Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Lengjubikar karla
Víkingur R. – Fram.................................. 5:1
Stjarnan – Keflavík .................................. 2:0
ÍA – Vestri................................................. 4:1
Fjölnir – Breiðablik.................................. 1:3
Lengjudeild kvenna
Fylkir – Stjarnan...................................... 2:0
Þróttur R. – Selfoss.................................. 2:1
KR – Valur ................................................ 0:7
Þýskaland
B-deild:
Paderborn – Darmstadt ......................... 2:3
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt.
Belgía
B-deild:
Lierse – Royal Union St. Gilloise........... 1:3
Aron Sigurðarson var ónotaður vara-
maður hjá Union St. Gilloise.
Danmörk
B-deild:
Fredericia – Hobro.................................. 1:1
Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn í
marki Fredericia.
Spánn
B-deild:
Espanyol – Real Oviedo .......................... 1:1
Diego Jóhannesson var ónotaður vara-
maður hjá Real Oviedo.
Olísdeild karla
FH – Þór................................................ 30:21
ÍBV – Haukar ....................................... 19:26
KA – Selfoss.......................................... 24:24
Stjarnan – Grótta ................................. 28:27
ÍR – Valur.............................................. 22:30
Staðan:
Haukar 13 10 1 2 368:309 21
FH 13 8 2 3 383:348 18
Valur 13 8 1 4 381:349 17
Selfoss 13 7 2 4 336:321 16
Afturelding 13 7 1 5 336:339 15
KA 13 5 5 3 336:319 15
Stjarnan 13 6 2 5 356:349 14
Fram 13 6 2 5 328:326 14
ÍBV 13 6 1 6 371:358 13
Grótta 13 3 3 7 312:324 9
Þór Ak. 13 2 0 11 288:352 4
ÍR 13 0 0 13 301:402 0
Danmörk
GOG – Mors .......................................... 33:27
Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrettán
skot í marki GOG.
Þýskaland
B-deild:
Bietigheim – Hüttenberg ................... 35:26
Aron Rafn Eðvarðsson varði sautján
skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jóns-
son þjálfar liðið.
Frakkland
B-deild:
Strasbourg – Nice ............................... 18:35
Grétar Ari Guðjónsson varði níu skot í
marki Nice.
Valence – Nancy.................................. 25:26
Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyr-
ir Nancy.
Dominos-deild karla
Haukar – Þór Þ................................. 100:116
Stjarnan – Valur ................................... 90:79
Staðan:
Keflavík 12 10 2 1109:957 20
Þór Þ. 12 9 3 1191:1065 18
Stjarnan 12 9 3 1140:1051 18
KR 12 8 4 1087:1090 16
ÍR 12 6 6 1061:1056 12
Grindavík 12 6 6 1060:1092 12
Njarðvík 12 5 7 1028:1044 10
Tindastóll 12 5 7 1084:1115 10
Valur 12 4 8 977:1026 8
Höttur 12 4 8 1057:1123 8
Þór Ak. 11 3 8 945:1036 6
Haukar 11 2 9 933:1017 4
1. deild karla
Vestri – Breiðablik ............................. 73:112
Álftanes – Fjölnir ................................. 98:90
Skallagrímur – Hrunamenn ................ 86:68
Sindri – Selfoss ..................................... 77:76
Staðan:
Álftanes 11 7 4 1010:930 14
Breiðablik 10 7 3 969:857 14
Sindri 11 7 4 994:975 14
Hamar 9 6 3 875:796 12
Skallagrímur 11 6 5 942:915 12
Vestri 11 5 6 939:1031 10
Fjölnir 9 3 6 762:804 6
Hrunamenn 11 3 8 918:1055 6
Selfoss 11 3 8 856:902 6
Spánn
B-deild:
Granada – Real Canoe ........................ 77:70
Sigtryggur Arnar Björnsson leikur með
Real Canoe.
Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur
Andersen Willumsson er að ganga
til liðs við norska úrvalsdeildar-
félagið Kristiansund frá Breiðabliki
samkvæmt heimildum mbl.is.
Brynjólfur verður dýrasti leik-
maður í sögu Kristiansund en sam-
kvæmt heimildum mbl.is er kaup-
verðið tæplega 23 milljónir
íslenskra króna. Brynjólfur, sem er
tvítugur, á að baki 41 leik í efstu
deild þar sem hann hefur skorað sjö
mörk en Kristiansund hafnaði í
fimmta sæti norsku deildarinnar á
síðustu leiktíð.
