Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 8
Ástbjörg S. Gunnars- dóttir íþróttakennari lést á Vífilsstöðum 3. mars síðastliðinn, á 92. aldursári. Ástbjörg fæddist í Reykjavík 22. júní 1929, dóttir Margrétar Ketilsdóttur húsfreyju og Gunnars Sigurðs- sonar múrara. Bróðir hennar var Sigurður K. Gunnarsson forstjóri, f. 1931, d. 2016. Ástbjörg gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1946. Hún starfaði um hríð hjá Johan Rönning, en fór svo í Íþróttakenn- araskóla Íslands á Laugarvatni og út- skrifaðist þaðan sem íþróttakennari vorið 1949. Hún hóf störf við Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar á Lindargötu 7 í Reykjavík haustið 1949 og kenndi þar sjúkraleikfimi til ársins 1957. Ástbjörg var frumkvöðull á sviði kvennaleikfimi á Íslandi og stofnaði „Hressingarleikfimi Ástbjargar“ árið 1959. Þar kenndi hún fullorðnum konum í alls 56 ár, einnig karlaflokk- um í 16 ár. Hún hætti kennslu vorið 2015 er hún var orðin tæplega 86 ára. Ástbjörg var í stjórn Fimleika- sambands Íslands 1970-1981, þar af formaður síðustu fjög- ur árin 1977-1981. Hún var fyrsta konan sem varð formaður sér- sambands innan ÍSÍ. Ástbjörg sat í fjöl- mörgum nefndum og var prófdómari allra skóla í Reykjavík, Kópavogi og Hafn- arfirði í 20 ár. Auk þess var hún prófdómari Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni í 32 ár. Ástbjörg var sæmd heiðursmerki Norræna fimleikasambandsins 1973, gullmerki ÍSÍ 1979 og var kosin heið- ursfélagi ÍSÍ og Ólympíusambands- ins árið 2002. Jafnframt var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2009, og var gerð að heiðursfélaga Fimleikasambands Ís- lands árið 2014. Árið 1954 giftist Ástbjörg eigin- manni sínum til 59 ára, Jóhanni T. Ingjaldssyni, aðalbókara Seðlabanka Íslands. Hann lést árið 2013. Börn þeirra eru Margrét Jóhannsdóttir (f. 1954), gift Hálfdáni Helgasyni og Ingi Gunnar Jóhannsson (f. 1958), maki Kristín Hákonardóttir. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin eru sex. Útför Ástbjargar verður auglýst síðar. Andlát Ástbjörg S. Gunnars- dóttir íþróttakennari 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 Á facebook-síðuSósíalistaflokks- ins er hvatning frá einum félaga til ann- arra félaga um að styðja Ragnar Þór Ingólfsson til áfram- haldandi formennsku í VR. Félagarnir voru hvattir til að setja mynd af Ragnari Þór og stuðningsyfirlýs- ingu inn á facebook- síðu sína og voru látn- ir vita af því að þeir gætu tekið þátt í „að hringja út eða sinna öðru smotteríi í sambandi við þessa baráttu“. Mikill fjöldi félaga í Sósíal- istaflokknum lýsti yfir ánægju með þessa hvatningu svo ætla má að Ragnar Þór fái mörg atkvæði úr þeirri átt.    Á vef Eiríks Jónssonar var því svohaldið fram að Gunnar Smári Egilsson, nú sósíalistaforingi, áður útrásarvíkingur, hefði verið „tíður gestur“ á skrifstofu Ragnars Þórs fyrir formannskjörið sem fram fer í VR í næstu viku. Þegar mbl.is innti þá félaga eftir þessu sagði Ragnar Þór skrifstofuna hafa verið lokaða vegna veirunnar og Gunnar Smári tók þessu einnig fjarri og sagðist ekki hafa „heimsótt Ragnar Þór töluvert lengi“.    Þegar greint var frá því fyrirnokkrum misserum hvernig Gunnar Smári tengdist nýrri forystu Eflingar tók hann því einnig fjarri og sagðist ekki hafa komið inn á skrif- stofu verkalýðsfélagsins í mörg ár.    En það hvort Gunnar Smári hefurheimsótt Ragnar Þór eða aðrar skrifstofur nýlega eða ekki breytir engu um stuðningsyfirlýsingar fé- laga Sósíalistaflokksins við Ragnar Þór eða tengsl flokksins við Eflingu. Þær yfirlýsingar og öll þessi tengsl eru áhyggjuefni fyrir félaga í VR. VR og Sósíalista- flokkurinn STAKSTEINAR Ragnar Þór Ingólfsson Gunnar Smári Egilsson Isavia hefur fyrirliggjandi áætlanir um hvernig starfsemi verður háttað á flugvöllunum í Keflavík og í Reykja- vík ef kemur til eldgoss á Reykjanes- skaga. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir að fyrirkomulagið í Keflavík sé þannig að flugvellinum verði ekki lokað en vissulega geti skapast aðstæður þar sem ekki er hægt að lenda eða taka á loft. „Keflavíkurflugvöllur verður op- inn meðan aðstæður leyfa, helsti áhrifaþáttur þar er öskufall á vell- inum,“ segir Guðjón. „Við upphaf eldgoss er afmarkaður 120 sjómílna, 220 kílómetra, hringur utan um eldstöðina sem er lokaður fyrir allri flugumferð, ef flugvöllurinn er innan þess svæðis verða ekki kom- ur eða brottfarir á flugvellinum,“ seg- ir Guðjón. Hann segir að komi til goss geri Veðurstofan og samstarfsaðilar henn- ar spá um öskusvæði. Þegar sú spá hafi verið gefin út er umræddur lok- unarhringur tekinn af og flugfélög taka ákvörðun um hvort þau vilji fljúga yfir svæðið. „Það tekur víst ekki nema 20-50 mínútur að gera þessa öskuspá,“ segir Guðjón. Hann bætir við að Keflavíkur- flugvöllur sé vel staðsettur með tilliti til hraunflæðis og ólíklegt sé að mögu- legt hraunflæði loki flugvellinum sjálfum. Það gæti hins vegar lokað að- komu að vellinum. hdm@mbl.is Flugvellinum verði ekki lokað í gosi  Kortleggja þarf öskufall komi til eldgoss  Flugfélög taka ákvörðun um flug Morgunblaðið/Sigurður Bogi Keflavík Flug ætti ekki að raskast. Í B E I N N I Á F A C E B O O K Þ ó r a r i n n H j a l t a s o n E y þ ó r A r n a l d sÁ r n i M . M a t h i e s e n S i g r í ð u r Á . A n d e r s e nH r a f n k e l l Á s ó l f u r P r o p p é Í d a g k l . 1 1 : 0 0 N á n a r á x d . i s o g w w w . f a c b o o k . c o m / s j a l f s t a e d i s Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.