Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 29
Elsku hjartans amma mín, elsku gullkonan og mín besta vinkona. Mikið er það óraun- verulegt að sitja við tölvuna og reyna að skrifa niður minning- argrein þegar hjartað mitt hef- ur ekki almennilega náð því að þú sért farin frá okkur. Það er erfitt að geta ekki hringt í þig og fengið hjálp við að komast í gegnum þetta, eða að fá ráð frá þér um hvað sé nú best að gera eða bara til að spjalla eins og við gerðum á hverjum einasta degi á meðan þú hafðir heilsu til. Í sorginni reyni ég að minna mig á að vera þakklát, því það er sko margt til að þakka fyrir en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þig. Það var alveg sama hvert erindið var og stundum ekki neitt sérstakt, heldur bara að hringjast á milli og heyra í hvor annarri. Það er akkúrat það sem mig vantar núna, að heyra í þér. Þú varst mér allt. Gafst mér heiminn og vildir ekkert í stað- inn. Frá því að ég fæddist hafa hjörtun okkar slegið í takt, og núna þegar þú ert farin er stórt sár á mínu hjarta og reyni ég að græða það með öllum dásam- legu minningunum sem ég á um okkar tíma saman. Hvort sem það var á Garðafelli, í Eyjum, í útilegum eða bara hvar sem við vorum. En frá fyrstu stundu vorum við miklar vinkonur. Ég sótti alltaf mikið að koma til þín og afa og dvaldi ég ófáar stundir í góðu yfirlæti hjá bestu hjónum í heimi. Sama var hjá mínum börnum, en mikið þótti þeim gaman að koma til ömmu lang og afa lang. Einstakt samband myndaðist ykkar á milli enda varst þú hrókur alls fagnaðar sama hvar þú komst og ekki erf- itt að líða vel í þinni návist. Hörkuduglega amma mín, sem hikaðir aldrei heldur gekkst beint í verkið og sinntir því vel. Þótt það séu rétt liðnar þrjár vikur síðar þú kvaddir okkur stend ég mig enn að því að ætla að taka upp símann og hringja aðeins í ömmu. Þrátt fyrir veik- indi og litla orku ákvaðst þú að þiggja boð um að koma til Eyja og eyða áramótunum með fólk- inu þínu þar og mikið var gott að hafa þig hjá okkur. Þú komst okkur stöðugt á óvart, og sýndir um leið magnaðan karakter sem lét ekkert stoppa sig. Elsku amma mín, sorgin er svo sár og mér er svo illt. Með tímanum næ ég vonandi að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt en ég mun halda minningu þinni á lofti um ókomna tíð. Við munum halda áfram að fjölmenna á Jónsmessunni, en hátíðin var í miklu uppáhaldi hjá ömmu og afa. Fylgdust þau stolt og spennt með á meðan tjaldborgin reis í garðinum þeirra með til- hlökkun um að eyða frábærum tíma með fólkinu sínu. Helgin var gleði frá byrjun til enda, mikill söngur og gaman en það tvennt átti vel við þig ásamt mörgum öðrum kostum sem þú bjóst yfir. Elsku amma mín, ég elska þig af öllu hjarta og sakna þín svo sárt. Ég er þakklát fyrir að hafa verið þín og að þú varst mín. Í dag er komið að kveðju- stund en ég vona og veit að það hefur verið tekið vel á móti þér, og búið að slá upp þorrablóti með öllu tilheyrandi. Elsku amma mín besta og mesta, hafðu þökk fyrir allt og allt. Og ég segi frá mínum dýpstu hjartarótum að heimur- inn er virkilega fátækari án þín en við ríkari fyrir að hafa þekkt þig. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Elsku amma okkar þú munt alltaf lifa í minningunni og sú minning er falleg. Berglind Ósk Sigvards- dóttir og fjölskylda. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 ✝ Þórdís Lár-usdóttir fædd- ist á Skagaströnd 19. nóvember 1955, hún lést á heimili sínu, Grundatúni 12 á Hvammstanga 20. febrúar 2021. For- eldrar hennar voru Lárus Valdimars- son, f. 29.11. 1928, d. 31.7. 2015, og Ingibjörg Margrét Daníelsdóttir, f. 23.3. 1931, d. 26.8. 1989. Þau slitu samvistir, seinni maður hennar Baldur R. Skarphéðinsson, f. 17.10. 1930, d. 26.5. 