Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 ÁR 30% AFSLÁTTUR AF OHAUS VOGUM Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er víðar en í Reykjavík sem kvartað hefur verið undan frágangi lúxusíbúða. Nú síðast í íbúðaturn- inum á 432 Park Avenue á Manhatt- an, einu dýrasta fjölbýlishúsi sög- unnar. Háhýsið er orðið eitt af kennileit- um Stóra eplisins enda gnæfir það yfir Miðgarð og varpar skugga á nærliggjandi hverfi, að sögn Íslend- ings sem býr í næsta nágrenni. Sagði hann borgina hafa heimilað byggingu slíkra háhýsa til að örva hagkerfið í kjölfar alþjóðlegu fjár- málakreppunnar haustið 2008. Meðal íbúa í háhýsinu er Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, sem setti að líkindum Íslandsmet er hann keypti glæsiíbúð á 66. hæð í turn- inum. Samkvæmt fasteignavefnum Realtor var ásett verð 32,5 milljónir dala í október, eða um 4,1 milljarður króna. Bendir sami vefur til að íbúð- in hafi síðan verið tekin úr sölu. Fram kom í yfirlýsingu frá Alvo- gen á sínum tíma að íbúðin væri í eigu félagsins Park 66B LLC í De- laware sem væri í eigu Hexalonia Holdings í Lúxemborg sem aftur væri undir stjórn Hexalonia Trust á Jersey. Af fasteignavefjum verður ekki annað ráðið en að Park 66B LLC sé enn skráð fyrir íbúðinni. Jafnframt kom fram í Morgun- blaðinu að Hexalonia Trust var stofnað í lok nóvember 2015 til að halda utan um verðmæti sem ætl- unin er að nýtist til hagsbóta fyrir fjölskyldu Róberts í framtíðinni. Kaupa hæðarréttindin Fleiri slík háhýsi voru reist við Park Avenue, eða „Götu milljarða- mæringanna“, en til að fá bygging- arleyfi þurftu verktakarnir að kaupa hæðarréttindi nærliggjandi húsa. Þeim réttindum er síðan staflað saman svo úr verða mikil háhýsi. Það eykur svo hæð 432 Park Avenue að fimm tveggja hæða millihæðir fyrir búnað og loftflæði teljast ekki með þegar hæðirnar eru lagðar sam- an. Því fylgja verkfræðilegar áskor- anir að byggja svo há íbúðarhús. Fjallað hefur verið um galla á mannvirkinu. Nú síðast í New York Times en blaðið hafði eftir heimild- armönnum að vatnsleki, bilanir í lyftum og marr í veggjum, líkt og í skipi, kunni að tengjast hæð hússins. Sambærileg umræða hefur farið fram í Kína en þar hafa ýmis áform um ofur-háhýsi verið sett á ís. Að sögn New York Times hafa þessar umkvartanir leitt í ljós erjur í turni sem hulinn sé leyndarhjúpi. Sú dýrasta á 10 milljarða Áætlað söluverðmæti fasteigna í háhýsinu við 432 Park Avenue sé um 3,1 milljarður dala, eða hátt í 400 milljarðar króna. Dýrasta eignin sé þakíbúð sem seld var auðmanni frá Sádi-Arabíu, Fawaz Alhokair, fyrir 88 milljónir dala, eða um tíu millj- arða króna. Af myndum að dæma er óhindrað útsýni frá þakíbúðum yfir Miðgarð og háhýsamergðina. Meðal viðmælenda New York Times var auðmaðurinn Sarina Abramovich, sem efnaðist á olíu og gasi, en hún sagði háhýsið ekki hafa staðið undir væntingum. Vatn hafi lekið á hæðum 60 og 74 og meðal annars valdið bilunum í tveimur af fjórum lyftum. Sjálf hafi hún tapað hálfri milljón dala í vatnstjóni. Þá svignar háhýsið í sterkum vindi og hefur það leitt til þess að íbúar hafa þurft að dúsa fastir í lyft- um. Meðal annarra íbúa hafa verið poppstjarnan Jennifer Lopez, sem stoppaði stutt við. Þá má nefna vef- hönnuðinn Joseph Cohen og fé- lagsmiðlastjörnuna Madison Hea- drick, að því er lesa má úr gögnum Intelius. Íbúarnir deila veitingahúsi en þar ræður ríkjum ástralski Mic- helin-kokkurinn Shaun Hergatt. Yf- ir 40 manna starfslið sér um að íbúana vanhagi ekki um neitt, að því er segir á vefsíðu 432 Park Avenue. Séð er um gæludýr, gert við lista- verk og boðið upp á viðburði með frægðarmennum, til dæmis tísku- sýningar. Byggingin hefur vakið umtal og öfund. Má nefna að þýska vikuritið Der Spiegel kallar húsið „grafhýsi auðsins“, enda séu kaupendurnir sjaldan í húsinu, og þá hefur tímarit- ið New York líkt íbúðunum við „fangelsi fyrir milljarðamæringa“. Deilur í húsi auðmanna  Smíðagallar plaga íbúa í einum dýrasta íbúðaturni sögunnar á Park Avenue  Róbert Wessman keypti íbúð á milljarða  40 manna starfslið þjónustar íbúa Íbúð Róberts Wessmans við götu milljarðamæringanna 432 Park Avenue Íbúð Wessmans á 66. hæð Byggt: 2011-2015 Hæð: 425,5 m Hæðir alls: 96 Þar af búðir á 84 hæðum, innviðir á 10 hæðum og tvær hæðir fyrir móttöku og sameign Fjöldi íbúða: 104 Stærð: 373 m2 Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 5 Bandaríkjadalir Krónur Kaupdagur 14. desember 2016 Ásett verð* 32,3 millj. 