn því að skipulögð glæpa-
starfsemi skjóti hér rótum.
Ekki er langt síðan Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir dóms-
málaráðherra fjallaði um það í
grein hér í blaðinu að 15 skipu-
lagðir glæpahópar væru starf-
andi á landinu. Við þessu þarf
að bregðast og ættu fá lönd að
vera í betri stöðu til þess en Ís-
land, sem umkringt er sjó á alla
vegu.
Netöryggi er gríðarlega
mikilvægt og ætti tilkostnaður
við að bæta það að vera lítill,
sérstaklega miðað við það tjón,
sem hægt er að valda með því
að ráðast á og lama grunnkerfi.
Ýmsir veikleikar
dregnir fram í
skýrslu þjóðar-
öryggisráðs}
Öryggi ábótavant
Kórónuveiranhefur haft
áhrif á mörgum
vígstöðvum og nú
gerir hún sig lík-
lega til að setja
strik í reikninginn í
undankeppninni
fyrir heimsmeist-
aramót karla í
knattspyrnu á
næsta ári. Íslenska
landsliðið stendur frammi fyrir
því að vera án nokkurra lykil-
leikmanna, þar á meðal Gylfa
Þórs Sigurðssonar, þegar það
mætir Þýskalandi í Duisburg
fimmtudaginn 25. mars.
Ástæðan er sú að Þjóðverjar
eru með strangar reglur um
sóttkví gagnvart Bretum og
fólki sem kemur frá Bretlandi
því að þeir óttast breska af-
brigðið af veirunni. Það hefur
reyndar þegar borist til Þýska-
lands. En auðvitað gildir einu
um það. Og vitaskuld hvarflar
ekki að nokkrum manni annað
en að sömu reglur myndu gilda
ef Bretar væru enn í Evrópu-
sambandinu. Eða hvað?
„Það væri eitthvað rangt við
það ef Þjóðverjar
gætu með sínu
regluverki meinað
landsliðsmönnum
annarra þjóða að
koma til landsins
eins og með Eng-
land í þessu til-
viki,“ sagði Guðni
Bergsson, formað-
ur Knattspyrnu-
sambands Íslands,
í samtali í Morgunblaðinu í
gær. „Þetta myndi veikja okk-
ar lið mikið og við erum engan
veginn sáttir við það.“
Í viðtalinu segir Guðni að
KSÍ sé að vinna í þessu máli, en
enn sé ekki komin lausn.
Í Meistaradeild Evrópu hafa
leikir þýskra félagsliða við
ensk félagslið einfaldlega verið
færðir og leiknir í Búdapest í
Ungverjalandi vegna sótt-
varnareglnanna í Þýskalandi.
Það hlýtur að vera hægt að
gera slíkt hið sama í undan-
keppni HM og einfaldlega spila
leikina annars staðar en í
Þýskalandi. Eins og staðan er
nú er ekki hægt að vera dús við
að spila í Duisburg.
„Það væri eitthvað
rangt við það ef
Þjóðverjar gætu
með sínu regluverki
meinað landsliðs-
mönnum annarra
þjóða að koma til
landsins“}
Ekki dús við Duisburg
Í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur eru
heilbrigðismál ofarlega á forgangs-
lista aðgerða. Í kaflanum Sterkt sam-
félag segir meðal annars að íslenska
heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð
við það sem best gerist í heiminum, og að allir
landsmenn eiga að fá notið góðrar þjónustu.
Ég hef unnið að því allt kjörtímabilið að efla
heilbrigðiskerfið og styrkja svo við náum
þessu takmarki; að íslenska heilbrigðiskerfið
standist samanburð við það sem best gerist í
heiminum.
Í stjórnarsáttmálanum eru nefnd nokkur
verkefni sem ríkisstjórnin leggur áherslu á í
heilbrigðismálum. Þar er til dæmis nefnt að
ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu
fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra
landsmanna. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var unnin í
heilbrigðisráðuneytinu og samþykkt á alþingi í júní 2019.
