Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 Ármúli 7, 2 hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is SÉRFRÆÐINGAR Í SÖLU FYRIRTÆKJA • Við vinnum að sölu á mjög áhugaverðu matvælafyrirtæki á Vesturlandi. Árleg velta er um 100 milljónir króna en afkastageta er mun meiri. Fyrirtækið er rekið í um 600 fm. eigin húsnæði. • Ein glæsilegasta herrafataverslun landsins er í sölumeðferð hjá okkur í Investis. Verslunin er með umboð fyrir mörg þekkt og glæsileg vörumerki á sviði herrafatnaðar. Traustur viðskiptavinahópur og góður hagnaður hefur einkennt reksturinn sem hefur verið stöðugur og góður til langs tíma. • Einn vinsælasti veitingastaður Hafnarfjarðar er kominn í sölu hjá okkur. Staðurinn veltir yfir 200 milljónum. Mjög áhugavert tækifæri. • Við vinnu að sölu á nokkrum iðnfyrirtækjum og heildsölu- fyrirtækjum með veltu frá 500 til 1000 milljónir. • Rekstur Blásteins og Rakang Thai í Árbæ er til sölu. • Við vinnum að nokkrum áhugaverðum verkefnum sem tengjast veitingastöðum í 101 Reykjavík og úthverfum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við getum nálgast þetta markmið smám saman með því að vera fljót að skilja þá ferla sem eru í gangi í jarðskorpunni. Eftir því sem við skiljum þá betur aukast líkur á því að við getum sagt á gagnlegan hátt fyrir um komandi jarðskjálfta. Það þýðir samt ekki að við getum spáð fyrir um allt,“ segir Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafræðingur. Hann hafði forystu í evrópskum rannsóknaverkefnum sem miðuðu að því að finna aðferðir til að spá fyrir um jarðskjálfta á Íslandi. Verkefnin stóðu hátt í tvo ára- tugi en lauk á árinu 2005. Síðan hafa ekki verið stundaðar hér skipulegar rannsóknir sem miða beinlínis að jarðskjálftaspám. Sáu Suðurlandsskjálfta fyrir Ragnar segir margt gagnlegt hafa komið út úr þessum verk- efnum. Nefnir hann jarðskjálfta- mælakerfið sem enn er notað og GPS-landmælingakerfi. „Haldið hefur verið áfram með ýmiss kon- ar rannsóknir á grundvelli þessara mælinga. Þær hafa haft áhrif á ýmislegt í skilningi okkar á jarð- skjálftum og eldgosum. Mér hefur hins vegar fundist að það vanti að fullnýta allar mælingar í að segja fyrir um slíka atburði,“ segir hann. Segir Ragnar að alltaf hafi verið sagt að auðveldara væri að spá fyrir um eldgos en jarðskjálfta. Það sé að breytast og nú séu að hefjast rannsóknir með þessu markmiði erlendis. Rifja má upp að Ragnar og sam- starfsmenn hans spáðu nokkuð fyrir um Suðurlandsskjálftana í júní 2000. Töldu þeir að næsti stóri skjálfti yrði í Holtunum og hann kynni að ýta af stað öðrum stórum skjálfta sem líklegur væri suður af Hestfjalli. Þetta gekk nokkuð eftir 17. og 21. júní. Þeir gerðu grein fyrir rökum sín- um fyrir þessu í greinum sjö til tólf árum fyrr. Eftir fyrri skjálftann gátu vísindamennirnir varað almanna- varnir við þeim seinni þótt þeir gætu ekki gefið upp nákvæma tímasetningu og var það hjálplegt í viðbúnaði. Ragnar hætti störfum á Veður- stofunni og við Háskólann á Akur- eyri fyrir tólf árum en hefur áfram unnið að rannsóknum og skrifum. Hann er núna að skrifa alþýðlega fræðibók um jarðskjálftaspár. Telur hann að jarðvísindin ættu að nýta mælingar og þekkingu enn betur til að spá fyrir um jarð- skjálfta og eldgos. Ekki aðeins hvar og hvenær líklegt sé að at- burðir verði heldur eigi slíkar spár að gera grein fyrir eðli jarðskjálfta og eldgoss og hættunni sem at- burðirnir gætu valdið. Frekar eldgos en jarðskjálfti Ragnar fylgist með hræring- unum á Reykjanesskaganum, eins og aðrir. Hann segir erfitt að spá fyrir um til hvers það leiði að kvika fór upp í sprungu sem myndaðist. Segir Ragnar að jarðskorpan haldi áfram að hreyfast og á með- an harði kjarninn sem er á milli Kleifarvatns og Þrengsla hreyfist ekki til samræmis byggist upp spenna á svæðinu. Nefnir hann tvo möguleika. Annars vegar að jarð- skjálftarnir fari þá leið sem þeir komu, út á Reykjanestá og Reykjaneshrygg eða spennupúls frá kvikuinnskotinu fari fram hjá harða kjarnanum og hreyfi við jarðskorpunni nálægt Þrengsl- unum. Telur hann meiri líkur á eldgosi en hörðum skjálfta. Ætti að leggja áherslu á spár  Hægt verður að spá um skjálfta Ragnar Stefánsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Skjálftarnir hafa ekki farið illa með okkur. Það hefur verið tölu- verður hristingur. Ég var búinn að reikna með að það kæmi skjálfti í dag. Hann stendur