4,1 ma.kr. Kaupverð* 29,0 millj. 3,7 ma.kr. Áætlað mark- aðsverð nú** 10,9 millj. 1,4 ma.kr. Mánaðarleg útgjöld Hússjóður 8,1 þús. 1 millj.kr. Fasteignagjöld 7,7 þús. 980 þús.kr. Heimildir og myndir: 432parkavenue.com, Wikipedia, fasteignavefir *City Realty og **Trulia. Gengi USD: 126,51. 6. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.38 Sterlingspund 177.69 Kanadadalur 100.77 Dönsk króna 20.616 Norsk króna 14.947 Sænsk króna 15.091 Svissn. franki 137.93 Japanskt jen 1.1862 SDR 182.91 Evra 153.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.1627 Hrávöruverð Gull 1710.05 ($/únsa) Ál 2169.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.1 ($/fatið) Brent Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ánægjuefni ef landsframleiðsla hafi minnkað minna í kórónukreppunni en spáð var, eða um 6,6%, skv. bráða- birgðatölum Hagstofunnar. Hins veg- ar séu fordæmi fyrir því að slíkar tölur séu endurskoðaðar, jafnvel um 1-2%. „Einnig er vert að hafa í huga að verg landsframleiðsla á mann – þ.e.a.s. það sem við höfum framleitt á hvern íbúa í landinu – dróst saman um 8,2% á árinu 2020, samkvæmt sömu áætlunum Hagstofunnar. Og 8,2% er ansi mikið meira en 6,6%. vegna þess að landsmönnum fjölgar hratt. Þá aðallega vegna innflytj- enda,“ segir Ragnar. Þá bendir Ragn- ar á að það sé fyrst og fremst einka- og samneysla sem hafi varnað meiri samdrætti í fyrra. Þeirri aukningu sé hins vegar haldið uppi með lántökum og þá fyrst og fremst hjá hinu opin- bera. Stuðningur eykur neysluna Ríkið hafi stutt við fólk sem missti vinnuna og greitt fyrirtækjum alls kyns bætur sem síðan fari inn í einka- neysluna. „Þessar lántökur verður að greiða til baka fyrr eða síðar. Og það verður þá ekki gert nema með því að draga annaðhvort úr einka- eða sam- neyslu. Og það leiðir þá ef til vill til minni vergrar landsframleiðslu,“ segir Ragnar. Tímasetning þeirra afborg- ana muni þó skipta máli og hver stað- an er í hagsveiflunni. „Ef uppgangur er mikill er ekki víst að þær endur- greiðslur hafi umtalsverð neikvæð áhrif á landsframleiðslu,“ segir Ragn- ar. Varðandi framlag ferðaþjónust- unnar bendir Ragnar á að vöxtur hennar hafi staðið undir þorranum af hagvextinum á árunum 2014-2019. Greinin hafi farið úr 2-3% af lands- framleiðslu í 8-9%. „Á hinn bóginn er óhætt að segja að ferðaþjónustan hafi vaxið meira af kappi en forsjá. Landið var opnað fyrir eins mörgum ferða- mönnum og vildu koma og meira horft á magn en gæði,“ segir Ragnar. Fjöld- inn hafi verið umfram afkastagetu Leifsstöðvar og valdið átroðningi á ferðamannastöðum. Þá hafi tekjur á hvern ferðamann verið tiltölulega lágar sem og virðis- aukinn sem hafi birst í lágum launum og slakri afkomu fyrirtækjanna. Mikilvægt sé að nota þá lægð sem nú sé í komu erlendra ferðamanna til landsins til að endurskoða stefnuna í komu þeirra til landsins, með það í huga að auka tekjur á hvern ferða- mann og vernda náttúrugæði og nýta þau sem best. Með því að leggja áherslu á hágæða ferðaþjónustu sé hægt að auka framleiðni í greininni svo um munar. Núverandi velmegun tekin að láni  Prófessor segir landsframleiðslu á mann hafa aukist lítið  Samdráttartölur e.t.v. endurskoðaðar  Lántökur hafi haldi uppi neyslu í kreppunni  Stefna beri að meiri framleiðni í ferðaþjónustunni Raunar er vert að hafa í huga í þessu sambandi að verg lands- framleiðsla á mann hefur frá árinu 2011 vaxið miklu hægar en verg landsfram- leiðsla í heild sinni,“ segir Ragnar. Þannig hafi verg landsfram- leiðsla vaxið að jafnaði um 2,5% á ári frá 2011 en landsframleiðsla á mann um hér um bil 1%. „Þannig að í stað þess að bæta kjör okkar um 2,5% á ári, hver Íslendingur, höfum við í raun ekki nema 1% á ári til skiptanna Ragnar Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.