Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 31
að gera grín að mér að ég hafi
grátið kvöldið áður þegar ég fékk
fréttirnar af ástandinu hans. Not-
aði hann það oft gegn mér að hann
hefði aldrei grátið yfir mér en ég
yfir honum.
Flest símtöl frá honum til mín
byrjuðu „sæll hlunkur, eigum við
að fá okkur burger?“ og þegar
Þorsteinn okkar var á lífi voru sko
fjörugar umræður yfir hamborg-
aranum. Brandararnir og skotin á
hópinn fóru alltaf langt yfir strikið
og ekkert gefið eftir að vera með
föstustu skotin á hver annan. Í
sorginni sem nú gengur yfir hugsa
ég oft til þeirra tveggja, eitthvað
segir mér að Þorsteinn hafi tekið
vel á móti Gunnari og þeir sitji
saman með burger og öl, hlæjandi
og gerandi grín að mér.
Eitt af því síðasta sem ég sagði
við Gunnar, er við sátum tveir á
spítanum viku áður hann dó, er
samt sú minning sem er mér dýr-
mætust. Þá sleppti ég öllu gríni,
horfði í augun á honum og sagðist
elska hann, hann var fljótur að
grípa boltann og svaraði strax
„vonandi bara sem vin, Kjartan
minn!“ og svo hló hann mikið þessi
elska.
Gunnar Karl stóð langt frá því
einn í þeim baráttum sem hann
tók á lífsleiðinni, fjölskylda hans
var honum allt. Það hefur verið
einstakt að fylgjast með og sjá
þann kærleika og styrk sem for-
eldrar hans og systur höfðu til að
standa með okkar besta manni.
Missir ykkar er mikill og minning
um einstakan dreng mun aldrei
gleymast.
Far í friði, elsku Gunnar minn,
þín mun ég sakna á meðan ég lifi.
Þinn uppáhaldshlunkur,
Kjartan Vídó.
Þegar ég hallaði aftur augunum
í fyrrakvöld sá ég fyrir mér tein-
réttan strák, klæddan LFC-treyj-
unni og í takkaskóm á báðum.
Fyrir framan hann var fótbolta-
mark og bolti á tígulslegnum gras-
bletti sem virtist teygja sig út
sjóndeildarhringinn – í allar áttir.
Það er svo ótrúlega ljúft að
ímynda sér þig gera hluti sem þú
áttir erfitt með eða gast ekki áður.
En það var aldrei af því að þú
reyndir ekki, því það gerðirðu.
Iðulega fóru frímínútur í grunn-
skóla eða aðrar samverustundir
okkar í að spila fótbolta. Ég reyndi
þó alltaf að sjá til þess að farið yrði
varlega í kringum þig, þar til þú
lést mig vita af því að þú ætlaðir
þér ekki að vera einhver minni
maður en hinir. Baráttan yrði háð
á jafnréttisgrundvelli. Strax á
þessum tíma settir þú tóninn fyrir
það sem fram undan var.
Seinna meir, þegar löppin og
bakið hættu að vera sammála þér
um þinn brennandi áhuga fyrir að
spila íþróttina, fundum við okkur
annað áhugamál – FIFA. Foreldr-
um þínum til lítillar gleði færðist
keppnisskapið og allt sem því
fylgdi nú inn á heimilið. Fjarstýr-
ingar og aðrir lauslegir munir
flugu um húsið, en ekki af því að
þú tapaðir, því aldrei vann ég. Þú
varst einfaldlega ósáttur með þitt
lið ef ég náði á þig marki eða með
dómarann sem dæmdi ekki þér í
vil.
Lætin ágerðust þegar kom að
því að fara að kíkja út á lífið. Vopn-
aður rafmagnshjólastól voru þér
allir vegir færir. Mér svo sem líka,
því vitandi af þér í bænum hafði ég
litlar áhyggjur af því að komast
heim ef veðrið eða ástandið var
slæmt. Þú komst mér og öðrum
ósjaldan til bjargar og þegar mest
var held ég að ég hafi talið fimm
einstaklinga á sama hjólastólnum.
