Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500
Dagskrá fundarins:
1. Grænbókarvinna ríkisstjórnarinnar
2. Ný heimasíða Eflingar – kynning
3. Önnur mál
Félags- og
trúnaðarráðsfundur
Efling-stéttarfélag boðar til sameiginlegs félags- og
trúnaðarráðsfundar þann 11. mars næstkomandi kl. 19:30.
Fundurinn verður haldinn með fjarfundabúnaðinum
Zoom.
Fundurinn er opinn öllu félagsfólki Eflingar.
Félagsmenn eru beðnir að skrá sig á fundinn með því að
senda tölvupóst á felagssvid@efling.is.
Þeim verður í kjölfarið sendur
tengill og leiðbeiningar um notkun
fjarfundabúnaðar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ástandið er svipað núna og það var í byrjun vik-
unnar. Enn bíða tugir sjúklinga eftir innlögnum á
legudeildir,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á
bráðamóttöku Landspítalans.
Langvarandi fráflæðisvandi á Landspítalanum veld-
ur því að stjórnendur spítalans beina þeim tilmælum
til fólks sem orðið hefur fyrir minni
slysum eða glímir við minni háttar
veikindi að leita frekar á heilsu-
gæslu eða Læknavaktina en á
bráðamóttöku í Fossvogi. Mikið
álag er á bráðamóttöku af fyrr-
greindum ástæðum og forgangsraða
þarf verkefnum þar. Fólk getur bú-
ist við afar langri bið á bráðamót-
töku. Þau tilvik sem metin eru al-
varleg á heilsugæslu eru færð yfir á
bráðamóttökuna.
„Það virðist vera að það sé hvorki nægilegur fjöldi
af hjúkrunarrýmum fyrir þá sem þurfa á þeim að
halda né nægilegur fjöldi af legurýmum á Landspít-
alanum. Við erum bara í þeirri aðstöðu að geta ekki
veitt fullnægjandi þjónustu meðan deildin er teppt af
sjúklingum sem þyrftu að vera á legudeildum. Auk
þess hefur maður áhyggjur af þeim sem hér liggja
enda er aðstaðan ekki viðunandi fyrir það fólk,“ segir
Hjalti Már.
Enn teppa á bráðadeild
Skortur á legurýmum á Landspítala og hjúkrunarrýmum
Bráðadeild getur ekki veitt fullnægjandi þjónustu í dag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bráðadeild Miklar annir eru á deildinni þessi dægrin.
Hjalti Már
Björnsson
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri
Íslandspósts, segir hagræðingu hafa
skilað bættri afkomu hjá félaginu.
Tekist hafi að snúa tapi í hagnað.
Afkoma rekstararársins 2020 var
kynnt á aðalfundi Íslandspósts og
fóru Þórhildur Ólöf og Bjarni Jóns-
son, formaður stjórnar félagsins, við
það tilefni yfir árið og tíðindi úr
rekstri. Sú breyting varð á stjórn að
Thomas Möller hætti en inn kom
Guðmundur Axel Hansen.
Félagið var rekið með 104 milljóna
króna hagnaði borið saman við 510
milljóna tap 2019. Þess má geta að fé-
lagið fær 509 milljónir frá ríkinu fyrir
svonefnda alþjónustu á árinu 2020, en
samkvæmt afkomu starfsþátta skilar
eignarekstur jákvæðri afkomu upp á
355 milljónir.
Að sögn Þórhildar skilar það hagn-
aði af afkomu starfsþátta, samkvæmt
bókhaldslegum aðskilnaði, en ekki
hagnaði af rekstrinum almennt.
Hún segir þetta ekki vega þungt í
hagnaði af rekstri. Þyngra vegi að
gengishagnaður hafi numið 61 milljón
í fyrra en sjö milljónum árið 2019.
„Það má ekkert út af bera til að
snúa afkomunni við,“ segir Þórhildur.
Við samanburð á árunum 2019 og
2020 ber að hafa í huga að í ársbyrjun
2020 var einkaréttur á bréfum 0-50 g
afnuminn. Þá fór alþjónustuskylda úr
20 kg sendingum niður í 10 kg send-
ingar. Fram hefur komið að ekkert
einkafyrirtæki hóf samkeppni við Ís-
landspóst um dreifingu á bréfapósti
upp að 50 g við afnám einkaréttarins.
Þá varð sú breyting á gjaldskrá
pakkasendinga upp að 10 kg í byrjun
árs 2020 að miðað var við eitt gjald-
svæði í stað fjögurra áður. Fól það í
sér fyrri gjaldskrá á höfuðborgar-
svæðinu á öllu landinu.