Í samþykkt stefnunnar fólust mikilvæg tímamót því lýð-
ræðislega kjörið Alþingi stendur að baki henni og sam-
þykkti hana á þinginu. Kallað hefur verið eftir stefnu í
heilbrigðismálum hér á landi um árabil og hafa nokkrar
atrennur verið gerðar að slíkri stefnumótun frá því að
heilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi árið 2001
rann sitt skeið árið 2010. Á grunni heilbrigðisstefnu hafa
verið unnar aðgerðaáætlanir til fimm ára, þar sem atrið-
um í heilbrigðisstefnu er forgangsraðað og þau tengd
fjárlagavinnu á hverjum tíma. Ég hef líka boðað til heil-
brigðisþings á hverju ári á grundvelli stefn-
unnar og lögum á málefnasviði heilbrigð-
isráðuneytis hefur verið breytt til samræmis
við heilbrigðisstefnuna.
Í stjórnarsáttmálanum kemur einnig fram
það markmið að draga úr greiðsluþátttöku,
þannig að sjúklingar borgi minna fyrir heil-
brigðisþjónustu og lyf en ríkið borgi stærri
hlut. Unnið hefur verið að þessu á kjör-
tímabilinu og gjöld fyrir ýmsa þætti heil-
brigðisþjónustunnar hafa lækkað. Greiðslu-
hlutfall heimilanna af heilbrigðisútgjöldum
hefur lækkað úr um 16,4% árið 2017 í 15,6 ár-
ið 2019, skv. bráðabirgðatölum, en nýrri tölur
liggja ekki fyrir. Sem dæmi um aðgerðir sem
ráðist hefur verið í eru lækkun komugjalda á
heilsugæslur, lækkun tannlæknakostnaðar
aldraðra og öryrkja og aukning niður-
greiðslna vegna búnaðar fyrir lungnasjúklinga og fólk
með sykursýki. Lækkunin er ein stærsta jöfnunaraðgerð
sem ríkisstjórnin hefur ráðist í á þessu kjörtímabili.
Í stjórnarsáttmála er einnig fjallað um eflingu geðheil-
brigðisþjónustu, forvarnir og lýðheilsu, fjölgun hjúkr-
unarrýma og fleira en þetta eru allt atriði sem ég hef lagt
áherslu á á kjörtímabilinu og málaflokkar þar sem mikið
hefur áunnist. Ég mun halda áfram að vinna að enn
betra heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll, okkur öllum til
heilla.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Sterkt samfélag
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Það var ljóst um leið og kór-ónuveiran tók að breiðastút um heimsbyggðina, aðbóluefni væru eina svarið
við henni. Dæmalaust bóluefnis-
klúður Evrópusambandsins er enn
einkennilegra af þeim sökum, en lít-
ið virðist vera að rætast úr því og
ýmis Evrópusambandsríki raunar
farin að leita annarra leiða.
Það hefur áhrif á Íslandi, því ís-
lensk stjórnvöld ákváðu með ein-
hverjum hætti að binda sig við Evr-
ópusamstarf um öflun bóluefna. Svo
er tekið til orða, því þrátt fyrir eftir-
grennslan Morgunblaðsins í heil-
brigðisráðuneyti hefur enn ekki ver-
ið upplýst hver tók ákvörðunina og á
forsendu hvaða greiningar, aðeins
að hún hafi verið kynnt í ríkisstjórn.
Tilefnislaus bjartsýni
Þrátt fyrir allt klúðrið voru ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar nokkuð
kokhraustir um bólusetningar allt
fram í síðustu viku. Jafnvel eftir að
Pfizer sagði eftirminnilega nei
(þrátt fyrir að vera ekkert að van-
búnaði nema andstaða Brussel) fyrir
tæpum mánuði breyttist afstaða rík-
isstjórnarinnar um að „þorri Íslend-
inga“ yrði bólusettur fyrir lok júní
lítið, þótt ráðherrar tækju að tala
um meirihluta frekar en þorra.