En þegar til Reykjavíkur var
komið tók við miklu flóknara verk-
efni; að reyna að koma þér inn á
skemmtistaði. Það hljómar nefni-
lega auðveldara en það í raun var,
að koma aðeins of ungum strák í
hjólastól inn á skemmtistað, en
alltaf hafðist það og varstu nær
aldrei spurður um skilríki af dyra-
vörðunum. Líklegast eru þetta
einu skiptin sem þú varst sáttur
með einhvers konar sérmeðferð.
Hvort sem um sérmeðferð var
að ræða eða ekki, þá er ljóst að
hinn 18. desember 2018 sá eitt-
hvað æðra til þess að þú færir ekki
á vit ævintýranna í öðrum heimi.
Ég mun aldrei gleyma símtalinu.
Heimurinn hrundi á því augna-
bliki. En barnalegur var ég að
halda að þú gætir ekki tekist á við
þá baráttu. Aftur var ég kominn
upp á gjörgæslu, en nú til þess að
faðma þig og gráta með þér. En
áður en við gátum einu sinni rætt
þína reynslu síðustu daga varstu
farinn að kryfja mig um líðan Kar-
enar og þá hræðilegu reynslu sem
hún hafði upplifað síðustu vikur.
Þetta var manneskjan sem þú
hafðir að geyma. Þarfir annarra
voru ávallt settar í fyrsta sæti.
Sem sýndi sig kannski undir lokin
þegar ég fékk loks að vinna leik í
FIFA, í framlengingu, á líknar-
deildinni í vetur. Þú baðst mig
aldrei að spila FIFA-leik eftir það.
Það var þér líkt að gefa mér síð-
asta sigurleikinn.
Elsku Gunnar, takk fyrir allt.
Ég elska þig.
Guðni Freyr Sigurðsson.
Það er með miklum trega,
söknuði og sorg sem við kveðjum
Gunnar Karl Haraldsson, vin okk-
ar og félaga til margra ára.
Gunnar gekk til liðs við Vöku
fyrir stúdentaráðskosningarnar
2017. Úrslit kosninganna voru
mikil vonbrigði fyrir félagið og
ljóst að fram undan væri erfið
brekka sem þyrfti að klífa til þess
að halda félaginu í fullri virkni
áfram og endurvekja þann kraft
sem einkennir Vöku. Gunnar sat í
stjórn Vöku 2017-18 en sú stjórn
stóð frammi fyrir miklum hindr-
unum sem tengdust m.a. endur-
mönnun félagsins eftir kynslóða-
skipti og uppfærslu á áherslum og
stefnum félagsins. Við tóku heilu
mánuðirnir af verkefnum tengd-
um þessu með tilheyrandi álagi of-
an á að vera í námi en á Gunnari
var aldrei neinn bilbug að finna,
Vökuhjartað sló fast.
Á ferli sínum í stúdentapólitík-
inni sat Gunnar í ýmsum nefnd-
um og sinnti ýmsum verkefnum
bæði innan Vöku og Stúdenta-
ráðs. Hans hjartans mál voru að-
gengismál, en hann barðist kröft-
uglega fyrir bættu aðgengi í
skólanum og átti þátt í ótal úrbót-
um sem gerðar hafa verið síðustu
ár til að bæta líðan fólks í skól-
anum. Það er öruggt að segja að
Gunnar hafi verið lykilmaður í að
koma þessum málefnum á dag-
skrá Vöku og Stúdentaráðs og
verður félagið í eilífri þakkar-
skuld við hann fyrir framlagið við
stefnumótun og þá nútímavæð-
ingu sem hefur átt sér stað innan
raða okkar.
Þess til viðbótar var Gunnar
einn okkar virkasti meðlimur í
skemmtanalífinu og einstaklega
vinmargur. Ef einhverju var
treystandi þá var það að Gunnar
væri til í að mæta þar sem stemn-
ingin var enda með eindæmum
skemmtilegur.
