Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum hófst
vinnsla á loðnuhrognum á miðvikudag og er
unnið á sólarhringsvöktum. Í gær var verið
að landa úr Álsey, en Heimaey og Sigurður
voru að veiðum norðarlega á Faxaflóa. Ey-
þór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins,
sagði í gær að veiðar hefðu gengið vel
undanfarið. „Ef veðrið spilar áfram með
okkur næstu daga tekur ekki langan tíma
að klára lítinn en verðmætan loðnukvóta
vertíðarinnar,“ sagði Eyþór. Á Akranesi,
Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupstað
hefur sömuleiðis verið unnið af krafti við
hrognavinnsluna síðustu daga. Hjá mörgum
í fiskiðjuverunum snýst starfið um að skera,
skilja, hreinsa, þurrka og frysta loðnu-
hrogn.
Þessi verðmæta afurð fer að mestu leyti
til Asíulanda, þar sem skortur hefur verið á
loðnuafurðum eftir loðnubrest tvö síðustu
ár, en í ár mega íslensk skipa veiða alls 70
þúsund tonn. Á vef Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað var á fimmtudag fjallað um
hrognavinnsluna og þar sagði meðal annars:
„Það eru allir ánægðir með að hrogna-
vinnslan skuli vera hafin og þá ekki síst
fulltrúar japönsku kaupendanna sem hér
eru og fylgjast nákvæmlega með öllu.“
Loðnan, sem gengur inn á Faxaflóa og
Breiðafjörð, hefur oft verið fullhrygnd um
miðjan marsmánuð. Hún drepst að mestu
að lokinni hrygningu en til að tryggja við-
gang stofnsins byggist ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar um aflamark á því að 95%
líkur séu á að hrygningarstofninn í mars
verði yfir 150 þúsund tonnum. Fyrir vertíð-
ina 2022 hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið
gefið út upphafskvóta upp á 400 þúsund
tonn, sem verður endurmetinn í haust.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíð Loðnuskipin hafa síðustu daga verið við veiðar á Faxaflóa og hefur yfirleitt gengið vel. Á myndinni eru skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15.
Loðna veidd og hrogn unnin af kappi
Endurgreiðslur Skattsins á fyrstu
tveimur mánuðum ársins 2021 vegna
vinnu iðnaðarmanna við endurbætur
og viðhald húsnæðis nema alls 130
milljónum króna. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá Samiðn – Sambandi
iðnfélaga. Borist hafa um 9.000 end-
urgreiðslubeiðnir til Skattsins í ár
sbr. 45.000 beiðnir í fyrra.
,,Það stefnir í metár í framkvæmd-
um hér á landi ef heldur fram sem
horfir. Iðnaðarmenn hafa haft nóg að
gera enda sjá margir tækifæri að
láta gera við húsnæði og bifreiðar og
fá virðisaukaskattinn endurgreidd-
an,“ segir í tilkynningu, haft eftir
Hilmari Harðarsyni, formanni Sam-
iðnar, Sambands iðnfélaga.
Endurgreiðslan var tímabundið
hækkuð úr 60% í 100% til að bregð-
ast við niðursveiflu í efnahagslífinu
af völdum Covid-19. Ákveðið var að
hækka endurgreiðsluhlutfall vegna
vinnu við íbúðarhúsnæði fram til árs-
loka 2021, og víkka út þá heimild
þannig að hún taki m.a. einnig til
húsnæðis í eigu sveitarfélaga og bíla-
viðgerða.
„Við hjá Sam-
iðn lögðum mikla
áherslu á þetta
átak enda er það
atvinnuskapandi
og einnig mikil-
vægt út frá neyt-
endasjónarmið-
um enda tryggir
það enn frekar að
leitað sé til fag-
manna sem er mikið kappsmál allra.
Þetta hefur skilað okkar félags-
mönnum aukinni vinnu og verkefn-
um á þessum erfiðu tímum. Á sama
tíma lækkar átakið kostnað almenn-
ings en það er mikilvægt að hann
geti leitað til fagmanna varðandi
framkvæmdir og bílaviðgerðir og
hins vegar verndar það mikilvæg
störf,“ segir Hilmar.
Búið er að endurgreiða samtals
rúmlega 12,2 milljarða kr. vegna
vinnu frá mars til áramóta 2020 sam-
kvæmt upplýsingum frá Skattinum.
Alls eru afgreiddar endurgreiðslu-
beiðnir fyrstu 9 mánuði 2020 rúm-
lega 40.000. sbs@mbl.is
Endurgreitt og iðnaðarstörf varin
Framkvæmdir og viðhald Þúsundir beiðna Hundruð milljóna frá Skatti
Hilmar Harðarson
Alþýðusamband Íslands og Samtök
atvinnulífsins hafa gert breytingar
á kjarasamningi sínum um lífeyris-
mál, en samningurinn er stofnskjal
og bakhjarl lífeyrissjóða á almenn-
um vinnumarkaði.
Breytingarnar felast í umgjörð
fyrir hugsanlega afturköllun til-
nefningaraðila á umboði stjórnar-
manna, auk skerpingar ákvæða um
sjálfstæði stjórnarmanna í lífeyris-
sjóðum.
Sjálfstæði stjórnarmanna er
áréttað með nokkrum viðbótar-
greinum í samninginn, m.a. ákvæði
um hugsanlega afturköllun ASÍ eða
SA á umboði stjórnarmanna og að-
komu lífeyrissjóða að því.
Skerpa ákvæði um
stjórnarmenn
ÞRÁTT FYRIR
JARÐHRÆRINGAR
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Hafðu samband og við gerum fyrir þig
þarfagreiningu og tilboð í þjónustu
án allra skuldbindinga.
erum við með hugann við hrein gólf
og fyrsta flokks þjónustu
Það klikkar ekki!
ÞARFT ÞÚ
AÐ SELJA?
Hvort sem þú þarft að kaupa, selja,
leigja eða fá verðmat þá er ég
reiðubúin að liðsinna þér.
Hafðu samband í síma 821 4400
eða á hrafnhildur@hbfasteignir.is
HB FASTEIGNIR
Hrafnhildur Bridde
Löggiltur fasteignasali
Kringlan 7, 103 Reykjavík – Sími 821 4400 – hbfasteignir.is
YFIR 25 ÁRA REYNSLA
VIÐ SÖLU FASTEIGNA
ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR