Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Dalsbraut 4, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mjög nýleg og falleg 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með geymslu
í séreign og stórum sólpalli í Dalshverfi Reykjanesbæ í göngufæri
við Stapaskóla, nýjan grunnskóla í Reykjanesbæ
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 42.500.000 109,3 m2
Ath. vantar allar tegundir eigna á söluskrá
Alkunna er að Íslendingar eru, einir þjóða í okkar heimshluta,læsir á fornbókmenntir sínar. Þær elstu voru færðar í leturfyrir níu öldum. Máltilfinning venjulegs Íslendings nær þóenn lengra aftur. Við höfum líka tilfinningu fyrir málinu á
norrænum rúnaristum, sem eru eldri en Íslands byggð, frá 150 til 550
e.Kr. Ég hef oft tekið eftir þessu og raunar gert tilraunir á vinum og
kunningjum til að sannreyna það. Menn af öðru þjóðerni þurfa á hinn
bóginn að leggja á sig margra ára háskólanám til að ráða þessar fornu
rúnir og dugir oft ekki til.
Sem dæmi má nefna áletrun á steini sem fannst við bæinn Reistad á
eyjunni Hítur úti fyrir suðurströnd Noregs, þar sem heita Vestur-
Agðir, og er talin vera frá seinni hluta 5. aldar e.Kr. Á steininum stend-
ur: ek wakraR unnam wraita. Á nútímaíslensku myndi þessi setning
hljóða svo (að teknu tilliti til málbreytinga): „Ég, Vakur, nam reit.“ Það
þarf ekki annað en eiga ís-
lensku að móðurmáli til að
átta sig á því að hér segir
maður að nafni Vakur – það
kemur fyrir til forna sem
mannsnafn – frá því að hann
hafi „numið reit“, helgað sér
afmarkaðan jarðarskika
(sbr. orðalagið „nema Iand“). Þetta væri þar með elsta heimild um
landnám á norrænu máli, norræn „Frum-Landnáma“ ef svo má segja.
Að öllum líkindum er Reitur (‘afmarkað svæði’) nafnið á jörðinni;
orðið er algengt í norskum bæjarnöfnum. Svo skemmtilega vill til að
nafnið á bænum þar sem rúnasteinninn fannst styður þessa túlkun.
Það liggur beint við að ætla að örnefnið Reistad hafi áður verið Reit-
staðir og orðinu staðir hafi hér verið skeytt aftan við upphaflegt nafn
bæjarins, Reitur. „Ég nam þetta land sem heitir Reitur,“ mælir Vakur
landnámsmaður á eyjunni Hítur úti fyrir Noregsströndum. Afkom-
endur hans tóku sig svo upp með allt sitt hafurtask nokkrum öldum
síðar þegar land var fullnumið í Noregi og námu Iand á Islandi.
Þetta er hins vegar ekki sú skýring sem er að finna í hefðbundnum
handbókum um rúnaristur enda eru þær flestar eftir Norðmenn eða
Þjóðverja sem eru að springa úr lærdómi en vantar máltilfinninguna.
Venjulega er áletrunin á Reistad-steininum skýrð sem svo að þar segi
rúnameistarinn – „der Runenmeister“ (orð sem er í sérstöku dálæti hjá
þýskum fræðimönnum) – frá því að hann hafi skrifað þetta eða jafnvel
að hann hafi numið skrift, kunni að skrifa. Svo er ekkert frekar hugsað
út í það af hverju einhver maður á 5. öld var að pára upplýsingar um
skriftarkunnáttu sína á stein. En þetta stendur í handbókunum og þess
vegna hafa allir trúað því – og þar á meðal ég sjálfur þangað til einn
sólbjartan vormorgun fyrir aldarfjórðungi að ég opnaði rúnahandbók-
ina mína, rakst fyrir tilviljun á þessa gamalkunnu áletrun og las hana
með augum Íslendings en ekki með gleraugum þýskra og norskra lær-
dómsmanna. Slíkar morgunstundir gefa gull í mund.
Norsk Landnáma
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Reistad á eyjunni Hítur.
Almannavarnakerfið hér á landi stendur núframmi fyrir tveimur stórverkefnum: heimsfar-aldrinum og jarðskjálftum á Reykjanesi. Kerfiðræður vel við verkefnin þegar litið er til stjórn-
sýslunnar.
Tekist hefur að halda svo vel á baráttunni gegn Co-
vid-19-farsóttinni að á upplýsingafundi almannavarna
fimmtudaginn 4. mars 2021 sagði Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir góðar líkur á að veiran hefði „verið upprætt
hér innanlands“ þótt við gætum ekki verið viss um það.
