Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
✝ Eyþór Hann-esson, ráðs-
maður á Heilbrigð-
isstofnun
Austurlands og
fyrrverandi bóndi í
Birkihlíð, Skriðdal,
fæddist á Bjargi á
Borgarfirði eystra
þann 28. júní 1955.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 20.
febrúar 2021.
Foreldrar hans voru hjónin
Árni Hannes Eyjólfsson, f.
1927, d. 2020, og Gróa Stefanía
Gunnþórsdóttir, f. 1934, d.
2018. Systkini Eyþórs eru Vil-
borg, f. 1958, Sigurður, f.
1961, og Anna Sigurlaug, f.
1964.
Eyþór kvæntist 29.6. 1985
Huldu Svanhildi Björnsdóttur,
f. 1958. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru Eva Björk Ey-
þórsdóttir, f. 1984, eiginmaður
hennar er Ari Stígsson, f.
1984. Börn þeirra
eru Brimir Emil, f.
2017 og Aron Úlf-
ur, f. 2020; Erna
Rósa, f. 1986, unn-
usti hennar er
Ólafur Gränz, f.
1984. Börn þeirra
eru Róbert Leo, f.
2016 og Harpa
Svanhildur, f.
2019; Hannes Ívar,
f. 1995.
Eyþór gekk að eiga Öldu Ósk
Jónsdóttur, f. 1959, þann 15.6.
2002 og bjuggu þau saman allt
fram að þeim tíma er Eyþór
lést. Börn Öldu eru Sylvía
Dröfn Eðvaldsdóttir, f. 1975;
Jón Grétar Leví, f. 1981, og
Aníta Linda Jónsdóttir, f. 1985.
Eyþór verður jarðsunginn í
Egilsstaðakirkju í dag, 6. mars
2021, klukkan 12.
Slóð á streymi:
https://egilsstadaprestakall.com/
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
Elsku pabbi.
Nú ertu loksins komin í kaffi
til ömmu og afa þar sem þú get-
ur gætt þér á góðu kaffi, brauði
með miklu smjöri og ýmsum
öðrum kræsingum sem amma
var vön að bjóða upp á. Verði
þér svo sannarlega að góðu. Þú
átt allt gott skilið og hvíld, eftir
þessi erfiðu veikindi þar sem þú
háðir langa og hetjulega bar-
áttu, fullur æðruleysis. Þrátt
fyrir þessi veikindi varstu alltaf
svo hress og kátur og sífellt að
segja brandara. Fimmaura-
brandarar voru þín sérgrein en
á endanum vorum við hætt að
kalla þá fimmaurabrandara og
kölluðum þá frekar pabbabrand-
ara.
Elsku pabbi. Takk fyrir að
veita okkur bestu æskuár sem
nokkur hefði getað hugsað sér.
Þú varst svo þolinmóður yfir öll-
um okkar uppátækjum og
hrekkjum. Þú varst sjálfur svo
mikið hrekkjusvín. Í gamnislög-
um greipst þú raksápuna þína
og sprautaðir yfir okkur. Þú sást
líklega fljótt eftir því að hafa
komið þessari hugmynd í kollinn
á okkur því eftir það þurfti að
fela raksápuna svo slagurinn
yrði ekki endurtekinn ítrekað.
Við eigum svo margar
skemmtilegar minningar. Þú
leyfðir okkur að binda þig fastan
við eldhússtólinn og bjóst til
rennibraut í stiganum svo við
gætum rennt okkur niður. Þú
fórst með okkur að synda í ánni,
hjálpaðir okkur að fara út með
kálfana í bandi og kenndir okkur
að keyra löngu áður en við feng-
um bílpróf eða jafnvel áður en
við náðum niður á pedalana.
Sem lítil börn fengum við að
sitja í fanginu þínu og keyra um
á túninu í Birkihlíð og eftir því
sem tíminn leið og við uxum úr
grasi fengum við að keyra sjálf
með alls konar tilþrifum og
hlægilegum uppákomum.
„Beygðu, beygðu, beygðu!!“.
Þau orð munu lifa í minningu
okkar að eilífu.
Það var svo gaman að fá að
hjálpa þér í fjósinu eða í hey-
skapnum. Að sitja hjá þér inni í
dráttarvél og aðstoða þig við að
binda rúllurnar, stundum langt
fram á nótt og spjalla um daginn
og veginn. Við grobbuðum okkur
oft af því að pabbi okkar væri í
hljómsveit og vorum svo stolt.
Stundum komst þú heim úr
hljómsveitarferðum þínum þeg-
ar var komið langt fram á morg-
un. Þá fannst þér gaman að
vekja okkur með því að stinga
ísköldum höndunum inn undir
sængur okkar og hrekja okkur á
fætur. Ískaldir stórir pabba-
hrammar gripu um tásur okkar
og við glaðvöknuðum skrækj-
andi. En oftast voru þessir stóru
pabbahrammar heitir og nota-
legir og það var svo gott að
stinga köldum fingrum eða tás-
um í lófa þinn til að hlýja sér.
Þessir heitu pabbahrammar
urðu síðar afahrammar og mikið
fannst afabörnunum þínum gott
að fá að sofna í fanginu þínu því
þar var alltaf notalegt og öruggt
enda voru þau oftast steinsofnuð
um leið og þú tókst þau í faðm-
inn. Það var alltaf svo gott að fá
þig í heimsókn.
Við óskum þess að við munum
einhvern tímann ná að tileinka
okkur þá þrautseigju, þolinmæði
og gleði sem einkenndi þig.
Þrátt fyrir veikindin þá hélstu
ótrauður áfram að stunda
áhugamál þín af kappi; spilaðir
tónlist, fórst í veiðiferðir og út
að hlaupa og plokka.
Elsku pabbi. Minningarnar
eru óteljandi en þær hefðu getað
orðið svo miklu fleiri. Við erum
sár og reið út í alheiminn fyrir
að hafa misst þig svona snemma.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Við þökkum þér fyrir allt það
góða sem þú hefur kennt okkur.
Við elskum þig ávallt og ætíð og
munum hittast síðar í paradís.
Börnin þín
Eva Björk, Erna Rósa og
Hannes Ívar.
Meira á www.mbl.is/andlat
Eyþór Hannesson
✝ GuðfinnaSveinsdóttir
fæddist 15. júní
1928 að Laug-
arlandi í Vest-
mannaeyjum. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Sólvöllum,
Eyrarbakka, mið-
vikudaginn 10.
febrúar 2021.
Foreldrar Guð-
finnu voru Sveinn
Jónasson, f. 1902, d. 1981,
verkamaður og síðar bóndi að
Rotum undir Vestur-Eyjafjöll-
um, og Ragnhildur Jóhanns-
dóttir húsfreyja, f. 1904, d.
1972.
Systkini: Sigurður, f. 1929, d.
2003, Jóhann Bergur, f. 1930, d.
2004, Nína, f. 1933, d. 1990, Jón-
as, f. 1937, d. 2000, Sveinn Vík-
ingur, f. 1941, Hrafnhildur, f.
1943, d. 1997.
Þann 26. desember 1953 gift-
ist Guðfinna Sigurði Eiríkssyni,
frá Fíflholts-Vesturhjáleigu í
Vestur-Landeyjum, f. 22.3.1928,
d. 14.12. 2019. Foreldrar hans
voru Eiríkur Björnsson bóndi, f.
1887, d. 1943, og Þórunn Guð-
mundsdóttir húsfreyja, f. 1888,
d. 1972.
Guðfinna og Sigurður eign-
uðust fimm börn. Trausti, f. 12.
desember 1950, Viðar, f. 30.
Linzi Trosh, Sandra Sif, eigin-
maður Guðmundur H. Björg-
vinsson. Barnabörnin eru sjö.
Guðfinna ólst upp í Efri-
Kvíhólma undir Vestur-
Eyjafjöllum, hjá föðurömmu
sinni og afa, Guðfinnu Jón-
asdóttur og Jónasi Sveinssyni. Á
uppvaxtarárum hjálpaði hún til
við bústörfin heima við. Seinna,
sem ung kona, fór hún í vist m.a.
undir fjöllunum, Selfossi og í
Vestmannaeyjum. Nokkur
haust vann hún í sláturhúsinu á
Hellu þar sem hún kynntist
Sigga sínum, árið 1946, sem síð-
ar varð eiginmaður hennar. Þau
fóru saman á vertíð til Vest-
mannaeyja en árið 1950 fluttu
þau að Indriðakoti undir Vest-
ur-Eyjafjöllum og hófu þar bú-
skap, bjuggu þar í tíu ár en þá
fluttust þau að Ormskoti í sömu
sveit. Árið 1965 brugðu þau búi
og fluttust á Eyrarbakka. Þar
vann hún meðal annars í fiski, á
Litla-Hrauni og á dvalarheim-
ilinu Sólvöllum.