2018. Alsystkini hennar eru Þórir Magnús Lárusson, f. Finnur Lárusson, f. 1966, k.h. Merrilyn Lárusson, f. 1968. Börn þeirra: Hafliði John og Sólveig Patricia. Fyrir átti Finn- ur Maríu Sigríði og Ara Hall- grím, einnig á Finnur ástralsk- an kött sem heitir Kisi Lárusson. Hafliði Kristján Lár- usson, f. 1970, k.h. Catherina Alaguiry, f. 1976. Börn þeirra eru Alexis, Lilia og Eva. Systk- ini Dísu sammæðra: Pétur Þröstur Baldursson, f. 1969, k.h. Anna Birna Þorsteinsdóttir, f. 1972, börn þeirra Rakel Sunna, Róbert Máni og Friðbert Dagur; Kristín Heiða Baldursdóttir, f. 1970, dætur hennar eru Inga Rún og Sigrún Heiða. Útför Þórdísar fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag, 6. mars 2021, klukkan 13. Meira á www.mbl.is/andlat/ 1954, k.h. Svan- hildur Hall, f. 1972, börn þeirra eru Edda Margrét og Berglind María. Fyrir á Magnús Hörpu og Jósef Gunnar. Sigríður Lárusdóttir, f. 20.2. 1958, d. 18.11. 2015, hennar ekkill er Jóhann Alberts- son, f. 1958, börn þeirra Hrund og Albert. Sam- býliskona Jóhanns er Kolbrún Grétarsdóttir, f. 1969, Grímur V. Lárusson, f. 1959, hans börn Daníel, Þórdís, Vigdís og Emil Ingi. Bræður Dísu samfeðra: Dísa frænka mín var ein sú kona sem hefur markað líf mitt hvað mest. Að hafa verið samferða henni alla mína lífstíð og elskað hana var dýrmæt gjöf. Hún kenndi mér umburðarlyndi, samkennd og að það er alltaf best að hafa réttu svörin á réttu augnablikunum. Orðheppnari konu var varla hægt að finna en hana. Elsku Dísa mín. Ég lofa að halda áfram að prjóna og mun ég prjóna héðan í frá þér til heiðurs. Þú varst alltaf að segja mér að fara að prjóna og ég ætlaði aldrei að byrja á þeirri vitleysu, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er og fór ég loks að prjóna og þú varst svo ánægð með mig. Ég mun líka sakna þess að spila við þig ólsen-ólsen og drekka kaffi. Ég man að þú varst alltaf að reyna að gefa mér kaffi, jafnvel þegar ég var unglingur og drakk ekki kaffi. Ég mun líka hér eftir drekka kaffi og hugsa um þig, samt ekki svart með köldu vatni út í eins og þú. Ég er eins og margir aðrir fjölskyldumeðlimir okkar, vil bara rjóma út í kaffið mitt. Ég mun sakna símtalanna þinna, þó þau væru stundum fyrir hádegi á sunnudögum. Elsku besta Dísa frænka mín, ég veit að mamma mín tók á móti þér, Sigga systir þín. Ég sé ykkur systurnar fyrir mér í grænni og gróinni sveit um- kringdar dýrum, hlæjandi og brosandi. Hún að skammast að- eins í þér og þú í henni, hönd í hönd að passa upp á hvor aðra í paradís. Þín litla frænka, Hrund. Í dag er borin til grafar Þórdís Lárusdóttir. Hún kom á sambýlið á Hvammstanga árið 1996 en hún hafði búið fyrir þann tíma á Gauksmýri. Árið 2002 fékk hún sína eigin íbúð í Grundartúni eftir endurbætur á húsnæðinu og var það til mikilla bóta fyrir líðan hennar. Henni fannst það ekki leiðinlegt að geta boðið gestum í sína eigin íbúð og sýnt þeim hand- verk sitt. Þórdís var svo sannar- lega stórbrotinn karakter og gust- aði af henni eins og allir vita sem hana þekktu. Hún var ófeimin og ákveðin – hún hefði vafalaust get- að stjórnað heilli herdeild ef svo hefði borið undir. En Þórdís var líka mikil dama. Hún vildi vera vel til fara, elskaði að fá nýjar flíkur – klæða sig upp á og gera sig fína. Hún var fé- lagslynd og spjallsöm og leiddist ekki að gera sér dagamun, fara á böll og sérstaklega að komast á þorrablót í félagsheimilinu Víði- hlíð og gerði hún það meðan heils- an leyfði. Oft þegar Þórdís fór eitthvað kvaddi hún með þessum orðum: „Ég er farin á ball og í bíó og veit ekkert hvenær ég kem heim!“ Þórdís var mikil hannyrðakona og sinnti prjónaskap af miklu kappi. Þær voru ófáar peysurnar sem hún prjónaði á ættingjana en einnig saumaði hún í ótal púða og myndir. Prjóna átti hún í flestum skúffum og töskum en henni þótti allur varinn góður og þá bað hún okkur reglulega um að fara og kaupa prjóna nr. 6, þó hún ætti þá í tugatali. Þórdís var líka mikil spila- manneskja og ekki þótti henni það verra ef hún vann spilið. Ekki er hægt að minnast Þór- dísar nema að minnast líka á kaffi. Hún elskaði kaffið sitt, sem var það besta sem hún fékk. Það var alltaf hægt að gleðja hana með kaffisopa og hún átti allar stærðir og gerðir af bollum til að drekka dýrindisdrykkinn úr. Meðan hún hafði heilsu til þá fékk hún sér oft göngutúr í sjoppuna og fékk sér einn eða tvo kaffibolla og kom svo gjarnan við í bakaleiðinni hjá fólki sem hún þekkti til að spjalla. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá Þórdísi þar sem mikil og erfið veikindi hrjáðu hana oft á tíðum. Ófáar læknaferðir voru farnar og margar þeirra ferða eru ógleymanlegar því Þórdís var uppátækjasöm og stríðin. Það eru orðin óteljandi skiptin sem við héldum að nú væri komið að leið- arlokum hjá Þórdísi en seiglan í henni var með ólíkindum og alltaf reis hún upp að nýju, enda bar- áttuviljinn mikill. En skyndilega var komið að leiðarlokum, í þetta skiptið var tímaglasið hennar tæmt. Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman, þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti’ um stéttar urðu þar einatt skrítnar sögur, þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. Eins við brugðum okkur þá oft á milli bæja til að kankast eitthvað á eða til að hlæja. Margt eitt kvöld og margan dag máttum við í næði æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði. Bænum mínum heima hjá Hlíðar brekkum undir er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir. (Þorsteinn Erlingsson) Við minnumst Þórdísar með miklum hlýhug og söknuði en líka þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og fylgja í mörg ár. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd starfsfólks Grund- artúni 10-12, Jón Ingi Björgvinsson. Þórdís Lárusdóttir Ástkær eiginkona mín, elskuð móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HENNÝ TRYGGVADÓTTIR, Kjarnagötu 35, Akureyri, lést í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 23. febrúar. Marinó Jónsson Kristín Sigríður Evertsdóttir Gyða Evertsdóttir Einar Víðir Einarsson Hólmfríður Indriðadóttir Brynjar Gauti Jóhannsson Ketill Indriðason Eyrún Ýr Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS FRIÐRIK ÞÓRÐARSON, Jökulgrunni 4, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, mánudaginn 22. febrúar. Útförin hefur farið fram með hans nánustu. Sævar Már Magnússon Íris Björk Sigurjónsdóttir Ester Kristín Magnúsdóttir Guðmundur Böðvarsson Helga Lind G. Magnúsdóttir Hrólfur Árni Borgarsson Ríkey Björk G. Magnúsdóttir Ingimundur Pétur Guðnason afabörn og langafabörn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTBJÖRG STEFANÍA GUNNARSDÓTTIR íþróttakennari, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 3. mars. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Jóhannsdóttir Hálfdán Helgason Ingi Gunnar Jóhannsson Kristín G. Hákonardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Sléttuvegi 19, lést 28. febrúar á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. mars klukkan 15. Allir eru velkomnir eins og húsrúm leyfir en gestir eru beðnir að hafa með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer. Útförinni er streymt á slóðinni: https://youtu.be/FkkHVxVRASo Guðrún Guðmundsdóttir Grétar J. Unnsteinsson Þorsteinn Guðmundsson Helga Gylfadóttir Erna Guðmundsdóttir Kristján Viggósson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN ERLENDSSON, vélvirki og iðnskólakennari, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum Mosfellsbæ föstudaginn 26. febrúar. Hann verður jarðsunginn í Mosfellskirkju mánudaginn 15. mars kl. 15. Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni streymt. Eyrún Björg Hafsteinsdóttir Neil Roxburgh Clark Jón Grétar Hafsteinsson Dóróthea Júlía Siglaugsdóttir Sigrún Hafsteinsdóttir Úlfar Finnbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ANNA P. BRYNJÓLFSDÓTTIR, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu Jón Birgisson Ásthildur Ágústsdóttir Brynja Jónsdóttir Bryndís Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.