Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Tæplega tvö ár eru liðin fráEurovision-för heimsenda-poppsveitarinnar Hataraog er atburðarásin lands-
mönnum líklega nokkuð fersk í
minni, þrátt fyrir miklir sviptingar
og aukna grímunotkun síðan. Það ár
var söngvakeppnin haldin í Ísrael,
sem var afar umdeilt, en eitt af boð-
orðum hennar er að sneiða alfarið
hjá pólitík, sem orkar augljóslega
tvímælis enda pólitískt fyrirbæri í
sjálfu sér. Hávær áköll um algera
sniðgöngu hátíðarinnar frá BDS-
hreyfingunni (Boycott, Divestment,
Sanctions) bárust m.a. hingað til
lands. Hinn íróníski Hatari lét þó
slag standa, vopnaður sinni andkapí-
talísku orðræðu, BDSM-fagurfræði
og fasísku myndmáli, og hnoðaði í
slagarann „Hatrið mun sigra“ af því
tilefni. Markmið hópsins með þátt-
tökunni var að hafa í frammi gagn-
rýna umræðu innan keppninnar um
hernám Ísraelsstjórnar á palest-
ínskum landsvæðum og mannrétt-
indabrotum hennar gagnvart palest-
ínskum og palestínsk-ísraelskum
borgurum. Í Hatrinu sjáum við Hat-
ara-hópinn bregða fyrir sig betri
fætinum á þessum eldfima skurð-
punkti pólitískra átaka og skemmt-
anaiðnaðarins.
Leikstjóri myndarinnar er Anna
Hildur Hildibrandsdóttir. Hún hef-
ur verið atkvæðamikil innan tón-
listarbransans og var m.a. í forsvari
fyrir Útflutningsskrifstofu íslenskr-
ar tónlistar (ÚTÓN) um árabil. Nú
hefur hún söðlað um og stofnað
framleiðslufyrirtækið Tattarrattat
ásamt Iain Forsyth og Jane Pollard,
tvíeykinu sem leikstýrði hinni frá-
bæru ræmu um ástralska tónlistar-
manninn Nick Cave, Tuttuguþúsund
dagar á jörðinni (2014). Hatrið er
framleitt af þeim í samstarfi við
RÚV en er fyrsta mynd Önnu
Hildar.
Frásögnin hefst á tilurðarsögu
hljómsveitarinnar og er notast við
gamalt myndefni, viðtöl og uppstillt
atriði með meðlimum hennar: Matt-
híasi, Klemens og Einari. „Af hverju
seldi ég mig....ekki fyrir meira?“,
söng Hatari í fyrsta lagi sínu. Orð
Frederics Jamesons og/eða Slavoj
Žižek enduróma í kvöldgönguspjalli
söngfrændanna í Tel Aviv síðar í
myndinni: „Við getum heldur
ímyndað okkur heimsendi en enda-
lok kapítalismans“ sem ku kjarna
kapítalskt raunsæi. Ástæður að baki
list og starfi sveitarinnar, að sögn
Matthíasar, er vilji til þess að finna
pólitískum hugmyndum farveg í
persónulegu tjáningarformi. Hægt
er að syngja lag í pólitískum tilgangi
og fyrir frægðina um leið – án þess
að hlutirnir útiloki endilega hvor
annan. Óumflýjanlegt er að hafa
þessa þversögn (og hugmyndina um
hvíta bjargvættinn) í huga við áhorf-
ið, ekki síst þegar kemur að miðlun
kvikmyndagerðarmannanna.
Í fyrsta kafla verksins, sem lýtur
að forsögunni og ætti að vera flest-
um Íslendingum kunnur, eru kynnt-
ir tveir álitsgjafar: Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra og Ragnar
Kjartansson myndlistarmaður – en
fyrir utan Hatara-teymið eru þau
einu einstaklingarnir sem koma
fram í eiginlegum viðtölum. Ragnar
er notaður sem frásagnartól er hann
bregður sér í búning listfræðings
verksins sem gaumgæfir hlutverk
listamannsins í samtímanum og
veitir gjörningi Hatara samhengi.
