Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 43
Téð Ása er einn af meðlimum Ateria sem
sigraði í Músíktilraunum 2018. Asaleysing er
safn upptaka sem hún gerði sumarið 2020 víðs
vegar um Reykjavík og var það verkefni hluti
af sumarstarfi Hins Hússins. Pistilritari lagði
nokkrar spurningar fyrir tónskáldið sem segir
að markmiðið hafi verið að semja tónlist, pæla
í umhverfishljóðum, halda tónleika og taka
þá upp. „Tónleikar voru að meðaltali einu
sinni í viku og mig langaði að vera með
eitthvert nýtt efni í hvert skipti. Ég hafði
eiginlega enga hugmynd um hvernig
tónlist ég ætlaði að gera, enda hef ég
aldrei áður unnið við tónlist á þennan
hátt (þ.e.a.s. að vera ein að semja tónlist
allan daginn, alla daga vikunnar
og að vera sjálf eini hljóðfæra-
leikarinn í boði).“
Ég ætla að gera heiðar-
lega tilraun til að lýsa tónlist-
inni. Hún er ósungin (fyrir
utan hið mjög svo fallega
„Þó ég tárist“) og einkenn-
ist öðrum þræði af endur-
tekningum og naumhyggju.
Lögin streyma þannig mikið
til fram í lykkjum (e. „loop“)
og það myndast mikil stemn-
ing í því ati. Framvindan ein-
kennist líka af næmi og stillu,
„Hringavitleysa“ ber með sér
skældan rafgítarhljóm sem
leggst yfir mann eins og nokk-
urs konar síðpönksópus af
„ambient“-toga (Colin Newm-
an, Dome). „Hvimpan“ er ein-
falt gítarplokk en þó ekki. Það
er nefnilega ekkert einfalt við
þessa plötu eins og ég hef
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Stundum heyrir maður eitthvað í tónlistsem fær mann til að staðnæmast. Ekkiendilega út af áhugaverðum hljóma-
gangi, frumleika eða furðulegheitum. Það er
erfitt að lýsa þessu, en stundum verður maður
einfaldlega var við einhvern kjarna sem er eitt-
hvað svo tandurhreinn og sannur. Þannig leið
mér eftir að hafa hlustað á það
verk sem hér verður gert að
umtalsefni.
Á hverju ári rennir maður
hundruðum íslenskra platna af
margvíslegum ástæðum, t.d.
vegna dómnefndarstarfa. Asa-
leysing var ein af þeim sem rötuðu inn í slíkt
ferli, plata á prufuupptökustigi (demó) og ég
pældi þannig séð lítið í fyrst um sinn, enda 398
plötur aðrar sem biðu! En, það var eitthvað
þarna sem togaði mig aftur inn. Og strax við
aðra hlustun heyrði ég það. Hvað? spyrð þú,
kæri lesandi. Ég er ekki alveg viss. Það er bara
eitthvert „x“ þarna sem heillar, einhver tónn
sem nær mér, einhver afstaða sem skilar öllum
lögunum sautján glæsilega að landi.
Hring eftir hring …
fjálglega lýst. Ása spilar þá á það
sem hendi er næst (orgel, gítarar,
rafhljóð) og stundum hjálpa mávarn-
ir við Reykjavíkurtjörn með hljóð-
myndina. Segi ekki meir, heyrn er
sögu ríkari!
Ása segir að það hafi alltaf stað-
ið til að gefa upptökurnar út,
þ.e.a.s. ef þær þyldu slíkt. „Í lok
sumars fór ég að skoða upptök-
urnar og fannst þær bara
nokkuð góðar (eða eins og
góðar og aðstæður leyfðu)
þannig að ég ákvað að
skella þessu bara inn sem
albúmi inn á helstu
streymisveitur.“ Óvænt
hljóð, mistök og tilviljanir
hafi þá gefið tónlistinni sem
slíkri vigt, orðið hluti af
verkinu. „Það væri mjög gam-
an að fara í hljóðver og ég hef
alveg verið að pæla í að gera
það,“ segir hún að endingu. „Þá
er ég mest að spá í að taka upp
nokkur lög af Asaleysingu og
vinna kannski meira með þau og
taka líka upp nýtt efni í bland.“
Plötuna má finna á Bandcamp og
Spotify.