Heilbrigðisráðherra hefur að vísu
kynnt samninga um kaup á miklu
magni bóluefnis, en þar er lítið fast í
hendi um afhendingu. Þar bundu
stjórnvöld mestar vonir við stór-
innkaup á bóluefni Janssen (John-
son & Johnson), þrátt fyrir að það
hefði ekki enn fengið markaðsleyfi
Lyfjastofnunar Evrópu (EMA).
Í þessari viku greindi Johnson &
Johnson hins vegar frá því að fram-
leiðsla og afhending á bóluefninu
færi sennilega mun hægar af stað en
að var stefnt og við það veiktust
vonir Íslendinga mikið.
Katrín snýr við blaðinu
Það er sennilega af þeim sökum,
sem Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið á miðvikudag að Íslend-
ingar hefðu fleiri kosti við öflun
bóluefna en Evrópusamstarfið.
Katrín tók raunar skýrt fram að
Íslendingar væru ekki á leið út úr
samstarfinu, en sagði að það útilok-
aði ekki ýmsar aðrar leiðir. Þar
benti hún sérstaklega á að Íslend-
ingar mættu afla sér annarra bólu-
efna en þeirra sem ESB hefði samið
um. Hins vegar vildi hún ekkert
segja um hvort slíkar þreifingar
ættu sér þegar stað.
Þar er raunar ekki enn um auð-
ugan garð að gresja, sérstaklega ef
Lyfjastofnun Íslands stimplar ekki
leyfi til notkunar á öðrum bóluefn-
um en þeim, sem ESB hefur bless-
að.
Spútník eða önnur rannsókn?
Þannig þarf það þó ekki að vera.
Rússneska bóluefnið Spútník V hef-
ur gefið góða raun og kann að fá
leyfi EMA á næstu mánuðum. Hins
vegar hefur það þegar hlotið leyfi í
nokkrum ríkjum ESB, svo þar kann
að vera glufa. Morgunblaðið hefur
óstaðfestar heimildir fyrir því að í
heilbrigðisráðuneyti sé áhugi á að
kanna hvort fá megi Spútník hingað.
Þá mætti mögulega reyna að fá
kínverska bóluefnið Sinovac, sem
hefur fengið leyfi í a.m.k. einu Evr-
ópuríki.
Þrátt fyrir að hugmyndin um
samstarf við Pfizer um bóluefna-
rannsókn hafi runnið út í sandinn er
ekki loku fyrir það skotið að einhver
bóluefnaframleiðandi annar hefði
áhuga á slíku. Sem sakir standa
væri Johnson & Johnson sennilega
ákjósanlegast til þess, en nefna
mætti fleiri framleiðendur með bólu-
efni í pípunum á næstu mánuðum.
Loks má nefna einn kost enn, sem
Danir hafa þreifað fyrir sér um, en
það er að reyna að semja beint við
einstök ríki í Evrópu, sem sitja uppi
með ókjör af bóluefni AstraZeneca
og koma því ekki út vegna fals-
fréttaherferðar valdamanna þar
þegar deilur við Breta risu sem
hæst í fyrri mánuði. Ekki er útilokað
að kaupa mætti það ónotaða bólu-
efni af þeim, þótt Evrópusamstarfið
geri ráð fyrir að umframefni sé skil-
að.
Fram leiðandi Land Gerð
Skammtar
Komið til
Íslands
Pantað til
Íslands
AstraZeneca Bretland Erfðabreytt veira Leyft x 2 5.842 224.158
Moderna Bandaríkin mRNA Leyft x 2 3.900 124.100
Bandaríkin og Þýskaland mRNA Leyft x 2 30.000 220.000
Janssen Bandaríkin og Belgía Erfðabreytt veira mars x 1 235.000
CureVac Þýskaland mRNA apríl-maí? x 2 180.000
Spútník V Rússland Erfðabreytt veira maí-júní?* x 2
SinoVac Kína Veikt veira * x 2
Bandaríkin Próteinefni apríl-maí? x 2
Helstu bóluefni
Fáanleg og á leið til Íslands Heimild; Landlæknir, EMA
Aðrir kostir Íslend-
inga í öflun bóluefnis