Ummæli hans hafa þó takmarkað
gildi, sérstaklega þegar þau snúa að
pólitískum veruleika málsins og
virka sem leið til að matreiða hug-
myndir ofan í áhorfandann í stað
þess að leyfa honum að mynda sér
eigin skoðun. Viðtöl við Katrínu
bæta engu við söguna og þátttaka
hennar og Ragnars virðist fyrst og
fremst ímyndarlegs eðlis.
Þorri myndarinnar gerist að sjálf-
sögðu í Ísrael og Palestínu og er
spennandi að fylgja Hatara-hópnum
inn í þessar sérstöku aðstæður.
Hópurinn ferðast m.a. til Hebron,
Ramallah og Betlehem og er mikið í
mun að kynna sér aðstæður og vera
í samskiptum við palestínskt og ísr-
aelskt listafólk og aktívista. Náið
samstarf við palestínska tónlistar-
manninn Bashar Murad (frá Jerú-
salem) er meginþáttur, en þeir taka
upp lag og myndband „Klefi / Sam-
ed“, til útgáfu stuttu eftir keppnina.
Bashar leggur mikið undir persónu-
lega með samstarfinu og setur
pressu á Hatara um að hrökklast
ekki undan ábyrgðinni og nota dag-
skrárvald sitt. Hópurinn er svo auð-
vitað að taka þátt í söngvakeppn-
inni, sem fylgir fár og fjölmiðla-
skyldur. Eftir ummæli um hernám
Ísraela eru drengirnir dregnir á
teppi framkvæmdastjóra keppn-
innar, Jons Ola Sands. Pressan er
því margvísleg og úr öllum áttum –
og allt gerist undir vökulu auga
myndavélarinnar. Form mótmæl-
anna á lokakvöldinu er ekki ákveðið
fyrr en á síðustu stundu, og tekst
myndinni vel upp með að skapa
spennu í kringum þau. Sjónarhornið
er umfram allt á þeim og föruneyt-
inu og ferðalagi þeirra gerð ágæt
skil, þó svo að við komumst aldrei
beinlínis nálægt þeim sem per-
sónum. Andstæður Eurovision-
heimsins og mannlega veruleikans
eru skarpar – og hefði mátt nýta
enn frekar. Áhugi myndarinnar á
Eurovision virðist furðu takmark-
aður og vekur athygli að flutningur
Hatara er ekki sýndur í heild sinni,
né sýnt frá neinum æfingum (jafnvel
hafa aðgangur og réttindi fram-
leiðslunnar verið takmörkuð). Eftir-
málar fánaflöktsins í græna her-
berginu eru kraftmestu senur
myndarinnar sem setja okkur kirfi-
lega í spor hetjanna.
Eftir áhrifaríkan meginhluta er
niðurlag myndarinnar algjörlega
misráðið. Hópurinn ferðast aftur
heim á Frón og valdaparið Ragnar
og Katrín er spurt álits á ný. Ragn-
ar segir lagið hafa verið „hippalag
eftir allt saman“ og forsætisráð-
herrann greinir það sem þjóðar-
einkenni að taka hluti „alla leið“. Á
þeim nótum endar myndin á gleði-
legu myndskeiði af íslenskum börn-
um í Hatara-búningum. Á þennan
sjálfhverfa máta virðist kvikmynd-
inni umhugað að selja okkur ímynd
– af hljómsveit, og um leið þjóð –
þegar svo miklu meira er undir.
Neysluvara, til útflutnings
Frægðarför Hatara-flokkurinn í Tel Aviv í Ísrael árið 2019.
Borgarbíó Akureyri, Háskólabíó
Hatrið/A Song Called Hate
bbmnn
Leikstjórn: Anna Hildur Hildibrands-
dóttir. Handrit: Anna Hildur Hildi-
brandsdóttir, Iain Forsyth, Jane Pollard,
Skarphéðinn Guðmundsson. Kvik-
myndataka: Baldvin Vernharðsson.
Klipping: Olly Stothert. Ísland, 2020.