eitthvað á sér en getur enn komið. Það hlýtur svo að virka þegar svona háttsettur gestur kemur,“ sagði Sæmundur Þórðar- son, fyrrverandi skipstjóri á Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, í gær en þá fékk hann heimsókn frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð- herra. Forsætisráðherra var á ferð um Suðurnesin í gær. Tilgangur ferð- arinnar var að kynna sér atvinnu- ástandið og tækifæri til menntunar á Suðurnesjum enda heimsóknin löngu ákveðin. Það fór þó ekki hjá því að atburðirnir að undanförnu, jarðskjálftar og hugsanlegt eldgos, væru ráðherra og viðmælendum hans ofarlega í huga. Sæmundur á Stóru-Vatnsleysu er á 94. aldursári og kona hans, Anna María Franksdóttir, nokkru yngri. Þau voru ekki í vandræðum með að taka á móti háttsettum gesti. „Ég veit ekkert hvað ég á að segja við hana en það verður bara gaman að sjá hana á stuttu færi,“ sagði Sæ- mundur. Sæmundur telur líkur á eldgosi en þó ekki á hans landi sem nær lang- leiðina inn að Keili, nema það gjósi í Trölladyngju. Hann hefur meiri trú á að gosið verði sunnan til á skag- anum, nær Grindavík. „Ég get þó borið ábyrgð á veginum að Keili. Við lögðum hann á sínum tíma, pabbi og við strákarnir, af því að við rækt- uðum upp Höskuldarvellina til að vera með heyskap þar,“ segir Sæ- mundur. „Fólk er auðvitað orðið svolítið langþreytt á stöðunni, sem bætist of- an á annað í samfélaginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra, sem fundaði einnig með bæj- arstjórn Grindavíkur í gær. Þar fóru þau yfir skipulagið og sagði Katrín að sér sýndist bæjaryfirvöld hafa gert mjög vel í því að halda öllum upplýstum og tryggja að íbúar fái sem bestar upplýsingar á hverjum tíma þannig að það sé hægt að bregðast hratt og örugglega við ef eitthvað kemur upp á. Sagði Katrín stöðu atvinnu þunga á svæðinu enda flugrekstur og ferða- þjónusta mikilvæg þar en atvinnu- leysi hefur mælst í hæstu hæðum á svæðinu síðan kórónuveirufarald- urinn hófst. Veðurstofan fékk nýlega aukið fjármagn til að fjölga jarðskjálfta- mælum, og sagði Katrín að öll mál tengd almannavörnum væru í algjör- um forgangi hjá ríkisstjórninni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tignir gestir Anna María Franksdóttir og Sæmundur Þórðarson á Efri-Vatnsleysu tóku vel á móti Katrínu Jak- obsdóttur forsætisráðherra og Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins í Suðurkjördæmi, í gær. Hlýtur að virka þegar háttsettur gestur kemur  Sæmundur og Anna María á Vatnsleysu fengu heimsókn Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Rafmagn fór af allri Grindavík um klukkan tvö síðdegis í gær og liðu rúmar sjö klukkustundir þar til það komst aftur á að fullu. Brunninn há- spennurofi er talinn ástæða raf- magnsleysisins en ekki talið að það tengist jarðskjálftahrinunni með neinum hætti. „Þetta tengist í sjálfu sér ekki þessum skjálftum. Tíminn er þó vitaskuld óheppilegur í ljósi að- stæðna,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is. Meðan á rafmagnsleysinu stóð voru varaaflstöðvar nýttar til að knýja mikilvæga starfsemi á hjúkr- unarheimilinu í bænum sem og fjar- skiptastöð Mílu sem tryggir netsam- band. Enn skelfur jörð Enn er mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, en síðasta sólar- hring mældust um 2.300 skjálftar á svæðinu, flestir litlir. Þrír skjálftar yfir 3 að stærð riðu yfir í gær, allir í hádeginu. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstof- unni, segir í samtali við Morgunblaðið að staðan hafi lítið breyst upp á síð- kastið. Niðurstöður fundar vísinda- ráðs almannavarna í gær voru þær að engar vísbendingar væru um að kvika væri að færast hratt nær yfirborði jarðar á Reykjanesskaga. Meðan það ástand varir séu ekki miklar líkur á eldgosi en þó verði að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Þá er það sameiginlegt mat ráðsins að öll gögn bendi til þess að ef til goss kæmi þá yrði það á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Um 23.000 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því skjálftahrina hófst þar á miðvikudag fyrir rúmri viku. Rafmagn fór af allri Grindavík í sjö tíma  Ótengt jarðskjálftunum  Rafmagnslaust í sjö tíma Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grindavík Rafmagnið fór af Grindavík í gær í rúma sjö klukkutíma. Skjálftahrina á Reykjanesskaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.