Viðhorf Gunnars til lífsins og
hindrana var ótrúlegt, sama hvað
á bjátaði var hann vopnaður
gleði, jákvæðni og náungakær-
leik sem er okkur öllum til fyr-
irmyndar.
Oft fannst kátur og kjaftandi
í kjallara á háskólalóð.
Í rökræðum raddböndin þandi
oftast var ræðan góð.
Hann gleðin og gamanið elti
gæði hvert sem hann fór.
Hló er hann upp á sig hellti
honum fannst ágætur bjór.
Vertu sæll vinur kær,
með von þú vakir okkur yfir,
vonandi er svefninn vær,
minning þín með okkur lifir.
Við vottum fjölskyldu og að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Vöku, hagsmuna-
félags stúdenta.
Þórhallur Valur.
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Karl Haralds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
✝ HennýTryggvadóttir
fæddist í Reykjavík
27. ágúst 1946.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
23. febrúar 2021.
Foreldrar Hennýj-
ar voru Sigríður
Gyða Sigurðar-
dóttir húsmóðir, f.
30.7. 1920, d. 13.4.
1992, og Tryggvi
Friðlaugsson lögreglumaður, f.
14.7. 1919, d. 10.6. 2000, búsett
í Reykjavík. Systkini Hennýjar
eru: 1) Sigrún, f. 26.1. 1945,
eiginmaður Björn Jóhannsson,
2) Tryggvi, f. 6.1. 1949, eig-
inkona Ingeborg Tryggvason,
3) Örn, f. 14.2. 1953, eiginkona
Lilja Stefanía Jóhannsdóttir.
Börn Hennýjar eru: 1) Kristín
Sigríður Evertsdóttir, f. 4.4.
1965. Börn hennar eru Birna,
Jón Evert og Bertha Eygló
Pálsbörn. 2) Gyða Evertsdóttir,
f. 9.8. 1971, eiginmaður Einar
Víðir Einarsson.
Börn Gyðu eru
Henný Birgitta,
Halla Bríet og Jó-
hanna Heiður
Kristjánsdætur. 3)
Hólmfríður Ind-
riðadóttir, f. 8.2.
1976, eiginmaður
Brynjar Gauti Jó-
hannsson. Börn
Hólmfríðar eru Jó-
el Örn Óskarsson
og Anika Snædís og Hrafndís
Jana Gautadætur. 4) Ketill
Indriðason, f. 1.11. 1978, maki
Eyrún Ýr Tryggvadóttir. Börn
Ketils eru Anna Kristín, Ind-
riði, Ingþór Tryggvi, Ívar Örn.
Barnsmóðir Helga Sigurbjörg
Sigurjónsdóttir. Barna-
barnabörn eru Róbert Örn og
Heiðar Páll. Eftirlifandi eigin-
maður Hennýjar er Marinó
Jónsson, f. 9.12. 1937. Þau voru
búsett á Akureyri. Útför Hen-
nýjar fór fram í kyrrþey frá
Akureyrarkirkju 5. mars 2021.
Í dag er útför elsku mömmu
minnar.
Það er óraunverulegt að hugsa
til þess að geta ekki lengur
hringt í hana og fengið ráð við
öllu mögulegu því hún hafði ráð
og skoðanir á flestum hlutum.
Það verður líka skrýtið að fara til
Akureyrar án þess að geta kíkt í
kaffi til hennar og Marinós.
Mamma mín var skemmtileg
og afspyrnuhreinskilin kona, hún
sagði manni alveg til syndanna ef
maður var ekki að haga sér en
var líka óspar á hrós og hvatn-
ingu þegar henni fannst maður
þurfa þess. Hún elskaði okkur
systkinin ótakmarkað og við
fengum að vita það reglulega.
Það var gott að alast upp í því ör-
yggi.
Mamma talaði oft í „frösum“
og málsháttum. Ég man að sem
barn velti ég þeim mörgum fyrir
mér og hvað þeir þýddu eigin-
lega, eins og til dæmis „Jæja, þá
eru dagar hans taldir“. Þetta
sagði hún eftir að gamall maður
dó í sveitinni. Ég hélt að hlutverk
prestsins væri að telja hversu
marga daga maðurinn hefði lifað.
