Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 48
Þurrk- grindur Laugavegi 29 | sími 552 4320 verslun@brynja.is | brynja.is 3 stærðir Vefverslun brynja.is Innan- og utandyra 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 10.330 Útdraganleg Verð kr. 8.410 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 11.450 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 12.395 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikum á morgun, sunnudag, kl. 15 í Hömrum í Hofi og bera þeir yfirskriftina Dauðinn, stúlkurnar og strandið. Á tónleikunum mun strengjakvartettinn Spúttnik leika á hljóðfæri sem öll voru smíðuð af fiðlusmiðnum Jóni Marinó Jónssyni. Í hljóðfærin notaði hann við sem rak á land á Höfnum á Reykjanesi þegar skip frá Jamestown strandaði þar árið 1881. Verða m.a. leikn- ir kaflar úr verkinu „Dauðinn og stúlkan“ eftir Schu- bert og sálmurinn „Hærra minn Guð til þín“ sem tal- inn er vera síðasta lagið sem strengjakvartett lék á Titanic áður en skipið sökk. Á milli atriða mun Jón Marinó segja frá hljóðfærunum, Jamestown- strandinu og fleiru. Dauðinn, stúlkurnar og strandið LAUGARDAGUR 6. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús bíður átekta eins og margt íþróttafólk í einstaklingsgreinum eftir því að keppni hefjist erlendis. „Keppni átti að byrja í febrúar en því var frestað þangað til í apríl. Vonandi er hægt að halda sig við þær áætlanir að mótaröðin fari af stað í lok apríl eða byrjun maí,“ segir Haraldur, sem æfir á mottu í Básum eða í golfhermi. »41 Bíður eftir því að keppni hefjist ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég var að enda við að dansa, við Elísabet æfum okkur oftast fyrir há- degi,“ segir Ragnar Sverrisson þeg- ar blaðamaður slær á þráðinn og á þá við dansdömu sína, Elísabetu Bjarnadóttur, en þau lönduðu Ís- landsmeistaratitli í sínum flokki, 35 ára og eldri, á nýafstöðnu Íslands- meistaramóti Dansíþróttasambands Íslands í suðuramerískum dönsum. Á sama móti varð Sverrir sonur hans Íslandsmeistari í sínum flokki, 14-15 ára, ásamt dansdömu sinni Ágústu Rut Andradóttur. Hin börn- in hans tvö unnu sér setu í landsliði DSÍ, sonurinn Björn sem keppti í fullorðinsflokki og dóttirin Hulda Margrét í flokki unglinga. Ragnar segir að danssaga sín nái allt aftur til þess þegar hann var tíu ára, árið 1983. „Ég byrjaði þá í dansi fyrir til- viljun, af því vinur minn spurði hvort ég vildi koma með sér í dansskóla, sem ég og gerði. Þá var dansinn að byrja að springa út á Íslandi og minna um að strákar væru að dansa en nú er. Ég var fyrst í dansskóla hjá Sigurði Hákonarsyni heitnum, en fór svo á milli dansskóla og fór fljótt að aðstoða við danskennslu og í framhaldinu á fullt í slíka kennslu. Ég er enn í þessu, 38 árum síðar,“ segir Ragnar sem stofnaði Dans- félagið Bíldshöfða árið 2007. „Ég hélt reyndar að ég væri búinn með keppnishlutann, en fyrir tveim- ur árum sló ég til og hafði samband við konu sem ég dansaði við á sínum tíma og hún var til og við kepptum saman. Þegar hún flutti til Akureyr- ar síðastliðið sumar hafði ég sam- band við Elísabetu, en ég hafði kennt henni á sínum tíma. Ég losna greinilega aldrei við þetta, enda finnst mér ótrúlega skemmtilegt að dansa og keppa,“ segir Ragnar sem vill gjarnan að fleiri 35 ára og eldri snúi sér að dansinum. „Ég fór meðal annars að keppa aftur til að reyna að smita aðra sem eru 35 ára og eldri, mig langar að sjá það fólk fara út á dansgólf.“ Engan skyldi undra að öll þrjú börn Ragnars eru í dansi, eins og kom fram hér á undan. „Þau tvö yngri, Sverrir og Hulda, fæddust um það leyti sem ég stofnaði dansskól- ann og því kom það af sjálfu sér að þau fóru að æfa dans upp úr tveggja ára aldri, en mamma þeirra, mín fyrrverandi eiginkona, sá um að kenna barnadansana hjá okkur. Danssaga elsta sonar míns, Björns, er allt önnur, því hann flutti til Eng- lands með móður sinni þegar hann var fimm ára og þar var hann ekkert í dansi. Hann flutti heim til Íslands þegar hann var 13 ára og ég vildi að hann stundaði einhverja hreyfingu og þá sagði hann mér að óvörum að hann væri til í að prófa dansinn. Ég varð mjög glaður, því ég hafði oft reynt að hvetja hann í gegnum árin til að æfa dans, en ekkert gengið. Hann keppti eftir að hafa æft dans í einn mánuð og vann sinn flokk. Hann fékk dansbakteríuna um leið og hann gaf þessu séns og nú er hann farinn að kenna hér í dansskól- anum hjá mér.“ Dans Ragnar með börnum sínum Sverri, Huldu Margréti og Birni. Danselska fjölskyldan, pabbinn og börnin þrjú  Feðgar tvöfaldir Íslandsmeistarar og systkinin í landsliðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.