Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hið þögla en göfuga mál – Sig-
urhans Vignir nefnist sýning sem
opnuð verður í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í dag. Safnið fagnar
fertugsafmæli á þessu ári og er sýn-
ingin liður í þeim hátíðahöldum. Á
henni má sjá verk eftir Vignir (1894-
1975) sem starf-
aði sem ljós-
myndari á ár-
unum 1917 til
1965 og þá lengst
af í Reykjavík.
Vignir skildi eftir
sig verðmætt
filmusafn sem
varðveitt er í
safninu, yfir 40
þúsund ljós-
myndir sem voru flestar teknar á ár-
unum 1940 til 1965 og teljast margar
áhugaverðar heimildir um mannlíf
og uppbyggingu samfélagsins á
fyrstu áratugum íslenska lýðveld-
isins, eins og segir í tilkynningu.
Skautahlaup og hárkollugerð
Sýningarstjóri er Gísli Helgason
og segir hann að Vignir hafi tekið að
sér margs konar verkefni sem ljós-
myndari. Sigurhans fæddist og ólst
upp á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal.
„Hann fer og lærir ljósmyndun í
Reykjavík í kringum 1917 og fer síð-
an heim aftur og býður sveitungum
sínum upp á ljósmyndaþjónustu.
1925 flytur Vignir til Reykjavíkur og
kaupir hlut Þorleifs Þorleifssonar í
ljósmyndastofu Þorleifs og Óskars
Gíslasonar og ráku þeir Óskar
myndastofuna saman undir nafninu
Óskar & Vignir, fyrst í Kirkjustræti
10 og síðar í Austurstræti 14.
Nokkrum árum síðar opnaði Sigur-
hans eigin stofu,“ segir Gísli.
Það sem sameinar ljósmyndavek-
efni Vignir er fjölskrúðugt atferli
manneskjunnar frá vöggu til grafar,
eins og segir í tilkynningu, og mynd-
aði Vignir m.a. verkafólk við vinnu,
presta að skíra börn, brúðkaup og
afmæli, skautahlaup, fegurðarsam-
keppni í Tívolí, hárkollugerð og
stofnun lýðveldisins, svo fátt eitt sé
nefnt. Í ágúst 1918 fékk Sigurhans
leyfisbréf frá stjórnvöldum til að
taka upp ættarnafnið Vignir og kall-
ar sig eftir það Sigurhans E. Vignir
en notaði síðar einungis ættarnafnið
þegar hann merkti myndir sínar, að
því er fram kemur í sýningarskrá og
er það að ósk afkomenda hans að
ættarnafnið er ekki fallbeygt.
Fjölbreytileg verkefni
Gísli segir að Vignir hafi tekið að
sér alls konar verkefni og sérhæf-
ingin hafi ekki verið sérstaklega
mikil. „Í filmusafninu má finna port-
rettmyndir, brúðkaups-, fermingar-
og fjölskyldumyndir en einnig
myndir af framkvæmdum, borgar-
umhverfi, atvinnulífi og fréttatengd-
um atburðum. Á sýningunni erum
við meira að vinna með það síðar-
nefnda enda hafa slíkar myndir
meiri skírskotun til almennings, þótt
vissulega séu fáein dæmi um það
fyrrnefnda á sýningunni,“ útskýrir
Gísli. Sýningarstjórn og myndaval
var í höndum hans, Sigríðar Krist-
ínar Birnudóttur og Kristínar
Hauksdóttur.
Í fjórum lögum
Mikil vinna býr að baki sýning-
unni og segir Gísli að um þrjú ár séu
liðin frá því ákveðið var að halda
hana. Hann segir sýninguna í raun í
fjórum lögum en þau eru nýjar
stækkanir, upphaflegar ljósmyndir
eftir Vignir og þá m.a. handlitaðar
myndir og portrett, myndvarpasýn-
ing með frásögn og skyggnusýning í
sjónvarpi með um 400 leikhúsmynd-
um.
Sýningin verður opin alla daga og
stendur til og með 19. september.
Nánari upplýsingar má finna á vef
safnsins á slóðinni borgarsogu-
safn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur.
Ljósmynd/Vignir
Mannlíf Ljósmynd sem Vignir tók 9. júlí árið 1945 þegar kaupskipið Esja kom til Reykjavíkurhafnar.
Sjálfsmynd Ljósmyndarinn á mynd
sem hann tók með sjálftakara.
Fjölskrúðugt atferli manneskjunnar
Viðamikil sýning á ljósmyndum Sigurhans Vignir opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Áhuga-
verðar heimildir um mannlíf og uppbyggingu samfélagsins á fyrstu áratugum íslenska lýðveldisins
Gísli Helgason
Skýjaborg er heiti sýningar sem
verður opnuð í Gerðarsafni í Kópa-
vogi í dag, laugardag, kl. 17. Þar
mætast verk fjögurra samtímalista-
manna með rætur í Kópavogi en þau
eru Berglind Jóna Hlynsdóttir,
Bjarki Bragason, Eirún Sigurðar-
dóttir og Unnar Örn Auðarson.