90 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR
Morgunblaðið/Eggert
Sýning Margrétar Helgu Sesselju-
dóttur og norsku listakonunnar
Theu Meinart, Soft Shell, verður
opnuð í dag, laugardag, klukkan 16
í menningarsalnum Midpunkt í
Hamraborg í Kópavogi. Sækja þær
innblástur í líf vísindakonunnar
Marie Curie og eiginmanns hennar,
Pierre, sem uppgötvuðu geisla-
virku efnin pólóníum og radíum.
Segir í tilkynningu að þessi
geislavirku efni hafi haft mikil
áhrif á líf hjónanna sem höfðu gló-
andi steina til sýnis heima hjá sér.
„Marie notaði radíumið sem nátt-
lampa og Pierre hafði ávallt mola í
vasanum til að geta sýnt gestum og
gangandi,“ segir í tilkynningu, enn
fremur að á sýningunni vilji lista-
konurnar veita innsýn í baneitrað
heimili hjónanna.
Mjúk skel Kynningarmynd fyrir sýninguna
Soft Shell sem opnuð verður í Midpunkt.
Eitrað líf hjóna
Myndlistarmað-
urinn Kristín
Morthens opnar í
dag sýninguna
Gegnumtrekkur
í galleríinu Þulu
að Hverfisgötu
34 í Reykjavík.
Opnunin hefst kl.
14 og lýkur kl.
18. Í verkum sín-
um kannar Krist-
ín frásagnarhefð, tímaleysi, þver-
sagnir og áhættu í gegnum málverk
sem sýna vistkerfi lífrænna forma
með hvassar klær í óræðum rýmum
og landslagi, eins og segir í tilkynn-
ingu.
„Formin ýmist sökkva/fljóta,
teygjast, togast á og potast ann-
aðhvort í samtali við sjálft sig eða
gagnvart hvort öðru,“ segir þar og
að titill sýningarinnar sé myndlík-
ing fyrir ferðalag úr einum heimi
yfir í annan.
Kristín sýnir í Þulu
Kristín
Morthens
Tvö þekkt píanótríóverk verða flutt
á tónleikum Kammermúsíkklúbbs-
ins í Norðurljósasal Hörpu á morg-
un, sunnudag, kl. 16. Sigrún Eð-
valdsdóttir fiðluleikari, Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari og
ítalski píanóleikarinn Domenico
Codispoti flytja á þeim Erkihertoga-
tríó Beethovens og píanótríó nr. 3
eftir Brahms.
„Vart þarf að kynna þær Sigrúnu
Eðvaldsdóttur og Bryndísi Höllu
Gylfadóttur fyrir íslensku tónlistar-
áhugafólki, enda hafa þær verið í
fararbroddi íslenskra hljóðfæraleik-
ara um árabil. Ítalinn Domenico
Codispoti hefur sömuleiðis löngu
unnið sér sess í hérlendu tónlistar-
lífi. Allt frá árinu 2000 hefur hann
haldið fjölda einleikstónleika á Ís-
landi, verið einleikari með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og leiðbeint ung-
um píanóleikurum á meistara-
námskeiðum. Codispoti er í hópi
fremstu píanóleikara Ítala. Hann
býr nú í Valencia á Spáni og auk
starfa sinna sem konsertpíanisti
sinnir hann kennslustörfum í Nov-
ara á Ítalíu og í Madríd,“ segir í til-
kynningu vegna tónleikanna.
Beethoven var rúmlega fertugur
er hann samdi píanótríó sitt í B-dúr,
op. 97 sem kallað hefur verið Erki-
hertogatríóið þar sem hann tileink-
aði það vini sínum, nemanda og vel-
gjörðarmanni, Rudólf erkihertoga af
Habsburg. Erkihertoginn spilaði
það fyrstur ásamt strengjaleikurum
beint af handritinu, segir í tilkynn-
ingu en Beethoven sjálfur frumflutti
það opinberlega á góðgerðartón-
leikum 11. apríl 1814.
Um píanótríó nr. 3 í c-moll, op.