Úr tapi í hagnað
Eftir að fundi lauk ræddi Morgun-
blaðið við Þórhildi Ólöfu sem sagði
fyrirtækið hafa ráðist í sársaukafulla
hagræðingu. Árið 2018 hefði félagið
haft 822 stöðugildi en 601 árið 2020.
„Kostnaðarfótur fyrirtækisins var
orðinn of mikill. Tekjurnar dugðu
ekki fyrir þeim kostnaði sem féll til í
fyrirtækinu í heild. Auðvitað var sárt
að segja upp fólki en við urðum að
minnka kostnaðarfót félagsins sem
var ein af þeim aðgerðum sem gripið
var til. Aðrar stórar aðgerðir voru
samþætting dreifingarmiðstöðva,
sala dótturfélaga, sala fasteigna og
vörulínur voru lagðar niður. Það er
enda ekki hægt að hækka verð enda-
laust en við gátum minnkað kostn-
aðarfótinn á þennan máta. Hagrætt
þannig í rekstrinum,“ segir Þórhildur
Ólöf.
Meðal annars hafi stjórnendum
verið sagt upp árið 2019, ásamt því
sem fjöldi starfsmanna hafi horfið á
braut þegar fyrirtækið hætti að
dreifa fjölpósti 1. maí í fyrrasumar.
Þórhildur Ólöf segir aðspurð að sú
stefna að innheimta eitt verð fyrir
pakka um allt land, upp að 10 kg, hafi
reynst fyrirtækinu þung byrði. Spurð
hvað beri að gera segir hún að það
eigi einfaldlega að fella viðkomandi
lagaákvæði niður, svo það sé ekki
lengur sama verð um allt land.
„Þetta hefur reynst okkur mjög
þungt. Við erum ekki samkeppnishæf
í Reykjavík – við erum með of hátt
verð í Reykjavík og of lágt verð úti á
landi – sem setur okkur í gríðarlega
erfiða stöðu. Við höfum ekki farið
dult með þá skoðun okkar að þessu
þurfi að breyta,“ segir Þórhildur um
afleiðingar þess að jafna gjaldskrána.
Á hendi löggjafans
Spurð í hvaða farvegi þessi mál séu
segir Þórhildur að blaðamaður verði
að beina spurningunni til stjórnvalda.
Það sé á hendi löggjafans að breyta
þjónustuskyldunni. Hún segir Ís-
landspóst hafa unnið mikið með Póst-
og fjarskiptastofnun í aðdraganda
þess að stofnunin úrskurðaði að fyrir-
tækið skyldi fá 509 milljónir vegna
óhagræðis af ófjármagnaðri alþjón-
ustubyrði rekstrarárið 2020.
Það sé ánægjuleg niðurstaða en
engu að síður þurfi að endurskoða þá
umgjörð sem Pósturinn starfar eftir.
„Við hefðum fremur kosið að fá
samning en útnefningu vegna alþjón-
ustu, eða hreinlega útboð. Við höfum
heldur ekki farið dult með þá skoðun
okkar. Auðvitað er miklu auðveldara
að semja en að vera útnefndur fyrir
alþjónustu og renna svo blint í sjóinn
með hverjar tekjurnar verða fyrir ár-
ið,“ segir Þórhildur Ólöf.
Spurð hvort það verði því að
óbreyttu árviss viðburður að fyrir-
tækið fái slíkt framlag, eftir úrskurð
PFS, segist hún ekki líta á þetta sem
framlag heldur greiðslu fyrir þjón-
ustu sem krafist er af ríkinu. Vegna
óvissu um tekjur skýrist afkoma
fyrirtækisins ekki fyrr en ákvörðun
PFS liggur fyrir eftir á fyrir árið.
Spurð hvort breyta þurfi gjald-
skránni eða draga úr þjónustufram-
boðinu, í ljósi mikillar fækkunar
bréfa, bendir Þórhildur Ólöf á að
fyrirtækið hafi hækkað gjaldskrá
bréfa talsvert um síðustu áramót.
Hver vitjun að verða dýrari
„Tekjur af alþjónustu fara minnk-
andi en lúgum fjölgar. Með því fer
kostnaður af hverri vitjun hækkandi.