Í kynningu sýningarstjóranna,
Brynju Sveinsdóttur og Klöru Þór-
hallsdóttur, segir að Skýjaborg vitni
„um háleitar áætlanir á stórum og
smáum skala. Einstaklinga sem
byggja sér heimili úr niðurníddum
kofa, ung pör sem reisa fjölbýli, og
samtök íbúa sem láta til sín taka í
málefnum síns bæjarfélags. Um það
hvernig landsvæði er hráefni til
breytinga og uppbyggingar en á
kostnað þess sem var. Hvernig áætl-
anir einstaklinga breyta náttúru í
manngert landslag og hvað verður
þegar stjórn mannsins á umhverfinu
sleppir. Hvernig sumar hugmyndir
eru of stórar til að hægt sé að fram-
kvæma þær og verða alltaf skýja-
borgir.“
Ýmiss konar tengingar
Sýningarstjórinn Brynja, sem er
líka starfandi forstöðumaður
Gerðarsafns, segir útgangspunkt
sýningarinnar vera nærsamfélag
Gerðarsafns og hafi listamennirnir á
einn eða annan hátt tengingu við bæ-
inn eða hafa verið að vinna út frá
borgarskipulagi eða því hvernig
borgir þróast. Hún nefnir sem dæmi
að Unnar Örn vinni út frá kortlagn-
ingu á svæði og efnivið uppbygg-
ingar og sýnir meðal annars verk
gert úr malbiki. Berglind Jóna vinn-
ur á rannsóknarmiðaðan hátt að
verki um fjölbýlishúsið Hamraborg-
ina í Kópavogi, meðal annars um
sjónvarpsstöðina Hamraborgarrás-
ina sem var haldið úti fyrir íbúa á sín-
um tíma með fjölbreytilegu efni.
Brynja segir hina tvo listamennina
hafa persónulegri tengingar við
Kópavog, Bjarki vinnur verk út frá
garði ömmu hans og afa á Kársnesi
og er það hluti af 12 ára rannsóknar-
verkefni hans á garðinum. Amma og
afi Bjarka komu sér þar upp reisu-
legu heimili fyrir stóra fjölskylduna
en síðan þau féllu frá hafa húsið og
garðurinn gengið kaupum og sölum
milli verktaka og á að reisa raðhús á
lóðinni. Bjarki veltir meðal annars
fyrir sér landsvæði sem stað sem fólk
tengist og einnig áhrifum mannsins á
náttúruna. Eirún vinnur síðan út frá
fjölbýlishúsinu að Engihjalla 3 en
foreldrar hennar voru í hópi fólks
sem reisti það. Brynja segir bygg-
ingu þess tengjast háleitum hug-
myndum sem hafi einkennt upp-
byggingu Kópavogs en Eirún vinnur
út frá þeim tíma þegar hún bjó í hús-
inu á unglingsárunum.
„Á sýningunni eru því margar
ólíkar sögur úr Kópavogi, meðal ann-
ars um háleitar hugmyndir, framtak
einstaklinga og skýjaborgir sem
ganga ekki alltaf upp,“ segir Brynja.
Léttleiki og þyngd
„Verkin eru unnin í ólíka miðla og
listamennirnir vinna hver á sinn hátt
en það er samt fallegt að sjá hvað það
er mikil og áhugaverð tenging, meðal
annars í efnisnotkun. Á öðrum end-
anum er malbik og steypa en á hin-
um textíl og létt efni sem hanga nið-
ur úr loftinu. Léttleiki og þyngd
tvinnast skemmtilega saman.“
Hún ítrekar að þótt umfjöllun um
Kópavog sé grunnurinn þá séu þetta
verk fjögurra myndlistarmanna sem
taki hugmyndir sínar í ólíkar áttir.
En eins og þær Klara hafi kynnt sér í
skipulagssögu bæjarins við undir-
búning sýningarinnar þá sé athyglis-
vert hvað Kópavogur hafi breyst
hratt úr sveit í borg. „Hér hafa
sprottið upp stórar hugmyndir og
um að allt sé hægt,“ segir hún.
Uppspretta stórra hugmynda
Á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni vinna fjórir samtímalistamenn út frá nærumhverfi safnsins í
Kópavogi Ólík verk en allrahanda tengingar Einn vinnur út frá garði, annar Hamraborgarrásinni
Kópavogsrætur Eitt verkanna á sýningunni, eftir Eirúnu Sigurðardóttur.
Bjarki
Bragason
Eirún
Sigurðardóttir
Berglind Jóna
Hlynsdóttir
Unnar Örn
Auðarson