Borga metfé
fyrir Blikann
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Noregur Brynjólfur er á leið til
Kristiansund frá Breiðabliki.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti
nýtt Íslandsmet í 200 metra skrið-
sundi á móti í Vejle í Danmörku í
gær. Snæfríður kom í mark á tím-
anum 2:00,50 og bætti eigið Íslands-
met um rúmlega sekúndu. Þá synti
hún einnig undir B-lágmarki fyrir
Ólympíuleikana í Tókýó sem fram
fara í Japan næsta sumar en árang-
urinn gulltryggir henni þó ekki
sæti á leikunum. Ísland á kvóta til
þess að senda konu til leiks í sundi.
Hún náði einnig lágmarki fyrir EM
í 50 metra laug, sem fram fer í maí í
Búdapest.
Bætti eigið
Íslandsmet
Ljósmynd/Simone Castrovillari
Met Snæfríður bætti gamla Íslands-
metið sem var 2:01,82 mínútur.
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Björgvin Páll Gústavsson átti sann-
kallaðan stórleik fyrir Hauka þegar
liðið heimsótti ÍBV í úrvalsdeild
karla í handknattleik, Olísdeildinni, í
þrettándu umferð deildarinnar í
Vestmannaeyjum í kvöld.
Björgvin Páll var með tæplega
50% markvörslu og 18 skot varin en
hann lokaði markinu og áttu Eyja-
menn fá svör gegn landsliðs-
markverðinum.
Haukar náðu yfirhöndinni í leikn-
um þegar tíu mínútur voru eftir af
fyrri hálfleik og þeir leiddu með
fimm mörkum í hálfleik, 13:8.
Eyjamönnum gekk afleitlega að
skora í upphafi síðari hálfleiks og
Haukar nýttu sér það. Hafnfirðingar
komust tíu mörkum yfir, 17:10, og
þrátt fyrir að ÍBV hafi náð að
minnka forskot Hauka í fimm mörk
tókst þeim aldrei að ógna forystu
þeirra.
Haukar fögnuðu 26:19-sigri en
Brynjólfur Snær Brynjólfsson skor-
aði sjö mörk í liði Hauka og Dagur
Arnarson var markahæstur Eyja-
manna með átta mörk.
„Leikur Eyjamanna var ekki mik-
ið betri í seinni hálfleik en gestirnir
léku sér að sóknarmönnum heima-
manna, Björgvin Páll hirti síðan upp
molana og átti einnig margar frá-
bærar vörslur. Eyjamenn reyndu
allt hvað þeir gátu til að minnka
muninn en Haukar voru einfaldlega
alltof sterkir í kvöld.
Haukar eru það lið sem hefur
fengið á sig fæst mörk í deildinni og
sást vel af hverju í kvöld, frábær
varnarleikur, markvarsla og agaður
sóknarleikur skiluðu öruggum sigri,“
skrifaði Guðmundur Tómas Sigfús-
son m.a. í umfjöllun sinni um leikinn
á mbl.is.
Dramatík á Akureyri
Hergeir Grímsson reyndist hetja
Selfoss þegar liðið heimsótti KA í
KA-heimilið á Akureyri en hann
jafnaði metin fyrir Selfoss þegar
nokkrar sekúndur voru til leiksloka í
24:24.
Selfyssingar voru sterkari í fyrri
hálfleik og náðu mest þriggja marka
forskoti, 12:9, og leiddu með tveimur
mörkum í hálfleik, 13:11.
KA-menn náðu að snúa leiknum
sér í vil í síðari hálfleik og komast
yfir en munurinn sjaldan meiri en
eitt mark á liðunum á lokamín-
útunum.
Hergeir Grímsson átti stórleik í
liði Selfyssinga og skoraði ellefu
mörk en Jóhann Geir Sævarsson og
Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu sex
mörk hvor í liði KA.
„KA komst einu marki yfir um
miðjan hálfleikinn, 18:17, en síðan
var bara jafnt á öllum tölum upp í
23:23 og lokamínútan rann upp. Árni
Bragi Eyjólfsson kom KA í 24:23
þegar hálf mínúta var eftir.