Hún var mikil félagsvera og
lét sig félags- og líknarmál
miklu varða, starfaði í kven-
félagi undir Eyjafjöllum og á
Eyrarbakka, einnig eldri borg-
ara félagi Eyrarbakka og var
m.a. formaður í þeim öllum.
Einnig hafði hún mjög gaman af
leiklist, söng og hvers kyns
gamanmáli, var virk í leik-
félögum á báðum stöðum og
söng í kór frá 14 ára aldri til 91
árs.
Útförin fer fram frá Eyrar-
kirkju í dag, 6. mars 2021,
klukkan 14.
apríl 1950, Einar
Bragi, f. 18. júlí.
1953, d. 15. 7. 2018,
Svandís Rana, f. 5.
8. 1954, og Eygló
Alda f. 17. 11. 1964.
Trausti er
kvæntur Sigríði
Sæmundsdóttur,
sonur þeirra er Sig-
mundur Unnar,
unnusta Anna Sól-
mundsdóttir.
Barnabörnin eru þrjú.
Viðar, sambýliskona hans er
Guðbjörg Bjarnadóttir. Börn
Viðars eru Sigurður Grétar,
sambýliskona Britta Magdalena,
Viðar Þór og Ólöf Valborg, sam-
býlismaður Arnar Freyr. Barna-
börnin eru átta.
Einar Bragi kvæntist Soffíu
A. Jóhannsdóttur, börn þeirra
eru Guðfinna Kristín, Jóhanna
Sigrún, sambýlismaður Kristinn
Helgason, Jóhann Freyr, sam-
býliskona Erna Geirmunds-
dóttir, og Þórunn Ósk. Barna-
börnin eru níu.
Svandís Ragna, sambýlis-
maður hennar var Árni Alex-
andersson en hann er látinn.
Eygló Alda, sambýlismaður
Sigvard Sigurðsson Hammer,
börn þeirra eru Berglind Ósk,
eiginmaður Eiríkur Ingvi Jóns-
son, Bjarki Þór, sambýliskona
Í dag kveð ég elsku bestu
mömmu mína og vinkonu með
sorg og miklum söknuði. Aldrei
hvarflaði að mér að þurfa að
kveðja elsku foreldra mína með
svo stuttu millibili. Þó er þakk-
læti mér ofarlega í huga því ekki
er sjálfsagt að fá að njóta for-
eldra sinna svona lengi. Elsku
mamma mín var einstök kona,
dugnaðarforkur sem vílaði ekk-
ert fyrir sér, var alltaf boðin og
búin fyrir allt og alla. Mikill
dýravinur og sérlega mikil kisu-
kona. Fyrir utan kisurnar
þeirra tók hún að sér að passa
kisur fjölskyldunnar til lengri
eða skemmri tíma ef á þurfti að
halda. Þar sem elsku mamma
var alltaf heilsuhraust, hress og
kát þá var hún bara eilíf fyrir
mér. Það var því mikið áfall í
fyrra sumar er hún greindist
með krabbamein og síðan Covid
í haust sem líklega hefur haft
áhrif á gang sjúkdómsins. 92 ára
sannaði hún heldur betur að ald-
ur er bara tala. Skellti sér á fjöl-
skylduþjóðhátíð í Eyjum síðasta
sumar enda mikill partípinni og
um áramótin kom hún til Eyja
þrátt fyrir mikinn slappleika. Í
hennar orðaforða var aldrei
hægt að heyra neitt vol né væl,
bara þakklæti þar sem hún sá
alltaf björtu hliðarnar. Já-
kvæðni, dugnaður og gleði ein-
kenndu elsku mömmu mína og
hún gat einfaldlega allt, sama
hvort það var matargerð, bakst-
ur, saumaskapur eða önnur
handavinna. Ég gleymi aldrei
þegar hún kom í heimsókn til
okkar og fékk börnin inn í her-
bergi með sér og fram komu
stelpurnar í íslenska þjóðbún-
ingnum sem hún hafði saumað á
þær fyrir 17. júní. Eins þegar ég
var unglingur og mig langaði í
einhverja flík, þá bjó hún bara
til snið ef ekki var hægt að
kaupa það. Þær eru ófáar flík-
urnar sem hún saumaði á fjöl-
skylduna og fyrir vini og vanda-
menn. Ég er einstaklega