» „Ég hafði eiginlega engahugmynd um hvernig tónlist
ég ætlaði að gera, enda hef ég
aldrei áður unnið við tónlist á
þennan hátt.“
Tónlistarkonan Ása Önnu
Ólafsdóttir gaf út plötuna
Asaleysing undir listamanns-
nafninu Asalaus í fyrra. Og
ég færi ykkur mikil tíðindi …
Ein Ása Önnu
Ólafsdóttir
semur og flytur
tónlistina á
Asaleysingu.
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı
Þrír menningarviðburðir verða á
dagskrá Alþýðuhússins á Siglufirði
yfir helgina. Sá fyrsti er opnun
myndlistarsýningar Davíðs Arnar
Halldórssonar í Kompunni í dag,
laugardag, kl. 14. Titill sýningar-
innar er Ást við fyrstu sýn (aftur)
og sýnir Davíð Örn sextán ný verk
sem öll eru væmin, að hans sögn.
„Mín væmni er rómantík af því að
ég segi það og þið verðið að segja
mér ef þið eruð sammála. Ást við
fyrstu sýn á við um efniviðinn, stað-
inn, fólkið og verkin,“ skrifar Davíð
Örn í tilkynn-
ingu.
„Verk Davíðs
Arnar byggjast
yfirleitt á tilvilj-
unum úr hvers-
dagslífinu. Þau
eru persónuleg
úrvinnsla úr um-
hverfi hans sem
hann varpar fram
í myndmáli sem
vísar með beinum og óbeinum hætti
í listasöguna. Bakgrunnur Davíðs
Arnar í grafík er einnig sjáanlegur í
verkum hans sem efnislegur grunn-
ur sem hann byggir list sína á,“ seg-
ir um verk Davíðs Arnar í tilkynn-
ingu en hann hlaut árið 2014
Carnegie Art Award-styrk í flokki
ungra listamanna.
Sýningin verður opin daglega kl.
14-17 og stendur til 21. mars.
Steinalda og nýsköpun
Í kvöld kl. 20 mun hljómsveitin
Steinalda flytja kammerverkið
„Stígur hún við stokkinn – óður til
landvættanna“ eftir Guðmund Stein
Gunnarsson og á morgun, sunnu-
dag, kl. 14.30 verður Stefanía Hjör-
dís Leifsdóttir, bóndi á Brúnastöð-
um í Fljótum, með erindi í Sunnu-
dagskaffi með skapandi fólki. Hún
mun fjalla um búskapinn á býlinu
og nýsköpun og verður boðið upp á
ostasmakk og annað góðgæti með
kaffinu.
Vegna sóttvarna eru gestir beðnir
um að skrá sig á tónleikana og
sunnudagskaffið í síma 865-5091 til
að tryggja sér sæti.
Davíð Örn
Halldórsson
Davíð Örn sýnir í Alþýðuhúsinu
Metverð fékkst fyrir skúlptúr eftir
myndlistarmanninn Sigurjón Ólafs-
son á vefuppboði Foldar uppboðs-
húss sem lauk á miðvikudag. Verk-
ið nefnist „Fótboltamenn“ og var
selt á 7,8 milljónir króna að upp-
boðsgjöldum meðtöldum og er það
hæsta verð sem fengist hefur fyrir
skúlptúr á uppboði hér á landi.
„Bronsskúlptúrinn gerði Sigur-
jón upphaflega árið 1936 og stend-
ur stækkuð gerð hans á Faxatorgi á
Akranesi. Sá sem nú var boðinn upp
er einn af sex sem gerðir voru og
seldir til stuðnings Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar árið 1991,“
segir í tilkynningu frá uppboðs-
höldurum.
Olíumálverk eftir Júlíönu Sveins-
dóttur var einnig selt fyrir metfé en
það var selt á tæpar 1,4 milljónir
króna. Er það hæsta verð sem feng-
ist hefur fyrir verk listakonunnar á
uppboði.
Mörg önnur verk seldust á háu
verði og má þar nefna olíumálverk
eftir Louisu Matthíasdóttur sem
seldist á 3,3 milljónir króna og Karl
Kvaran sem seldist á 3,7 milljónir.
Fótboltamenn Bronsskúlptúrinn
gerði Sigurjón upphaflega árið
1936 og stendur stækkuð gerð hans
á Faxatorgi á Akranesi
Metverð fyrir
verk eftir Sigurjón
„Fótbolta-
menn“ seldir
á 7,8 milljónir