Það var svo Hergeir Grímsson
sem kórónaði leik sinn með loka-
markinu. Hans ellefta mark og liðin
skildu jöfn, 24:24, í skemmtilegum og
spennandi leik,“ skrifaði Einar Sig-
tryggsson m.a. í umfjöllun sinni um
leikinn á mbl.is.
Sigurmark í Garðabæ
Sverrir Eyjólfsson tryggði Stjörn-
unni sigur þegar liðið tók á móti
Gróttu í TM-höllinni í Garðabæ.
Sverrir skoraði sigurmark leiksins
þegar nokkrar sekúndur voru til
leiksloka en leiknum lauk með eins
marks sigri Garðbæinga, 28:27.
Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13, en
Stjarnan náði mest þriggja marka
forskoti í síðari hálfleik. Gróttumenn
neituðu að gefast upp en það voru
hins vegar Garðbæingar sem voru
sterkari á lokamínútunum og fögn-
uðu sigri.
Tandri Már Konráðsson, Björgvin
Hólmgeirsson og Sverrir Eyjólfsson
skoruðu fjögur mörk hver fyrir
Stjörnuna.
Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jóns-
son markahæstur með sex mörk og
Andri Þór Helgason og Gunnar Dan
Helgason skoruðu fimm mörk hvor.
Egill Magnússon var markahæst-
ur FH-inga þegar liðið fékk Þór í
heimsókn í Kaplakrika í Hafnarfirði.
Leiknum lauk með níu marka sigri
FH, 30:21, en Egill Magnússon skor-
aði sex mörk fyrir FH.
Sigur Hafnfirðinga var aldrei í
hættu en þeir leiddu með átta mörk-
um í hálfleik, 18:10.
Einar Rafn Eiðsson skoraði fimm
mörk fyrir FH en Ihor Kopys-
hynskyi og Karolis Stropus voru
markahæstir Þórsara með sex mörk
hvor.
Vignir Stefánsson skoraði sex
mörk fyrir Val þegar liðið heimsótti
ÍR í Austurberg.
Valsmenn leiddu með átta mörk-
um í hálfleik, 17:9, og fögnuðu örugg-
um 30:22-sigri í leikslok.
Anton Rúnarsson og Róbert Aron
Hostert skoruðu fimm mörk hvor
fyrir Valsmenn en hjá ÍR var Gunn-
ar Valdimar Johnsen atkvæðamest-
ur með sjö mörk.
Björgvin fór á
kostum í Vest-
mannaeyjum
Hergeir tryggði Selfyssingum dýr-
mætt stig á Akureyri á lokasekúndunum
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Átök Hafnfirðingurinn Heimir Óli Heimisson reynir að brjóta sér leið í
gegnum Eyjamanninn Róbert Sigurðsson í Vestmannaeyjum í gær.
Larry Thomas átti stórleik fyrir Þór
frá Þorlákshöfn þegar liðið heimsótti
Hauka 0í úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik, Dominos-deildinni, í
Ólafssal á Ásvöllum í gær.
Leiknum lauk með 116:100-sigri
Þórsara en Thomas skoraði 36 stig
og tók sjö fráköst. Jafnræði var með
liðunum í fyrri hálfleik en Þórsarar
voru sterkari í síðari hálfleik og inn-
byrtu mikilvægan sigur í toppbar-
áttunni. Styrmir Snær Þrastarson
fór mikinn í liði Þórsara og skoraði
32 stig en hjá Haukum var Hansel
Atencia stigahæstur með 19 stig.
Þá skoraði Ægir Þór Steinarsson
21 fyrir Stjörnuna og tók fimmtán
fráköst þegar liðið vann ellefu stiga
sigur gegn Val í Garðabæ, 90:79.
Valsmenn voru sterkari í fyrri
hálfleik og leiddu 45:34 í hálfleik.
Garðbæingar settu niður hvert
þriggja stiga skotið á fætur öðru í
seinni hálfleik og sneru þannig
leiknum sér í vil. Austin Brodeur átti
einnig mjög góðan leik fyrir
Garðbæinga og skoraði 20 stig og
tók tíu fráköst. Hjá Valsmönnum
var Miguel Cardoso stigahæstur
með 25 stig.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vörn Styrmir Snær Þrastarson (t.v) og Jalen Jackson (t.h) eigast við.
Sóknin í aðalhlut-
verki í Hafnarfirði
Stjarnan sneri leiknum sér í vil