þakklát fyrir okkar nána sam-
band alla tíð. Gott er að ylja sér
við allar góðu minningarnar frá
samveru okkar í gegnum tíðina,
allt frá því ég var barn og til
dagsins í dag. Allar bústaða-
ferðirnar, utanlandsferðir og
nestisferðirnar á góðviðrisdög-
um. Mamma var hjá okkur frá
áramótum og fram í júní á síð-
asta ári og var það dýrmætur
tími. Söngur var mikið áhuga-
mál og söng hún í kór frá 14 ára
aldri til 91 árs. Hún var einnig
mikil kvenfélagskona og var for-
maður kvenfélaga bæði undir
Eyjafjöllum og á Eyrarbakka.
Einnig var hún mjög virk í eldri-
borarafélagi Eyrarbakka og var
þar fomaður í mörg ár. Leiklist
átti vel við hana og var hún í
leikfélagi undir Eyjafjöllum og
síðan á Eyrarbakka. Fórum við
mikið saman á leiksýningar,
bæði í Reykjavík og upp um all-
ar sveitir, það eru dásamlegar
minningar. Jónsmessan hefur
alltaf verið mikil hátíð á Garða-
felli, rifu þau hjónin m.a. upp tré
til að koma fleiri afkomendum í
garðinn, en þar söfnumst við af-
komendur saman þessa helgi.
Og verður þeim sið haldið áfram
þeim hjónum til heiðurs. Ég
gæti skrifað endalaust um kosti
elsku bestu mömmu en á þær
minningar fyrir mig. Ég trúi að
nú sé hún sameinuð strákunum
sínum og örugglega farin að
skipuleggja eitthvert fjör. Við
fjölskyldan munum hugsa vel
um Dísu eins og við vorum búin
að lofa þér. En þangað til næst,
guð geymi þig, elsku besta mín.
Þín dóttir,
Eygló Alda.
Með söknuði og miklu þakk-
læti í huga kveð ég þig, elsku
Ninna mín. Margs er að minnast
frá fyrstu kynnum t.d. gæða-
stundir á Garðafelli, útilegur,
ættarmót, bústaðaferðir, sólar-
landaferð, heimsóknir ykkar til
okkar og margra annarra sam-
verustunda. Bestu pönnukökur í
heimi voru bakaðar á Garðafelli
og þar var besta kaffið ásamt
öllu hinu góðgætinu. Eitt af
sameiginlegum áhugamálum
okkar var söngurinn og oftar en
ekki sögðum við „þekkir þú ekki
þennan texta“ og svo sungum
við saman eitthvert ættjarðar-
ljóðið eða dægurslagarann.
Langar mig aðeins að minnast á
tímann þegar þú dvaldir hjá
okkur fyrripart síðasta árs og
við lifðum öll í sjálfskipaðri
sóttkví, þá var nú gott hvað
samkomulagið var fínt t.d. þeg-
ar við vorum bara tvö heima á
matmálstímum þá varstu alltaf
sátt við það sem var í boði hvort
sem við enduðum bara í grískri
eða letimat og þegar ég fór í
vinnuna þá fórst þú að sinna
perlunum þínum. Laugardags-
kvöldin voru mest spennandi
tíminn því þá slógum við í partí
á slaginu átta, stundum tvö en
oftar þrjú. Þegar loksins aðeins
var slakað á í samfélaginu kom
að því að við vorum ekki lengur
kölluð „hárvillingarnir“ en við
vorum bæði á leið í hársnyrt-
ingu þegar kóvidið skall á. Eins
og þú varst ánægð þegar þú
fluttir á Sólvelli í sumar þá
naustu þess því miður ekki
lengi, þótt allir á Sólvöllum hafi
passað mjög vel upp á allar sótt-
varnir var þér boðið upp á kó-
vidsmit frá heilbrigðisstofnun
Landakots og varst þú aldrei
söm eftir þau veikindi. Með
þakklæti í hjarta kveð ég þig,
elsku Ninna mín, takk fyrir allt
og allt.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Þinn tengdasonur,
Sigvard.