Hann sagði einnig:
„Kannski [er] svolítið erfitt að koma inn núna með upp-
lýsingafund um Covid vegna óróans og yfirvofandi eldgoss
[á Reykjanesi]. Það er nauðsynlegt að við höldum vöku
okkar og missum ekki einbeitingu okkar á verkefninu um
Covid, svo Covid fari ekki að læðast aftan að okkur með al-
varlegum afleiðingum.“
Forsíður og fréttatímar snúast nú um það sem gerist í
iðrum jarðar á Reykjanesi og hugsanlegar afleiðingar þess,
hvort heldur þær birtast sem skjálftar eða kvikuhlaup. Þar
er ekki sóttvarnalæknir í aðalhlutverki sérfræðings heldur
Kristín Jónsdóttir, náttúruvár-
sérfræðingur hjá Veðurstofu Ís-
lands, og jarð- og eldfjallafræð-
ingar.
Á hinn bóginn er sama hvort
rætt er um veiruna eða skjálftana, í
báðum tilvikum er Víðir Reynisson,
deildarstjóri almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra, til taks. Viðvera
Víðis er í samræmi við lykilhlut-
verkið sem embætti ríkislögreglustjóra gegnir í almanna-
varnakerfinu.
Þetta kerfi tók stakkaskiptum eftir brottför bandaríska
varnarliðsins í samræmi við yfirlýsingu sem ríkisstjórnin
sendi frá sér 26. september 2006 nokkrum dögum áður en
dvöl bandarísku hermannanna lauk hér formlega. Í henni
sagði meðal annars:
„Til að efla almennt öryggi verður við endurskoðun laga
um almannavarnir hugað að því að koma á fót miðstöð þar
sem tengdir verði saman allir aðilar sem koma að öryggis-
málum innan lands, hvort heldur vegna náttúruhamfara
eða vegna hættu af mannavöldum. […] Dagleg stjórn mið-
stöðvarinnar verður á vegum dóms- og kirkjumálaráð-
herra og mun hann leggja fram frumvarp til nýrra al-
mannavarnalaga.“
Þegar yfirlýsingin var gefin giltu hér að meginstofni al-
mannavarnalög frá árinu 1962. Nýju lögin tóku gildi 1. júní
2008 og eru í grunninn óbreytt síðan. Þau tóku mið af öfl-
ugu björgunarmiðstöðinni sem þá var tekin til starfa við
Skógarhlíð í Reykjavík. Þar var í senn að finna stöð til sam-
hæfingar á aðgerðum og stjórnstöð til að takast á við ein-
stök atvik. Nýju lögin endurspegluðu mikilvægi þessarar
stöðvar og festu kjarna hennar í sessi án þess að draga úr
nauðsynlegum sveigjanleika í viðbrögðum.
Samhæfingarstöðvar almannavarna í Skógarhlíð er jafn-
an getið þegar almannavarnakerfið er virkjað, þar fer fram
samhæfing og yfirstjórn almannavarnaaðgerða með hlið-
sjón af almannavarnastigi og viðeigandi viðbragðsáætlun.
Innan almannavarnakerfisins starfa einnig aðgerða-
stjórn og vettvangsstjórn. Stjórn aðgerða í héraði í al-
mannavarnaástandi er í höndum lögreglustjóra í viðkom-
andi lögregluumdæmi.
Í lögunum eru lagðar ríkar skyldur á ríkisstofnanir,
sveitarfélög og í einstökum tilvikum einkaaðila um gerð við-
bragðsáætlana eða þróun öryggisráðstafana. Þannig er
stuðlað að því að almannavarnakerfið sé reiðubúið á hættu-
stund og viðbrögð séu sem best skilgreind þegar aðgerða
er þörf.
Allt þetta sést í framkvæmd hér um þessar mundir:
áætlanir eru fyrir hendi á vegum landlæknis og sótt-
varnalæknis, Landspítalans, Veðurstofu og einstakra sveit-
arfélaga. Ætíð þegar spurt er um viðbrögð er vísað til þess
að farið sé eftir áætlunum viðkomandi aðila. Þeim er hrund-
ið í framkvæmd á ábyrgð þeirra í samræmi við hættustig
en ríkislögreglustjóri tekur ákvörð-
un um það í hverju tilkviki að höfðu
samráði við sérfræðinga.
Í fréttum vegna jarðhræring-
anna er rætt við bæjarstjóra í ná-
lægum bæjum og segja þeir að far-
ið sé að áætlunum í samræmi við
hættustig og sama segir lög-
reglustjórinn á Suðurnesjum.
Neyðarstig er hæsta stigið á
skalanum og á einu ári lýsti ríkislögreglustjóri tvisvar yfir
því vegna Covid-19 í samráði við sóttvarnalækni: 6. mars til
25. maí 2020 og 5. október 2020 til 12. febrúar 2021.
Þá var lýst yfir neyðarstigi á Seyðisfirði í desember 2020
vegna skriðufalla og enn halda fulltrúar almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi,
Múlaþingi, Veðurstofu, heimastjórnar á Seyðisfirði og fleiri
reglulega fundi vegna náttúruhamfaranna á Seyðisfirði.
Eldgosið í Vestmannaeyjum 23. janúar 1973 og mann-
skætt snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974 urðu til
þess að Viðlagatryggingu Íslands var komið á fót 1. sept-
ember 1975, nafn hennar breyttist 1. júlí 2018 í Nátt-
úruhamfaratryggingu Íslands. Á þessa stofnun reynir þeg-
ar tjón verður vegna skriðufalla, jarðskjálfta eða annarra
náttúruhamfara.
Í heimsfaraldrinum hefur stjórnkerfið sýnt verulegan
innri styrk og sveigjanleika. Efnahagsáfallið á árinu 2020
var töluvert minna en spáð var. Staða þjóðarbúsins var
sterk þegar áfallið varð og hagstjórnin hefur reynst farsæl.
Vonbrigði tengjast helst skorti á bóluefni – samflotið við
ESB hindrar að þjóðlífið nái sér eins fljótt á strik og verða
má.
Á áttunda áratugnum kallaði reynslan á hamfaratrygg-
ingar, á tíunda áratugnum urðu mannskæð snjóflóð til að
ráðist var í stórtækar ofanflóðavarnir og brottför varnar-
liðsins á nýrri öld kallaði á nýskipan almannavarna. Hér
skal engu slegið föstu um hvað heimsfaraldurinn kennir
okkur. Honum er því miður ekki lokið þótt nákvæmlega sé
eitt ár 6. mars 2021 frá því að neyðarstig almannavarna var
fyrst ákveðið vegna hans.
Lært af reynslunni
Neyðarstig er hæsta stigið á
skalanum og á einu ári lýsti
ríkislögreglustjóri tvisvar
yfir því vegna Covid-19.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Það má kalla gloppur í verkumfræðimanna, þegar þar vantar
mikilvægar staðreyndir, ýmist af
vangá eða vanþekkingu, svo að sam-
hengi slitnar. Ein versta gloppan í
verkum Jóns Ólafssonar um íslensku
kommúnistahreyfinguna er í frásögn
hans af fundi Einars Olgeirssonar í
Moskvu í október 1945 með Georgí
Dímítrov, yfirmanni alþjóðadeildar
kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkj-
anna (sem tók við af Komintern, Al-
þjóðasambandi kommúnistaflokka).
Jón segir í bók sinni, Kæru félögum
(bls. 141): „Ekki er ljóst af dagbók-
arfærslu Dimitrovs hvað þeim Ein-
ari fór á milli en þó hefur Einar rætt
við hann um möguleika á viðskiptum
landanna því að Dimitrov hefur
skrifað hjá sér að Einar ætli sér
næsta dag að hitta Anastas Mikojan
utanríkisviðskiptaráðherra.“ En
samkvæmt dagbók Dímítrovs sjálfs
25. október 1945 bað Einar „um ráð
um afstöðu flokksins og ríkisstjórn-
arinnar til stofnunar bandarískra
herstöðva (flugvalla o.s.frv.) til tjóns
fyrir sjálfstæði Íslands, svo og um ís-
lensk flokksmálefni“. Auðvitað hlutu
þeir Dímítrov og Einar að ræða her-
stöðvabeiðni Bandaríkjanna, sem
var mál málanna á Íslandi, en ráð-
stjórnin í Moskvu var einnig líkleg til
að láta sig hana miklu varða. Dag-
bókarfærsla Dímítrovs kom fram á
ráðstefnu, sem haldin var í Reykja-
vík 1998, ári áður en Jón gaf út bók
sína, og vakti mikla athygli. Ég
spurði Jón, hvers vegna hann hefði
ekki getið um þetta, og kvað hann
það hafa verið einfalda yfirsjón.
Hvort sem þetta var tilraun til
blekkingar eða yfirsjón var þetta
stór galli á bók hans, alvarleg
gloppa.
Margar aðrar gloppur eru í verk-
um Jóns, en hér nefni ég aðeins eina.
Hann segir í bók sinni, Appelsínum
frá Abkasíu, frá Veru Hertzsch,
þýskum kommúnista, sem flust hafði
til Moskvu og eignast barn með
Benjamín H.J. Eiríkssyni, þegar
hann var þar á leyniskóla. Hreins-
anir Stalíns stóðu sem hæst í desem-
ber 1937, þegar hún skrifar í bréfi til
Benjamíns: „Greve hefur líka verið
handtekin.“ Jón segir ekki ljóst (bls.
137), hver Greve væri. En Richard
Greve var ritstjóri blaðsins, sem
Vera starfaði við, og mynd er af hon-
um og æviágrip í einni þeirra bóka,
sem Jón vitnar í, Verratene Ideale
eftir Oleg Dehl. Greve var handtek-
inn í nóvember 1937.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Gloppur Jóns
Ólafssonar