Ekki spennandi vinna og ég
ákvað að verða sko aldrei prest-
ur, enda afspyrnuléleg í stærð-
fræði. Einn af frösunum var:
„Komumst þó hægt fari.“ Þetta
sagði hún reglulega þegar við
vorum að ferðast á gulu Lödunni
milli bæja eða sveitarfélaga og
þá sátum við systkinin í aftur-
sætinu að farast úr óþolinmæði,
bíðandi eftir að komast á áfanga-
stað. En á áfangastað komumst
við venjulega án teljandi vand-
ræða.
Mömmu fannst gaman að tína
ber og á sumrin þegar afi og
amma lifðu komu þau oft norður.
Þá biluðust þau öll og æddu um
allar brekkur að tína ber og
sulta. Hún hélt þessum sið alla
sína ævi og enginn gerir blá-
berjasultu eða rifsberjagel eins
og hún. Henni fannst líka gott að
flatmaga úti í sólinni og það eru
ófá skiptin sem hún dró út gamla
sólstólinn og lét sólina skína á
sig. Það minnti mig oft á afa í
Kúrlandi en hann var svipaður
sólardýrkandi.
En það er gott að sjá sólina í
lífi sínu og það gerði hún
mamma mín svo sannarlega.
Sama hvað gekk á hélt hún í
bjartsýnina og fylgdi alltaf
hjartanu.
Lítill fugl á laufgum teigi
losar blund á mosasæng,
heilsar glaður heiðum degi,
hristir silfurdögg af væng.
Flýgur upp í himinheiðið,
hefir geisla straum í fang,
siglir morgunsvala leiðið,
sest á háan klettadrang.
Þykist öðrum þröstum meiri,
þenur brjóst og sperrir stél,
vill að allur heimur heyri
hvað hann syngur listavel.
(Sigfús Halldórsson)
Elsku mamma takk fyrir allt
Þín
Kristín Sigríður (Didda).
„Sæl vertu móðir mín“ – „sæl
vertu dóttir mín“ var þá svarað
með glettnum tón á móti og þá
hlýnaði mér alltaf við að sjá fyrir
mér brosið hennar mömmu minn-
ar en svona byrjuðum við oftast
símtölin okkar þegar ég hringdi í
hana. Eitt af svo ótalmörgu sem
ég á eftir að sakna eru einmitt
okkar næstum daglegu símtöl en
við mamma vorum mjög nánar.
Hún var líka alltaf með þeim
fyrstu sem ég þurfti að tala við ef
eitthvað merkilegt gerðist eða ef
mér lá eitthvað á hjarta. Mikið
sem ég vildi að það væri símalína
til himna. Já til himna en þangað
fór elsku mamma mín hinn 23.
febrúar síðastliðinn. Sterka,
þrjóska, yndislega mamma með
hlýja faðminn og stóra hjartað.
Ég er glöð hennar vegna að nú
skuli áralangri baráttu hennar
loksins lokið við alls konar veik-
indi en um leið svo óendanlega sár
og sorgmædd. Veit samt að hún
hefur fengið yndislegar móttökur
og að hún heldur áfram að vera
hjá mér og mínum. Ég ylja mér
við allar dýrmætu minningarnar
um leið og ég syrgi þær sem aldrei
munu verða. Mamma gaf mér svo
margt gott í veganesti sem mun
alltaf fylgja mér og ég mun reyna
að koma áfram til minna barna.
Elsku, elsku mamma mín, ég mun
reyna að halda áfram að gera mitt
besta en þú verður þá að lofa mér
að vera á kantinum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt.
Þín
Hólmfríður.
Elsku Henný amma mín hefur
nú kvatt þessa jarðvist og haldið í
sumarlandið. Það er skrýtið til
þess að hugsa að ég geti ekki ráð-
fært mig við hana lengur, en hún
vissi lengra en nef hennar náði.