Elsku hjartans amma(lang).
Ég hef oft átt auðvelt með að
koma í orð eða setja niður á
blað, texta um þá sem eru mér
nákomnir því ég er svo heppin
að vera einungis umkringd fólki
sem ég elska.
En elsku amma, ég er ekki
búin að koma orði um þig á blað
þessa síðastliðnu daga, það er
ekki vegna þess að ég hafi ekk-
ert um þig að segja, heldur
þvert á móti. Það er líklegast
vegna þess að fyrir mér varstu
eilíf, að setja þennan texta niður
á blað, gerir raunveruleikann
raunverulegri. Það mun seint, ef
nokkurn tímann, venjast að þú
sért farin, því í mínum huga
varstu ekki á leiðinni neitt.
Ég get ekki útskýrt hversu
óraunverulegt það er að þú,
duglegasta kona, sért búin að
kveðja þennan heim. Það er svo
mikil sorg á þessum tímum en
einnig svo mikið þakklæti fyrir
að við fengum að hafa þig öll
þessi ár í lífi okkar, svona stál-
hressa og hörkuduglega. Það
eru ekki allir sem ná því að
verða tæplega 93 ára, sigrast á
Covid-19 og, það sem við erum
mest þakklát fyrir, að vera skýr
í kollinum öll þessi ár og alveg
fram á síðasta dag.
Minningarnar eru svo ótal
margar og munu verða varð-
veittar vel. Þær koma þónokkr-
ar upp í hugann en flestar eru
þær frá þeim árum sem ég bjó
hjá þér, afa og Uno á Garðafelli.
Það var mikið spilað, bæði
heima á Garðafelli og með félagi
eldri borgara. Ég man þegar
amma var formaður eldri borg-
ara á bakkanum, þar fékk ég að
upplifa margt og þrátt fyrir
ungan aldur þá upplifði ég mig
eina af hópnum. Það var mjög
líklega því að ég kom alltaf með
ömmu og afa að spila og í handa-
vinnu og fékk líka að fara með í
ógleymanlegar leikhúsferðir,
það sem ég elskaði að fá að
fljóta með ykkur í allt, því sam-
veran með ykkur var eitt af því
besta.
Það sem stendur þó mest upp
úr er árlega Jónsmessuhelgin í
garðinum á Garðafelli, spenn-
ingurinn sem jókst með hverj-
um deginum sem nálgaðist og
gleðin yfir því að hafa afkom-
endur sína saman í garðinum
var ólýsanleg, enda mjög rík af
afkomendum.
Elsku amma, þú sýndir öllum
hversu fallegt hjartalag þitt var
og máttir ekkert aumt sjá, varst
ávallt boðin og búin og aldrei
heyrðist í þér tala illa um
náungann. Þú varst og munt
alltaf vera ein af mínum dýr-
mætustu perlum og nú uppá-
haldsminningum.
Ég elska þig, þú veist það.
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt
ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðmundur Ingi)
Góða nótt elsku amma(lang),
við kveðjum þig með mikilli ást
og söknuði.
Sandra Sif Sigvar-
dsdóttir og fjölskylda.
Guðfinna
Sveinsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
sonur,
GARÐAR JÓNSSON,
öryggisstjóri Icelandair,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, mánudaginn 1. mars.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 12. mars
klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu óskum við eftir að
þeir sem vilja koma sendi tölvupóst á liljabjarklind@icloud.is
Jón Gunnar Garðarsson Lilja Guðmundsdóttir
Hafþór Ingi Garðarsson Melika Sule
Lilja Bjarklind Garðarsdóttir Oliver Darri Bergmann
Stefán Kaprasíus Garðarss.
barnabörn
Alma Garðarsdóttir