101, sem leikið verður á tónleik-
unum, segir í tilkynningu að Clara
Schumann, vinkona Brahms, hafi
skrifað í dagbók sína í júní 1887:
„Hvílíkt tónverk! Algjör snilld,
heillar mann upp úr skónum með
hugmyndaauðgi, þokka og skáldleg-
um krafti! Ekkert sem Jóhannes
hefur samið hefur hrifið mig svona.“
Meðan húsrúm leyfir fást miðar
að einstökum tónleikum í miðasölu
Hörpu á 3.900 kr. en í ljósi sótt-
varnarreglna er um takmarkað
magn að ræða.
Tríó Codispoti, Sigrún og Bryndís.
Píanótríóverk í Hörpu
Vatnsdropinn, nýtt alþjóðlegt menn-
ingar- og náttúruvísindaverkefni
sem Kópavogsbær á frumkvæði að,
hlaut nýverið 32 milljóna króna
styrk úr Erasmus+ og hefur nú í
heildina hlotið 64 milljóna króna
styrktarfé, skv. tilkynningu. Vatns-
dropinn er samstarfsverkefni Menn-
ingarhúsanna í Kópavogi, Múmín-
álfasafnsins í Finnlandi, Ilon’s
Wonderland í Eistlandi og H.C.
Andersen-safnsins í Danmörku og
hefur verkefnið verið þróað í sam-
vinnu breiðs hóps fagfólks sem
starfar við stofnanirnar auk annarra
sérfræðinga. Í rökstuðningi Eras-
mus+ segir að Vatnsdropinn sé
„ákaflega vel mótað verkefni“ sem
byggist á skýrri hugmyndafræði og
skilvirkri verkaskiptingu á milli
þátttökulandanna fjögurra. Að baki
Vatnsdropanum séu afar öflugar og
reynslumiklar menningarstofnanir.
Vatnsdropinn er samstarfsverk-
efni til þriggja ára og er heildar-
kostnaður áætlaður um 90 milljónir
króna. „Meginþráður Vatnsdropans
er að tengja saman boðskap og gildi
Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð-
anna við sígild verk barnabókahöf-
undanna Tove Jansson, höfundar
Múmínálfanna, Astrid Lindgren og
H.C. Andersen. Virðing fyrir nátt-
úru og innsýn í heim þeirra sem
minna mega sín eru meðal þess sem
einkennir verk höfundanna og hefur
höfundarverk þeirra þannig marg-
víslegar tengingar við Heimsmark-
mið Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun,“ segir í tilkynningunni.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, segir að Vatnsdropinn
falli vel að innleiðingu Heimsmark-
miða Sameinuðu þjóðanna í Kópa-
vogi og að spennandi verði að fylgj-
ast með þessu alþjóðlega samstarfs-
verkefni sem setja muni svip sinn á
menningarstarf í Kópavogi næstu
árin. Eitt af markmiðunum með
Vatnsdropanum er að nýta efnivið
Heimsmarkmiðanna og skáldverk-
anna til að þróa nýja aðferðafræði
við gerð fræðsluefnis til barna sem
heimsækja söfn, að því er fram kem-
ur í tilkynningunni og afrakstur
verkefnisins mun einnig birtast í
vinnustofum, námskeiðum og
sýningarhaldi undir stjórn barna.
Þannig munu bæði börn og full-
orðnir, leikir og lærðir njóta góðs af
Vatnsdropanum. Á Barna-
menningarhátíð í Kópavogi 2021
verður dagskrá tengd Vatnsdrop-
anum og fyrsta sýning undir merkj-
um hans verður opnuð í júní í Gerð-
arsafni og eru það börn á aldrinum
níu til tólf ára frá samstarfslönd-
unum fjórum sem stýra sýningunni
undir sýningarstjórn Chus Mart-
ínez, listfræðings og sýningarstjóra,
og fagfólks í hverju landi fyrir sig.
Samstarfsfólk Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópa-
vogi, og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Frumkvæðið kom frá bænum.
„Ákaflega vel mótað verkefni“
Vatnsdropinn
hlýtur 32 milljónir
kr. úr Erasmus+