Amma var eiginlega forystuhrút-
urinn í þessari fjölskyldu, hún
stóð alltaf með börnunum sínum
en lét þau líka alveg heyra það
þegar svo bar við. Hún hafði
mjög sterkar skoðanir á hlutun-
um og lá heldur betur ekki á
þeim.
Hún hikaði ekki við að segja ef
henni fannst óhreint heima hjá
manni eða spyrja hvort maður
hefði fitnað en hún talaði alveg
jafn hreinskilnislega um allt það
góða eins og augnhárin á Jóni
bróður sem henni þóttu ákaflega
falleg. Það var ómetanlegt að
eiga svona týpu sem ömmu, eina
svona sem lætur bara hlutina
flakka. Hún sagði mér alltaf að
vera góð við mömmu mína, og ég
skal muna það amma mín.
Ég á margar minningar úr
sveitinni frá því ég var barn og
minnist þess að hafa upplifað
mikið frelsi og ró þótt mér fynd-
ist fólk fara fullsnemma á fætur.
Ég mátti reka kýr þótt ég væri
bara sex eða sjö ára gömul og
fannst magnað að mér skyldi
vera treyst fyrir slíku ábyrgðar-
verki.
Ég man líka vel eftir bæjar-
ferðum á Akureyri þar sem við
heldur betur skvísuðum okkur
upp og ég beið eftir ömmu meðan
hún skrapp í ljós. Hún sagðist
vilja óska þess að ég væri eldri
því þá gæti ég komið með í ljósin
og ég er viss um að hún hefði
smyglað mér þangað inn hiklaust
ef það hefði ekki verið dama í af-
greiðslunni. Þessar ferðir voru þó
ætíð miðaðar út frá því að við yrð-
um að vera komnar heim áður en
Glæstar vonir byrjuðu en það var
algjörlega heilagur tími þar sem
við sökktum okkur í sjónvarpið.
Ömmu fannst ekkert leiðinlegt að
tala í síma, en ef hann hringdi
meðan Glæstar vonir voru í sjón-
varpinu svaraði hún ekki síman-
um. Eftir þættina fórum við yfir
það helsta sem gerðist og rædd-
um hver elskaði hvern í alvöru og
hver væri bara að sækjast eftir
peningum.
Þetta varð svona áhugamál
sem við ræddum líka í síma því ég
hélt auðvitað áfram að fylgjast
með þáttunum eftir að ég kom
heim og varð alveg háð sápuóper-
um í mörg ár.
Eitt sumarið spilaði amma
Villa Vill-safnplötu trekk í trekk,
mér fannst eitthvað óþægilegt á
þeim aldri að „eitt sinn verði allir
menn að deyja“ og spurði eitt-
hvað út í þennan texta en þá benti
amma mér á þá bláköldu og ein-
földu staðreynd að þannig væri
þetta blessaða líf, og svo hélt
platan áfram að spilast. Ég vil því
kveðja elsku ömmu mína með
þessum texta:
Mér finnst ég varla heill né hálfur mað-
ur
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Þín
Birna.
Henný
Tryggvadóttir
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Hinrik Valsson
Útfararstjóri
s. 760 2300
Dalsbyggð 15, Garðabæ
Sími 551 3485
osvaldutfor@gmail.com
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERNA SIGURBALDURSDÓTTIR
frá Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. mars
klukkan 13.
Hólmfríður S. Sigurðardóttir Ragnar Stefánsson
Pétur Örn Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
PÉTUR ÞÓRIR HUGUS,
Dúfnahólum 2, Reykjavík,
lést á líknardeildinni í Kópavogi 24. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 10. mars klukkan 13.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Útförinni verður streymt á: www.sonik.s/petur
Kristín Ó. Sigurðardóttir
Davíð Örn Hugus
Okkar elskulegi afi,
GEORG STANLEY AÐALSTEINSSON
skipstjóri,
lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði,
föstudaginn 26. febrúar.
Útför fer fram frá Hveragerðiskirkju
fimmtudaginn 11. mars klukkan 14.
Reynir Pálsson
Arndís Pálsdóttir
og aðstandendur