Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Alls seldust 33.885 lítrar af þorra-
bjór í Vínbúðunum þetta árið. Var
um nokkra aukningu að ræða frá
fyrra ári enda hófst salan viku fyrr
í ár.
Þorranum lauk fyrir tveimur
vikum en eins og jafnan fær
árstíðarbundinn bjór að halda
áfram í sölu í nokkra daga. Hér er
því miðað við sölu fram til 1. mars.
Söluaukning nam rúmum 35% á
milli ára en hafa ber í huga að
tímabilið í ár var lengra, eins og
áður sagði.
Þorra Kaldi var vinsælasti
þorrabjórinn eins og oft áður. Alls
seldust 13.913 lítrar af honum
þetta árið og jókst salan um tæp
39% milli ára. Víking
Vetraröl var næstvinsælasti
þorrabjórinn og Bóndi Session
IPA í þriðja sætinu. Í næstu sæt-
um á eftir komu Víking Vetrarsól,
Segull 67 þorraöl, Gæðingur Þorr-
móður, Hvalur 2 frá Steðja og
23.01.73 frá The Brothers Brewery
í Vestmannaeyjum.
Beint í kjölfar þorrabjórsins
hófst sala á páskabjór í Vínbúð-
unum. Alls eru 27 tegundir bjórs í
boði í þeim flokki þetta árið.
Nokkrir þeirra vekja sérstaka at-
hygli fyrir nafngiftina, til að
mynda Satan frá Borg brugghúsi
sem er léttur belgískur saison-
bjór, Hérastubbur, sem er páska-
bjór frá Segli 67 á Siglufirði,
Páska Magnús frúktus frá RVK
Brewing og Ratatöskur heslihnetu-
rauðöl frá sama brugghúsi.
Þá er einnig hægt að næla sér í
Dymbilvikudjús frá Smiðjunni í
Vík í Mýrdal, Páskaálf og Kjaftæði
frá Böl brewing. Þá er ónefndur
Tveir vinir og annar í páskum IPA
frá Víking. Úrval páskabjórs er
misjafnt eftir Vínbúðum en hægt
er að kynna sér það allt á vef Vín-
búðanna og panta og sækja í Vín-
búðir. hdm@mbl.is
Mikil söluaukning í þorrabjór
Lengra sölutímabil Salan jókst um 35% Páskabjórinn nú kominn í sölu
Bjór Krár voru nýlega opnaðar aftur eftir samkomutakmarkanir.
Morgunblaðið/Eggert
„Það er eitt af
einkennum okk-
ar tíma að marg-
ir virðast vilja
afneita öllu því
sem heitir and-
leg verðmæti og
andlegt líf
fólks,“ segir
Kristrún Heim-
isdóttir lögfræð-
ingur, en hún
flytur á morgun, sunnudag,
fræðsluerindi í Seltjarnarnes-
kirkju sem ber heitið: „Afhelgun
alls? Hver eru áhrifin í samfélag-
inu?“ Hefst erindið kl. 10.
Í erindi sínu leggur Kristrún
ríka áherslu á þörf mannsins fyrir
andlegt líf: „Þróunin hefur verið
sú að fólk vill brjóta niður ýmsar
hefðir og siði sem hafa mótað það
samfélag sem við eigum svo djúp-
ar rætur í,“ segir hún og veltir
upp þeirri spurningu hvort slíkt sé
gott fyrir samfélagið, börn og full-
orðna.
Kristrún
Heimisdóttir
Er ekkert
heilagt?