Tækifærin til hagræðingar felast
meðal annars í breytingum á þjón-
ustustigi og frekari tæknivæðingu í
vinnslu félagsins. Við þurfum eftir
sem áður að fara heim til allra með
bréf en til þess þurfum við að hafa
starfsfólk. Það eru takmörk fyrir því
hversu mikið er hægt að hagræða
nema það komi hreinlega til laga-
breytingar um að við þurfum ekki að
fara heim til allra,“ segir Þórhildur.
Hún segir aðspurð að fara mætti
ýmsar leiðir til að draga úr þessum
kostnaði. Einn möguleikinn sé að af-
henda póstinn með smáforriti, eða
appi, sem nálgast má rafrænt. Þá
nefnir hún í dæmaskyni að í Banda-
ríkjunum hafi vandamálið verið leyst
með póstkassavörðu við hverja götu.
Hún ítrekar að það sé ekki á hendi
Íslandspósts að taka slíka ákvörðun
heldur sé það hlutverk löggjafans.
Nú þegar með hæsta verðið
Spurð hvort fyrirtækið þurfi að
hækka verð á pakkasendingum úti á
landi, í ljósi þess að verðið sé að
hennar sögn of lágt, segir hún að með
því að hækka verð þar með á landinu
öllu myndi fyrirtækið „verðleggja sig
út af höfuðborgarsvæðinu“. Það sé nú
þegar með hæsta verð á svæðinu.
„Við teljum að það sé í höndum
stjórnvalda að ákvarða hvernig þau
vilja hafa þetta. Þetta er falleg hugs-
un, að hafa sama verð um allt land, en
ég held að fólk hafi kannski ekki gert
sér grein fyrir áhrifunum sem þetta
myndi hafa á alþjónustuveitandann
eða kostnað ríkisins. Þetta setur okk-
ur gríðarleg mörk,“ segir Þórhildur.
Varðandi gagnrýni einkafyrirtækja á
að verð á pakkasendingum út á land
feli í sér niðurgreiðslur segist hún
vona að stjórnvöld endurhugsi þessa
lagasetningu.
Spurð um rekstrarárið fram undan
segir Þórhildur Ólöf að það stefni í að
það verði, líkt og árið 2020, margar
áskoranir og í mörg horn að líta.
„Það var 37% samdráttur í bréfa-
magni í janúar. Þannig að það er
nauðsynlegt að halda áfram hagræð-
ingaraðgerðum.“
„Það má ekkert út af bera“
Forstjóri Íslandspósts kallar eftir afnámi þeirrar stefnu að hafa sama verð um allt land fyrir pakka
Íslandspóstur var rekinn með 104 milljóna hagnaði í fyrra Ríkisstyrkur nam 509 milljónum króna
Afkoma Íslandspósts árið 2020
2018 2019 2020
Laun og launatengd gjöld 5.440.112 5.145.400 4.708.232
Annar rekstrarkostnaður 2.265.439 2.108.881 1.956.001
Kostnaður vegna endurskipulagningar 0 225.135 117.388
EBITDA 50.446 265.674 675.790
Leiðrétt EBITDA* 50.446 490.809 793.178
Hrein fjármagnsgjöld 12.658 260.432 51.003
Afskriftir 400.786 646.253 481.054
Hagnaður/(tap) fyrir tekjuskatt -362.998 -641.011 143.733
Tekjuskattur 72.312 116.808 -20.275
Hagnaður/(tap) af áframhaldandi starfsemi -290.686 -524.203 123.458
Aflögð starfsemi -1.969 13.381 -19.082
Hagnaður/(tap) ársins -292.655 -510.822 104.377
2019 2020
Einkaréttur Samkeppni Samkeppni
Alþjónusta Alþjónusta Utan alþjónustu Samtals Alþjónusta Utan alþjónustu Samtals
Rekstrartekjur 2.603.409 4.013.395 1.080.771 7.697.575 6.482.463 972.485 7.454.948
Rekstrargjöld -2.691.098 -5.036.597 -701.835 -8.429.530 -7.231.201 -453.733 -7.684.934
Afkoma starfsþátta -87.689 -1.023.202 378.936 -731.955 -748.738 518.752 -229.986
Eignarekstur 104.325 354.638
Afkoma fyrir tekjuskatt -627.630 124.652
Tekjuskattur 116.808 -20.275
Afkoma ársins -510.822 104.377
Afkoma
starfsþátta
*Leiðrétting fyrir rekstrarkostnaði vegna endurskipulagningar
Heimild: Ársreikningur 2020
Allar tölur
eru í þús. kr.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forstjóri Þórhildur Ólöf fer yfir
stöðuna á aðalfundi Íslandspósts.